Tíminn - 21.06.1951, Blaðsíða 4
4.
TÍMINN, fimmtudaginn 21. júní 1951.
136. blað.
Ályktanir uppeldismálaþingsins
Uppeldismálaþingið, sem
haldið var í Reykjavík í sein
ustu viku, gerði ýmsar álykt-
anir og fara hér á eftir þær
helztu. í t'lefni af hersetunni
samþykkti þingið eftirfar-
andi ályktun:
Vegna setu erlends herliðs
í Iandinu, vill uppeldismála-
þ ngið 1951 hvetja foreldra,
kennara og allan almenning
til að varðveita um alla hlutj
fram þau verðmæti, er öðru
fremur sérkenna íslenzkt
þjóðerni.
Sérstaklega brýnir þingið
fyr'r sérhverjum íslenzkum
þegni: a) að virða og verrda
móðurmálið, sögu þjóðarinn
ar og bókmenntir, b) að efla
þau uppeldisáhrif, er stuðla
að mótun heilsteyptrar skap
gerðar, heilbrigðs félagslífs
og kristilegs siðgæðis, c) að
forðast óþörf samskipti v’ð
hið erlenda lið, en gæta still
ingar og sjálfsvirðingar í ó-
hjákvæmilegum v ðskiptum
við það.
Þá beinir þingið þeirri á-
skorun til hæstv rtrar ríkis
stjórnar, að fyllsta kapp sé
lagt á að koma sem fyrst á
fót þeim stofnunum, er
barnaverndarráð og aðrir
slíkir aðilar telja nauðsynleg
ar vegna barna- og unglinga
verndar I landinu.
tJnglinganám.
Eftirfarandi ályktanir voru
gerðar um unglinganám o. fl.:
I. Þingið vill vekja athygli
á því, að þróun atvinnu- og
félagsmála hina síðustu ára-
tugi hef’r óhjákvæmilega haft
1 för með sér mjög aukna þörf
á framha{i.dsnámi unglinga,
enda eiga unglingar nú á dög-
um miklu síður kost á að njóta
þeirrar menntunar, sem heim
il'n létu áður í té, einkum i
verklegum efnum.
Jafnframt því að öllum ungl
ingum er nú orðið nauðsyn
þess að jíjóta slíkrar fræðslu
og umönnunar af hálfu þjóð-
félagsins, hafa fram komið ný
vandamál í starfi framhalds-
skólanna, þar eð hinir eldri
fræðsluhætt'r herita hvergi
nærri hinum nýju viðhorfum.
Hlýtur það að verða viðfangs-
efni næstu ára að leita iausn
ar á þessum vanda.
f þessu sambandi vill þing'ð
þenda sérstaklega á þessar
leiðir:
a) Að reynt verði að haga
náminu meira en tíðkast hefir
á þá lund, að nemendur verði
færir um að afla sér þekking-
ar af sjálfsdáðum að skóla-
göngu lokinni.
þ) Að viðfangsefni hinnar
almennu unglingafræðslu
verði gerð nærtækar en nú á
sér stað: ísland, náttúrufar
þess, atv'nnuhættir, þjóðfé-
lag, þjóðlegar menntir, saga
og aðstaða í heiminum verði
höfuðviðfangsefni hinnar al-
menmi unglingafræðslu svo
og annað, er varðar daglegt
líf manna, um hollustuhætti,
verktækn', orkulindir, efni
o. s. frv.
c) Að kennslunni verði
þannig fyrir komið, að svo
miklu leyti, sem kostur er, að
kynni kennara af nemendum
geti orð'ð sem nánust, svo að
færi gefist á að veita ungling
unum umsjá og vera þeim til
leiðbeinmgar um almenn
vandamál unglingsáranna.
II. Þingið vill leggja áherzlu
á, að það telur skipan gagn-
I»a>r f jalla m. a. um liersctima, ungfræðsl-
una ot> iiieiiiituii kennara.
fræðastigsins, e ns og fræðslu
lögin gera ráð fyrir, skynsam
lega og tiltölulega sveigjan-
lega í framkvæmd, nema ef
vera skyldi að því leyti, að
aðgrein ng verknáms og bók-
náms sé á skyldunámsárun-
um óþarflega ákveðin.
Sérstaklega vill þingið vara
alvarlega við þeim tilraunum,
sem gerðar hafa verið, 11 að
kljúfa gagnfræðastigið á
þann veg, að miðskóladeildir
verði tengdar menntaskólan-
um, að ekki sé nefnd sú óhæfa
tveggja vetra nám frá barna
prófi til landsprófs miðskóla.
III. Þingið telur sjálfsagt,
að allir unglingar, sem iokið
hafa ungl'ngaprófi, eigi þess
kost að stunda áíram nám í
gagnfræðaskóla eins og lög
standa til, og að námsefnið
sé þá valið við hæfi nemend
anna, eins og frekast verður
við komið, þannig að náms-
getu þeirra verði ekki ofboðið.
Leggur þingið höfuðáherzlu
á, að á þessu stigi verði hafizt
handa um víðtækt verknám,
er veiti nemendum atvinnu-
réttindi, eftir því sem viö verð
ur komið. Jafnframt þessu
verði hugsað fyrir leiðbeining
um um stöðuval.
IV. Þingið lítur svo á, að
jafna berj eftir föngum þann
mun, sem er á aðstöðu barna
til framhaldsnáms eftir bú-
setu og bendir í þvf sambandi
á námsskeið, bréfaskóla og út
varpskennslu, þar sem m ðað
sé við þarfir þessara barna.
Þingið beinir þeirri ósk til
fræðslumálastjórnar, að hún
taki til athugunar að veita
fátækum en efnilegum nem-
endum styrk til að standa
straum af dvalar- og ferða-
kostnaði, þar sem nemendur
þurfa að stunda nám fjarri
heimilum sínum.
V. Þingið beinir þeim tilmæl
um til fræðslumálastjórnar
og Iandsprófsnefndar að hlut
ast til um, að landsprófi mið-
skóla verði hagað þannig fram
vegis, að nemendum verði
gert auðveldara að standast
prófið en hingað til hefir
reynzt, jafnvel þótt hækkað
verði lágmarkseinkunn til inn
göngu í menntaskóla og kenn
araskóla.
Þingið lítur svo á að leggja
beri megináherzlu á íslenzku,
erlend mál og stærðfræði í
landsprófi miðskóla og stefna
beri að því að afnema lands
próf í öðrum greinum. Próf
í þessum greinum sé falið skól
umim og stjórnskipuðum próf
dómurum á hverjum stað und
ir eftirliti landsprófsnefndar
samkvæmt nánari reglum, er
um það verði settar.
VI. Þingið lítur svo á, að
tryggja beri nemendum í
frjálsum framhaldsskólum
heilsusamlega aðbúð, og sé
æskilegt, að nemendum sé
veitt aðstoð til að útvegá slíka
aðbúð.
Menntun kennara.
Svohljóðandi tillögur voru
samþykktar um menntun
kennara:
Sjöunda uppeldismálaþing,
háð í Reykjavík 13.—16. júní
1951, lítur svo á, að fullkom-
inn árangur af starfi skól-
anna sé að miklu leytj háður
góðri og vaxandi menhtun
kennara. Telur þingið, að
stóraukna áherzlu beri að,
leggja á það, að kennaraefni
fái sem bezta menntun, hag-
nýta og fræðilega. í þessu
sambandi leyfir þingið sér að
benda á það, að Kennara-'
skóli íslands, sem veitir kenn;
1 araefnum skyldunámsstigsins !
1 lögboðna menntun, býr við1
húsnæði, sem háir starfi hans!
mjög og gerir suma þáttu
þess óframkvæmanlega. Þing
ið telur þó, að enn verr sé á-
;statt um menntun kennara
efna gagnfræðastigsins. Eng-
ir kennarar framhaldsskól-
, anna, að norrænunemendum
| undanskildum, eiga hér á
; landi kost hæfilegs náms til
í undirbúnings starfi sínu.
1 Ýmsir hafa þó með ærnum
■ kostnaði aflað sér viðhlít-
andi þekkingar í kennslu-
1 greinum sínum, en flesta
skortir uppeldisfræðilega og
kennslufræðilega undirstöðu-
menntun. Þetta ástand lamar
mjög starf framhaldsskól-
anna og dregur úr árangri
þess.
Af .þessum sökum leyfir
uppeldismálaþingið sér að
beina eftirfarandi áskorun-
um til menntamálaráðherra,
fræðslumálastjóra og rektor§
Háskóla íslands:
1. Hraðað verði byggingu
kennaraskólans, svo sem frek
ast er unnt. Við teikningu
skólans sé vel séð fyrir þeim
stórfelldu breytingum í
kennslutækni og kennsluað-
ferðum, sem nú gerast óðum
og sýnilega munu fara í vöxt
á þessum síðari. helmingi ald-
arinnar.
2. Jafnframt kennaraskól-
anum verði reistur fullkom-
inn æfingaskóli, sem lúti
stjórn kennaraskólans og
starfræktur verði til hagnýtr
ar fræðslu og æfinga kenn-
araefna skyldunámsstigsins.
Þingið telur æfingakennsluna
einn meginþátt kennara-
menntunarinnar og vill
hvetja til þess, að hún verði
stóraukin, jafnskjótt og bætt
húsakynni kennaraskólans
leyfa. Núverandi skilyrði til
æfingakennslu telur þingið
óviðunandi með öllu.
II.
1. Uppeldismálaþingið fagn
að því skrðfi, sem stigið hefir
verið með breytingu á reglu-
gerð fyrir Háskóla íslands,
nr. 7 1942, þar sem ákveðið
er, að háskólinn veiti kenn-
araefnum gagnfræðastigsins
og menntaskólanna eins
misseris kennslu í uppeldis-
og kennslufræði. Skoðar þing
ið þessi ákvæði sem viður-
kenningu á því, að uppeldis-
leg og kennslufræðisleg
menntun sé hverjum kenn-
ara nauðsynleg. Hins vegar
telur þingið, að þessi ráð-
stöfun muni þá fyrst ná til-
gangi sínum að fullu, að all-
ur þorri þeirra manna, sem
gerast vilja kennarar við
unglingaskóla og gagnfræða-
skóla, á þess kost að fá
menntun sína við Éáskóla ís-
lands. Samhliða námi kennslu
greinanna mundi slíkt nám,
sem reglugerð háskólans ger
ir ráð fyrir, koma að verulegu
gagni.
2. Því leyfir þingið sér að
(Framhald á 7. síðu.)
Nokkrir gestir hafa heimsótt
mig í baðstofuna undanfarna
daga og verður hér sagt lítið eitt
frá spjalli þeirra.
Einn gestanna vakti máls á
því, að því hefði verið lofað,
þegar síldarverksmiðjan var
reist í Örfirisey, að ekki skyldi
finnast nein lykt frá henni.
Raunin hefði þó orðið önnur
seinustu dagana. Þaðan legði
oft leiðinlega fýlu yfir bæinn, er
vindur stæði þannig. Hann ósk-
aði eftir, að þeirri áskorun yrði
komið áleiðis til borgaryfirvald-
anna, að þau gengu ríkt eftir
því, að loforðið um lyktarleysi
verksmiðjunnar yrði haldið.
ANNAR GESTUR ræddi um
Strassborgarþingið. Hann
kvaðst hafa heyrt, að Jóhann
Hafsteinn, sem átti að vera
einn íslenzki fulltrúinn, hefði
aðeins mætt þar í einn dag.
Þennan dag hefði Jóhann feng
ið ríflega borgaðan, eða m. ö
o. alian ferðakostnaðinn og
fulla dagpeninga um mánaðar
skeið. Gesturinn taldi réttiiega,
að þetta benti ekki til sparn-
aðarviðleitni hjá ríkinu.
Ég get ekki upplýst það, hvort
þetta er rétt hermt um launa-
greiðsluna til Jóhanns. Sé rangt
frá skýrt, mun Tíminn fúslega
birta leiðréttingu um það frá
utanríkisráðuneytinu. Þögn hjá
ráðuneytinu verður hins vegar
að skoða sem samþykki á því,
að þetta sé rétt hermt. Og þá
tek ég undir það með gesti mín
um, að þetta sé óverjandi fjár-
bruðl og beri þess merki, að
utanríkisráðherrann sé ekki fast
ur á fé, þegar flokksmenn hans
eiga hlut að máli.
j Þriðji gesturinn lét í ljbs óá-
nægju yfir því, að ekki hefði
' um lengra skeið heyrzt í Helga
Hjörvar í útvarpinu, en sér þætti
hann skemmtilegastur allra út-
varpsmanna. Hann kvaðst ekki
vilja blanda sér í deilu Jónasar
Þorbergssonar og Helga, enda
| væri hún óviðkomandi því, hvort
þeir mættu tala í útvarpið. A.
m. k. sæi hann ekki neitt sam-
band þar á milli.
Gestur þessi kvaðst m. a. hafa
heyrt, að Helga hafi verið neit
að um að lesa upp í útvarpið.
' Hann bað um, að þeirri áskorun
' yrði beint til útvarpsráðs, að
það upplýsti, hvort þessi orð-
| rómur væri réttur. Útvarpsráði
stendur opið að skýra frá þessu
hér í baðstofunni.
Svo var það fjórði gesturinn,
er minntist á unglingavinnuna
hér í bænum. Hann sagði, að
unglingspiltar fengju borgaðar
kr. 5,00 fyrir klukkutímann, en
kennarar, er væru einskonar
| verkstjórar, kr. 15,00. Þetta taldi
hann óeðlilegan mun, þar sem
kennararnir væru á föstum laun
um fyrir. Hann bað um að þessu
yrði komið á framfæri, og er
það hér með gert, án þess að
frekari dómur sé á það lagður.
Starkaður.
immmmnfflmnmmmntntmmnmnmntnmmmnttmnmr-
Innilegar þakkir öllum, sem sýndu mér vinsemd með
heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 70 ára afmæli
mínu 13. júní s. 1.
Gæfan fylgi ykkur.
Guðmundur Þórarinsson,
Þórarinsstöðum.
WJV.'.V.W.W/.W.V.W.V.W.Wt'.V.V.V/WWWMW
Aðeins
30 kr. í
cí ári
SM1VINNAN
fíirir g
fjölbreyttasta, >1
Í;
útbreiddasta j.
og ódýrasta >1
mánaðarrit í;
• *■
landsins. £
Gerist jj
áskrif- j:
endur! j!
Simi 7080. í
v.v.v.v
K_1 ■
-■-V.V.V.V.’
Auglýsingasími Tímans 81300