Tíminn - 26.06.1951, Síða 6

Tíminn - 26.06.1951, Síða 6
«. TÍMINN, þirðjuðaginn 26. júní 1951. 140. blað. Dansdrottningin Mjög skemmtileg ný amerísk dans- og söngvamynd með nýjum danslögum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Hamingjusamt fólk (This Happy Breed) Ensk stórmynd í eðlilegum litum, samin og gerð af Noel Coward. Robert Newton John Mills Sýnd kl. 9. Svikið gull Sérstaklega spennandi am- erísk kúrekamynd. Aða'lhlutverk: Wiiliam Boyd Andy Clyde Sýnd kl. 5 og 7. iNÝJA BÍÓ Gullæði í Astralsn (Eureka Stockade) Óvenju spennandi og við,- burðarík stórmynd, er gerist á tímum gullfundanna í Ástralíu. Aðalhlutverk: Chips Rafferty Jane Barret Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Stjörnu-dans (VARIETY GIRL) Aðalhlutverk: Bing Crosby, Bob Hope, Gary Cooper, Alan Ladd, Dorothy Lamour, Barbara Stanwyck. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. MUNIDí Auglýslngasími TtMANS er 81300 ífmuAjusiJfJoélxiAjiaA. Mjj StíSloÁJ <yCcu/eía£ficT % ♦♦♦♦ Höfum efni til raflagna. Raflagnir í minni og stæri hús. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI H. F. Laugaveg 79. — Sími 5184. Austurbæjarhíó HiisiÖ við ána (House by the River) . Bönnuð innan 16 ára. j Sýnd kl. 5, 7 og 9. [TJARNARBÍÓ i RIGOLETTO Sýnd vegna fjölda áskorana klukkan 9. Villihcstavciðar (Wild horse Mesa) Afar spennandi amerísk kú- j rekamynd. Aðalhlutverk: Tim Holt Sýnd kl. 5 og 7. GAMLA BÍÓ! Tarzan og' liafmcyjarnar (Tarzan and the Mermaids, Spennandi og skemmtileg ný amerísk kvikmynd. Johnny Weissmuller Linda Christian Brenda Joyce Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÍHAFNARBÍÓ A valdi örlaganna (Tvá trappor over garden) Áhrifamikil og sérkennileg ný sænsk kvikmynd. Gertrud Fridh Bengt Eklund Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. 'Drottning skjaldmcvjaiina (Queen of the Amazons) Spennandi amerísk frum- skógamynd. Bönnuð börnum innan 12 ára aldurs. Sýnd kl. 5. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Sími 5833. ! Heima: Vitastíg 14. SIIJOI Alls konar husgögn og j fleira undir hálfvirði PAKKHÚSSALAN Ingólfsstræti 11 Sími 4663 Nýja sendi- bílastöðin hefir afgreiðslu á Bæjar- bílastöðinni, Aðalstræti 16. Sími 1395. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá ►♦♦• | Samvinnutryggingum Askriftarsími: TIMIAÍK 2333 tslendingaþættir (Framhald af 3. sioa.7 Ég veit að ég mæli fyrir hönd fjölmargra vina Gunn- í laugs Björnssonar, ekki að- eins í Skagafirði, heldur víða um land, þegar ég af alhug þakka honum þau miklu störf, sem hann hefir á þess- um tímamótum æfi sinnar leyst af liöndum, og óska jafn I framt að sólin blessuð vermi; hann og heimili hans á liom- andi árum. Steingrímur Steinþórsson. ►♦♦o♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦ Fínpúsning Skeljasandur Hvítur sandur Perla í hraun Hrafntinna Kvarz o. fl. Fínpúsningargerðin Sími 6909 ítlaymA £. RaldniwAAch Laugaveg 12 — Sími 7048 ♦ ♦♦♦♦♦♦♦.♦♦♦♦♦♦♦ Ur og klukkur sendum gegn póstkröfu um allt land ►♦♦♦♦♦• i í |g ÞJÓDLEIKHÚSID Sunnudag kl. 20.00 RIGOLETTO Cppselt. Þriðjudagur kl. 20.00 RIGOLETTO Cppseit. Fimmtudag kl. 20.00 RIGOLETTO Uppselt. Föstudag kl. 20.00. RIGOLETTO Cppselt. Aðgöngumiðar að fimmtudags- og föstudagssýningunni sækist í dag. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 til 20,00. Tekið á móti kaffipöntunum í miðascia. IW.V.V.VAV.V.V.WAVW.W.V.VAT.W.V.V.V.'ASy ^JJeitht Sernhard Nordh: 'ona VEIÐIMANNS 48. DAGUR I nokkuð langt síðan þau liöfðu haft smjör og ost á burðum. — Hvaðan fékkstu þettá? — Móðir Ellu sendi méf> það'. Erlendur rak upp hæðnjáíilátur. — Hvers vegna ekki níóðir Árna? Eða þá Árni sjálfur? Hvað vildi hann fá í staðirín,? Það seig undir eins í Ing^björgu. Það var þó fremur radd- blærinn en orðin sjálf, sé'n^ hún reiddist. — Ekkert, sagði ingnbjöyg, stutt í spuna. — Þættu ekki, Nízkir rlíæhdur vilja hafa eitthvað fyrir sinn snúð. "•— Þú ert ósanngjarn,‘%.lendur. Fólkið í Akkafjalli hefir alltaf .verið okkur gott: *^ ‘ — Ég hefi mínar skoðanir um það. Þú skalt ekki reyna að telja mér trú um, að Árni hlaupi á milli frumbýlinganna með smjör og ost. Vöruskiptaverzlunin gengi kannske ekki alls staðar jafn greiðlega. Andlit Ingibjargar var orðið dumbrautt, og augun skutu gneistum. — Nú! Og hvað. fær hann hér 1 staöinn? Röddin titraði, en Erlendur veitti því ekki eftirtekt. — Það ættirðu bezt að vita sjálf, svaraði hann. — Nei, hrópaði Ingibjörg ofsareið. Það veit ég ekki. Teldu tófuskinnin þín. Við eigum fátt annað, sem gæti gengið kaupum og sölum. Þau hanga þarna inni. Erlendur gaut tortryggnislega augunum til Ingibjargar. — Árni kemur ekki til kvenna til þess að ásælast tófu- skinn. — Heldurðu þá, að hann sé að ásælast mig? Ó-nei! Ég laða hann ekki hingað. Erlendur rumdi. Hann vildi ekki segja berum orðum, að hann tortryggði þau Árna og Ingibjörgu. Það var betra að vega að þeim aftan frá. Hann gat greitt eins góð högg á þann hátt. Það brá fyrir sigurgleði í dökkum augum hans. Ingibjörg sagði að minnsta kosti að nokkru leyti satt. Eins ;Og sakir stóðu freistaði hún varla nokkurs manns. Það bæði gladdi og ergði Erlend, að Ingibjörg var van- fær. Það var notalegt að hafa náö á henni fullu taki. Nú gat hún ekki hlaupið út undan sér, heldur varð að sætta Big við að feta afmarkaða braut. Erlendur hafði allmikið kunnleika af bændum. Ingibjörg mundi ekki freista þess að hverfa aftur heim til föður síns, hvorki nú né eftir barns- burðinn. Hann hafði lagt eignarhald á hana, og hún varð hans, svo lengi sem hann girntist hana, og hann ætlaði ekki að sleppa af henni takinu, fyrr en hann var búinn að gera út við búskaparhneigðina í henni. Hatur Erlends á bændunum var ekki nýtt af nálinni. Hann hafði drukkið það í sig með móðurmjólkinni, því að fólk af Tatarakyni var illa séð á sveitabæjunum. Tataranafnið var ekki frem- ur hægt að losna við en flækingi var auövelt að komast í fasta vist og una þar. Það fylgdi jafnvel í marga ættliði því fólki, sem tekið hafði sér fasta búsetu. Erlendur gleymdi því aldrei, að skólasystkini hans höfðu kallað hann Tatara- strákinn. Sú nafngift var komin frá börnum bændanna, sem bjuggu á stórum jörðum, áttu góð föt og gátu sýnt, j hve þykkt smjörið var ofan á brauösneiöinni þeirra. Þau höfðu hæðzt að þurrum brauðskorpum hans og götugv.m j skóm og æpt á eftir honum, hvar sem hann fór. Hatri hans hafði sífellt verið halc|ið við, öll uppvaxtarárin. Hann hefði kyrkt alla bændur byggðarinnar í greip sinni, ef hann hefði getað. Hatur hans hafði ekki einu sinni veriff fariff að réna, er hann þræddi götuslóðann í sel Jóns Eiríkssonar til fundar við Ingibjörgu. Hann hafði að vísu elskað hana af miklum ástríðuhita, en undir niðri brunnu eldar haturs- ins. Ingibjörg var bóndadóttir, og það var mikill sigurdag- ur, er Ingibjörg hét því að fylgja honum í útlegðina. Nú átti hún að ala Tatarabarn. Það var makleg hefnd á hinn þrjózkufulla föður hennar. Það var þó ekki meinfýsnin ein, sem náð hafði tökum á Erlendi. Honum var öroun að ósjálegu kvenfólki. Það gerði honum gramt 1 geði, að Ingibjörg varð gildari og ferlegri meö hverjum degi sem leið. Hún missti gildi í augum hans. Vonin um barnið vakti enga tilhlökkun hjá honum. Það yrði grátur og ónæði í húsinu, og hann varð að fæða einum munninum fleira. Börn voru kvalræði. j Erlendur mataðist. En hann snerthhvorki við smjörinu né ostinum frá Akkafjalli. Þegar Ingibjörg bauð honum smjör, isvaraði hann hryssingslega, að hann kæmist af án þessará.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.