Tíminn - 07.07.1951, Síða 6

Tíminn - 07.07.1951, Síða 6
150. blað «. iTRIPOLI-BÍÓ. Vcrzlað nieð sálir (Traffic in Souls) Mjög spennandi frönsk mynd um hina illræmdu hvítu þrælasölu til Suður-Ameríku. Jean-Pierre Aumont, Kate De Nagy. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Ævintýrið í 5. götuj Bráðskemmtileg og spenn- andi amerísk gamanmynd: Don De Fore Gale Storm Sýnd kl. 5. NÝJA BÍÓ Dollys-systnr Hin bráð-skemmtilega og íburðarmikla stórmynd í eðli legum litum. Sýnd kl. 5 og 9. Síðasta sinn. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Húsið við ána (House by the River) Mjög spennandi og tauga- æsandi ný amerísk kvik- mynd, byggð á samnefndri skáldsögu eftir A. P. Herbert. Louis Hayward Lee Bowmann Jane Wyatt Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Simi 9184. Amper h.f. Rafrækjavinnustofa Þingholtstræti 21, simj 81556. Höfum efni til raflagna. Raflagnir í minni og stæri hús. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI H. F. Laugaveg 79. — Sími 5184. { TÍMINN, laugardaginn 7. júlí 1951. Austurbæjarbíó Skugginn (Shadow of a Woman) Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 e. n. Munið að grciða blaðgjaldið scm ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«»♦■ Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Sími 5833. Heima: Vitastíg 14. SEUOI Alls konar husgögn og fleira undir hálfvirði PAKKHÚSSALAN Ingólfsstræti 11 Sími 4663 Nýja sendi- bílastöðin hefir afgreiðslu á Bæjar- bílastöðinni, Aðalstræti 16. Sfmi 1395. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Samvinfiutryggifigun* Askriftarsími: TIMIKN 2323 Jónas Eiríksson (Framhald af 5 síðu.) þessa, meðfram vegna bess, að samkvæmt fenginni reynslu fannst honum fyrir- tækið hvorki svo þakklátt né framtíðarvænlegt, að vinn- andi væri til að taka sig upp frá búskap sínum. En þá hafði hann 1 þrjú árin undanfarið búið sæmilegu búi á Ketils- stöðum í Jökulsárhlíð, yzta bæ á Héraði norðvestanmegin. Fór þó svo að Jónas gaf kost á að taka að sér skólann og búið á Eiðum og reka hvort- tveggja næstu tvö árin með vissum skilyrðum, sem ekkj verða greind hér. Það kom fljótt í ljós, að ekki var of- sögum sagt af erfiðleikunum. ibúðar- og skólahúsið var þröngt og óhentugt, önnur bæjar- og peningshús öll úr elt og niðurnídd og jörðin sjálf ein óræktuð viðátta og afar vinnufrek. Ftá þeirra manna sjónarmiði, sem ætl- uðu búinu að standa að tals- verðum parti undir skóla- rekstrinum, voru Eiðar mjög óheppileg skólajörð. Annað mál var það, að ef styrktarfé til ræktunar hefði verið fyrir hendi, þá var verkefnið nóg. Menn skiptust í flokka með og móti skólanum — einn taldi hann með öllu óþarfan og lýsti á honum fullri andúð, annar, er I voru upplýstari menn og framsýnni, töldu skól ann gera mikið og gott gagn, beint og óbeint, og mundi það sjást betur, er fram liðu stund ir. Svo fór, að Jónas varð leng ur við skólann en ráð var gert fyrir í fyrstu. Árin urðu 18, eða frá 1888 til 1906. — Guð- laug kona hans var bústýra skólabúsins jafnlengi. Á þessum tíma batnaði skólajörðin við aukna tún- og engjarækt (áveitur). Útihús flest voru uppbyggð að þeirr ar tíðar hætti og betur þó. Búið sjálft stækkaði meir en um helming og varð gagn- samt, einkum þó sauðféð, sem var kyngott og harðgert. En þetta var á árum fráfærna og sauðabúskapar. Skólinn var tveggja ára námskeið, og bóklega kennsl an stóð frá veturnóttum til maíbyrjunar. Skólinn var um daga Jónasar og Guðlaugar líkastur myndarlegu heimili, sem nú mundi þykja mikill og góður kostur á skóla í sveit. Auk hins bóklega og verklega náms iðkuðu flestir námspilt ar ýmsar íþróttir, einkum sund, sem var alger nýlunda austan lands. Jónas hafði Iært sund 1 Noregi og kenndi það piltum sinum. Urðu margir þeirra ágætir sundmenn og breiddist sundkunnátta út frá þeim, einkum um firðina. Eru þess þó nokkur dæmi að ,,Eiðapiltar“ svonefndir björg uðu mönnum með sundkunn- áttu sinni úr sjó og vatnsföll um. Þá var og á skólaheimil- inu stundaður nokkur heimil isiðnaður, svo sem smíðar, vefnaður og bókband. — Nem endur þeir, er útskrifuðust frá Eiðum lögðu þó ekki allir stund á búskap, er út f lífið kom. Margir af þeim urðu gildir bændur, og unnu sér og sveit sinnj mikið gagn með þekkingu sinni og dugnaði. Aðrir hurfu að útgerð, verzlun Og jafnVel iðnaði eða kennslu. Þetta var mjög eðlilegt, því að Eiðaskóli, þótt aðallega væri búnaðarskóli, var eirm stofnunin um þessar slóðir, sem veitti ungum mönnum al menna fræðslu með þeim á- rangri, að áður-en fræðsl’-lög t;rJ i .. ' 5 VAVV.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.VV.VAVV ^JJeí tln Bernhard Nordii: *ona VEIÐIMANNS I W.W.W.V.V.V.V.V. DAGUR .v.v.V.V.V.V VV.V.V Ingibjörg . . . Árni nísti tönnum. Hann herti gönguna, en varð svo að hægja á sér, því a ðhann náði undir eins hestsleðanum. Erlendi var ætlað auðveldasta hlutverk í þessari kaup- staðarferð. Hann bar léttari byrði en Ólafur og naut auk þess slóðarinnar eftir hina. Gangan veittist honum samt nógu erfið. Skyrtan var blaut af svita, og hann gekk upp og niður af mæði. Munnurthn var galopinn. Hann var hættur að bölva þessum bændadurgum frá Akkafjalli, sem sýnilega ætluðu að gera út af við hann. Hann gat varla orðið hugs- að skýrt. Hann vissi það eitt, að hann mátti ekki hníga niður. Gerði hann það, fengi hann sjálfsagt að deyja dróttni sínum, því að hann vænti einskis góðs af mönnunum tveim- ur, sem á undan honum gengu. Þeir myndu ekki einu sinni veita þvf athygli, að hann var ekki lengur með í förinni. Þeir litu aldrei um öxl, heldur skálmuðu áfram eins og uxar. Erlendur hafði dregizt áfram um stund í gleymsku og sinnuleysi, er hann uppgötvaði skyndilega, að bræðurnir voru horfnir. Þarna var slóðin, en hann sá hvorki hest né mann. Hann nam staðar og studdist fram á skíðastafina. Hann sá ekkert, nema gnæfandi hamar fyrir framan sig, kolsvartan og ferlegan. Hann reyndi að kalla, en kom ekki upp nema hásu gauli. Hann stakk við stöfunum og skjögraði áfram fáeina faðma, náði loks ofurlitlu skriði á skíðin og sveigði fyrir klettanef. Hann sá, að hinir voru komnir langt á undan, og nú greip óttinn hann og knúði hann til þess að einbeita kröftunum. Það var hollara fyrir hann að týnast ekki. Erlendur frá Bjarkardal hefði máske staðizt betur freist- ingarnar í hinum norska kaupstað, ef honum hefði ekki fundizt sem hann væri kominn í himnaríki. Þar komst hann í kynnj við ýmis konar fólk. Þar var brennivín í stórum krúsum, og þrjár nætur naut hann ylsins hjá greiðvikinni stúlku 1 bænum. Sá ylur kostaði að vísu eitt tófuskinn. Þessa daga datt honum Ingibjörg varla í hug, og hans vegna hefði mátt vera stórhríð í nokkra daga til viðbótár. Hann komst nógu snemma heim í þá vítisvist, sem þar beið hans. Ólafur nam staðar við stóran skafl. Hvað eftir annað höfðu þeir orðið að moka og troða braut í skafla, sem þeir hefðu ella ekki komið hestinum yfir. Árni smeygði ólunum út af öxlunum og þreif skóflu sína. Óiafur bandaði hendinni aftur fyrir þá. — Við verðum að á hér, sagði hann. — Ertu þreyttur? — O-nei. En þú sérð, hvað Erlendur er farinn að dragast aftur úr. — Hann ætti að minnsta kosti að ná okkur á meðan við troðum skaflinn, svaraði Árni, án þess að líta einu sinni um öxl. • Síðan réðst hann á snjóhengjuna með skófluna að vopni. Ólafur fór að dæmi hans, og eftir nokkra stund höfðu þeir gert færa braut. Þeir vissu, hvað bjóða mátti hestinum, og létu skóflurnar aftur á sleöann. in komu í gildi voru fyrstu farkennararnir búnaðarskóla menn, og jafnvel mörg ár eft ir það. Þeir stunduðu þá jarða bótavinnu á sumrum en barna kennslu á vetrum. Þá komu og þeir til, et lært höfðu á Möðrtivöllum og í Flensborg. Vorið 1906, er Jónas afhenti sköláttn, jörð og bú, varð hann fyrir þeirri þungu sorg að sjá á bak konu sinni, er reynzt hafði hin 'mikilhæfasta við stjórn skólaheimilisins þetta 18 ára skeið. Guðlaug andaðist 26. mai 1906. Fluttist Jónas að eignarjörð sinni Breiðavaði í Eiðaþinghá og bjó þar önnur 18 ár litlu búi, stundaðj garðrækt meiri en títt var annars staðar. Og þá gegndi hann ýmsum trún aðarstörfum fyrir sveit slna og sýslufélag. Hann var einn af stofnendum- Búnaðarsam- bands Austurlands. Jónas and aðist 17. ágúst 1924. Á síðustu árum Jónasar var honum sýndur ýmiskonar sómi, Aiþingi veitti honum dá litinn lífeýri. Og á sjötugsaf- mæli hans var honum haldið samsæti, er lærisveinar hans, vinir og kunningjar gengust fyrir og honum fenginn sjóð- ur, er ber nafn hans og konu hans, afhentur Eiðaskóla til styrktar nemendum þar. Mælt á nútíðar mælikvarða, mundi mönnum finnast að Eiðaskóla hafi á þessum tima verið þröngur stakkur skorinn. Skólaöldin var þá ekki byrjtið. Einn merkur bóndi, samtiðar maður Jónasar, lét svo um- mælt, að raunvérulega væru fléstir þeir bændur austan- lands, sem umbætur gerðu á jörðum sínum, íærisveinat Jónasar á Eiðum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.