Tíminn - 18.07.1951, Síða 4
«.
158. blað.
TÍMINN, miðvikudaginn 18. júlí 1951.
Aldarafmæli Góötemplarareglunnar í Ameríku
Ég lagði af stað mánudags
kveldið 4. júni með flugvél
frá Pan American Airways frá
Keflavík. Var komið til New
York eftir 12 stunda flug með
stuttri viðkomu í Boston. Há-
tíðahöldin áttu ekki að byrja
fyrr en viku síðar, svo að ég
skrapp norður til Bangor í
Maine til þess að hitta Óttar
bróður minn, fiskifræðing, er
þar er búsettur og dvaldi þar
3 daga.
Hátíðahöldin hófust mánu
daginn 11. júní í New York
með því að safnast var sam-
an þann dag í húsakynnum
K.F.U.M. á 23. stræti, til
spjalls og kynningar, en þá
voru komnir yfir 100 gestir
og fulltrúar frá Evrópu. Síðar
um daginn hélt skandinav-
íska stórstúkan í New York
samsæti fyrir aðkomumenn
og aðra templara. Þarna töl-
uðu þrír menn úr alþjóða-
framkvæmdanefnd Reglunn-
ar, þ. e. a. s. frkv. nefnd Há-
stúkunnar, en það voru: Rub
en Wagnsson hátemplar,
landstjóri í Kalmarléni í Svi-
þjóð, Joseph H. Brown, há-
varatemplar frá Englandi og
Larsen Ledet háritari, hinn
kunni danskj blaðamaður og
rithöfundur. Auk þess flutti
þarna ávarp stórtemplar
Svía, Ragnar Lund. í ræðu
sinni fór Larsen-Ledet mikl-
um viðurkenningarorðum um
íslendinga og islenzka menn
ingu og marghliða menning-
arviðleitni og skýrði um leið
allýtarlega frá starfi Regl-
unnar á fslandi og áhuga
þeirra í þeim málum, sem m.
a. sæist á því, að þeir hefðu
sent fulltrúa til að mæta á
þessum hátíðahöldum. Var
þar að finna hinn fyrsta vott
þeirrar miklu athyglj og við-
urkenningar, sem íslenzku
Reglustarfi og fulltrúum ís-
lands var sýnt á öllum
þessum hátíðahöldum.
Að kveldi þessa dags var
farið frá New York með lest
áleiðis til Washington og kom
ið þangað um morguninn 12.
júní. Þann dag var höfuðborg
in skoðuð og nágrenni henn-
ar. M.a. komið í báðar deild-
ír þingsins, og vildi þannig
til að þá stuttu stund er dval
ið var í Senainu, að þá var
Róbert Taft að halda ræðu.
Að kveldi þess dags var svo
farið áleiðis til Chicago, og
komið þangað morguninn eft
ir. Þar mættj mér Richard
Beck prófessor, sem einnig
var fulltrúi Stórstúkunnar
við hátíðahöldin. Þann dag
var sett þing sambands
bandarískra stórstúkna, og
stóð það yfir í tvo daga 13.—
15. júní. Höfuöstöövar hátíða-
haldanna í Chicago voru á
La Salle hótelinu, og þar
bjuggu flestir fulltrúanna.
Um kveldið þ. 13. var fjöl-
menn samkoma í Irving Park
Lutheran Church, og fóru
þar fram ræðuhöld, söngur
og tónlistarflutningur. Næsta
kveld var haldið samsæti í
La Salle, með borðhaldi og
voru þar samankomnir 750
manns. Þar flutti próf. Ric-
hard Beck kveðjur frá Stór-
stúkiu íslands. Föstudaginn
15., var settur hástúkufundur
er stóð þann dag til kvelds.
Honum var stjórnað af Ru-
ben Wagnsson hátemplar. Á
fundinum var 139 templurum
veitt hástúkustig, sem er
æðsta stig Reglunnar. M.þ.
ér tóku það stig, var Richard
Beck. Á fundinum voru flutt
Skvrsla Indriða Indriðasonar, rit-
liöfundar, er var fulltriii Stórstiiku
Islnnds við hátíðahöidin
ar kveðjur frá öllum Stór-
stúkum er þar áttu fulltrúa,
og flutti ég kveðju frá StSr-
stúku íslands. Um kveldið var
mjög fjölmenn samkoma í
Medinah Templa ,sem er sam
komuhús Frímúrara þar í
borginni. Þar var söngur og
tónlist, ræður fluttar og marg
jr hinna erlendu fulltrúa
kynntir mannfjöldanum.
Borgarstjórj Chicagoborgar
var þar viðstaddur og kynnt-
ur hinum erlendu gestum.
Þar flutti ræðu dr. Francis Mc
Mahon varaform. félags sam
einuðu þjóðanna í Chicago.
Var ræða hans mjög sköruleg.
Þar benti hann á m. a. hvern
þátt segja mætti að félags-
hreyfing Góðtemplara ætti í
þvi að vinna að sameiningu
þjóðanna og hvern skerf hún
hefði til þess lagt á liðnum
tíma. Lokaatriði þessarar sam
komu, var íburðarmikil og á-
hrifarík skrautsýning er
sýndi þróun Reglunnar frá
öndverðu. Samkomuna sátu
um 2000 manns. 16. júni var
ferðast um borgina. Sunnu-
daginn 17. júní var útisam-
koma 1 Góötemplaragarðin-
um í Geneva, nokkuð utan
við borgina. Er það stór og
fagur garður og ber fagurt
vitnj dugnaðj og smekkvísi
templara. Þar var talið að
samankomið væri um 50—60
þúsund manns. Voru þar fjöl
breytt skemmtiatriði, en aðal
ræðu dagsins flutti Ruben
Wagnsson. Daginn eftir voru
allir sjálfráðir ferða sinna, en
á þriðjudagsmorgun var far-
ið til Rockford, sem er bær
skammt frá Chicago og er þar
aðallega um að ræða alls kon
ar stóriðnað. Var mönnum
sýnt þar inn í fjölda verk-
smiðja, margs konar vélaverk
smiðjur og einnig t.d. fram-
leiðslu á margs konar dúk-
um úr ýmsum efnum. Þar var
gist um nóttina og haldið
til Chicago næsta dag. í Rock
ford eru tvær öflugar stúkur,
og er meiri hluti félaganna
Svíar og fólk af sænskum ætt
um, og eru Svíar styrkasta
stoðin undir starfj reglunnar
vestra yfirleitt.
Fimmtudaginn 21. að
morgni var haldið áleiðis til
Minneapolis, en þar áttu há-
tíðahöldin að halda áfram í
boði Stórstúku Norðvestur-
fylkjanna. Þangað var kom-
ið um kveldið og farið rak-
leitt á samkomu templara
þar sem hinir aðkomnu gest-
ir voru boðnir velkomnir. Þar
voru mættir 2 Vestur-íslend-
ingar, sem fulltrúar fyrir Stór
stúkuna i Manitoba, Stefán
Einarsson ritstj. HeimskrirTglu
og Arinbjörn S. Bardal hinn
þrautreyndi og víðþekkti for-
ustumaður templara i Winni-
peg og Manitoba, er hefir ver-
ið stórtemplar þeirra um ára-
tugi.
Á föstudaginn var öllum
gestunum boðið til hádegis-
verðar í sænska þjóðfræða-
safninu, og safnið síðan skoð-
að. Það er í stórri höll byggðri
í fornum stíl. Höll þessi og
safn það, er hún hefir að
geyma er gjöf frá sænskum
miljónamæringi, er var eig-
andi og ritstjóri sænsks viku
blaðs í Minneapolis um ára-
tugi. Öll innanhúss skreyting
er úr sænsku efni og innflutt
frá Svíþjóð. Tók það áratugi
að byggja hana og safna því,
er þar er að finna, en það er
mjög fjölbreytt sýnishorn
sænskra þjóðminja frá fyrri
og síðari tímum. Að því búnu
var ferðast um borgina og
hún skoðuð. Minneapolis er
ein með fegurstu borgum
Bandaríkjanna, hvað snertir
legu og landshætti. Fjöldi
vatna stórra og smárra eru í
borginni, umvafin fögrum
skógarlundum og skemmti-
görðum, og Missisippifljótið
rennur í gegnum borgina. Að
kvöldi þessa dags var haldið
fjölmennt samsæt^ á undur-
fögrum skemmtistað upp með
Minnesota-ánni á stað, sem
nefndist Bloomington. Þar
voru ýmsir gestanna kynntir
og margar ræður fluttar.
Fluttum við Bardal þar kveðj
ur frá stórstúkum okkar.
Laugardaginn 23. júní var
farið til St. Paul, sem er höf-
uðborg Minnesota og áföst
við Minneapolis, og þinghús
fylkisins skoðað, en það er
hin fegursta bygging. Fyrir
framan aðaldyr þinghússins
stendur risavaxin stytta af
Leifi heppna. Tók Arinbjörn
mynd af okkur Stefáni við
fótstall þessa fræga landa
okkar, sem þarna stendur
vörð í umboði norskra amerí-
kana. Inni í þinghöllinni hitt
um við þá feðga, Valdimar
Bjdrnsson fjá|rmátaráðherra
og Gunnar föður hans, og átt
um við þá nokkurt spjall.
Báðu þeir feðgar fyrir kærar
kveðjur til hinna fjölmörgu
vina sinna á íslandi. Að þessu
loknu va'r farið út í stórann
skemmtigarð er Templarar
eiga alllangt fyrir utan borg
ina og eyddu menn deginum
þar við margs konar skemmt
anir.
Sunnudaginn 24. voru við
gestir á hinni árlegu sumar-
hátíð Svía, „Svenskarnas
Dag“, í Minnehaha-garðin-
um. Þar talaði fjöldi manna,
þ.á.m. hátemplar, ríkisstjóri
Minnesota, Luther W. Young
dahl, Svíi; borgarstjórinn í
Minneapolis Eric G. Hoyer,
sem er Svíi og virkur templ-
ari; Björn G. Björnsson ræð-
ismaður, bróðir Valdimars og
m. fl.
Er sólin hneig til viðar
þennan heita og undurfagra
dag, tóku templarar að kveðj
ast og þakka hinar mörgu og
ógleymanlegu samverustund
ir, því þarna var lokið hinum
samfejldu hátíöahöldum ald
arafmælis Reglunnar, er staö
ið höfðu í 14 daga.
Ég fór daginn eftir til
Grand Forks í N.-Dakota í
heimsókn til prófessors Ric-
hard Beck og dvaldi hjá hon-
um og hinni ágætu frú hans
í tvo daga. Þaðan fór ég síð-
an til Winnipeg í heimboð til
Arinbjarnar Bardal og dvaldi
á heimilj þeirra Bardalshjón
anna í 6 daga í hinu bezta
yfirlæti. Hitti ég þar ^msa
íslendinga og var hvarvetna
vel tekið. Báðu margir þeirra
fyrir kveðjur til vina heima,
vil ég þar nefna þá ritstjór-
ana Stefán Einarsson og Ein
ar Pálsson, Hjálmar Gíslason
og séra Valdimar Eylands, er
allir hafa nýlega komið í
heimsókn til íslands. Séra
(Framhald á 3. síðu)
P, S. (Ólsari) hefir sent mér
pistil er hann nefnir: Heggur sá,
er hlífa skyldi, og er tilefnið
skemmtisamkoma í Staðarsveit,
er talsvert hefir verið umtöluð.
Gef ég svo Þ. S. orðið:
„f Morgunblaðinu 8. júlí s. 1.
birtist bréf frá S. E. Staðarsveit
ungi, undir fyrirsögninni:
„Æskumenn Ólafsvíkur
skemmta sér“. Segir þar frá
slæmri framkomu ölóðra pilta
úr Ólafsvík á dansleik i Hof-
görðum í Staðarsveit 30. júní sl.
Að frásögn hlutlausra sjónar-
votta mun frásögnin nokkuð
ýkt og færð í stílinn, en látum
það vera.
■ t .
Það er ekki ætlun mín að ger
ast málsvari þessara 4—5 pilta,
er þarna voru að verki. Þeir fá
sinn dóm, bæði réttvisinnar og
almennings. Ég mun manna síð
astur mæla bót ölæði og drykkju
skap í hvaða mynd sem er. Mín
sköðun er í stuttu máli — áfengi
burt úr landinu og bruggarar og
leynivínsalar í tugthús. En vegna
þess, að í grein þessari á allt
ungt fólk í Ólafsvik óskilið mál,
get ég ekki orða bundizt.
Á samkomu þessari var margt
ungt fólk úr Ólafsvík, piltar og
stúlkur, sem aldrei hefir neytt
áfengis eða ávirðingu hlotið fyr
ir slæma framkomu. Það er
dregið í sama dilk. 1 stuttu máli
er skoðun S. E. sú, að æskufólkið
í Ólafsvík hafi verið og sé enn
Staðsveitungum „til kvalar" og
nauðsynlegt sé að vernda æsku
lýð sveitarinnar fyrir „slíkum
ófögnuði — slíkum lýð“, svo
notuð séu orðatiltæki S. E.
Ég er svo vel kunnugur hin-
um ágætu forustumönnum U.M.
F. Staðarsveitar, að ég veit að
þeim er enginn greiði gerður
með slíkum skrifum. Þeim er að
maklegleikum vel til unga fólks
ins í Ólafsvik, sem hefir sótt
skemmtanir þeirra með afbrigð
um vel og þar með hjálpað þeim
til þess að reisa þeirra myndar
lega félagsheimili. En skemmt-
anir þar sem víðast haldnar í
fjáröflunarskyni. Áreiðanlega
munu þeir gefa unga fólkinu
héðan góðan vitnisburð og ekki
reikna þorpinu til vanvirðu, þótt
einstakir piltar hafi stöku sinn
um komið illa fram í ölæði. Ekki
hafa ungu stúlkurnar spillt and
rúmsloftinu, því það heyrir til
, undantekninga, ef ung stúlka
héðan sést reykjandi. En það
þarf ekki nema einn gikkinn úr
hverri veiðistöð svo allir frá
sama stað hafi óorð af, ekki sízt,
ef blaðaskrif koma til í sama
tón og grein S. E.
Sem betur fer eru þær skemmt
anir fáar hér í sýslu, sem hleypt
er upp af drukknum mönnum.
En ef S. E. vill gæti ég rifjað
þær upp fyrir honum og hverjir
hafa verið þar að verki. Ætli það
kæmi ekki í Ijós að flestir hrepp
ar sýslunnar hafa átt og eiga
sína svörtu sauði og margir hafa
verið lengra að komnir.
Ýmsir hér halda, að þessi S. E.
Staðsveitungur, muni nýfluttur
þangað og hann hafi hér áður
fyrr bruggað og selt sprútt. Ef
svo er, þá heggur sá, er hlífa
skyldi. S. E. man líklega ekki
eftir neinum áfloga- eða upp-
hlaupsmönnum úr Staðarsveit
frá liðnum árum? Veit hann
ekki að einn þekktasti bruggari
landsins hefir lengst af verið bú
settur í Staðarsveit og þaðan
streymdi, skulum við segja, sú
lind, sem Staðsveitungar hafa
alltaf viljað að ósi stemma. Sá
hann engan drukkinn Staðsveit
ung á umræddri skemmtun? Get
ur hann afsannað, að einhver
eða einhverjir umræddra pilta
frá Ólafsvík hafi þetta kvöld
bergt á gruggugri lind uppsprott
inni af manna völdum í sveit
hans? Eða að vínbúð á hjólum
hafi freistað þeirra, sem veikir
voru á svellinu? „Oft er sá vinur
er til vamms segir“, en grein
S. E. er ekki í þeim anda skrifuð.
j B. A. úr Stykkishólmi skrifar
í Alþýðublaðið 10. júlí um sömu
skemmtun. Sú grein er með öðr
um hætti, þó lýsingin sé ófögur.
Honum er ljóst að ölæði og ribb
aldaháttur við vín, er alþjóöar
fyrirbrigði, sem uppræta þarf
sem fyrst. Það skiptir minnstu
máli hvaðan ölóður maður er,
hann er hvorki Ólsari né Stað-
sveitungur, hann er sjúklingur
og þarf meðhöndlun sem slíkur.
Óður maður er ekki látinn ganga
laus, máttvana og sjúkur maður
er ekki látinn liggja umhirðu-
iaus.
Ég er sammála B. A. um nauð
syn löggæzlu á samkomum til
sveita. En það þarf, meira en
lögreglumenn með kylfur, hand
járn og bíl. Það þarf einnig
sjúkrabíl og lækni til þess að
annast ofurölva menn, sem eng
an berja og ekkert brjóta. Lög-
reglubíllinn, kylfur og handjárn
fyrir ribbaldana og hina bros-
andi sýkilbera, leynivínsalana í
fínu bílunum og bruggarana. Og
að lokum. Það þarf öfluga lása
fyrir allar áfengisbúðir, því á
fengi er þjóðarböl“.
* sni
Látum við svo þessu spjalli
lokið í dag.
Starkaður.
P.V.Y.V.'.V.V.V.’.Y.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.WW/A
I
FLORUSMJORLIKI
Kókossmjör
Kökiifciti
Bög'glasmjör
30% ostnr
40% ostur
Mysuostur
HERÐUBREIÐ í
j; Sími 2678
Í.WV.WAV/.VAV.V.W.'AVWð'.V.WW/.VVWlrt
Gcrist áskrifendur að TÍMAIMUM