Tíminn - 18.07.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.07.1951, Blaðsíða 5
158. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 18. júli 1951. 5. ERLENT YFIRLIT: t Finnsku kosningarnar [ Atkvæðamagn kommúnista stóð í síað. þrátt fvrir hag'stæða stjórnaraiidstöðii mðvikud. 18. jjtílí Verðlagseftirlitið Ríkisstjórnin hefir fyrir nokkru afnumið verðlagseftir lit með ýmsum vörum, sem talið er að nóg sé til af í landinu. Þetta er gert í trausti þess, að þegar framboðið sé nóg, geti óeðlileg og óhæfileg álagning ekki átt sér stað. í blöðum stjórnarandstæð- inga hefir nokkuð verið deilt á þessar ráðstafanir og þó einkum i Alþýðublaðinu. Þar er því jafnvel haldið fram, að opinbert verðlagseftirlit sé allra meina bót í dýrtíðarmál- unum. Verðlagseftirlit getur vissu lega gert verulegt gagn, þegar vöruþurrð er, og framkvæmd þess íer vel úr hendi. Samt er það svo, að flestar þjóðir losa sig við það meira og minna, þegar þess er kostur. Þetta gildir jafnt, þótt stjórn in sé í höndum jafnaðar- manna. í Bretlandi hefir t. d. verkamannastjórnin afnumið ýmsar verðlagshömlur á und anförnum árum. Hún afnam t. d. hámarksverð á fiski fyrir nokkru síðan, eins og íslend ingum er vel kunnugt vegna ísfiskssölunnar þangað. Hún afnam og fyrir nokkru verð- lagseftirlit með matsöluhús- um. Stjórnin taldi, að þegar framboðið væri orðið nóg, myndi samkeppnin skapa hæfilegt aðhald, er myndi reynast betra en opinbert eft irlit. Það er svipað, sem íslenzka ríkisstjórnin hefir nú gert og Alþýðublaðið deilir á hana fyr ir. Þó má fullyrða, að verðlags eftirlitið hefir reynzt hér miklu ófullkomnara og gagns minna en í Bretlahdi. Gagnsleysi verðlagseftirlits ins hér sýndi sig bezt í stjórn artíð Stefáns Jóhanns. Þá vantaði ekki, að verðlagseftir litið væri nógu víðtækt. Vöru þurrðin gerði það hins vegar að verkum, að eftirlit var litlu meira en nafnið tómt. Vörurn ar voru að meira eða minna leyti seldar á svörtum mark- aði fyrir miklu hærra verð en leyfilegt var samkvæmt fyrir mælum verðlagseftirlitsins. Þessi reynsla varð til þess, að núv. ríkisstjórn taldi ekki rétt að treysta um of á verð- lagseftirlitið. Hún valdi held ur þá leið að auka vöruinn- flutninginn og útiloka þannig bakdyraverzlun og svartan markað. Hún vildi reyna, hvort aukið framboð og meiri samkeppni skapaði ekki verzl uninni traustara aðhald en opinbert verðlagseftirlit, er misjafnlega hafði reynzt, svo að ekki sé meira sagt. Það er vissulega of snemmt enn að dæma um það, hvernig þessi tilraun tekst. Það er þó víst, að verðið hefir í mörg um tilfellum stórlækkað frá því, sem var, er vörurnar Voru mestmegnis seldar á svörtum markaði. Þeir eru nú meira að segja ódýrari, þrátt fyrir geng islækkunina og stórfelldar verðhækkanir erlendis, en þær voru á svarta markaðn- um í stjórnartíð Stefáns Jó. hanns. Það má t. d. nefna nylonsokkana, sem dæmi um þetta. Alþýðublaðið hefir verið að nefna dæmi þess, að á- Dangana 1. og 2. þ. m. fóru fram þingkosningar í Finnlandi, en kosið er þar á þriggja ára fresti. Kosninga þessara hafði verið beðið með talsverðri eftir væntingu, því að óttast var af lýðræðissinnum að þær myndu leiða í ljós verulega fylgisaukn ingu kommúnista. Þeir höfðu verið í stjórnarandstöðu allt sein asta kjörtímabil, og haft á marg an hátt góða áróðursaðstöðu. Dýrtíð hefir t. d. vaxið ört í Finnlandi að undanförnu og eiga verðhækkanir erlendis mik inn þátt í því. Vegna skaðabóta gi'eiðslnanna til Rússa, sem eru að verulegu leyti greiddar í vél um og vörum, þurfa Finnar að kaupa mikið af hráefnum, er mjög hafa hækkað í verði að undanförnu. Þetta á m. jl drjúg an þátt í dýrtíðinni. Líklegt þótti fyrir kosningarnar, að hin aukna dýrtíð yrði vatn á myllu kommúnista, er kenndu andstæð ingum sínum óspart um hana. Það var og talinn komm- únistum mikill styrkur, að þeir eiga Rússa að bakhjarli, en und ir þá þurfa Finnar nú mikið að sækja. Sá hugsunarháttur gat því skapazt, að vert væri að koma sér sem bezt við Rússa og fylkja sér því undir merki kom múnista. Hríðin gegn stjórnarflokkunum. Þeir flokkar, sem höfðu einna erfiðasta aðstöðu í kosningun- um, voru Alþýðuflokkurinn og bændaflokkurinn. Alþýðuflokk- urinn fór einn með stjórn frá því i júlí 1948, er kosið var sein ast, og þangað til í janúar 1950. Stjórn hans var minnihluta- stjórn. í janúar 1950 myndaði bændaflokkurinn minnihluta- stjórn með þátttöku frjálslynda flokksins og sænska flokksins. Um seinustu áramót myndaði bændaflokkurinn nýja stjórn og tóku jafnaðarmenn þátt í henni, ásamt frjálslynda flokknum og sænska flokknum. Kommúnistar og hægri menn höfðu þannig verið í stjórnar- andstöðu allt kjörtímabilið og reyndu óspart að nota sér þá aðstöðu í kosningunum. Aðal- sókninni var beint gegn bænda- flokknum og Alþýðuflokknum, er höfðu skipzt á um stjórnar- forustuna. Hríðin var þó einna hörðust gegn bændaflokknum, er hafði farið með stjórn á þeim tíma, er verðhækkanirnar höfðu orðið mestar eða síðan að Kóreu styrjöldin hófst. lagningin á ýmsum vörum hafi hækkað síðan verðlags eftirlitið var afnumið. Þetta er ekkert undarlegt. Álagn ingunni var haldið svo í skcf jun á sl. ári, að útilokað var að halda henni óbreyttri eftir að kaup hafði stór- hækkað hjá öllu starfsfólki við verzlunina. Álagningin hefði þvi þurft að hækka, þótt verðlagseftirlitið Iiefði haldið áfram. Það sæmir kommúnistum sérstaklega illa að vera að skammast út af þessu, því að bæði ísleifur Högnason og Sig fús Sigurhjartarson hafa deilt á ríkisstjórnina fyrir að leyfa ekki nógu háa álagningu. Því er og talsvert haldið fram, að ekki sé að ræða um samkeppni milli verzlana og þess vegna muni hið aukna vöruframboð ekki skapa það aðhald, er menn gera sér von ir um. Það er t. d. sagt, að verzlanir hafi samtök um á- lagninguna. Þetta nær þó ekki til kaupfélaganna. Óhætt er að fullyrða, að samkeppni Áhrif kjör- dæmaskipunarinnar. Þingkosningar fara þannig fram í Finnlandi, að kosið er í 15 stórum kjördæmum eftir hlut fallsreglunni. Flokkarnir geta því verið mjög misheppnir. Kommúnistar voru t. d. mjög ó- heppnir síðast, því að þeir áttu þá mest af svokölluðum „dauð- um atkvæðum“. í mörgum kjör dæmum misstu þeir þá þingsæti með örlitlum atkvæðamun. Fyrir hverjar kosningar breytist svo þingsætatala kjördæmanna í samræmi við breytingar þær, er orðið hafa á kjósendatölunni. Að þessu sinni urðu verulegar breytingar á þingsætatölu kjör dæmanna vegna tilfærslu á flóttamönnum úr héruðum þeim, sem Rússar hafa innlim- að. Þessar breytingar virtust fyr irfram líklegar til að verða kommúnistum hagstæðar, því að þingsætum fjölgaði einmitt í þeim kjördæmum, þar sem þeir höfðu misst þingsæti með minnstum atkvæðamun seinast. Hins vegar voru horfur á, að þessar breytingar yrðu óhagstæð ar fyrir jafnaðarmenn, því að þingsætum fækkaði í þeim kjör- dæmum, þar sem þeir höfðu verið heppnastir í seinustu, kosn ingum. Úrslitin. Endanleg úrslit kosninganna eru nú kunn orðin. Samkvæmt þeim verður þingsætatala flokkanna þessi (aftari talan er þingsætatala þeirra 1948); Alþýðuflokkurinn 53 54 Bændaflokkurinn 51 56 Kommúnistar 43 38 íhaldsflokkurinn 28 33 Sænski flokkurinn 15 14 Frjálslyndir 10 5 Kommúnistar og frjálslyndir hafa samkvæmt þessu bætt þing sætatölu sína nokkuð, en hægri flokkurinn og bændaflokkurinn tapað nokkrum þingsætum. Á- vinningur kommúnista stafaði þó ekki af því, að þeir hækkuðu atkvæðatölu sina, en talsverð atkvæðaaukning var hjá frjáls lynda flokknum. Ávinning sinn á kommúnistafi okkurinn því fyrst og fremst að þakka, að stórlega dró úr kosningaþátttök unni. Nú greiddu ekki nema 73,8% kjósenda atkvæði, en 81,3 % seinast. Hin aukna heima seta virðist sérstaklega hafa bitnað á hægri mönnum og bændaflokknmn. Kommúnistum tókst hins vegar að fá áhang- milli þeirra og kaupmanna mun reynast betra aðhald en nokkurt verðlagseftirlit, ef ekki verður gert neitt af opin berri hálfu til að hindra hana og torvelda. Þaff var líka sagt, þegar eftirlit meff veitingum var afnumiff, að matsöluhúsin myndu hafa samninga um verðlagið. Þetta hefir þó ekki orðið. Hjá þeim er mjög veru legur verlmunur, jaínvel allt að þvi þrefaldur. Það má annars teljast sjálf sagt, að stjórnarvöldin fylgist vel með þeim áhrifum, sem afnám verðlagseftirlitsins ; kann að hafa á verðlagið, og | verður vitanlega að grípa í taumana aftur, ef samtök verða um að misnota það frelsi, sem verzluninni er hér veitt. Á þessu stigi er þó enn ekki neitt það komið í Ijós, sem bendir til slíks. Og víst er það, að enginn syrgir það verzlunarástand, er ríktj hér í stjórnartíð Stefáns Jóhanns, þótt ekki skorti þá viðtækt verðlagseftirlit að nafninii tií. Tanner endur sína til að kjósa, enda voru þeir sá flokkurinn, sem höfðu öflugasta kosningavél. Þrátt" fyrir það tókst þeim þó ekki að hækka atkvæðatölu sína svo neinu verulegu næmi. Kommúnistum hefir enn ekki tekizt að ná sömu þingsæta- tölu og 1945, er fyrst var kosið eftir styrjöldina. Þá höfðu þeir 51 þingsæti, en jafnaðarmenn 52 og bændaflokkurinn 46. Þeir voru þá annar stærsti þingflokk urinn, en eru nú í þriðju röð. Dómar um kosningaúrslitin eru yfirleitt þeir, að þau beri þess merki, að fylgi flokkanna sé komið í nokkurn veginn fast ar skorður og engar störbreyt- ingar séu líklegar til að eiga sér stað. Meginhluti finnsku þjóðar innar sé enn andvígur kommún istum, þrátt fyrir erfiðar aðstæð ur og þótt hún eigi hina rúss- nesku hættu yfir sér og geti trauðla vænzt hjálpar vestur- (Framhald á 6. síðu.) Raddir nábúanna Mbl. ræðir í forustugrein sinni í gær um gagnrýni Al- þýðublaðsins á það, að stjórn in hefir afnumið verðlagseft irlit með ýmsum vörum. Mbl. minnir á, hvernig ástatt var hér, er núv. stjórn kom að völdum, en mikil vöruþurrð skapaði þá óeðlilegt brask og svartamarkað með ýmsar vör ur. Það segir síðan: „Óhætt er að fullyrða, að eng inn sakni svartamarkaðstíma- bilsins, nema vesalings Alþýðu blaðið. Því þykir svo óskaplega vænt um það tímabil, af því að þá sat „fyrsta stjórn Albýðu- flokksins“ að völdum á Islandi. Það vitnar stöðugt í að þá hafi nú verið bærilegt að lifa á ís- landi. Þá hafi verðlag á nauð- synjum verið svo lágt, að unun hafi verið að því að fara í búð- ir og verzla. Blaðið getur þess hins vegar ekki, að almenningi var lítið gagn að lágu verðlagi á vörum, sem ófáanlegar voru, nema e. t. v. á svörtum mark- aði fyrir ránverð. En þá var hér öflugt verð- lagseftirlit, segja Alþýöublaðs- menn. Það var bót allra meina í verzluninni. — En fólkið veit betur. Það veit, að þrátt fyrir óhemju skriffinnsku í sam- bandi við skömmtun og verð- íagseftirlit, tókst engan veginn að koma í veg fyrir brask og svartamarkaðsverzlun. Það spratt einfaldlega af hinum stórfellda vöruskorti annars vegar en mikilli eftirspurn eft ir vorum og mikllli þörf fólks ins fyrir þær hins vegar“. Þessi reynsla sýndi, segir Mbl., að verzlunarástandið yrði ekki bætt nema með aukn um vöruinnflutningi og auk- inni samkeppni. Það hefir i;eynslan sýnt annars staðar. Þess vegna hefir ríkisstjórnin farið inn á þá braut að treysta meira á aukið vöruframboð en meira og minna haldlaust verðlagseftirlit. „Vinstri stjórnin“ hans Stefáns Hér í blaðinu var nýlega bent á það í tilefni af skrif- um Alþýðublaðsins og Þjóð- viljans um núv. stjórnarsam vinnu, að flokkar .þessara blaða væru ekki eins hreinir af samneyti við íhaldið og þau vilja nú vera láta. Milli þeirra og íhaldsins var einmitt hið bezta samstarf meðan ver ið var að eyða stríðsgróðanum og koma fótum undir verð- bólguna. f kosningunum 1946 var það aðalmál kommúnista, að samstarf þeirra og Sjálf- stæðisflokksins ætti að halda áfram< Bræðralag íhaldsins og Alþýðuflokksins í stjórnar tíð Stefáns Jóhanns kannast allir við. Það var ekki fyrr en erfiðleikarnir, sem hlutust af sameiginlegri stjórnarstefnu þessara flokka og íhaldsins, gengu í garð, er þeir hlupu úr íhaldsvistinni. Það stafaði þó ekki af því, að þeir vildu ekki vera kyrrir, heldur brast þá kjark til aff bera ábyrgð ó- vinsælla stjórnarfram- kvæmda, er voru orðnar óum flýjanlegar vegna fyrri stjórn arhátta. Nú eru bæði kommar og kratar að afsaka þetta, en gengur að vonum illa. Brosleg ust er vörnin hjá Stefáni Pét- urssyni, eins og vænta mátti. Hann segir, að Alþýðuflokkur inn hafi sett ýms skilyrði fyr ir þátttöku í nýsköpunar- stjórninni og bætir síðan við: „Þetta gerði það að verkum, að nýsköpunarstjórnin varff raunveruleg vinstri stjórn, þrátt fyrir Sjálfstæðisflokk- inn“! Já, var ekki alveg dásam' lega „raunverulegur“ vinstri bragur á stjórnarháttunum í tíð nýsköpunarstjórnarinnar? Var það kannske ekki „raun veruleg“ vinstri stef«a, .að láta heildsala og annan brask aralýð eyða mestum hluta hins mikla gróða, er safnazt hafði á stríðsárunum, í alls konar sukk og óþarfa .og skapa sér með því stórfelldari gróðaaðstöðu en hér .hefir þekkzt fyrr og síðar? Var það kannske ekki „raun veruleg“ vinstri stefna . að hafa ekkert taumhald á fjár festingunni, látá framkvæmd ir eins og vatnsvirkjanir og ræktun mæta afgangi, en byggja þeim mun meirr. af luxushúsum handa þeim ný- ríku og flytja inn nóg af bíÞ um handa þeim? Er þaff kannske ekki góður minnisvarði um hina „raun- verulegu“ vinstri stefnu ný- sköpunarstjórnarinnar, að ekkert var byggt af verka- mannabústöðum í stjórnartíð liennar, en þeim mun meira af lúxushúsum hinna nýríku? Svona mætti lengi spyrja. Það er unnars óþarft. Menn muna, að braskarar og gróða menn hafa aldrei búið hér við betri aðstöðu en .þá. Það, sem láglaunamenn fengu og Alþýðublaðið er að hælast yf- ir, voru ekki nema smámolar af borðum hinna nýríku, er minntu helzt á það, þegar reynt er að hafa krakka göða með snuði. Amerískur auð- hyggjubragur hefir aldrei verið meiri á stjórnarháttum hcrlendis en á þessum árum eða þeir verið fjarri því að hafa á sér vinstri svip. Það er hið versta níð um sanna vinstri stefnu að ætla (Framhald a 6. siðu.) ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.