Tíminn - 18.07.1951, Síða 8

Tíminn - 18.07.1951, Síða 8
„ERLEiVT ÝFIRLII« t DAG: Finnshu hosningarnar 35. árgangur. Re.ykjavík, Gagnkvæmar kennaraheim- sóknir mjög mikilsverðar Guðiiiunilnr S?jörnsson kennari á Akvnnesi segir frá boðsför kennara tll Danmerknr „Ferð okkar kennaranna til Danmerkur varð hin ánægju- legasta og lærdómsríkasta, og ég íel gagnkvæmar kennara heimsóknir milli Norðurlandanna hinar æskilegustu til auk- ins skilnngs í starfi og meiri og betri samvinnu milli Norður landanna“, sagði Guðmundur Björr.ssan, kennari á Akia- nesi, er tíðindamaður biaðsins, átti tal við hann í gær, ný- nýkominn heim. 18. júlí 1951. 158. blað. Guðmundur var enn af þeim tíu kennurum, sem fóru til Danmerkur í boði danska kennarasambandsins, en það boð komst á m. a. fyrir frum- kvæði frú Bodil Begtrup, sendiherra Dana hér á landi, sem ætíð leggur sig fram um að auka og bæta vinsemd og kynni íslendinga og Dana. Fyrstu fimm dagana í Kaupmannahöfn. Kennararnr fóru utaxl með Gullfossi 9. júní og lætur Guð- mundur mjög vel yfir þvi, hve förin og dvölin á skipinu haf verð ánægjuleg, og hve allur aðbúnaður, fyrirgreiðsla og umhyggja hafi verið frá- bær á skípinu. Fyrstu fimm dagana var dvalið í Kaupmannahöfn. Bjuggu íslenzku kennararnir á heirnilum stéttarbræðra sinna í Kaupmannahöfn, skoð uðu skóia, söfn og aðra merka staði og sátu í veizlum og fagn aði. Eini skugginn, sem þar bar á, var sá, að einn íslenzku kennaranna, Jóhannes Guð- mundsson í Húsavík lenti í umferðaslysi og meiddist nokkuð, svo að hann varð að leggjast í sjúkrahús, en ég vona að hann hafi nú náð sér segir Guðmundur. Eftir dvölina í Kaupmanna höfn dreifðumst við um land- íð. Fórum við til dvalar á heimilum kennara víðs vegar Ég fór til dæmis til lítils bæj- ar, sem heitir Langholt og er norðan Limafjarðar og dvald ist þar á heimili Larsens kenn ara og konu hans. Var sú dvöl hin bezta og allt gert til að mér yrði hún sem ánægjuleg- ust. (Framhald á 7. síðu). Nokkur síldarsölíun í Húsavík síð- ustu daga Frá fréttaritara Tímans í Húsavík. Fyrsta síldin til söltunar svo heiiið geti á þessu sumri kom hingað á sunnudaginn og var saltað nokkuð á sunnu dag og mánudag. Voru það Akranesbátarnir Ásbjörn og Steinunn gamla, sem komu með sílcl, ásamt heimabátun- um Smara, Hagbarði og Pétri Jónssyni. Er nú búið að salta hér í Húsavík rúmar 509 tunnur. Sláttur er almennt hafinn í héraðinu og sums staðar búið að hirða tún að mestu. Spretta hefir verið léleg fram að þessu en hefir batnað nokkuð í vætum síðustu daga. Bandarískur styrk- ur til íslenzks námsmanns Chicagodeild Norræna fé- lagsins í Bandaríkjunum (Amer'can Scandiavian Fo- undatioo) hefir tilkynnt ís- lenzk-ameríska félaginu, að deildin muni á þessu hausti veita íslenzkum námsmanni 1000 dollara styrk til tveggja ára, 500 dollara á ári, til náms v;ð ameríska háskóla. Náms- menn, sem lokið hafa fyrri- hlutaprófi, eða stundað nám í Iláskóla íslands 2—3 ár, ganga fyrir við veitingu styrks þessa. Af sérstökum ástæðum er umsóknarfrestur um styrk þenna mjög stuttur, eða til 25. júli næstkomandi. Þeir, sem hafa hug á að sækja um styrk þenna eða óska frekari upplýsinga um hann, snúi sér t:l skrifstofu íslenzk-amer- íska félagsins í Sambandshús inu fyrir þann tíma. Enn miðar nokkuð í vopnahlésviðræð- unum Tveir fundir voru haldnir í Kaesong í gær, og að þeim' loknum sagði Joy flotafor-! ingi, að nokkuð hefði m'ðað áleiðis eins og fyrri daga. Á fyrrj fundinum var rætt um tillögur samninganefndar S. Þ. um tdhögun dagskrár á aðalvopnahlésráðstefnunni en á hinum síðari um tillögur sendinefndar norðurhersins. Lítið var barizt í Kóreu í gær, en flugvélar gerðu marg ar stórárásir á samgöngu- miðstöðvar og herstöðvar í Norður-Kóreu. , Myndin sýnir úrslitakeppnj í I tennis á Wembledon við London. Ástralíumaðurinn I MacGregor og ungfrú Savetta frá Bandaríkjunum eigast við. Skíðafæri heim að bæjardyrum um miðjan júlí Þó komið sé fram í miðj- an júlí eru enn víða miklir snjóskaflar á Austurlandi. Á nokkrum bæjum niður á Fjörur.um er snjórinn fast við túujaðarinn í tiltölulega litlum sköflum í gjótum og gjám. En á Brekku í Mjóafirði hjá Vilhjálmi Hjálmarssyni alþingismanni er vetur og sumar á sama túni. Liggur þykkur snjóskafl enn þar ofan úr hlíð'nni ofan að bæjardyrum, yfir túngirð- ingu. Skíðin eru þar ekki ennþá komin í surnar- geymslu, enda getur heimil- isfólkið, eða gat að minnsta kosti í síðustu viku rennt sér á þeini heim að bæjar- dyrunum. Á öðrum stöðum á túninu er hins vegar sum- arlegt um að litast. Þar er góð grasspretta og heyskap- ur hafinn fyrir allmörgum dögum og búið að hirða það sem fyrst var slegið. Þannig m'nnir snjórinn ennþá um miðjan júlí á hinn ein- stæða og snjóaþunga vetur Austanlands. Færeysk fiskiski afia vei við Græniand Fregnir frá Þórshöfn í Færeyjum herma, að allur sjór við Grænland morj nú í fiski. Hvar sem öngli er rennt í sjó er vitlaus fiskur. Fylla færeysku skipin sig af söltuðum fiski á 8—12 dögum eftir stærð skipanna o. fl. Fiskur er á öðrum hvorum öngli á línu og stundum næstum á hverju járni. Stendur mest á aðgerðinnj vlð að fylla skipin. Fisk- urinn er sæmilega vænn, feitur og góður. Hinn nýi Belgíukon- nngur vann eið sinn í gær Baudouin prins, elzti son- ur Leopolds Belgíukonungs vann í gær eið að stjórnar- skránni og tók við konung- dómi sem fimmti konungur Belgíu. Athöfnin fór fram í þinginu og síðan safnaðist mikill mannfjöldi framan við konungshöllina og söng ætt- jarðarljóð. Mislingar á tveim stöðum í S.-Þing. Frá fréttaritara Tímans á Fosshóli. Mislingar hafa fyrir skömmu komið upp á tveimur bæjum hér i Ljósavatnshreppi samtímis. Á Arnstapa veikt- :st fullorðinn maður, og mun hann hafa smitazt inni í Eyjafirði. í Garðshorni í Kinn liggur einnig ung stúlka í mislingum, og mun hafa smit azt suður í Reykjavík. Er tal- in hætta á, að mislingarnir breiðist út og er það mjög ó- heppilegt á þessum tíma, því að margir í byggðarlaginu hafa ekki fengið þá. Siáttur er hafinn fyrir nokkru. Tún eru lítt sprottin en þurrkatíð hefir verið þar til nú fyrir helgina að brá til votviðra. Margir eru þó búnir að hirða nokkuð. Allmargir íslenzkir sjómenn munu iiú vera við Grænland. Hafa þeir komið sér fyrir í skiprúm á færeyskum og dönskum skipum. Þeir múhdu sjálfsagc hafa orðið miklu fleiri, er þannig hefðu komið sér fyrir, ef vonir hefðu ekki staðið til, að einhver útgerð yrði héðan við Grænland í sumar, sem einnig vel hefði átt að geta orðið þar sem nær fellt allur bátaflotinn hér hef ir staðlð uppi aðgerðalaus síðan í vertíðarlok, þótt flest- ir bátarnir, en hvergi nærri allir, manj nú komnir á síld, en botnvörpungarnir hafa lengst af aoeins haft lélegan reitingsafla. Færeyingar græða. Síðan stríðinu lauk, hafa Færeyir.gar stórgrætt á Græn landsútgerðinni á hverju ein- asta ári og varið gróðanum til að stækka shipaflota sinn. Eiga þeir nú álíka marga botnvörpunga og íslendingar og mesta sæg af linuveiða- skipum frá 70 upp í 300 tonn að stærð. Þótt Færeyingar hafi smalað öllum, sem vettl- ingi geta valdið — allt niður í 14 ára drengi og jafnvel yngri — á sk'pin, er nú svo komið, að þá er farið að vanta menn á þenna sívaxandi skipasæg, því fólksfjöldinn á Færeyjum mun ekki vera nema rúmar þrjátíu þúsund sálir. Veiðar fram eftir hausti. Reynslan er nú búin að leiða það í ljós, að halda má ve ðunum áfram við Græn- land miklu lengra fram á haustiö en hingað til hefir verið gert, jafnvel fram að áramótum, og aflinn er jafn- vel meiri og betrj er líður á haustið. Og heyrt hefir að einhver sk p muni ætla að halda út við Grænland allan næsta vetur, og telji sér vís- an mikinn og góðan afla, því veðurfarið er hagstætt. Miklar ópíumbirgðir ' finnast í skipi Fyrir nokkrum dögum fann lögreglan í Stokkhólmi mestu cpíumbirgðir, sem fundizt hafa í' einu skipi í Sviþjóð. j Var það í skipinu Star-Betel- ' geuze, sem s'glir undir fána Panama. Fundust fimm1 kíló { af hrá-ópíumi falið í gömlum : þvottadaftsöskjum. j Hin sænska áhöfn skipsins kveðst ekkert vfta um þetta i og leikur grunur á, að ópíum- ið sé arfur frá kínverskri J skipshöfn, sem var á skipinu fyrir sex mánuðum en var j afskráð í Stokkhólmi og • sænsk skipshöfn ráðin í stað- ' inn. Harriman reynir að koma á samn- ingafundum Harriman sendifulltrúi Trumans forseta í Persíu hélt tvo fundi með fréttamönnum í gær, annan með innlendum en hi.rn með erlendum. Sagði hann, að erindi sitt væri ekki málamiðlun heldur það eitt að athuga möguleika á því að koma á samningsfund um milli stjórna Breta og Persa. Hann sagði, að Bandaríkin væru fús til að veita Persiu efnahagshjálp hvort sem sam komulag næðist í olíudeilunni eða ekki. Hins vegar væri það álit sitt, að Persar ættu að semja við Breta og mundu þeir geta komið þjóðnýting- unni á í áföngum þrátt fyrir það, en góð sambúð við Breta væri mikils virði. Harriman ræddi vð utan- rikisráðherra Persa í gær og svo Shepherd sendherra Breta í Teheran. Katallnabátarnir enn I Grænlandsffngi í fyrrakvöld fóru Katalína flugbátar Loftleiða, Dynjandi og Vestfirðingur í þriðju Grænlandsför sína með leið- angursmenn dr. Lauge Koch. Flogið var til Maríueyjar og komið þaðan heim í gærmorg un eftir 12 stunda útivist. Norseman flugvélar Græn- landsleiðangursins hafa bæki stöðvar við Maríuey og sel- flytja þær menn og vistir til hinna ýmsu stöðva, sem eru eigi alllangt frá Maríuey. Fremur lágskýjað var í fyrri- nótt yfir Grænlandi, en veður að öðru leyti gott og gekk för íslenzku flugvélanna að ósk- ,um. Enn munu Loftleiðir fara til Grænlands, en eigi er fullráðið hvenær sú för verð- ur farin. við Spáuverja nm varnlr V.-Evrópu Sherman aðmíráll banda- riska flotans er nú staddur í Madrid og ræðir við spænsk stjórnarvöld og hernaðaryfir völd um varnir Vestur-Evr- ópu. Talsmaður brezku stjórn arinnar sagði í gær, að Bretar væru andvígir því, að Spán- verjum verði boðin þátttaka í Atlantshafsbandalaginu eða höfð samskipti við þá um varn ir Vestur-Evrópu, þar sem stjórnarhættir þeirra séu and stæðir öllum öðrum ríkjum þessarar samvinnu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.