Tíminn - 27.07.1951, Page 1

Tíminn - 27.07.1951, Page 1
c-—-----------------------1 Rltstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasimar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda _________ 35. árgangur. Reykjavík, föstudaginn 27. júlí 1951. 166. blað. Fyrsti farþegabíiiinn milli Hornaf jaröar og ReykjaviRur Lítið í vöínum, on tólf tíma akstur 20 km. leið, þar som verið er að leggja veg' fyrir Beruf jörð. í fyrrakvöld kom tii Reykjavíkur fyrsti farþegabíilinn, sem ekur landleiðina frá Hornafirði. Var það 10 manna fólks- flutningabíll, G-335, en bílstjórinn er Daníei Pálsson frá Rauðabergi í Hornafirði. 1 Blaðamaður frá Tímanum átti samtal við Daniel er hann Þrefalt meiri en í fyrra Eyj af j arðarverksmiðj urnar hafa ekki farið varhluta af síldinni það sem af er. Eru verksmiðjurnrar þrjár sem þar eru, Krossanes, Dagverðareyri og Hjalteyri búnar að fá um það bil þrefallt meiri síld en um þetta leyti í fyrra, og tals- vert meira en alls barst þang- að á allri síldarvertíðinni í fyrrasumar. Þar við bætizt svo að síldin í sumar er mun feitari en í fyrra. Er talið að nú muni fást um 25 kg. af lýsi úr málinu, en ekki nema um 21 kg. að jafnaði í fyrra. Síldarbátar finna reknet útlendinga í fyrradag fundu tveir .síld- arbátar norðanlands síldar- trossur. Vélbáturinn Skaftfell ingur frá Vestmannaeyjum fann yfirgefna reknetasam- stæðu með 40—50 netum út af Skaga. Var nokkur síld 1 net- unum er þau fundust. Netin eru auðsýnilega frá erlendum skipum og benda líkur til að þau hafi orðið viðskila við rússneska veiðiflotann, sem er úti fyrir Norðurlandi í sum ar. — Hin netin fann vélbát- urinn Páll Pálsson frá ísa- firði. Unnið að hafnar- bótum í ölafsvík í sumar er unnið að nokkr- um hafnarbótum í Ólafsvik. Er verið að byggja trébryggju innan á svokallaðan norður- garð, sem er aðal sjóvarnar- garður hafnarinnar. Hefir gerðurinn sjálfur ekki verið notaður með bryggjuaðstöðu fyrr en nú að ætlunin er að gera það með hinu nýja mann virkj sem verið er að koma upp. Þá er einnig áformað að lengja garðinn með því að sökkva steinkeri framan við hann. kom úr langferðinni í fyrra- kvöld og sagði hann að ferð- in hefði gengið að óskum. Fór hann austur eins og leið ligg- ur með fullan bílinn af fólki. Erfiðast var að komast þann i vegarspotta, þar sem veglaust , er fyrir Berufjcrð á um það I bil 20 kílómetra kafla, þar sem unnið er að vegarlagn- j ingu í sumar. Var Daniel 12 klukkustundir að komast þessa leið á bílnum, sem hefir drif á öllum hjólum og er hár og sterkbyggður herbíll. Þurfti víða að ryðja steinum úr götu slóðanum og jafnvel að hlaða undir á öðrum stöðum. Lítiö var í vötnum og gekk ferðin greiðlega yfir Jckulsá í Lóni og Hornafjarðaríljót. Ferðin til Hornafjarðar tók eina viku og jafn lengi var verið á leiðinni til Reykjavík- ur aftur. Var farið hægt yfir og gaf ferðafólkið sér tíma til að skoða það markverðasta sem er að sjá á þessari löngu leið, sem er rik af fögrum og sérkennilegum náttúrufyrir- brigðum. Daniel keypti þennan bíl norður í Húnavatnssýslu í vor og valdi hann einmitt með það fyrir augum og hægt væri að fara þessa leið á honum. Nokkur síldveiði út af Sléttu Nokkur skip komu með síld til Raufarhafnar í gær og þrjú eða fjögúr til Sigíúfjarð ar. Um þrjú þúsund mál feng ust í bræðslu á Raufarhöfn og saltað var á annað þúsund tunnur. Fleiri skip fengu þó ofurlitla síld í fyrrinótt. en komu ekki inn. Helga kom með um 800 mál og var afla- hæst. Hins vegar var talið, að togarar svo sem Gylfi, sem var með 1400 mál, væru með meiri veiði úti. Þegar blaðið átti tal við Raufarhöfn í gærkveldi var veður ekki sem bezt, en þó voru sjcmenn komnir í báta á miðunum. Síldin er út af Sléttu en er nú heldur nær landi en fyrir garðinn. Vest- an Grímseyjar hefir engin sild sést, og flugvél sá enga sild vestar í gær. Veður var kalsalegt og heldur hvasst til þess að síldin sæist svo um munaði. í fyrrinótt óð síldin frá kl. níu um kvöldið og fram undir hádegi í gær og er það lengri tími en venjulega. Fyrsta vinabæjamótið haldið á Siglufirði Norrænt vinabæjamót hófst á Siglufirði í gær og er þetta fyrsta mót af því tagi, sem haldið er hér á landi. Áður hafa mót verið hald.n í hverjum hinna norrænu vinabæja Siglu- fjarðar og nú var röðin komin að Siglufirði. Fimm fulltrúar eru komnir til S'glufjarðar, einn frá hverju landi nema tveir frá Danmörku. Vinabæjir Siglufjarðar eru Herring í Danmörku, Váner- borg í Svíþjóð, Halmstrand 1 Noregi og Utajárvi í Finnlandi. Norræna félagið Norðraenn sigruðn í , Þrándheirai 3:1 Landsleikurinn í knatt- spyrnu í Þrándheimi í gær milli Norömanna og íslend- inga fór á þá lund, að Norð- menn sigruðu með þrcm mörkum gegn einu. Fyrri hálfleik lauk með 1:0 Norð- mönnum í vil. Beztu menn- irnir í íslenzka liðinu voru Sæmundur Gíslason og Karl Guðmundsson að sögn norska útvarpsins. Um 19 þús. manns horfðu á leik- inn. mun bjóða þeim að Skeiðfoss- virkjuninní og til Akureyrar, Vaglaskógar og Mývatnssveit ar og að Hólum i Hjaltadal. Hinn 1. ágúst verða þeir , . , , . kvaddir með samsæti og halda á Siglufirði og bæjarstjórnin siðan heimleiðis. hafa séð um undirbumng. i_________________________________ Bærinn var fánum skreyttur í gær og búðum lokað klukkan 4.30 í gær. í gærkvöldi hófst mótið með samsæti. Þar voru margar ræður fluttar, gestirnir fluttu ávörp. Formaður Norræna félagsins á Siglufirði, Sigurð- ur Gunnlaugsson, hafnarstj., flutti ræðu svo og fulltrúi Siglufjarðar í vinabæjanefnd inni, Ragnar Jónasson gjald- keri. Jón Kjartansson, bæj- arstjóri, bauð þá velkomna fyrir hönd bæjarstjórnar. Fulltrúarnir munu dvelja sjö daga, skoða bæinn og ná- grenni hans. Bæjarstjórnin Skeraratiför í Grímsey Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Félag ungra Framsóknar- manna í Eyjafirði ráðgerir skemmtiferð út í Grímsey um verzlunarmannahelgina. Er ráðgert að leggja af stað frá Akureyri með flóabátnum Drang á laugardag og koma aftur til baka frá Grímsey á sunnudagskvöld. Samkomul. hefir náðst í Kaesong um dagskrá vopnahlésráðstefnu Sainkomula^ið er um fimm dagskráratriði línuna eins og hún er núna. en mikill ágreiningur er enn um vmis mál Á vepnahlésráðstefnunni í Kaesong í gær var gengið frá samkomulagi um dagskrá vopnahlésráðst?fnu í aðalatrið- um, en viðræður munu samt fara fram á morgun um dag- skrána í einstökum atriðum. Samkvæmt samkomulaginu á dagskráin að verða í fimm liðum og á þessa leið: 1. Samþykkt dagskrárinnar. 2. Rætt um mörk þau, sem vopnahlé verður bundið við, hvort línan skuli vera 38. breiddarbaugur eða einhver önnur lína. 3. Rætt um og samþykkt með hvaða hætti vopnahlé skuli komið á og um fram- kvæmd þess i einstökum atrið um, þar á meðal kosin nefnd er sjái um, að skilyrðum öll- um sé hlýtt. 4. Fangaskipti. 5. Ákvarðanir ríkisstjórna beggja aðila. Fyrsta skrefið. Þrátt fyrir það, að þetta er cumdeilanlega fyrsta skrefið til að koma á vopnahléi benda' fréttamenn á það, að enn sé langt i land að vopnahlé kom- ist á. Enn er mikil óeining ríkjandi um mörg atriði. Bú- izt er einkum við, að erfitt reynist að ná samkomulagi um markaiínuna. Kommúnist ast vllja binda tíana við 38. breiddarbaug, en S.Þ. við víg- Einnig mun reynast erfitt að ná samkomulagi um þá menn er skipi eftirlitsnefnd- ina með þvi, að vopnahléinu sé hlýtt og skilyrðum þess. En (Framhald á 2. síðu.) Stjórn mynduð á . Ítalíu De Gasperi tókst að mynda nýja ríkisstjórn i Ítalíu í gær. Ráðherrarnir eru 17 að tölu en aðeins tveir þeirra eru úr lýðræðisflokknum. De Gasp- eri fer sjálfur með utanrikis- mál í stað Sforza greifa sem er sjúkur, en hann mun taka við embættinu þegar hann naér heilsu. Til minningar um vel unnin störf Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Á þriðjudaginn kemur á 80 ára afmæli frú Schöt á Akur- eyri verður afhjúpuð brjóst- mynd af frúnni, sem komið verður fyrir í listigarðinum. En hún átti hvað drýgstan þátt í því að koma garðinum á legg og vekja almennan á- huga fyrir hinni miklu bæj- arprýði, er garðurinn yrði og er nú þegar orðin. Er frúin mikilsmetinn borgari á Akur- eyri og hefir verið sæmd heið ursborgaratitli í viðurkenn- ingarskyni fyrir mikil og góð störf í þágu bæjarfélagsins. Torfi keppir í Sví- þjóð í ágúst Eitt bezta iþróttafélag Sví- þjóðar hefir boðið Torfa Bryn geirssyni til keppni í stóru al- þjóðlegu íþróttamóti, sem fram fer í Malmö 13. og 14. ágúst. Torfi hefir þegið boðið og fengið leyfi frá FRÍ til að fara. Mun hann mæta þar Ev- rópumeistaranum Ragnar Lundberg í stangarstökks- keppni. Einnig mun hann keppa á tveimur öðrum stöð- um í Svíþjóð í förinni. Karfinn glæðist austurmiðum a Frá fréttaritara Tímans i Neskaupstað. Afli togaranna á karfamið- unum úti fyrir Austurlandi, er nú aftur orðinn ágætur, en nokkurt hlé varð á góðum afla brögðum þar á dögunum. Eru margir togarar þar að veið- um bæði erlendir og innlend- ir. — Egill rauði kom til Norð- fjarðar í fyrradag með um 300 lestir af karfa. Var helm- ing aflans landað í Norðfirði, en hitt fór togarinn með t)il Seyðisfjarðar og landaði þar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.