Tíminn - 27.07.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.07.1951, Blaðsíða 2
2. TIMINN, föstudaginn 37. júlí 1951. 166. blað. ')tá ftafi til heiía ÚtvarpÍð ítvarpað í dag: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30 Miðdegis- útvarp. 16,25 Veðurfregnir. 19,25 Veðurfregnir. 19,30 Tónleikar: Harmonikulög (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarpssagan: ,,Faðir Goriot“ eftir Honoré de Balzac; XIII. (Guðm. Daníelsson rithöfund- ur). 21,00 Tónleikar: Lög eftir Áskel Snorrason (plötur). 21,20 Iþróttaþáttur (Sigurður Sigurðs son). 21,35 Tónleikar (plötur). 21,40 Erindi: Rotary og þróun mannsandans (eftir Frank Spain formann alþjóðlegra Ro- tarysamtaka, — Helgi Tómasson dr. med. þýðir og flytur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Vinsæl lög (plötur). 22,30 Dag- skrárlok. Útvarpað á morgun: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30 Miðdegis- útvarp. 16,25 Veðurfregnir. 19,25 Veöurfregnir. 19,30 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19,45 Aug- lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Tón ieikar: Tríó í G-dúr eftir Haydn (plötur). 20,45 Leikþáttur: ,,Hraði“ eftir Heiðabúa. (Leik- stjóri: Þorsteinn Ö. Stephen- sen). 21,00 Tónleikar: Gene Aut- ry syngur kúrekalög (plötur). 21,20 Upplestur: Regína Þórðar- dóttir leikkona les smásögu. 21,45 Gömul danslög (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrár lok. Hvar eru skipin? Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík og fer þaðan næstkomandi mánudag til Glasgow. Esja er á Austf jörð- um á norðurleið. Herðubreið er a Austfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið á að fara frá Reykja vík í kvöld til Húnaflóahafna. Þyriil er á leið frá Norðurland- inu til Hvalfjarðar. Ármann var í Vestmannaeyjum í gær. Eimskip: Brúarfoss er á Dalvík. Detti- íoss er væntanlegur til Reykja- vikur í dag frá New York. Goða- foss fer væntanlega frá Hull í dag til Reykjavíkur. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss er á Húnaflóahöfnum. Losar síld- artunnur. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss er á leið til Siglufjarð ar frá Lysekil. Hesnes fermir í Antwerpen og Hull í lok júlí. Flugferðir Flugfélag íslands: Innanlandsfiug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Kirkju- , teæjarklausturs, Fagurhólsmýr- ‘ ar, Hornafjarðar og Siglufjarð- 1 ar. Frá Akureyri verður flugferð til Austfjarða. Á morgun eru á- ætlaðar flugferðir til Akureyrar , <kl. 9,30 og 16,30), Vestmanna- eyja, Blönduóss, Sauðárkróks, ísafjarðar, Egilsstaða og Siglu- ijarðar. Millilandaflug: Gullfaxi er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 22,00 í kvöld frá Stokkhólmi og Osló. Flugvélin fer til Kaup- mannahafnar og Osló kl. 8,00 í íyrramálið. Loftleiðir h.f. 1 dag er ráðgert að fljúga til Vestmannaeyja, ísafjarðar, Ak- ureyrar, Siglufjarðar, Sauðár- króks, Hólmavíkur, Búðardals, Hellisands, Patreksfjarðar, Bíldu dals, Þingeyrar, Flateyrar og Kefiavíkur (2 ferðir). Frá Vest- Hvað heitir maðurinn á Austurvelli? Hér í blaðinu var fyrir all- löngu á það minnzt, að það væri með öilu óviðunandi, að engin nafnletrun eða kynning væri á styttu Jóns Sigurðsson- ar á Austurvelli. Úr þessu hefir ekki verið bætt enn, og verða menn þó daglega varir við það, hve þetta er illt. 1 gær var sér- staklega margt útlendinga á gangi hér í bænum eins og raunar oft áður í sumar, og flestir lögðu ieið sína um Aust- urvöll. Þessir útlendingar stað næmdust við stvttuna, gengu í kringum hana og horfðu á hana frá öllum hliðum auðsjá- anlega í leit að einhverri áletr un, er gæfi tll kynna, hver sá hinn vörpulegi maður væri, er stæði þar og valinn væri slíkur heiðursstaður í hjarta bæjar- ins. Þegar engin áletrunin fannst, sneru þeir sér að ein- hverjum Islendingi og spurðu. Það er ekki nóg að tala um að Island geti verið ferðamanna land, en uppfylla svc ekki sjálf sögðustu menningarskyldur við ferðamenn — og raunar Islend inga líka. Hvenær ætla þeir, sem hér eiga hlut að máli — bær eða ríki — að sneypast til að sýna almenna kurteisi og kynna Jón Sigurðsson? mannaeyjum verður farið til Hellu og Skógasands. Á morgun verður flogið til Vestmannaeyja, Isafjarðar, Ak- ureyrar og Keflavíkur (2 ferðir). Árnað heuta Gullbrúðkaup eiga í dag hjónin frú Jóhanna Oddsdóttir og Eysteinn Finnsson bóndi að Breiðabólstað á Skóg- arströnd. r Ur ýmsum áttum Knattspvrnulög KSt, reglugerð KSl um knatt- spyrnumót og fleira, er nýlega komin út. Er þetta fimmta út- gáfa af lögunum, gefið út af til- hlutan iþróttasambands ís- lands. 1 formála segir Jón Sig- urðsson, formaður Knattspyrnu sambands íslands: Knattspyrnu lögin voru fyrst gefin út á ís- lenzku 1916, og önnur útgáfa þeirra í þýðingu Ben. G. Waage. 1938 kom út 3. útgáfa laganna í þýðingu Friðþjófs Thorsteins- sonar og Helga Tryggvasonar, og var hún endurprentuð ó- breytt 1946. Sú útgáfa er nú ó- fáanleg, og var því ráðizt í að gefa lögin út í 5. sinn. Við samanburð á 4. útgáfu og nýjustu erlendum útgáfum lag- anna kom í ijós, að hún var orð- in úrelt, enda hafði farið fram endurskoðun laganna frá því að hún var prentuð. Stjórn Knatt- spyrnusambands íslands ákvað því að láta þýða lögin að nýju 1 eftir „Rederees Chart and Play- j ers Guide of the Laws of the Game 1949“, og fól hún Karli Guðmundssyni og Pétri Sigurðs- syni að annast þá þýðingu og búa hana undir prentun. Lögin birtast því hér í nýrri þýðingu, en þýðendur töldu ó- þarft að breyta nokkru í skýr- ingarköflunum í 4. útgáfu, um rangstöðureglur og samstarf dómara og línuvarða,_ þar sem engar breytingar hafá á þeim orðið, og eru því prentaðar hér í sömu mynd og í þeirri útgáfu. Þessi útgáfa mun bæta úr brýnni þörf, og er það von mín, að hún komi dómurum, linu- vörðum, leikmönnum og öðrum aðilum að sem beztu gagni". Dagskrá norræna kvennamótsins. Ferð til Gullfoss, Geysis og Laugarvatns í dag. Nesti snætt meðan beðið er eftir gosi í Geysi, Á Laugarvatni verður snæddur miðdegisverður. Á morgun verð- ur gengið um bæinn fyrir há- degi og safn Einars Jónssonar skoðað. Kl. 13,30 hefst fundur í Tjarnarbíó, en síðar um daginn verður móttaka hjá norrænu sendiherrunum. Kl. 19 verður farið til Hafnarfjarðar og Krísu víkur og skoðuð mannvirkin þar og hverasvæðið. Þjófnaðurinn vlð Laugaveginn. Piltur sá, sem stal peningun- um úr stofuskápnum á Lauga- veg 72 á mánudaginn var og sagt var frá hér í blaðinu í gær, heitir Ingi Sigurður Sturlaugs- son Fjeldsted. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara hringferð um Krísuvík, Selvog, Strandarkirkju og Þingvöll næstk. sunnudag. Lagt af stað kl. 9. Ekið suður með Kleifarvatni til Krísuvíkur og Selvog að Strandarkirkju og verið þar við guðsþjónustu, þá haldið um Ölvus suður fyrir Ing- ólfsfjall upp með Sogi um Þing- völl til Reykjavíkur. Farmiðar seldir til hádegis á laugardag. Viðtal Morrisons sent til Pravda Morriáon utanríkisráðherra Breta er nú kallaður í gamni „blaðamaður við Pravda." — Morrison skoraði fyrir nokkru á Pravda að birta viðtal víð sig og birta orðrétt um af- stöðu vesturveldanna t:l heimsmálanna. Pravda hefir nú tekið boðinu, þótt það byggist hins vegar við, að á því yrði mikið tap fyrir blað- ið, því að upplag þess mundi mjög lækka þann daginn. — Morrison telur hins vegar, að Pravda muni vel geta boriö það tap, og nú hefir hann svarað spurningum ritstjóra Tass-fréttastofunnar í Lon- don og viðtalið hefir verið sent til Pravda. Grein n öll var 1500 orð. Þótt flestir líti á þetta sem hálfger gamanmál.bíða stjórn málamenn þess með nokkurri eftirvæntingu að sjá grein- ina í Pravda og vænta nokk- urs árangurs af henni. Und- anfarnar vikur hefir ríkt „varkár bjartsýni" ef svo mættj segja um það, að Rúss- 1 ar væru fúsari til samkomu- lags en áður. Þykir ræða sú, \ sem Molotov flutti á dögun- um í Prag benda í þá átt. — Hann fór ekki eins hörðum orðum um vígbúnað og styrj- aldarvilja vesturveldanna og hann er vanur, heldur lét Tí- to hafa það þess óþvegnara. Sagði hann, að fullvíst væri, að stjórn Titós gæti ekki orð- ið langlíf úr þessu. --------------------------| Vopiialiléið (Framhald ar l. síðu.r mesta ágreiningsatriðið mun þó verða brottflutningur er- lends herliðs. Nokkuð var barizt í Kóreu í gær einkum á austurvígstöðv unum og loftárásir voru gerðar. | Sumardvöl | Hlíðarsskóli í Öiíusi tekur á móti gestum til sumar- | | dvalar. Friðsælt umhverfi góð aðhíynning, sanngjarnt I | verð. ý ’ ,■ í | Pöntunum veitt viðtaka í ísma 3899. llllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIMilllMIIMIIimtlMMItlllllllllllMlimilllllllllllllllllMllllltllllMllllM MIIMIMIMIIIIIMMM...... ARNESINGAR Gömlu og nýju dansarnir 1 verða að Félagslundi Gaulverjabæ, laugardaginn 28, | | kl. 10 e. h. S. Ó. S. kvartettinn leikur fyrir dansinum. j £ U. M. F. Samhygð iiimimmimimmmmiimimmiiimmiiimmimimiimmiiimmmmiiimmmmhmmimmmhmimiimimimmmiiimmmmimimiuiiimiimiT Frestur til að kæra til Yfirskattanefndar Reykjavíkur út af úrskurðum skattstjórans i Reykjavík og Niður- jöfnunarnefndar Reykjavíkur á skatt- og útsvarskær um, kærum út af iðgjöldum atvhmurekenda og trygg ingariðgjöldum, rennur út þann 9. ágúst n. k. Kærur skulu komnar í bréfakassa Skattstofu Reykjavíkur á Alþýðuhúsinu fyrir kl. 24 þann 9. ágú-st næstkomandi. Yfirskattanefnd Rvíkur l•MMIMMMMMMMIM■MMMMMMIIMMMMMMMMMMMMIIMMIMMIMMMIIMIMMMIMIIMMMMMIMIMII•IIMIIIUUIUil Sirkusstúlkan Ógleymanleg og töfrandi ástarsaga, sem hefir náð geysilegum vínsældum víða um hcim. : c Þetta er sumarleyf isbókin \ ár S UDRI. | 1111111111111101111111111111 iiiiiiiiimm ii imiiiiiiiuiiMiimiiu iii imiiiiiii ii iii mi(iiiiiiiiiiM iii ii imiiiiimiiMiiiiiiMiiiiiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.