Tíminn - 27.07.1951, Page 6
TÍMINN, föstudaginn 27. júlí 1951.
166. blað.
Vift giftum okknr
3flíli
Frú Guðrún Brunborg sýnír
Norsk gamanmynd frá Norsk
Film. Aðalhlutverk:
Henki Kolstad,
Inger Marie Anderson.
Þessi mynd hefir verið
sýhd við fádæma aðsókn í
Ösió síðan í janúar, m. a. í 18
vikur samfleytt á öllum sýn-
ingum í helztu kvikmynda-
húsum þar í borg.
' Sýningar kl. 7 og 9.
Simi 9184.
1 leit að
eiginmanni
t Hin vinsæla ameríska gam-
anmynd með
Glenn Ford,
Evelen Keyes.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
íiJ
HAFNARFIRÐI
Grciðið
blaðgjaldið
sem
allra
/
II fl-
fjrst
£
Amper h.f.
Rafrækjavinnustofa
! ' ; Þingholtstræti 21,
simj 81556.
Jnu/JtjusUfjaéujAjuiA. m(a> SeJlaXU
&uic/eUi$úrty
x^S
iTk.
iaBí
j Hpfum efnl til raflagna.
Raflagnir I minni og
stæri hús.
Gerum við straujárn og
önnur heimilistæki
Raftækjaverzlunin
LJÓS & HITI H. F.
Laugaveg 79. — Sími 5184.
Anstorbæjarbíó
Lokað til 18. júli
vegna sumarleyfa
ITJARNARBÍÓ
Flóttafólk
(The Lost People).
Aðalhlutv.:
Mai Zetterllng, t
Dennis Prince,
Richard Attenboraugh.
Sýnd kl. 9.
Fyrirheitna landið
Sprenghlægileg
kvikmynd.
Aðalhlutverk:
amerísk
Bing Crosby,
Bob Hope,
Dorothy Lamoer.
Sýnd kl. 5 og 7.
GAMLA BÍÓ
Óskaliti.sið
(Mr. Blandings Builds
His Dream House).
Aðalhlutverk leika:
Melvyn Douglas.
Gary Grant,
Myrna Loy,
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HAFNARBÍÓ
Dorothea I
hamingjuleit
Nýstárleg frönsk gaman-
mynd um unga stúiku, er
finnur hamingju sína með
hjálp látins manns.
Suzy Carríer.
Julis Berg,
Sýnd kl. 7 og 9.
Hlöðuhall í
Hollywood
Amerísk músikmynd.
Sýnd kl. 5.
Bergur Jónsson
Málafiutningsskrifstofa
Laugaveg 65. Sími 5833.
Heima: Vitastíg 14.
SEIJIM
AIls konar hQsgögn og
fleira undir hálfvirði
PAKKHÚSSALAN
Ingólfsstræti 11
Simj 4663
Nýja sendi-
bílastöðin
heflr afgreiðslu á Bæjar-
bílastöðinni, Aðalstrætl 16.
Simi 1395.
ELDURINN
gerir ekki boð á undan sér.
Þeir, sem eru hyggnir,
tryggja strax hjá
Samvinnutryggingu**
V.W.V.W.W.V.V.W.V.V.V.V.V.V.VAW.V.'.V.WV
Eirlent yflrUt
(Framhald aí 5 síðu.)
og milli hinna ýmsu ríkja, svo
er og gert ráð fyrir sérstökum
alþjóðadómstóli í þessú sam-
bandi. Þingið samþykkti með
öllum þorra atkvæða gegn ör-
fáum, ályktun þar sem því er
fagnað, að samningurinn skuli
hafa verið undirritaður og þess
óskað, að þjóðþingin staðfesti
hann sem fyrst.
Einn Norðurlandabúinn — en
Norðurlöndin standa utan þess-
arar samsteypu — gerði þann-
ig grein fyrir atkvæði sínu, að
hann vildi sem góður Evrópu-
maður styðja Schumann-áætl-
unina vegna þess, að hún væri
stórt skref í þá átt að sameina
Evrópu, og einnig kvað hann
hana myndu í framtíðinni geta
tryggt það, að friður héldist
milli Frakklands og Þýzkalands.
Bretland hefir enn ekki átt þátt
að þessum samningi og sátu
brezku jafnaðarmennirnir hjá
við atkvæðagreiðsluna.
Samkvæmt ákvörðun ágúst-
þingsins 1950 hafði laganefnd
þingsins undirbúið uppkast að
samningi, sem ætlazt er til að
Evrópuríkin standi að um
gagnkvæma meðhöndlun ríkis-
borgara. Þetta samningsuppkast
verður sent til sérfræðinga-
nefndar og væntanlega til ráð-
herranefndarinnar til frekari
athugunar, en þetta er talið
gott verk, sem myndi verða til
hagsbóta fyrir marga borgara
ríkjanna, ef það nær fram að
ganga.
Lagt var fram samningsupp-
uppkast í flóttamannamálinu,
og er ætlazt til, að það fari til
athugunar í sérfræðinganefnd.
Samningsuppkastið gengur út á
það, að sett skuli upp Evrópu-
skrifstofa fyrir flóttamenn.
Skylt þessu máli var tillaga um
að setja upp sérstaka vinnu-
miðlunarstofnun fyrir flótta-.
mennina.
Þetta fólk, sem hér um ræðir,
er algerlega heimilislaust. Sagði
einn Svíinn einhverntíma í
ræðu, að aldrei síðan á tímum
Rómaríkis, hefði verið jafnmik-
ið af heimilislausu fólki i Ev-
rópu og nú er. Margt af því
hefir misst heimili sín í strið-
inu og hefir orðið ríkisfangs-
laust í átökum undanfarinna
áratuga, en vegna þess, að sí-
fellt er af einstökum mönnum
og stofnunum unnið að því að
hjálpa þessu fólki, hefði því átt
að fara fækkandi, ef ekki bætt-
ist það við, að nú flýja daglega
hundruð manna frá hernáms-
svæði Rússa á náðir Vestur-
veldanna, og eins og nú er, er
engin leið að veita þessu fólki
viðtöku þannig, að það fái
heimili, en það kemur samt —
og ekki er hægt að reka það til
baka. Flóttamannamálið er eitt
stærsta vandamál hinnar
frjálsu Evrópu.
Það, sem ég hefi sagt hér,
hefir orðið all-yfirlitskennt og
hefi ég þó aðeins drepið á það
belzta, sem fram fór á þessu
fyrra tímabili Evrópuþingsins í
ár. —
Evrópuráðið hefir ennþá ekki
starfað í full 3 ár og er því enn
í bemsku. Það er trú sumra, að
það hafi á þessu síðasta vori
verið nær því en áður að stefna
í rétta átt með störfum sínum,
en þróun mála, sem þurfa að
fara samningaleið milli margra
aðila, er hægfara, svo að ekki
verður fyrr en síðar skorið úr
því, hvað það hafi verið, sem
hverju sinni veldur rás atburð-
anna.
En hvort sem nú hefir verið
rétt stefnt eða ekki, þá er hitt
þó víst, að á Evrópuþinginu
koma saman fulltrúar hinna
frjálsu Evrópuþjóða til þess að
ráða ráðum sínum, og þrátt fyr-
ir alla erfiðleika, sem á starfinu
eru, þá byggist það á þeirri trú,
að framtíð Evrópu, friður og
frelsi verði því aðeins tryggt, að
hinar frjálsu þjóðir standi
sameinaðar.
Bernhard Nordh:
*ona
VEIÐIMANNS
v.v:
75. DAGUR
ii
Aoglýsið í Tímannm.
V.V.V.V.V.Vi ynuui' .V.V.VAV.V.V.V.V.V
Hún var líka ekki hæf til þess að vera móðir. Hún hafði frá
upphafi mjólkað barninu illa. «
— Við verðum að fá mjólk, sagði hún með öndina í háls-
inum.
Erlendur ypptj öxlum. Hann þoldi ekki aö heyra þetta þref
um mjólk. Hvar átti hann að fá hana?
— Þú gætir fengið mjólk hjá Löppunum. Við verðum að
fá mjólk handa henni, Erlendur.
— Ég fer ekki til Lappanna, svaraða Erlendur hryssings-
lega. Þeir vildu helzt, að við værum öll dauð. Þeir létu ein-
hvern djöflaskap i mjólkina, ef ég fengi hana þá. Þú mannst
hvað mér var sagt austur við fjöllin. Þið skuluð vara ykkur
á Löppunum, sagðj það. Niels fullyrti, að Lapparnir hefðu
verið valdir að hvarfi telpnanna hans.
— Minna hefir ekki illt í huga, sagði Ingibjörg.
— Það veit maður aidrei. Og svo kvað hreindýramjólk
ekki vera holl handa börnum.
Erlendur hlammaði sér niður, og tregða hans að afla
mjólkur gerði Ingibjörgu æfa.
— Þú.... þú vilt, að telpan deyi!
— Enga heimsku!
— Jú — það er það, sem þú vilt. Þú vilt ekki einu sinni
:Iíta á hana. Þú átt hana þó engu síöur en ég. Ó, Erlendur
— hún verður að lifa, svo að við getum lifað.
Ingibjörg táraðist, og Erlendur sparkaði gremjulega frá
sér spreki, sem lá á gólfinu.
— Vertu ekki að þessu þrefi. Þú veizt, að ég get enga
mjólk látið þig fá. Er ekki hægt að gefa krakkanum eitt-
hvað annað? Það verður komin í þig nóg mjólk í fyrramáliö,
og þá geturðu gefið því að drekka.
Ingibjörg lagði barnið frá sér og sótti skál, sem í var
soöinn silungur. Hún tók bita og tuggði hann, unz hann
var orðinn að þunnum graut, og reyndi að mata telpuna.
Barnið var svo veikburða, að það gat varla kingt, en samt
kom það oíurlitlu niður.
Erlendur varð léttbrýnni við. Krakkinn þagnaðj þó.
— Þarna sérðu, sagði hann. Þetta er ágætt handa barn-
inu.
— Hún kemur sama og engu niður, sagði Ingibjörg....
Svona, svona, kerli mín — nú áttu að gapa.... Nei — hún
getur það ekki.... Ó, Erlendur!
— Hún vill bara ekki meira. Láttu hana nú í friði, fyrst
hún þegir.
Barnið lá kyrrt með lokuð augun. Það fóru ofurlitlir
drættir um munnvikin, en svo hurfu þeir einnig. Ingibjörg
þorði varla að anda. Líf barnsins var eins og blaktandi skar,
sem líún óttaðist að dæi út. Telpan svaf ekki svefni mettra
barna, Hún gat ekki verið mett af þessari silungsögn.
Mjólk.... Ingibjörg minntist draumsins, sem hana hafði
dreymt nóttina áður. Hún var komin i fjósið heima — feit-
ar kýr á básum, fnllar skjólur af mjólk. Henni lá við gráti,
er hún lét barnið í rúmið. Mjólk.... góði guð, þau urðu aö
;fá mjólk. Hún sneri sér að Erlendi, og andlit hennar var
fölt af örvæntingu.
— Þú verður að fara í Akkafjall og kaupa kú af Jónasi
— núna í kvöld. Það er nógur bithagi handa kú.
Erlendur horfði forviða á hana. Kaupa kú? Var hún að
missa vitið?
— Við eigum enga peninga, sagði hann.
— Jú. Ég á peninga, svaraði Ingibjörg. Fimmtíu ríkisdaii.
— Hvað?
— Ég segist e:ga peninga. Þú verður að fara undir eins
Erlendur — barnsins okkar vegna.
Ingibjörg rakti sundur dulu, sem lá uppi á sillunni, og
lét fimm seöla á borðið.
— Hérna — flýttu þér. Þú getur verið kominn. aftur
snemma í fyrramálið.
Erlendur starði á peningana, þungur í bragði.
— Hvar fékkstu þetta?
— Heima.
Ingibjörgu hitaði í kinnarnar. Það hafði ekki verið fall-
egt að leyna Erlend þessari penngaeign.
— Ég.... ég ætlaði að koma þér á óvænt, sagði hún
stamandi. Það átti að kaupa fyrir þá kú, þegar við værum
búin að koma okkur fyrir.
Þetta var þó ekki að öllu leyti rétt. Þessa peninga hafði
Ingibjörg geymt, svo að þau hefðu eitthvað að grípa til, ef
illa færi, og hungurdauði blasti við þeim.
Elendur mændi út um gluggann. Hann óttaðist, að Ingi-