Tíminn - 03.08.1951, Qupperneq 7
173. blað
TÍMINN. föstudaeinn 3. áeúst 1951
7.
Fösíud. 3. tíf/úst
Seinni mílan
i.
Þótt Vestmannaeyjar liggi
mitt í einhverjum beztu fiski-
miðum hér við land, og bótt
víðar vseri leitað, þá er það at-
orka og dugnaður íbúa Eyj-
anna, sem sker úr um lífsaf-
komu fólksins, sem þar býr,
þótt margt fleira komi svo að
sjálfsögðu til greina.
Þegar séra Sveinbjörn
Högnason prófastur í Rang-
árvallasýslu og Vestmanna
eyjum messaði í Landakirkju
í Eyjum, er hann heimsótti
Eyjarnar í fyrra mánuöi, valdi
hann sér að ræðu,texta það á-
kvæði kristinna fræða, að ef
einhver neyddi mann til þess
að fylgja sér eina mílu, þá
ætti hann að fylgja honum
tvær mílur.
Ræðuefnið útfærði hann
svo með hliðsjón af Eyjun-
um.
Ég ætla mér ekki þá dul
að endursegja ræðuefni hins
frábæra kennimanns. Ég vil
. aðeins undirstrika með hon-
um, að það er seinni mílan,
sem sker úr um lífshamingju
og þróun.
Framfarirnar á öllum svið-
um byggjast á því, að meira
sé unnið og afkastað, hvort
unnið er með hug eða hönd-
um, eða störf samstillt með
huga og hönd, heldur en með
þarf til þess að seðja dagsins
þörf.
3.
íbúar Eyjanna eru morgun-
menn, sejn aldrei hafa hikað
við að stgrfa meðan dagur er
á lofti, oá lengur ef þörf hefir
krafið. Þeir hafa aldrei hikað
við að fara síðari míluna líka
og að bæta við nýjum mílum.
Þessi hugsunarháttur hefir
gert Eyjabúum kleift að vera
einskonar forustufólk i ís-
lenzkum atvinnumálum, sem
hefir í þjónustu anda síns og
handa nútímatækni, sam-
ræmda aldagamalli reynslu.
4.
Það er staðreynd að afkoma
útvegsins í Eýjum er jafnan
betri og yfirleitt mikið betri
heldur en annarstaðar gerist.
Þó eru aðstæður að mörgu
leyti erfiðar í Eyjum.
Ástæðan er sú, að Evja-
menn lita á útveg sinn og at-
vinnutæki sem varanlegan
grundvöll lífsafkomu sinnar
og hamingju. Eyjamönnum
þykir vænt um bátana sína og
skipin, jafnt hvort þau eru i
félags- eða einkaeign. Enda
mun umhirða og viðhald báta
ekki annarsstaðar betra.
5.
Segja má að margra hluta
sé vant í Eyjum. Rétt er það,
en þróunin hefir verið sú að
byrjað hefir verið að byggja
upp atvinnuaðstoðu til lands
og sjávar til þess að treysta
undirstöðuna undir annari
þróun. Skólabyggingar eru
skemmra á veg komnar í Eyj-
um en sumstaðar annarstaðar
og má að sumu leyti harma
það, én sú bót er í máli, að í
skjóli þess hve vel er búið að
byggja upp framleiðsluaðstöð
una þokar nú byggingu Gagn
fræðaskólans áfram með eðli
„Margt skringilegt kom fyrir
á gelgjuskeiði véigæslunnar''
Þegar vélbátarnir tóku að
flytjast til Eyja (1904), kom
í ljós, að hér var enginn mað-
ur, sem hafði þekkingu á vél-
unum og gat annast leiðbein-
ingar um meðferð þeirra og
viðgerðir á þeim.
Tók þá Gísli J. Johnsen út-
gerðarmaöur og kaupmaður
sig fram um það að ráöa
mann, sem sigla skyldi til þess
að kynna sér meðferð báta-
véla og læra vélaviðgerðir. Til
þessa náms valdi Gísli Matt-
hías Finnbogason frá Prest-
húsum í Mýrdal.
Gísli útvegaði Matthíasi
[námsvist hjá mótorverksmiðj
junni Dan í Kaupmannahöfn.
Þar vann Matthías um 18
!mánaða skeið við smíði og
'viðgerðir á vélum. Nokkurn
tíma dvaldi Matthías hjá
j Andersens skipasmíðaverk-
stæði í Friðrikssundi og lærði
þar að setja vélar í báta. Jafn
framt vélaviðgerðunum lærði
Matthías bóklega vélfræði.
Hann kom aftur heim frá
námi seinni hluta sumarsins
1907. Hóf hann þá vélavið-
gerðir hér í Eyjum með mjög
ófullkomnum verkfærum og
við erfiðar aðstæður að öðru
leyti. Rennibekk fékk hann af
gamalli gerð. Einnig borvél og
ýmis smærri verkíæri. Tækj-
um þessum var snúiö af hand-
afli eða þau voru stigin. Erf-
itt reyndist að fá viðunandi
húsnæði fyrir vélaverkstæðið
og var Matthías á hrakhólum
með það fyrst um sinn.
Atvinnulífi Eyjabúa
bættist góður kraftur.
Fyrst hafði hann verkstæð-
ið í svokallaðri „Nýju sjóbúð“.
Hún stóð vestur af Vegamót-
um við Urðaveg á nokkrum
hluta þeirrar lóðar, sem Út-
vegsbankinn stendur nú. Það
var timburhús ójárnklætt.
Þaðan fluttist Matthías með
verkstæðið í kjallara undir
verzlunarbúð Gisla J. Johh-
sens. Þaðan flutti hann svo
verkstæðið í Dvergastein við
Heimagötu, áður barnaskóli
Vestmannaeyja. Þar rak hann
verkstæðið þar til hann
byggði húsið Jaðar (nr. 6) við
Vestmanna'oraut. Verkstæðið
var þá ílutt i kjallarann und-
ir því húsi, en eldsmiðju
byggði hann sér í námunda
við það. Húsið Jaðar byggði
Matthías árið 1908 fyrir at-
beina sýslunefndar Vest-
mannaeyja, með ábyrgð henn
ar. Svo mikil nauðsyn þótti
verkstæði hans fyrir atvinnu-
líf Eyjabúa.
Vélbátum í Vestmannaeyj-
um fjölgaði ár frá ári og kom
nú brátt í ljós, að vélar og
áhöld verkstæðisins var of ó-
íullkomið og verkstæðið í
heild ófullnægiandi til þess
að fullnægja þörfurn vélbáta-
útvegsins í Eyjum.
Nú gef ég Matthíasi sjálf-
um orðið:
legum hraða, og þróun menn-
ingarmálanna er á þann veg
! að til fyrirmyndar er, og vek-
j ur verðskuldaða athygli út í
frá, en þróunin stefnir í þá
j átt að þjálfa huga og hönd til
i þátttöku í hinu lífvana fram-
jleiðslulífi til lands og sjávar,
! og treysta aldagamla félags-
[menningu sem óvíða á sinn
líka. H. B.
Rabbað við Matthías Finnbogason brautryðjanda
á sviði bátavéla og vélaviðgerða i Eyjum
þær aftur án affalla. Það
gerði firmað, þegar ég hætti
að reka verkstæðið, árið 1914.
Hafði ég þá notað vélarnar í
6 ár. j
O. Filippsen reyndist mér í
alla staði svo framúrskarandi
tryggur og vinveittur, að slikt
mun dæmafátt. T. d. sendi,
hann mér alltaf miklar jóla-j
gjafir og hafði ég engin efni
á að endurgjalda allar hans
velgjörðir.
Eftir aö ég skilaði vélunum,
árið 1914, seldi ég húseignina
Jaðar.
, Með þessum nýju vélum og
áhöldum gat ég gert flest það,
sem gera þurfti til aðgerða á
mótorvélum hér. Þessar nýju
vélar dreif ég með mótorafli.
Þeirri mótorvél kom ég fyrir
í sérstakri útbyggingu við.
kjallarann á Jaðri. Þessar vél
ar og verkfæri voru m. a.,
rennibekkur, borvél, vélsög,
snittiverkfæri, skrúfstykki og
yfirleitt öll smærri verkfæri,
sem að liði gátu komið.
Gerðist vélgæzlu-
maður.
Árið 1914 hóf ég starf á
verkstæði Jóhanns Hansson-
ar hér og vann þar, þar til
Gísli J. Johnsen byggði beina-
mjölsverksmiðjuna. Þá gerðist
ég þar vélamaður. Fyrst vann
ég þar við það að setja upp
vélarnar og gerðist síðan vél-
gæzlumaður þar.
Matthías Finnbogason
Fékk vélar fyrir
njósnir.
„Þegar hér var komið, bar
funtíum mínum saman við al-
veg ókunnan mann um borð
í e.s. Seres hér á höfntnni.
Nafn mannsíns var O. Filipp-
sen, framkvæmdastjóri D. D.
P. A. olíusölunnar. Við áttum
langt tal saman um olíunotk-
un bátanna og vélaverkstæði
mitt. Bauð hann mér að út-
vega mér þau verkfæri, er ég
óskaði eftir. Hvernig stóð nú
á þessu góða boði hans? Svo
var mál vaxið, að hér hafði
myndazt mikil samkeppni um
sölu á olíu. Filippsen vildi
fylgjast með sölu bátaolíunn-
ar hér. Hann bað mig því að
vera eftiriitsmann eða njósn-
armann um það, hverjir
seldu hingað oliu. í staðinn
íyrir þetta eftirlitsstarf
bauðst hann til að útvega mér
fullkomin verkfæri og áhöld
jí vélaverkstæðið. Skyldi hér
'greiði mæta greiða.
Verkfærin, sem hann kæmi
til með að útvega mér, átti ég
' að vísu að greiða. Þó kom það
ekki til fyrst í stað, og engin
greiðsluskilyrði voru sett
fram af hans hálfu.
Nokkru eftir að O. Filippsen
kom til Danmerkur, frétti ég,
I að hann lægi dauðvona í
isiúkrahúsi. Hætti ég þá að
sjálfsögðu að byggj'a vonir
jmínar á framkvæmdum hans
um útvegun verkíæranna.
Tveim mánuðum eftir að
við höfðum talazt við, fæ ég
skilabcð frá 1. vélstjóra á e.s.
Botníu, sem þá var stödd hér
á höfninni, að ég ætti mikið
af vélum og verkfærum um
borð í skipinu og þyrfti að
sjá um uppskipun á þeim sem
allra fyrst. Það gerði ég.
Notaði vélarnar 6 ár,
endurgjaldslaust.
Við þessum vélum og verk-
færum tók ég svo’ skilyrða-
laust. Þrem til fjórum árum
síðar hitti ég svo O. Filippsen,
og gaf hann mér þá upp verð
og greiðsluskilmála á öllum
tækjunum. Samdist svo um,
að ég mætti nota vélarnar og
öll tækin og greiða eftir á-
stæðum. Ef efnahagsástæður
mínar leyfðu það ekki, tæki
firmað, sem vélarnar voru frá,
Eg lagði niður verkstæði
mitt af þeim sökum, að illa
gekk að fá greiddar viðgerðir,
og svó var einnig annað verk-
stæði komið hér á stofn.
Þegar ég hætti rekstri verk
stæðisins, varð ég að afskrifa
af útistandandi skuldum allt
að 15 þúsundir króna. Það var
fúlga fjár I þá daga.“
Þetta var þá frásögn Matt-
híasar Finnbogasonar frá
fyrstu árum hans, er hann
rak vélaverkstæði hér í Eyj-
um og ruddi brautir á því sviði
iðnaðar.
í bók sinni Formannsævi í
Eyjum segir Þorsteinn Jóns-
son frá Laufási um Matthías
Finnbogason, aö hann hafi
„sett á fót viðgerðaverkstæði.
' Þótt það væri ófullkomið að
verkfærum á móti því, sem nú
gerist, bætti það upp hin al-
þekkta snilld hans.“
Þetta er vitnisburður Þor-
■steins, hins þrautreynda vél-
bátaskipstjóra, um starf
Matthíasar Finnbogasonar,
brautryðjandans hér um vél-
smíði og vélaviðgerðir.
Margt einkennilegt
kom fyrir.
Að lokum segir Matthías í
léttum tón og kímir: „Á þessu
gelgjuskeiði vélgæzlunnar
kom margt skringilegt fyrir.
Margar voru þær nætur, þeg-
ar farið var á sjóinn, að ég
var vakinn til þess að aöstoða
vélstjórana. Vélin fékkst ekki
á rás eða í gang, hvernig sem
að var farið. Þá kom það
stundum í Ijós, að gleymst
hafði að opna olíukrana, svo
að vélin fékk ekkert eldsneyti.
Oft var þó ýmislegt alvar-
legra að, sem ég reyndi að
bæta úr eftir fremstu getm
Flestir vélgæzlumennirnir
voru prýðismenn í sínu starfi,
en bæði var það, að vélarnar
voru ekki eins vel gerðar eða
gangvissar og nú gerist, og
kunnátta manna og tækni öll
lélegri.
Fékk lán hjá Fisk-
veiðasjóði.
Þegar ég byggði Jaðar, fékk
ég lán úr Fiskveiðasjóði ís-
lands. Það atvikaðist á sér-
kennilegan hátt.
Ég sótti um styrk til Al-
þingis til þess að stofnsetja
vélaverkstæðið. Þá var Jón
Magnússon, síðrtr forsætisráð-
herra, þingmaður Vestmann-
eyinga. Að sjálfsögðu sendi ég
umsókn mína til hans. Er
fram liðu stundir, gat ég
aldrei séð umsóknar minnai
getið í blöðunum, þó að um-
sóknir annara væru þar tald-
ar. Vissi ég ekki, hverju þetta
sætti. Dag nokkurn fæ ég bréf
frá Bertelsen, framkvæmda-
stjóra ullarverksmiðjunnar
Iðunnar í Reykjavík, þar sem
mér er tjáð í stuttu máli, að
vélstjórastarf við verksmiðj-
una sé þegar veitt og komj
umsókn mín ekki til greina.
Með þessu bréfi fylgdi um-
sókn mín um styrkinn til Al-
þingis ásamt hegðunarvott-
orði og hæfnisvottorði, sem
Karl Einarsson sýslumaður
hafði gefið mér. — Þetta þótti
mér allt einkennilegt. Ég leit-
aði til alþingismannsins um
ráðningu á þessari gátu. Kom
þá í ljós, að hann hafði álykt-
að, að umsókn mín lyti að vél-
gæ '"'’tarfi við Iðunni, en
hanii mun hafa verið formað-
ur verksmiðjustjórnarinnar,
og þeir auglýst starfið um
þessar mundir, en bréf mitt
eða umsóknina um styrkinn
mun hann aldrei hafa lesið,
þó að það væri honum sent.
Heldur mun hann hafa fleygt
því í Bertelsen með öðrum
umsóknum um vélgæzlustarf-
ið. Bertelsen var danskur og
allt lent þar í ólestri.
Til þess að bæta úr öllu
þessu klúðri boðaði Jón alþing
ismaður mig á sinn fund til
Reykjavíkur og bauð mér að
útvega mér mjög hagstætt
lán við Fiskiveiðasjóð íslands.
Þetta góða boð þáði ég, og not
aði ég lánið til þess að byggja
Jaðar og bæta aðstöðu mína
að öðru leyti um rekstur verk-
stæðisins.“ Þ. Þ. V. skráði.
Iþróttir . . .
(Framhald af 3. síðu)
Fólk, sem var á Alþingishá-
tíðinni 1930, mun minnast
fjallamannsins, sem kleif
hamar Almannagjár. Það var
einhver fræknasti fjallamað-
ur Vestmannaeyja fyrr og síð-
ar, Sigurgeir heit. Jónsson frá
Suðurgarði.
En annars er það svo með
þessar bjargiþróttir sem aðr-
ar, að maður verður að sjá til
þess að skilja og hrífast.
Það kann að þykja nokkur
fordild hjá Eyverjum að tala
um sina þjóðhátíð. En væri
ekki hver staður í landinu
nokkru ríkari, ef hann ætti
sína þjóðhátíð, sem allir íbú-
arnir sameinuðust um.
Nú eru starfandi í Eyjum
tvö íþróttafélög, íþróttafélag-
ið Þór, stofnað 1913, og Knatt-
spyrnufélagið Týr, stofnað
1921. Þá er þar Golffélag
Vestmannaeyja, stofnað 1938.
Eiga kylfingar skála í Herj-
ólfsdal og völl. Þeir hafa æft
af miklum áhuga og oftast
átt mann í fremstu röð á
landsmótum.
Út á við kepptu íþróttamenn
okkar undir nafni K. V., þar
til 1945, að íþróttabandalag
Vestmannaeyja var stofnað-