Tíminn - 05.08.1951, Blaðsíða 8
„ERLEiVT YFIRLIT“ t DAG:
*
HvaíS vakir ft/rir Ríissnm?
85. árgangur.
Rcykjavik,
5. ágúst 1951.
175. blað
Haukur Thors gefur jörð í Borg-
arfjarðarsýslu til skógræktar
Mikill hluti lamlsins skó^lemli og kjarr
í norilurhlíðuin Skorradals
Haukur Thors framkvæmdastjóri hefir gjfið skógrækt
ríkis'ns jörðina Stálpastaði í Skorradal í því skyni, að þar
verði stunduð skógrækt. Er þar mikið skógarkjarr og hagar
að öllu leyti vel til skógræktar.
Hjólreiðakeppni er vinsæl íþrótt víða um lönd. Ein mesta
hjólreiðakeppni í Evrópu er Frakklandskeppnin, sem tekur
marga daga, enda er leiðin suður í gegnum Frakkland frá
norðurlandamærunum suður að Miðjarðarhafi. Myndin sýn
ir keppendur fara gegnum bæ einn. Alstaðar þar sem kepp-
endurnir fara um, horfir múgur og margmenni á. Það er
Svisslendingurinn Hugo Koblet, sem sést hér. Hjólreiða-
keppni er nú að komast á hér á landi
Bretar vlðurkenna rétt Persa
til þjóðnýtingar olíunnar
segir Mos.sadoq forsætúráðherra Persíu.
Ilanit gaf skýrslu um olíudeiluna í gær
Mossad:q forsætisráðherra Persíu flutti neðri deild pers-
neska þingsins í gær langa skýrslu stjórnarinnar um við-
horfið í olíudeTunni þessa daga og tillögur þær, sem farið
hafa á milli stjórna landanna siðustu dagana fyrir miili-
göngu Harrimans.
Mossadeq sagði, að tillogur
brezku stjórnarinnar bæru
það með sér, að hún viður-
kenndi rétt Persa til að þjóð
nýta olíuvinnsluna, en ágrein
ingurinn væri um það, hve
fljótt og með hvaða hætti það
ætti að ske, og hvernig starfs
svið brezk-íranska olíufélags
ins ætti að vera eftir þjóð-
nýtinguna. Hins vegar kvaðst
Mossadeq leggja á það mikla
áherzlu að ekki yrði vikið frá
þeirri stefnu, sem persneska
stjórnin hefði tekið í málinu
og mundi hann segja af sér,
ef til þess kæmi.
Pillukóngurinn
handtekinn
Pillukóngurinn sænski, Leo
pold Gavatin, hefir verið
handtekinn í Allinge, þar
sem hann leyndist í seglbát
sínum. Hann var þegar flutt
ur til Svíþjóðar og fenginn í
hendur sænsku lögreglunni.
Gagngerð rannsókn á lyfja
framleiðslu Gavatins fer nú
fram, og er fastlega við því
búizt, að pillukóngurinn fái
frí frá störfum um alllangt
skeið.
Stalin ekki nefnd-
ur á nafn
Kommúnistastjórnin kín-
verska hefir tilkynnt átján
ný vígorð handa kinverska
hernum, en hátíðisdagur hers
ins var 1. ágúst.
Stalin er ekki nefndur á
nafn í þessum vígorðum, og
Rússland ekki heldur. Aftur
á móti er Maó Tse-tung svarn
ir dýrir eiðar, og kommún-
istaflokknum kínverska heit
ið órofatryggð. Hersveitum
Bandaríkjanna í Asíu er hót-
að öllu illu og boðuð barátta
gegn endurvopnun Japans.
Hægt að gera stórvirki.
Harriman sendifulltrúi Tru
mans forseta ræddi við Mossa
deq í gær og sagði hann, að
augljóst væri, að samningar
mættu takast á grundvelli
þeirra tillagna, sem fram
væru komnar og Persar
mundu auðveldlega geta
komið þjóðnýtingunni á, þótt
í áföngum væri. Með fé því,
sem ríkið fengi við það gæti
Persía gert stórvirki á sviði
umbóta í landinu. og mundu
Bandaríkin veita Persíu hvers
konar tæknilega hjálp í þeim
efnum. Aðalatriðið væri það,
að olíuvinnslan hæfist á ný,
svo að ekki töpuðust mark-
aðir, því að til lítils væri að
þjóðnýta olíuvinnsluna ef
englr markaðir væru fyrir
hendi þegar langvinr.um
deilum lyki.
Stálpastaðir eru norðan
Skorravatns, fyrir um það bil
miðju vatn nu, og er land
jarðarinnar hlíðarbrekkur, er
blasa við sqðri og sól. Hefir
jörðin verið i eyði nokkur síð
ustu árin, en hafði áður ver.ð
ibújörð um langt skelð.
Mikið skóglendi.
Frá svonefndu Merkigiii,
þar sem mætast land Stálpa-
staða og Háafells, og allt út
undir tún á Stálpastöðum, er
hlíðin öll vaxin skógi og
kjarri, víðast mannhæðaháu,
allt upp undir brúnir. Vestast
i landinu er einnig kjarf-
spilda. Auk þess hafa víða
gægzt upp birkisprotar í landi
jarðarinnar síðan vetrarbeit
var aflétt, er jörðin fór í eyði.
Er hér um að ræða mikið skóg
lendi, og líklegt er, að birki
skógur nái fljótt miklum
þroska við fullkomna friðun,
en auk þess stór svæði, sem
ágætlega eru til þess fallin að
græða þar barrskóg.
Reynslan í Háafellsskógi.
Svo vill til, að einmitt I
Skorradal er fengin revnsla
um vöxt barrviða. Vorin 1938
og 1939 voru barrplöntur gróð
ursettar í reit, sem ungmenna
félagið Dagrenning átti í Háa
fellsskógi, fyrir forgöngu Guð
mundar Marteinssonar. Var
það einkum blágreni og fura,
en einnig nokkuð af sikta
greni.
Þessar barrviðarplöntur
hafa náð afbragðsgóðum
þroska á þessum 12—13 ár-
um, og eru hinar stærstu orðn
ar 180 sentimetrar á hæð. Er
það talinn svo góður vöxtur
ungra barrviðarplantna. að
hann gerist ekki betri í grann
löndunum, þar sem skógrækt
er meðal helztu atvinnuvega
þjóðanna. Bendir þetta til
þess, að jarðvegur og önnur
skilyrði til skógræktar séu hin
ágætustu í Skorradal.
|Hvar er nú Skatt-|
| greiðendafélagið? ]
| Það sló óhug á Reykvík- |
! inga í síðastliðinni viku, er |
| það varð kunnugt. að borg f
f arstjóri og meirihluti bæj- i
í arstjórnarinnar höfðu ein- i
I sett sér að hækka gífurlega |
] útsvör bæjarbúa, aðeins ör I
| fáum vikum eftir að þeim |
! höfðu verið tilkynntar i
i fyrri drápsklyf jar, án þess \
| að gera minnstu tilraun til i
\ þess að draga úr stóreyðslu i
i og bitlingaaustri, sem á sér |
! stað hjá bænum.
i Slíkir atburðir hafa að- !
! eins einu sinni gerst síðast i
! liðin 25 ár, og þá á hinum i
i verstu krepputímum.
! Þegar skattborgararniri
i eru beitíir slíkum fantatök |
! um, þurfa þeir að svara fyr i
i ir sig. Hvar er nú Skttgreið i
§ endafélagið, sem stofnað \
| var fyrir rrokkru? Hvers!
! vegna gengur það ekki i
| fram fyrir skjöldu og beit- \
| ir sér fyrir því, að borgar- i
l § stjóinn >og lið hans verði að i
i hverfa frá svo ósvífinni fyr |
! irætlun sem 10% hækkun i
i útsvaranna, meðan hóf-!
| laus eyðsla á sér stað und- i
i ir handarjaðri hans?
Sýslunefnd V.-Barð.
hafði forgöngu um
vegagerðina
Það er sýslunefnd Vestur-
BarSástrandarsýslu, sem hef-
ir haft forgöngu um það, að
hafizt er handa um vegagerð
á Þingmánnaheiði og leggur
fram meginhluta þess fé, er
v&rið veröur til vegagerðar-
innar í sumar.
Sýslunefndin lánar til verks
ins í þrjár vikur jarðýtu, er
hún á. og svarar það til 25
þúsund króna framlags. en
auk þess leggur hún fram
fimmtáu þúsund krónur.
Fimmtán þúsund krónur eru
greiddar úr fjallvegasjóði, auk
þess sem vegagerð ríkisins)
leggur t'l verkstjóra við vinn
una.
í vor lét sýslunefnd Vestur
Barðarstrandarsýslu ryðja
veg frá Fossi í Suðurfjörðum
að Reykjarfirði. Kostaði sú
vegabót þrjátiu þúsund krón
ur. Var það mjög erfið leið
um Hraínskagahlið, er sá veg
ur var lagður um.
Útgerðarstöð og
fiskiðnaður í
Grænlandi
Danskt hlutafélag, með
hlutdeild danska ríkisins, ætl
ar að verja sex miljónum
danskra króna til þess að
koma upp hraðfryst'stöð og
reisa niðursuðuverksmiðju í
Grænlandi.
Það mun einkum ætlunin
að selja fiskinn á Ameriku-
markaði. Allur búnaður fyrir
tækisins verður af nýjustu og
fullkomnustu gerð og til hans
vandað í hvívetna. Vænta
Danir þess, að þarna geti þeir
framleitt fyrsta fiokks vöru,
sem auðvelt verði að tryggja
á sölu.
liiiiiim. •iiiutiii.il..
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiii
Plevcn á fundi
Pleven reynir nú vlð stjórn
armyndun í Frakklandi.
Hann ræddi við leiðtoga
flokks síns í gær, en í dag
mun hann halda fund með
leiðtogum flestra þingflokk-
anna. Að því loknu mun
hann segja til um það, hvort
hann heldur tilraunum sín-
um áfram.
ikill mannfjöldi á
þjéðhátiöinni í Eyjum
Geysilegur mannfjöldi sótti þjóðhátíðina í Vestmanna-
eyjum og mátti heita, að flugvélar væru í allan fyrradag
yfir Eyjunum að koma þangað með fólk frá Reykjavik eða
snúa við og sækja nýja hópa.
í fyrradag fóru fram íþrótt
ir, og voru með keppendanna
hinn víðkunni Vestmannaey-
ingur og Evrópumeistari, Torfi
Bryngeirsson. Hann stökk
fjðra metra i stangarstökki.
Bjargs g fór fram af Fisk-
hellnanefi, og var það Jónas
Sigurðsson frá Skuid, er sigið
sýndi. Brenna var í dalnum,
bæði í gær og fyrradag, og í
fyrrinótt var dansað á tveim
ur pöllum.
Margir, sem vitja
æskustöðvanna.
Meðal gestanna er mikill
fjöidi Vestmannaeyinga. sem
brott hafa flutzt úr Eyjum, en
koma heim á æskustöðvarnar
um þjóðhátíðina til þess að
hitta frændur og vini og njóta
enn einu sinni hinna fjöl-
breyttu hátíðahalda á fornum
.slóðum, er svo margar kærar
minningar eru tengdar. Öll-
um Vestmannaeyingum þyk-
ir gott að koma heim.
Herstöð í Færeyj-
um í haust
í færeyskum blöðum hefir
verið birt stjórnavaldatil-
kynning þess efnis, að í sept-
embermánuði Verði komið
upp í Færeyjum sjóvarnar-
1 stöð og muni starfa þar þrjá
j tiu manna sveit, er meðal
. annars hafi með höndum
gæzlu radíóstöðvar. Hér mun
átt við danska hermenn.
Auk þess er gefið í skyn,
að herskip muni, er fram í
' sækir, verða við Færeyjar ár
ið um kring.
Að samningagerðum munu
( hafa staðið Sambandsflokk-
urinn og Fólkaflokkurinn,
sem fara sameiginlega með
völd I Færeyjum.
j Þessi ákvörðun hefir þeg-
ar vakið ofsalegar deilur í
Færeyjum, og er búizt þar
við miklum umbrotum.