Tíminn - 15.08.1951, Qupperneq 6
6.
TIMINN, miðvikudaginn 15. ágúst 1951.
182. blað.
Glaðvær æska
Skemmtileg ný amerísk
mynd, sem sýnir skemmtana
líf og skólanemendur í Am-
eríku.
Aðalhlutverk:
Jean Porter
Jenny Lyton
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ
Fox ættin frsi
Harrow
Hin fræga ameríska stór-
mynd gerð eftir samnefndri
sögu, er komið hefir út í
ísl. þýðingu.
Aðalhlutverk:
Rex Harrison
Maureen O’Hara
Sýnd kl. 5 og 9.
BÆJARBÍO
HAFNARFIRÐI
Líf í læknis liondi
.(Jeg drepte)
Hrífandi og efnisrík ný norsk
stórmynd, er vakið hefir
geysilega athygli.
Aðalhlutverk:
Erling Drangsholt
Rolf Chistiensen
Wenche Foss
Sýnd kl. 7 og 9.
Mnnið
að
greiða
blaðgjaldið
Bergur Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65. Siml 5833.
Helma: Vitastig 14.
(JnuiAjusigso&tLOiaJL ÆejlaV
Höfum efnl til raflagna.
Raflagnir í mlnnl og
stæri hús.
Gernm við straujárn og
önnur' heimilistæki
Raftækjaverzlunin
LJÓS & HITI H. F.
Laugaveg 79. — Simi 5184.
Austurbæjarbíó
Sigurför jazzins
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ
Draumnr ungrar
stúlku
(Dream Girl)
Ný afarskemmtileg amerísk
mynd.
Betty Hutton
McDonald Carey
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÓ
TYCOON
Stórfengleg og spennandi ný
amerísk kvikmynd í eðlileg-
um litum, er gerist í Andes-
fjöllunum í Suður-Ameríku.
Aðalhlutverkin leika:
John Wayne
Loraine Day
Sir Cedric Hardwicke
Sýnd kl. 5 og 9.
HAFNARBÍO
■A«D4»
Glæsileg ný amerísk ævin-
týramynd í eðlllegum litum.
Maureen O’Hara,
Paul Christian,
Vincent Price.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Einræðisherrann
(Duck Soup)
Sprenghlægileg amerísk gam
anmynd með hinum skop-
legu
Marx- bræðrum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
ELDURINN
gerir ekkl boð á undan sér.
Þeir, sem eru hyggnir,
tryggja strax hjá
Samvinnutrygginguoft
Erlrnt yfirlit
(Framhald af 5. síðu)
ar verkamanna nær óhugsandi.
Við verðum því að athuga mögu
leikana á verðlækkun hráefna.
Þess ber þó að gæta, að þau
efni, sem við nefnum hráefni,
eru einnig framleidd með vinnu
afli. Og erlendis eru engu meiri
líkur á launalækkun hjá verka-
mönnum en hér í Danmörk.
Það eru ekki einasta atvinnu-
rekendur, sem auðgast hafa á
hinum gifurlegu verðhækkun-
um undanfarinna ára, er orðið
hafa vegna hervæðingar og
styrjaldar, heldur hafa verka-
menn einnig borið talsvert úr
býtum.
—O—
Einn meginmunurinn á verð-
bólgu vorra daga og fyrri ára,
er sá, að þá voru það fyrst
og fremst atvinnurekendurnir,
sm högnuðust á hennl. Nú fá
verkamenn sinn hlut. Frá þjóð-
félagslegu sjónarmiði er hér um
mikla framför að ræða. Á hinn
bóginn hefir þetta í för með
sér, að erfiðara er um vik en
áður að lækka vöruverðið. Það
var auðvelt að minnka aftur
arð atvinnurekendanna, en það
er ekki jafn auðvelt að svifta
verkamenn aftur launahækkun-
um. Ef tekst að binda endi á
kalda stríðið, sem nú geisar í
veröldinni, munu hráefnin
lækka í verði, en það verður
samt aldrei um jafn mikla verð
lækkun að ræða og áður fyrr.
Kóreustyrjöldin hafði m.a.
þær afleiðingar að vinnulaun
hækkuðu, og þess vegna mun
vöruverð fyrst um sinn að
minnsta kosti haldast hátt.
Ef eitthvað yrði dregið úr
kostnaðinum við landvarnirn-
ar, myndi það hafa í för með
sér einhverja verðlækkun, en
vöruverð yrði þó aldrei eins lágt
og það var 1949. Það er miklu
sennilegra að verðbólgan haldi
áfram að vaxa, þó aldrei verði
í jafn ríkum mæli og undan-
farið.
—O—
Hvort sem dregið verður úr
kostnaðinum við landvarnir eða
ekki, eru allar líkur til þess að
verðlagið fari ekki jafn hrað-
hækkandi framvegis, og verið
hefir. Ástæðan er sú, að haldi
vöruverðið jafnt og þétt áfram
upp á við, neyðast leiðtogar
þjóðanna til þess að koma aít-
ur á sams konar verðlagseftir-
liti og var á styrjaldarárunum.
Kapphlaupið sem hafið hefir
verið um að lækka verð á vefn-
aðarvörum á vafalaust rót sína
að rekja til þess, að framleið-
endur og kaupmenn þurfa að
losna við gamlar vörubirgðir. Við
getum einungis gert okkur von
ir um, að verðlag hækki ekki
mikið frá því sem nú er. —Ef á-
standið í heimsmálunum batn-
ar, kemur allsherjar verðlækk-
un sennilega sjálfkrafa. Að öðr
um kosti neyðast yfirvöldin til
þess að stöðva dýrtíðina með
auknu verðlagseftirliti, þannig
að verðlagið ætti að verða í jafn
föstum skorðum og á styrjaldar
árunum.
(Lauslega þýtt úr „Politiken")
UV%VA\,AV.WA,/A%W.V.V.V.V.V.V.V.W.,.V.V.WW
Bernhard Nordh:
wna
VEIÐIMANNS
9Ó. DAGUR
Loiðbeinlngar . . .
(Framhald af 3. síðu)
göllum. Og svo er mjólkur-
eftirlitsmaður ríkisins með í
ráðum til þess að efla gæði
íslenzkrar mjólkur. Ferðast
hann um landið og lítur á
skilyrðin, þar sem erfiðlega
gengur að framleiða góða
mjólk, og veitir leiðbeiningar,
cftir því sem við á, til þess
að úr verði bætt, þar sem á-
bóta er vant. g
>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»
Jeppahús
Af sérstökum ástæðum er til
sölu vandað jeppahús.
Jón Magnússon,
Lamhaga, nýlenduhverfinu,
* Ölfusi.
".W.V.W.V.V.V.V.V
Ingibjörg stundi þungan, er hún hafði komizt að þessari
niðurstöðu. Það var auðvelt að tortíma manni í fjöllunun
— víða þurfti ekki annað en stjaka við honum, aðeins lítil-
lega aftan frá. Og nú skildi hún hvers vegna Ólafur hafði
verið svona torkennilegur, er hann kom í Bjarkardal. Voru
morðingjar þannig á svipinn?
Jónas Pétursson heyrði stunur Ingibjargar. En hann fór
ekki inn til hennar til þess að spyrja, hvað henni félli svo
þungt. Tár konu voru stundum heilög. Hann hafði lika um
nóg að hugsa. Það var ekki gott, að Árni færi með Júdit tii
prestsins, því að djöfullinn tók sér bólfestu á þeim bæ, sem
hýsti konu tveggja manna. Hann lá lengi með lokuð augun.
Margvíslegar sýnir bar fyrir hann. Björninn, úlfurinn, jarf-
inn — öll dýrin iifðu sínu lífi, mannkindin sínu. Stundum
geysuðu hriðar og íárviðri, aðra daga skein sólin í heiði.
Vetrarnóttin var löng og köld, en sumardagurinn ylríkur.
Stundum lék djöfullinn lausum hala, en drottinn vakti.
Hann gætti þess, að veldi hans yrði ekki of mikið.
— Það er gott, að Ólafur er hjá Júdit — komi Árni heim,
tautaði hann.
Kona hans þagði. Hún hafði loks sofnað.
XXVII.
Ólaf dreymdi bjarndýr þá stuttu stund, sem hann blund-
aði um nóttina. Og það voru einkennilegir birnir. Þeir voru
með stóran, rauðan kjaft, háfættir eins og elgir og augun
eins og í úlfum. Þeir gátu spangólað eins og hundar og flogið
hátt í lofti, ef þeim bauð svo við að horfa. Ólafur vissi, hvern-
ig þeir gátu flogið. Það sátu draugar á bakinu á þeim, svart-
ir og höfuðlausir, og stýrðu flugi bjarndýranna með löngum
klóm. Hann sá Árna sitja söðulvega á svartbrúnu ferlíki.
Bróðir hans hélt á höfðinu í handarkrikanum og hristi
brotna byssu sína með hægri hendinni.
Svitinn lak af Óiafi, er hann vaknaði snögglega. Það leið
drjúg stund, áður en Júdit varð aftur Júdit, en ekki svart-
brúnn björn. Hann örglaði út að hlöðuglugganum og hugði
að göngu sólarinnar. Það var kominn tími til þess að hann
skriði úr bólinu hjá Júdit og flytti sig niður í hlöðuna við
vatnið, þar sem hann átti að sofa. Innan skamms færi að
rjúka úr reykháfnum, og þá leið ekki á löngu, áður en ein-
hver færi að svipast um við húshornið.
Jónas Pétursson stóð við hlöðugaflinn, er Ólafur snaraði
sér út. Ólafur reyndi ekki að forða sér, en niðurlútur var
hann, þegar faðir hans hvessti á hann augunum undan
loðnum augnabrúnunum.
— Þú liggur hjá heitkonu bróður þíns!
Það hvomsaði í Ólafi. ‘ '
— Júdit er ekki kona Árna! sagði hann í bræði.
Gamli maðurinn sleppti ekki augunum af honum.
— Hvenær féll hún með þér?
Ólafur kingdi munnvatni sínu, en svo var eins og andlit
hans stirðnaði.
— Þegar Árni fór I Bjarkardal, svaraði hann lágt.
Föður hans líkaði ekki svarið. Árni hafði oft farið í Bjark-
ardal, áður en Júdit kom í Akkafjall. Árni hafði sent menn
erinda sinna til foreldra Júditar, og fætur manns voru þó
ekki bundnar við heimilið, áður en festarmeyjan kom.
— Ingibjörg.... tuldraði Ólafur.
— Þú ættir að vita, að Ingibjörg átti mann hjá sér. Hefði
Árni getað fengið hana hingað, myndi hugur hans aldrei
hafa hneigzt að Júdit.
Ólafur leitaði að röksemdum. Hann vissi, að Árni hafði
ekki hagað sér sem vera bar við festarmey sína. En hann
átti erfitt með að koma orðum að því. Gamli maðurinn gaf
honum heldur engin grið.
— Og hvað eigum við að segja, þegar Árni kemur heim?
Hann á þess von, að Júdit fylgi honum upp að altarinu I
Lappakapellunni.
— Það gerir hún ekki.
— Hvenær var það ákveðið?
Ólafur reyndi að forðast augnaráð föður síns. Það var
eins og snara herptist um hálsinn á honum, og hann vissi
ekki, hvernig hann átti að losna úr þeirri hengingaról.
— Það er langt síðan! hrópaði hann.
— Þrír dagar eru ekki langur tími, sagði faðir hans þung-
búinn. Kvöldið áður en þið Árni fóruð að elta björninn var
ekki á annað minnzt en Árni og Júdit ættu að búa í nýja
húsinu.
Æðarnar á enni Ólafs þrútnuðu, en hann bar slíka lotn-