Tíminn - 18.08.1951, Page 3

Tíminn - 18.08.1951, Page 3
185. blað. TÍMIN. laugardaginn 18. ágúst 1951. 3. Svik við þjóðfélagið Meistaramót Síðasta áratuginn hefir landbúnaðurinn verið horn- reka í hinu íslenzka þjóðfé- lagi. Til hans hafa aðeins fall- ið molar af veizluborði stríðs- gróðans. Þegar stjórn Ólafs og Brynjólfs tók að sér að breyta sköpunarverkinu, var áætlun við framkvæmdina 300 milljónir. Af þeirri upp- hæð átti Vfe að fara til land- búnaðarins, en efndirnar urðu þær, að stór hluti af þeirri upphæð kom aldrei til skila. Þannig voru þakkirnar til þessa aðalatvinnuvegar, sem hafði fætt og klætt þjóðina í þúsund ár. Auk stríðsgróð- ans voru gjaldeyristekjur þessara ára óhemjumiklar fyrir hagstætt afurðaverð. — Með heiðarlegri og skynsam- legri fjármálastjórn höfðu valdhafarnir sérstakt tæki- færi til að gera stór átök og skapa jafnvægi í þjóðfélag- inu. Hefði heimingi þess fjár- magns verið varið í stórfelld- ar ræktunarframkvæmdir, jarðvinnsluvélar, til bygginga í sveitum og rafvirkjana væri öðruvísi um að litast í sveit- um landsins en raun ber vitni um. En fjármagnið fór aðra leiö ,heil bæjarhverfi á stærð við Akureyri voru bvggð í skyndi í Reykjavík, stórbygg- ingar og kanslarahallir. Þess- ar óhemju byggingafram- kvæmdir kostuðu þjóðina marga tugi milljóna og auk þess drógu þær að sér vinnu- afl úr öllum landshlutum. svo sures staðar lá við landauðn. Þetta var þó ekki nema part- ur af sköpuihnni. 100 bátar voru ýmist smíðaðir eða keypt ir í hasti, fcíórkostlegar síid- arverksmiðjur, byggðar fyrir milljóna^ugi ,sem flestar eru nú þögul í.iinnisreerki um þá miklu „i ýsl'.öpun.“ Tcgaraflcti var keyptur með ríkislánum og rikisáuyrgð. — Þeir slðustu 10 kcstuðu um 90 millj. Af þeirri upphæð eru 90% nkislán e.g aoyrgð og flestir teija það vonarpen- ing fyrir ríkissj óðinn, þó ekki sé meira sagt. — í Reykjavík eru þúsundir af bifreiðum um allar götur og torg, á einu góðviðriskvöldi voru við í- þróttavöllinn meðan knatt- spyrna fór þar fram, taldar 600 bifreiðar. Það skal engan furða, þó litið væri eftir handa elzta og tryggasta atvinnuveginum, landbúnaðinum, enda reynd- ist það svo. Þegar bændur voru að sækja um leyfi fyrir dráttarvélar til jarðvinnslu og heyvinnu, var það eins og úr tangarkjafti togað. Þá var alltaf borið við gjaldeyris- skorti og ekki nema smábrot af þeim, sem sóttu, fengu þessi nauðsynlegu hjálpar- tæki. Það má heita, að lánsstofn- anirnar hafi verið lokaðar fyrir landbúnaðinum. Lána- deildir Búnaðarbankans hafa verið nær félausar um lang- an tíma á sama tima og ríkir menn í Reykjavík byggja yf- ir sig fyrir hálfa og heila milljón, er bændum ætlaðar kr. 45 þús. til að byggja upp á jörðum sinum og nú sem stendur er þessi upphæð ekki til. Á sama tíma og ríkið réttir 80 milljónir í 10 togara, er verið að bollaleggja að útvega nú landbúnaðinum 15 millj. að láni! Ef 15 milljónum verður skipt á milli 6000 bænda fær hver þeirra kr. 2500! Þessi að- stoð til bændastéttarinnar er þá álíka mikil og hinn aldni Hæringur kostar, sem liggur hér í höfninni. — Sjálfstæð- ismenn geta verið stoltir af stuðningi sínum við landbún- aðinn síðasta áratuginn! Og það getur Valtýr Stefánsson hugleitt næst, þegar hann lit ast um af brún Vaðlaheiðar, að framkvæmdir í Eyjafirði eru ekki verk stjórnmála- manna íhaldsins, heldur handaverk dugmikils bænda- fólks. Abc. Áætlunarferðir frá Kaupfélagi Árnesinga Stokkseyri Eyrarbakki Selfoss Hveragerði Alla daga sumar og vetur Reykjavík Frá Stokkseyri kl. 9,30 f.h. — Fyrarbakka — 10,00 — — Selfossi — 10,30 — og kl. 4,00 e.h. — Hveragerði — 11,00 — og —. 4,30 e.h. Frá Reykjavík tvisvar á dag kl. 9. f.h. og 6,30 e.h. Kvöidíerðir frá Stokkseyri alla sunnudaga kl 9 e.h. yfir sumartímann. Fljótar ferðir. — Traustir og góðir bílar. Afgreiðsla í Reykjavik hjá Frímanni, Hafnarhúsinu. Afgreiðsla austan fjalls í útibúum vorum og á Selfossi í Ferðaskrifstofu K. Á. Kaupfélag Árnesinga K::::;:::::«:::::::::an:::::::::n:::::::a::::n::::a:::::::::::: Suðnrnesja Meistaramót Suðurnesja fór fram dagana 7., 8. og 9. ágúst. Þrjú félög tóku þátt í mótinu, U.M.F. Keflavík, U. M. F. Garður og Knattspyrnu félag Keflavíkur. Kalsaveður var fyrstu tvo keppnisdagana og háði það að sjálfsögðu keppendum tals vert. Úrslit í einstökum grein- um urðu sem hér segir: 200 m. hlaup. 1. Böðvar Pálsson, K. 23,3 2. Jóhann Bended. K. 23,6 3. Einar Ingimundass. K 23,8 4. Björn Jóhannss. K. 23,9 Kúluvarp. 1. Þorvarður Arinbj.s. K 12,30 2. Gunnar Sveinbj.s. G. 12,16 3. Kristj. Péturss. K.F.K 11,00 4. Ingvi B. Jakobss. K. 10,80 Kringlukast. 1. Einar Þorsteinsson K 38,15 2. Kristj. Péturss. K.F.K. 36,70, 3. Ingvi B. Jakobss. K 36,01 4. Þorvarður Arinbj.son K. 800 m. hlaup. 1. Hörður Guðm.son K 2:10,5 2. Þórh. Guðjónsson K 2:16,4 3. Björn Jóhannss. K 2:22,4 4. Ólafur Jónsson, K. 2:29,3 5. Guðf. Sigurv.son, K. 2:29,4 100 m. hlaup. 1. Böðvar Pálsson, K. 11.5 2. Hólmgeir Guðm.son K. 11,9 3. Þorbergur Friðr.son K 12,0 4. Einar Ingimundars. K 12,1 Spjótkast. 1. Ingvi B. Jakobsson, 49,10 2. Hólmgeir Guðm.son K 46,35 3. Þorv. Arinbj.son, K 43,02 4. Friðjón Þorleifss. K 41,41 Hástökk. 1. Jóh'. R. Bened.son, K 1,70 2. Ingvi B. Jakobss., K 1,55 3. Hólmgeir Guðm.son K 1,50 4. Einar Ingimundars. K 1,50 1500 m. hlaup. 1. Hörður Guðm.son, K 4:33,9 2. Þórh. Guðj.son, K 4:33,9 3. Guðf. Sigurvinss. K 5:08,1 400 m. hlaup. 1. Böðvar Pálsson, K 55,2 2. Hörður Guðm.son, K 55,9 3. Þórh. Guðjónss. K 57,4 4. Björn Jóhannss., K 61,2 Langstökk. 1. Friðjón Þorleifss., K 5,70 2. Björn Jóhannss., K 5,54 | 3. Einar Ingimundars. K 5,32 !4. Þorbergur Friðrikss. K 5,28 Þrístökk. 1. Einar Ingim.son, K 11,62 12. Björn Jóhannss., K 11,59 3. Þorbergur Friðr.s., K 11,03 Sleggjukast. 1. Þorvarður Arinbj.s. K 35,51 12. Sigurður Brynjólfss. K 34,23 3. Einar Ingim.son, K 31,82 4. Þorbergur Friðr.son.K 26,90 1000 m. boðhlaup. 1. B-sveit U.M.F.K. 2:18,6 m. 2. C-sveit U.M.F.K. 2:30,3 m. 4x100 m. boðhlaup. 1. A-sveit U.M.F.K. 47,2 sek. 2. B-sveit U.M.F.K. 49,2 sek. 3. Sveit eldri manna úr Kefla vík, 64,1 sek. Böðvar Pálsson frá U.M.F. Keflavík hlaut flest einstakl- ingsstig, samtals 15 stig. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Það má með sanni segja, að árangur keppenda sé ágæt- ur, þrátt fyrir kalsaveður. Kauptúnið á bökkum Blöndu Margir, sem leið eiga um Blönduós, láta i ljósi það álit sitt, að þar sé sviplítið og ólif vænlegt. Koma þeir auga á fátt eitt af því, sem staðnum má verða til framdráttar. Veldur þessu að sjálfsögðu það, að fólk, sem er á hraðri ferð, hefir hvorki tíma né tækifæri til að kynnast staðn um og íbúum hans. Það er að vísu satt, að út- sýni er ekki mikið á Blöndu- ósi, þar sem hann er um- luktur allháum brekkum á þrjá vegu, sem byrgja fyrir allt útsýni inn til héraðsins, en í norðvestri rísa Stranda- fjöllin í fjarska og í norð- austri Skagastrandarfjöllin með drottningu sína, Spákonu fellsborg, stílhreina og tign- arlega. Sjálft er Blönduóss- kauptún vinalegt og tölu- verðan tignarsvip setur Blanda á umhverfi sitt, ekki sízt þegar berserksgangur er á henni. Vöxtur byggðarinnar. Það er ekki fyrr en eftir 1875, að Blönduós hefir feng- ið löggildingu sem verzlunar- staður, að byggð fer að rísa þar upp. 1876 er það aðeins einn maður, sem á þar lög- staðnum og bera auk þess drjúgan hluta af opinberum gjöldum þar. _ í kauptúninu eru starfandi tvö trésmíðaverkstæði, eitt verkstæði, er stundar jöfnum höndum tré- og járnsmíði, vélsmiðja, rörsteypa, sauma- stofa og brauðgerðarhús. Fyrir nokkrum árum var skipavinna allmikil atvinnu bót fyrir Blönduósinga, en nú hefír sú vinna að mestu leyti flutzt til Höfðakaupstaðar, síð an hafnarskilyrði bötnuðu þar. Nokkuð hefir verið unn ið að lengingu bryggjunnar á Blönduósi, en langt mun það eiga í land, að þar komi sæmileg höfn. Á Blönduósi, eins og svo víða annars stað ar, skortir mjög á, að vinna sé nægjanleg fyrir verkamenn yfir vetrarmánuð ina, en margir reyna að bæta sér það upp með þvi að hafa fáeinar skepnur, heyja handa þeim í tómstundum að sumr inu og stytta sér svo stundir að vetrinum við hirðingu á þeim, drýgja margir þeirra tekjur sínar all verulega á þennan hátt. Héraffshælið fyrirhugaða. Hótel Blönduós er rekið af Blönduós að vetrarlagi, séð vestan af brekkunni austur yfir. kauptúnið beggja megin árinnar. (Ljósm.: Björn Bergmann) heimili, en úr þvi fer að smá fjölga þar, jafnhliða því, sem verzlunin færist í auk- ana. Nú eru íbúar þar um 460. Blönduós er byggður úr löndum jarðanna Hjalta- bakka og Ennis. Sérstakt hreppsfélag verður hann ekki fyrr en 1914, að sá hluti hans er liggur sunnan Blöndu og byggður er úr Hjaltabakka- landi, var skilinn frá Torfa- lækjarhreppi. En sameinað í eitt hreppsfélag var kauptún ið 1936. Skömmu fyrir aldamótin var kirkja reist á Blönduósi, en Hjaltabakki þá um leið lagður niður sem kirkjustað- ur. Blönduósingar búsettir norðan Blöndu áttu þó eftir sem áður kirkjusókn að Höskuldsstöðum og eiga enn. En um næstu áramót munu þeir sameinast söfnuði Blönduósskirkju. r Verzlun og iðnaður meginstoðirnar. Verzlun og iðnaður eru veigamiklir þættir í atvinnu- lífi Blönduósinga. Verzlanir eru þar átta talsins, svo hin frjálsa samkeppni fær notið sín þar, svo sem vera á. Sam- vinnufélögin: Kaupfélagið, Sláturfélagið og Mjólkurstöð- in nýja eru mikil lyftistöng fyrir kauptúnið. Eru þau stærstu vinnuveitendurnir á miklum dugnaði og myndar- skap. Lseknissetur og sjúkra- hús sýslunnar er á Blönduósi. Sjúkrahúsið er orðið ófulL- nægjandi, enda er það eitfc aðal áhugamál Húnvetninga að koma sem fyrst upp hinic fyrirhugaða héraðshæli.' Er unnið af miklum dugnaði og fórnfýsi af ýmsum félögum og félagasamböndum í hérað- inu að fjáröflun í því skyni, og héraðslæknirinn, Páll V. Kolka, gaf í hælissjóðinn sem kunnugt er allan ágóða, seni verða kann af útgáfu bókar- innar Föðurtún, sem út kom. eftir hann á s. 1. vetri og seldist mjög vel. _.j Kvennaskóli í hálfa öld. Kvennaskóli Húnvetninga hefir i hálfa öld sett svip sinn á Blönduós. í byrjun október næsta haust eru fimmtíu ár liðin frá því hann var settur þar í fyrsta sinn, en þá um haustið var lokið við bygg- ingu skólahússins. Það hús brann í febrpar 1911, en árið eftir var núverandi skólahús reist á sama stað. í hálfa öld hefir kvenna- skólinn á Blönduósi veitt ung um stúlkum úr Húnavatns- sýslu og viðs vegar að af land inu haldgóða menntun til munns og handa, og ótaldar eru þær ungu utanhéraðs stúlkurnar, sem að loknu (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.