Tíminn - 19.08.1951, Qupperneq 5
186. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 19. ágúst 1951.
Sunnud. 19. ágúst
Hver leyfði útsvara-
hækkun 1948 ?
Þjóðvlljinn og Alþýðublað-
ið reka upp óp mikil í gær
vegna þess, að Steingrímur
Steinþórsson félagsmálaráð-
herra hefir talið, að ekki yrði
hjá því komizt að veita bæjar
stjórn Reykjavíkur heimild til
að framkvæma aukaniðurjöfn
unina, sem meirihluti hennar
hafði samþykkt. En málflutn-
ingur blaðanna er raunar ekk
ert annað en veinið. Þau
hrópa upp um það, að ekki
geti farið saman andstaða
fulltrúa Framsóknarflokksins
í bæjarstjórn og Tímans gegn
álagningu aukaútsvaranna og
gagnrýni þeirra á óstjórn bæj
arins annars vegar, og heim-
ild félagsmálaráðherra til að
leggja á útsvörin hins vegar.
Þetta mál hefir verið þraut-
rætt hér í blaðinu og skýrt
með ljósum rökum, en að því
skal nú vikið enn, þótt blöð
þau, sem þessu hafa haldið
fram, hafi enga tilraun gert
til að hnekkja rökum, heldur
haft í frammi hróp ein.
Reykjavíkurbær hefir oft
áður, eins og margir aðrir bæ-
ir á landinu sótt um að hækka
útsvörin meira en 20%, en til
þess þarf leyfi ráðherra. Á
slíkri hækkun og aukaniður-
jofnun er vitanlega enginn
eðlismunur heldur aðeins að-
íeröamunur, og er fyrri að-
ferðin ólíkt viðkunnanlegri.
Hækkun aðalútsvara við aðal-
niðurjöfnun, og aukaútsvar
lágt á síðar er þvi sami hlutur
inn gerður með tvennum
liætti.
í tllkynningu félagsmála-
ráðherra í gær segir, að
Reykjavík hafi síðast sótt um
leyfi til hækkunar útsvara
meira en 20% frá fyrra ári ár-
ið 1948 og þá fengið leyfi fé-
lagsmálaráðherra, enda hafa
slík leyfi ætíð verið veitt af
öllum ráðherrum allra flokka,
hvaða bæjarfélag sem í hlut
átti, þegar meirihluti bæjar-
stjórnar hefir samþykkt það.
Hvcr var nú félagsmála-
ráðherra ári'ð 1948 og veitti
íhaldinu í Reykjavík þessa
ósvinnu? Það er ekki úr
vcgi að spyrja Alþýðublað-
ið að því, því að það var
enginn annar en Stefán
Jóhann Stefánsson, formað
ur Alþýðuflokksins. Full-
trúar Alþýðuflokksins í
bæjarstjórn börðust þá hat
Tammlega gegn slíkri hækk
un útsvaranna, gegn því að
slíkar drápskl.vfjar væru
lagðar á Reykvíkinga og
gagnrýndu óstjórnina al-
veg eins og nú, og alveg
eins og Framsóknarmenn
og aðrir minníhlutaflokkar
i bæjarstjórninni gerðu þá
og hafa gert. En þá hróp-
aði Alþýðublaðið ekki upp
um það, að félagsmálaráð-
herra bæri að stöðva hækk-
unina, og hafði hann þó al-
veg sama vald til þess og
félagsmálaráðherra nú. —
Framsóknarmenn kröfðust
þess ekki heldur og ekki
einu sinní Þjóðviljinn eða
kommúnistar. Og Stefán
Jóhann Stefánsson leyfði
liækkunina, eins og ihald-
ERLENT YFIRLIT:
Maðurinn, sem dæmdi
ungversku biskupana
Nýlega var Joseph Grösz, erki
biskup í Ungverjalandi dæmdur
í tíu ára fangelsi. Hann hafði
verið formaður biskuparáðs
kaþólsku kirkjunnar í Ungverja
landi síðan Mindszenti kardí-
náli var dæmdur í fangelsi. —
Dómurinn yfir Grösz var kveð-
inn upp í sama réttarsalnum
og dómur Mindszentis, og Grösz
var borinn sömu sökum og
kardínálinn. Dómarinn var í
bæði skiptin Vilmos Olti, fyrr-
verandi nazisti, sem ég þekki
vel. Það kom engum á óvart að
finna Olti aftur í dómarasessi
í máli Grösz. Það tekur því varla
að geta um aðra „alþýðudóm-
ara“ j Ungverjalandi, þeir gera
ekki annað en kveða upp dóma í
samræmi við skipanir Oltis.
Fæstir þeirra eru lögfræðingar
að ménntun, og margir eru ekki
einu sinni kommúnistar. Þeir
eru yfirleitt litilmenni, sem láta
vel að stjórn. í raun réttri er
ekki lengur um neitt réttarfar
að ræða í Ungverjalandi, og
ekki er lengur hægt að líta á
mál þau, er fyrir rétt koma, frá
lögfræðilgu sjónarmiði. En Vil-
mos Ölti er „alþýðudómari" af
öðru sauðahúsi.
Til þss að geta gert sér ljósa
hugmynd um manninn, sem
dæmdi Grösz erkibiskup, verð-
ur að hverfa 2Yz ár aftur í
tímann, en þá var Olti notaður
til þess að kveða upp dóminn
yfir Mindszenti kardínála.
Viku eftir að Mindszenti
kardínáli hafði verið handtek-
inn, eða 3. janúar 1949, fór dr.
Joseph Groh, lögfræðilegur ráðu
nautur kardínálans þess á leit
við mig að ég tæki að mér að
verja mál hans. Eg svaraði því
að ég liti svo á að engum ung-
verskum lögfræðingi gæti hlotn
azt meiri heiður, en fá að verja
mál kardínálans. Ég spurði því
næst hvort ekki myndi hyggi-
legra að velja annan en mig,
þar sem ég væri Lútherstrúar.
Dr. Groh sagði, að það kæmi
sér einmitt vel, þar eð hann væri
sjálfur kaþólskur og við kæmum
til með að vinna saman að
málinu. Hann æskti þess að ég
tæki málið að mestu í mínar
hendur, þar eða hann, sem var
10 árum eldri en ég, væri orð-
inn mjög heilsuveill. Hann bað
mig þegar hef ja undirbúning, en
kvaðst sjálfur mundi snúa sér
til dr. Martin Bodonyi, hins
opinbera ákærenda, til þess að
fá leyfi hans til að tala við á-
kærða, eins og heimilað er í
ungverskum lögum. Dr. Bodonyi
tók honum vel og sagði, að
hann myndi fá- að ræða við
ákærða ‘ þegar er ákæruvaldið
hefði fengið mál hans formlega
í hendur frá leynilögreglu ríkis
ins, AVO. — Það var hins vegar
vitað mál, að verjandi fékk aldr
ei að tala við ákærða af ieyni-
lögreglan hafði haft með málið.
að gera, þrátt fyrir lagafyrir-
mæli þar á lútandi. Dr. Groh var
hins vegar vongóður vegna þess :
hve Bodonyi hafði tekið hon-1
um vel, og hélt áfram að ítreka I
beiðni sina daglega.
Svo var það einn góðan veður
dag, að viðmót dr. Bodonyi ger-
breyttist og hann spurði Groh:
„Hvers vegna sóið þér tíma yðar
í allar þessar fyrirspurnir? Þér
hljótið að vita að kardinálirtn
hefir sjálfur valið Koloman
Kiszko sem verjanda sinn“.
Dr. Kiszko hefir aldrei verið
sérfræðingur í refsirétti. Hann
var hins vegar rétttrúaður kom
múnistl og hann hafði verið
yfirdómari í Búdapest er „al-
ræði öreiganna" var í fyrsta
sinn komið á fót í Ungverja-
landi 1919. — Síðan hafði hann
starfað sem málafærzlumaður
og haft sig lítt í frammi og
Mindszenti kardínáli hafði ekki
hugmynd um að hann væri til
eins og að líkum lætur. Áður en
tilkynnt var opinberlega að
Kiszko hefði verið skipaður verj
andi, hafði það kvisast meðal
lögfræðinga í Búdapest, að í
ráði væri að skipa sem verjanda
mann, „sem hægt væri að
treysta“, þannig að hægt myndi
að setja nafn hans vafninga-
laust á skjalið, sem kardinálinn
hafði þegar verið neyddur til
að undirrita, þess efnis, að hann
æskti eftir Kiszko sem verjanda.
Nokkrum dögum seinna var
dr. Groh vísað úr félagi lög-
fræðinga í Búdapest og sviptur
leyfi til þess að starfa þar sem
lögfræðingur. Ég varði mál dr.
Groh og hélt því fram, að hon-
um hefði verið vísað úr félag-
inu á alröngum forsendum.
Fréttin um brottrekstur hans
var blrt opinberlega nokkrum
dögum áður en réttarhöldin í
Ináli Mindszentis hófust.
Á tímabilinu frá 28. janúar til
3. febrúar var ákærði, Minds-
zenti kardínáli, leiddur fyrir for
seta aiþýðudómstólsins, dr. Vil-
mos Olti. Veikri röddu bað |
kardínálinn dr. Olti leyfis að
mega ræða við verjanda. Dr.
Olti svaraði kuldalega. „Þér haf
ið þegar óskað eftir verjenda í
máli yðar“, og gaf fyrirskipan
ir um að kardínálinn skyldi
fluttur brott. — Svipað atvik
kom fyrir við sjálf réttarhöldín,-
Er dr. Kiszko hafði lokið við að
flytja varnarræðu sína, er var
eins og bergmál af ræðu ákær-
anda, bráði svo af kardínálan-
vm andartak, að hann gat p.eng
inu í Reykjavík hafði verið
leyft oft áður, og mörgum
öðrum bæjarfélögum á
landinu. Og þá talaði
hvorki Þjóðviljinn og Al-
þýðublaðið um misræmi í
afstöðu bæjarfulltrúa Al-
þýðuflokksins annars veg-
ar og félagsmálaráðherra
sama flokks hins vegar.
Nei, sú krafa, að félagsmála
ráðherra eigi að stöðva út-
svarshækkun, sem samþykkt
hefir verið í bæjarstjórn, hef-
ir aldrei verið sett fram fyrr,
enda er ekki til þess ætlazt,
að félagsmálaráðherra svipti
þannig bæjarstjórnarmeiri-
hluta fjárráðum, nema það
fylgi að taka verði viðkomandi
bæjarfélag undir ríkiseftirlit.
Óstjórn Reykjavíkur er eng
in ný bóla, og sú hækkun,
sem félagsmálaráðherra Al-
þýðuflokksins leyfði 1948 var
yfir 20% miðað við útsvör
næsta árs á undan, en hækk-
unin sem verður með auka-
útsvörunum í Reykjavík í ár (
miðað við útsvörin í fyrra er
þó ekki nema 19%.
Af þessum rökum er aug-
ljóst, að hin heimskulega
krafa Þjóðviljans og Alþýðu-
blaðsins um synjun félags-
málaráðherra, er algerlega
fallin um sjálfa sig og orðin
að veini einu, eins og bezt sést
á blöðunum i gær. Krafan er
byggð á pólitískum óheilind-
um og falsrökum.
Á þeim tima, sem kommún-
istar báru ábyrgð á ríkisstjórn
var slik útsvarshækkun þrá-
faldlega leyfð án andmælá
kommúnista, og ferst þeim
því ekki um að tala nú.
Stefán Jóhann Stefánsson
krafðist ekki einu sinni sparn
aðar eða athugunar á rekstri
Reykjavíkur, þegar hann
ieyfði hækkunina 1948. Það er
þvi augljóst, að Steingrímur
Steinþórsson félagsmálaráð-
herra hefir tekið fastar á þess
MINDSZENTI KARDINALI
ið fyrir dómarasætið og sagt
titrandi röddu. „Yðar hágöfgi,1
ég óska eftir öðrum verjanda". •
Dómarinn benti réttarþjónun- j
um óþolinmóður að leiða kardí- j
nálann aftur til sætis. Þetta j
stutta samtai heyrðu fáir, þar^
eð hátalararnir höfðu verið tekn
ir úr sambandi.
Um það bil einni viku áður
en kveða skyldi upp dóminn í
máli Mindszentis frétti ég frá
áreiðanlegum heimildum, að dr.
Olti heimsækti Mindszenti dag-
lega í fangelsið og dveldist hjá
honum í tvær klukkustundir frá
kl. 11 til kl. 13 dag hvern. Fyrst
í stað trúði ég þessu ekki, því
að hér var um algert brot á ung
verskum lögum að ræða. En síð
an kom ég tvívegis í skrifstofu
Oltis um kl. 11 í bæði skiptin,
og var hann þá mjög vant við
látinn, að sögn einkaritara
hans. Ég heimsótti skrifstofu
hans í því skyni að fá levfi til
þess að vera viðstaddur réttar-
höldin yfir Mindszenti. Mér var
synjað um það, og varð því að
láta mér nægja að hlýða á
þau í útvarpinu .
Ég var áður kunnugur starfs
aðferðum dr. Oltis í réttarsaln-
um. — 1948 var ég verjandi í
máli Julius Kelemen, innanríkis
ráðherra og leiðtoga hægri-
sósíalista og sama ár var ég og
verjandi í máli Francis de Kiss,
en hann var fyrstur af hinum
svonefndu „brezku njósnurum".
Réttarhöldin í máli þessara
tveggja manna stóðu samtals í
80 daga frá þvi snemma á
morgnana og langt fram á
kvöld, svo að mér gafst gott
færi á að kynnast starfsaðferð
um dómarans.
Ég hlýt að viðurkenna að dr.
Olti er óvenju góðum gáfum
gæddur. Hann var alræmdur
nazisti, ritari hins illræmda
þýzk-ungverska sambands, og
bar m. a. ábyrgð á eyðileggingu
verksmiðju í eigu Gyðinga 1943.
(Framhald á 7. síðu)
um málum en nokkur annar
félagsmálaráðherra hefir áð-
ur gert, þegar slíkir útsvars-
viðaukar hafa verið gerðir.
Hann ákveður að athugun, er
vinni að sparnaði og hóflegri
fjármeðferð Reykjavíkur og
annarra bæjarfélaga skuli
fara fram. Þar er tekið á mál-
um sem vera ber, og mættu
félagsmálaráðherrar Alþýðu-
flokksins og annarra flokka
fyrr hafa sýnt slíkan skör-
ungsskap.
Öll rök hníga að þvi einu,
að það sé ekki félagsmálaráð-
herra sem taka átti fjárráðin
af ihaldsstjórninni í Reykja-
vik, heldur kjósendur sjálfir.
Það á að kalla hana til ábyrgð
ar fyrir þeim dómi, og með
þunga þeirrar ábyrgðar á
herðum verður hún að koma
fram, en félagsmálaráðherra
átti ekki að létta ábyrgðinni
af herðum hennar með því að
taka af henni fjárráðin, eins
og málum var nú háttað.
Smáíbúðir
Borgarstjórinn í Reykjavík
lét Mbl. birta viðtal við sig
1. þ. m. Dregist hefir að geta
þ?ssa viðtals, en skal nú gert
að nokkru.
Þrjár meginástæður eru til
máls borgarst jórans: vörn
fyrir afnámi húsaleigulag-
anna, lof um Bústaðavegshús-
in og veigamikil lausn hús-
næðisvandamálsins með bygg
ingu smáíbúða.
Vörn borgarstjórans fyrir
afnámi húsaleigulaganna er
eðlileg þegar löggjafinn
breytti þeim í heimildarlög
til handa kaupstöðunum,
munu allir kaupstaðirnir aðr
ir en Reykjavík hafa frarn-
lengt uppsagnarákvæði þeirra
Húsaleigulögin voru neyðar-
ráðstöfun á takmörkum eign-
arréttarins, en þrátt fyrir á-
berandi galla, þó viðurhluta-
mikið að afnema þau nema í
áföngum. Mátti hugsa sér að
hækka leiguna og t. d. að 3
óvilhallir menn hefðu íhlut-
un um hvort leigjandi skyldi
rýma húsnæðið og hvenær.
En borgarstjórinn og ráða-
menn hans í bæjarstjórninni
vildu engar takmarkanir. —
Hins vegar gekkst fulltrúi
hans í, að greiða fyrir, að fólk
yrði ekki rckið út á götuna.
Og í versta tilfelli, að geyma
búslóð þess undir lás og loku,
ef fjölskyldan þurfti að tvístr
ast. —
Telja kunnugir, að þetta
starf hafi verið rækt af alúð,
en þó hafi mjög reynt á þol-
gæði fólksins og undirvitund
fullírúans, að vita margar í-
búðir I bænum standa hálf-
fullar af augnayndi, en tóma
af fólki. En mennirnir sætta
sig við margt og borgarstjór-
inn segir aðcins tvo útburði
hafa átt sér stað í ríki sínu
vorið 1951.
★
Annar meginþátturinn í
viðtali borgarstjórans eru
Bústaðavegshúsin. Menn eru
orðnir þreyttir á lofinu um
þau. Menn eru þegar farnir
að sjá, að útþennsla bæjar-
ins er dýrt gaman og að þarf-
leysa var að fara með þessar
byggingar inn á Bústaðavegs-
háls. Menn eiga eftir að sjá
betur og skilja, að þetta var
og er barnaskapur. Þessi
stefna á drjúgan þátt í hækk
un útsvaranna, sem nú eru
ráðin. Hefir áður verið bent
á þetta hér í blaðinu, og að
afleiðingarnar gætu eigi orð-
ið aðrar. Nú fá menn stað-
festingu á þessu í hækkuð-
um útsvörum. En það er að-
eins byrjunin.
★
Þriðji og veigamesti þátt-
urinn í viðtali borgarstjórans
er um smáíbúðir. Nú er þýð-
ingarmest, að bygging smáí-
búða sé gefin frjáls, stendur
feitletrað í fyrirsögn. En
þetta er svo mikil rökvilla, að
ef það væri ekki haft eftir
borgarstjóra, héldu menn, að
um blekkingar væri að ræða.
Hið sanna er, að meira er veitt
af leyfum til bygginga, en
möguleikar eru á að fram-
kvæma. Sjálf Bústaðavegs-
húsin eru þar óræk sönnun.
Þau standa mörg hálf — og
ósteypt. Veldur því efnisleysi
og aðrir bæta við, getuleysi
bæjarfélagsins. Meira en
mánuð í sumar, var ekkert
steypt þar af þessum orsök-
um. Svo tala ábyrgir menn
um að leyfisveitingar séu
bjargráð!
Borgarstjórinn telur að far
ið hafi fram mikill og vand-
(Framhald á 6. síðu)