Tíminn - 22.08.1951, Blaðsíða 4
4.
TÍMTNN. miðvikudaginn 22. ágúst 1951.
188. blaff.
I
inni landnámsins
< Framhald)
Þeir af íslenzkum innflytj-
endum sem efni höfðu ög sett
ust að í Argyle tóku skessu-
skrefum í iandbúnaði. Hefif
sennilega búskapur islenzkra
frumbýlinga hvergi komizt á
hærra stig en þar. Hið merki-
legasta var að þeir báru af
hérlendum í kornrækt, heimil
isprýði og allri risnu. En Nýja
ísland hafði sérstöðu í til-
verunni.tók á móti öreigunum
og skaut yfir þá slcjólshúsi.
Fólkið sem fyrir var framdi
líknarverk á þeim mörgum.
Til dæmis gáfu foreldrar Gisla
Einarssonar, friðdómara, ný-
komnum innflytjendum
mjólkurkýr nokkrar, matvæli
og hænsni og þótti, sem nærri
má geta stórhöfðinglega af
sér vikið. Sumir landnáms-
manna höfðu í húsnæði tvær
og þjár fjölskyldur í senn og
mrðluðu þeim af því litla sem
þeir áttu sjálfir.
Því hefir verið haldið fram,
að nýtt blóð hafi komið með
þessum nýju innflytjendum
og það hafi frelsað Nýja-ís-
iand frá að verða landauðn í
höndum fyrstu landnemanna
og þá hafi nýtt framfaratíma
bil hafizt. Sjálfsagt hafa þeir,
þegar frá leið, gert sinn skerf
til vaxtar og viðgangs byggð-
inni. En daufum bjarma aft-
ureldingar varpar það á það
tímabil, að einn þeirra, sem
komu með seinni' skipunum,
varð fyrir því að þáverandi
sveitarráð tók af honum skatt
skuld með lögtaki. Ég áfelli
ekki manninn; margur hefir
skuldað meiri skatt og haft úr
me’iru að spila. Hann átti eina
konu og eina kú. Sveitarráð-
ið tók kúna. Á hverju áttu
hjónin að lifa fyrst eina kýr-
in var tekin. Sveitarráðið varð
fyrir ámæli almennings fyrir
að taka kúna en ekki kerling-
una. Ef sveitarráðið hefði tek
ið kerlinguna og skilið eftir
kúna, þá hefði karlinn getað
iifað á kúnni, en kerlingin á
sveitarráðinu.
Er það líklegt segi ég, að
framfaraskeiðið.óslitið fram á
þennan dag, hafi hafizt á
þessum raunalega atburði og
átakanlegu yfirsjón þáver-
andi sveitarstjórnarráös?
Stórstígar verklegar fram-
kvæmdir í Nýja-íslandi voru
nokkru á undan athafnalíf-
inu í Argyie en samtíms um-
komuleysinu í Winnipeg.Land
Rspða, spiii Gnítormur J. Guttormsson flutti
á Landnámshátíðinni að Hnausnm 2. jálí sl.
og aðalbækistöð við fljótið síð
an í fyrndinni. Friðjón og Sig
tryggur höfðu það fyrir vöru-
hús. Það var kallað Bóla, því
að meðan bólusóttin gekk var
það notað sem spítali. Sög-
unarmylnu þá stærstu sem
nokkurn tíma hefir verið á
milli vatnanna keyptu þeir
Friðjón og Sigtryggur og
settu niður á Möðruvöllum og
starfræktu í mörg ár. Hafði
fjöldi íslendinga atvinnu við
mylnuna á sumrin, en við
bjálkaúttöku á vetrum. Ertir
að þessi mylna var flutfc burt,
setti Gestur Oddleifsson upp
mylnu á sömu stöðvum og
sagaði af miklum dugnaði.
— Mylna sú varð síðar eign
Kristjóns Finnssonar. Tók
hann upp það nýmæli að láta
hana vinna nótt og dag —
saga sem fiðlari fyrir dansi
dugiegra verkamanna. Auk
þessara ofangreindra sögunar
tækia voru ýms smærri sög-
unartæki í notkun um alla rrý
lenduna.
Bátasmíði hófst þegar á
fyrsta frumbýlingsárinu í
Fljótsbyggð á Mikley og víð-
ar í Nýja-íslandi. Byrjað var
á allstórum bát, kjölurinn
lagður og i\okkur bönd full-
gerð, síðan hætt við allt sam-
an. En búið var að gefa bátn
um nafnið Vindigo eða Vitt-
igo. Ég man aö móðir okkar
Vigfúsar hastaði á okkur ef
okkur varð á að láta báts-
nafnið um muim fara því að
það þýddi á Cree indíánsku
djöfullinn. Man ég eftir að
tvö rif úr Vittigo lágu lengi
ofan jarðar fyrir norðan prent
smiðju Framfara. Hverjir það
voru sem stóðu að þessu báta
smíði og hvers vegna var við
það hætt er nú gleymt. Fyrsta
tvímastraða skipið, sem ég
man eftir hét Bláus og var
eign nokkurra bænda í Fijóts
byggð. Var það í förum um
skeið milli Lundiþorps og
Crossing (Selkirk), Fyrsti bát
ur sem Mikleyingar áttu tví-
mastraðan, hét Borðeyringur,
allstór og mjög vel smíðaöur
af Stefáni Jónssyni, sem þá
bjó á Borðeyri á Mikley, föð-
ur Kjartans skipstjóra. Var
Borðeyringur lengi í förum
milli Mikleyjar og Crossing.
Hann þótti með afbrigðum
nemarnir reistu þau beztu og: stöðugur, lenti eitt sinn í of-
vistlegustu íveruhús sem í
nokkurri íslenzkri nýbyggð
hafa verið. Ár frá ári bættu
þeir þau og byggðú ný og
betri. Vandaðasta og mest og
eitt af þeim veglegustu sem
nokkurn tíma hafa verið reist
í Nýja-íslandi byggðu þeir
Sigtryggur og Friðjón á
Möðruvöllum. Höfðu þeir um
skeið báðir ibúð í því, með
fjölskyldur sínar. Voru íbúðir
þær svo prýðilegar að þær
tóku því langt fram sem í-
stöðulitlir höfðu hugsað sér
um himnaríki. Auk hinna
höfðu þar og íbúð skáldkonan
fræga frú Torfhildur Hólm og
miðaldra fröken, sem síðar
giftist Taylor og hét fullu
nafni meirihátar Sigga.. í
þessu sama húsi höfðu þeir
Sigtryggur og Friðjón verzl-
unarbúð og gerðu feykilega
verzlun við íslendinga, Ind-
iána og enska ferðamenn.
Skammt fyrir norðan þetta
hús, sem var úr timbri, stóð
stórt bjálkahús, reist af Hud-
son Bay félaginu. Hafði það
verið verzlunarhús þess félags
viðri svo miklu að fremra
seglið rak þóftuna, sem mastr
ið var fest við, í gegnum súð-
ina „og datt í sjóinn“. Eftir
Victoríutímabilið, sem síðar
verður sagt frá (því Fljóts-
búar áttu sitt Victoríutímabil,
kennt við Victoríu gufuskip
þeirra Friðjóns og Sigtryggs)
rak Friðsteinn Sigurðsson
verzlun um nokkur ár. Hann
átti stóran og fornlegan York
bát, tvímastraðan og hafði í
siglingum milli Möðruvalla og
Crossing. Formaður á kuggn-
um var Eirikur Eymundsson,
ef til vill sá bezti sjómaður
sem á Winnipegvatn hefir
komið. Sigvaldi Þorvaldsson
var annar sjógarpur samtíða
Eiríki. Hann átti stóran bát
tvímastraðan smíðaðan af
Kristjáni frá Geytáreyjum.
Hann hét Kristján, en síðar
vatni ausinn og nefndur Lára
frá Lundi. Hún var lengi í
förum og flutti meðal annars
póst milli Selkirk og Lundi-
þorps. Fram undan Breiðu-
vík kom stóralda inn fyrir
borðstokkinn svo allt varð
vatnsósa þ.á.m. pósturinn.
Tók stjórnin þá þvert fyrir að
póstur yrði fluttur vatnsveg.
Rann þá upp það tímabil er
Gestur Oddleifsson bar póst-
inn á bakinu — 10 fjórðunga
milli Selkirks og íslendinga
fljóts á ófærum vegi. Strand-
arbræður, svonefndir, áttu
stóran bát tvímastraðan og
héldu lengi uppi siglingum
milli Selkirk og Árnes. Jón
Kafteinn, faðir Snæbjörns
Johnsons, dómsmálaráðherra
átti stóran seglbát og sigldi
hrafnistubyr fram og aftur
milli Gimli og Selkirk (áður
Crossing). Þeir Bergþór og
Einar Þorkelsson áttu stóran
bát tvímastraðan og héldu
uppi siglingum milli Mikieyj
ar og Selkirk. Annars áttu
eyjarskeggar báta stærri og
smærri í tugatali. Hinir
miklu athafnamenn, bræð-
urnir Stefán og Jóhannes Sig
urðssynir ráku verziun að
Bræðrahöfn í Breiðuvík (nú
Hnausar). Voru þeir hinir
fyrstu er byggðu frystihús í
Breiðuvík og víða á fiskistöðv
um norður með Winnipeg-
vatni og hófu þeir rek^tur
fiskiveiða i stórum stíl sem
enginn endi hefir á orðið. Er
talið að Stefán hafí komið því
til leiðar að bryggja var byggð
að Hnausum, enda efndi
hann til hinnar mestu veizlu
sem haldin hefir verið meðal
Vestur-íslendinga fyrr og síð
ar, er bryggjan var vígð og
lét reka sjö þumlunga lang-
an gullnagla 1 bryggjusporð-
inn. Tjölduðu þau Stefán og
frú hans Valgerður um þjóð-
braut þvera og máttu allir,
um 700 manns, hafa það af
vistum er þeir vildu. Þeir
bræður áttu stóran seglbát og
voru sifelt í siglingum um allt
Winnipegvatn. En stærsta
seglskipið á Winnipegvatni og
hið lang rammbyggilegasta,
hafði hinn ötuli kthafnamað-
ur Friðjón Finnsson, ?em þá
rak verzlun og viðarsögun í
Lundiþorpi látið smíða sér og
hafði til timburflutninga frá
Lundi til Selkirk. Hét það Sig-
urrós. Sigurrós flutti líka fólk
og kvikfénað, sögunarmylnur
og saumnálar. í lestinni hafði
hún margan ullarpokann fyr-
ir þá að snúast á til réttrar
trúar, sem steyptust ofan um
lúkugatið. Fargjaldið frá
Lundi til Selkirk fyrir hvern
fullorðinn farþega kostaði 50
sent, og ef nesti hans braut
vegna byrleysis,fékkst nógur
matur ókeypis hjá skipshöfn
inni. Hvergi fékkst meira né
betra fyrir 50 sent en á Sigur-
rósu. Vildi ég að öll veröldin,
sem nú ])jáist af verðbólgu,
tækj sér hana til fyrirmyndar.
Fyrsti skipstjórinn hét Oddur
og var Einarsson, hinn mesti
efnismaður, en dó ungur. Sá
er lengst var skipstjóri á Sig-
urrósu var hinn víðkunni sæ-
garpur Júlíus Sigurðsson.
Fyrstu Galla, sem til Nýja-
íslands komu, flutti Sigurrós
til Gimli, mestmegnis kerling
ar og krakkar, því karlarnir
urðu eftir í Winnipeg að
vinna þau verk, sem landar
töldu sér ekki lengur samboð-
in. Á leiðinni til Gimli skeði
það að skipherranum varð lit
ið ofan í káetuna til kerling-
ana og sér að gólfið er yfir
flotið, hyggur skipið sé tek-
ið að leka. Var að því kominn
(Framhald á 6, síöu)
Karl Finnbogason skrifar um
lífeyri barnakennara:
„Framfærsluvísitalan, hinn 1:
ágúst sl. var 144 stig, miðað við
grunntöluna 100, hinn 1. marz
1950.
Þetta er ægileg hækkun á
svo stuttum tíma,. og óbærileg
að óbreyttum lágtekjum eða
lækkandl. Enda munu flestir
launþegar og lífeyris hafa feng-
ið nokkrar bætur.
Þó er mér kunnugt um hóp
manna, sem enga verðlagsupp-
bót hefir fengið á þessu tíma-
bili. Þetta eru launþegar „Líf-
eyrissjóðs barnakennara" —
menn, sem flestir hafa um ára
tugi lagt lögskyldan hluta launa
sinna í sjóð til framfærslu sér í
elli.
Ég hefi ekki orðið þess var,
að nokkur hafi hreyft hönd né
fót til að rétta hlut þessara
manna, þrátt fyrir alla hags-
munabaráttu annarra laun-
sjálfir hafa þeir þagað — senni
þega á þessu tímabili. — Og
lega í góðri trú á jafnréttis —
og bræðralagshyggju þeirra, er
með völdin fara.
Mér hefir skilizt, að þessir
menn eigi lagalegan rétt til verð
lagsuppbótar, og siöferðilegi
rétturinn virðist tvímælalaus.
Enda var uppbótin greidd, allt
þangað til gengisbreytingin
margnefnda varð að lögum.
Skal ég ekki ræða það frekar
að þesu sinni. En ég vil vekja
athygli á þeim ójafnaði, sem
hér er framinn á þeim, sem
manna sízt megna að bæta sér
tjónið með staríi, og auk þess
eru með lögum sviptir rétti til
að gegna því starfi, sem þeir
hafa helgað beztu ár ævinnar,
þótt þeir væri færir um það.
Vissulega er kominn tími til, að
úr þessu verði bætt að fullu.“
Það er fallegt fordæmi, sem
Féiag ísl. bifreiðaeigenda hefir
gefið. Það hefir verið venja hjá
félagsmönnum á Undanförn-
um árum að bjóða gamla fólk-
inu á Elliheimilinu Grund í
skemmtiför á hverju sumri. Um
síðustu helgi buðu bifreiðaeig-
endur gamla fólkimf í skemmti-
ferð til Þingvalla. Mikill áhugi
var fyrir ferðalaginu á Elli-
heimilinu og um 80 manns tóku
þátt í förinni.
Fyrst var ekið á Þingvelli og
þar var gamla fólkinu boðið til
kaffidrykkju. Ýmsir þekktir
skemmtikraftar voru þarna á
vegum félagsins til að skemmta
gamla fólkinu, m.a. Arndís
Björnsdóttir, Nína Sveinsdótt-
ir og Brynjólfur Jóhannesson
og var þeim mjög vel tekið enda
var það ekki af lakari endan-
um, sem þau báru þar fram.
En svo skemmtilega vildi til
að Karlakórinn Fóstbræður var
einmitt staddur á Þingvöllum
þennan dag og þegar þeir fréttu
af gamla fólkinu komu þeir und
ir eins og sungu nokkur lög við
mikla hrifningu. Söngstjóri
Fóstbræðra er, sem kunnugt er,
Jón Þórarinsson tónskáld.
Ferðalagið heppnaðist í alla
staði mjög vel og var gamla
fólkið í sólskinsskapi og er mjög
‘þakklátt bifreiðaeigendum fyr-
ir hugulsemi þeirra. Formaður
félagsins, Aron Guðbrandsson,
ávarpaði gamla fólkið í kaffi-
boðinu, en forstjóri Elliheimilis
ins þakkaði fyrir hönd þess og
sagði, að þessi för myndi geym
ast í hugum gamla fólksins,
enda hefði ekkert verið sparað
til að gera því förina sem á-
nægjulegasta.
Já, það er sannarlega fallegt
fordæmi, sem Félag ísl. bifreiða
eigenda hefir gefið og vonandi
verða fleiri félög til að feta í
fótspor þess.
Starkaður.
Áætlunarferðir
frá Kaupféiagi Árnesinga
Stokkseyri
Eyrarbakki
Selfoss
Hveragerffi
Alla daga sumar og vetur.
Reykjavík
Frá Stokkseyri
— Fyrarbakka
— Selfossi
— Hveragerði
kl. 9,30 f.h.
— 10,00 —
— 10,30 — og kl. 4,00 e.h.
— 11,00 — og — 4,30 e.h.
Frá Reykjavik tvisvar á dag kl. 9. f.h. og 6,30 e.h.
Kvöldferðir frá Stokkseyri alla sunnudaga kl 9 e.h. yfir
sumartímann.
Fljótar ferðir. — Traustir og góðir bílar.
Afgreiðsla 1 Reykjavlk hjá Frímanni, Hafnarhúsinu.
Afgreiðsla austan fjalls í útibúum vorum og á Selfossi
í Ferðaskrifstofu K. Á.
Kaupfélag Árnesinga
Frestið ekki lengur, að gerasi
áskrifendur TÍMANS