Tíminn - 22.08.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.08.1951, Blaðsíða 6
TTMINN, miðvikudaginn 22. ágúst 1951. 188. blað. nðfcn ALLT FYKIR ASTINA í myndinni leikur Cornel Wilde í fyrsta skipti á mótij konu sinni Patrica Knigth. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÖ Þegar grundirnar gróa (Green Grass of Wyoming) Gullfalleg og skemmtileg ný amerísk æfintýramynd í eðli legum litum. Aðalhlutverk: Peggy Cummins Charles Cobum Lloyd Nolan Robert Arthur og einn frægasti visnasöngv ari Ameríku: Burl Ives. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARB HAFNARFIRÐI 1 hclgreipum hjátriiarinnar (Woman who came back) Mjög spennandi og dularfull ný amerísk kvikmynd. John Loder Nency Kelly Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Munið að greiða blaðgjaldið Bergor Jóosson Máluflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Siml 5833. Heima: Vitastig 14. drnuAjiuujjoéUtAjtaA. SeStaJO c/uu/ela^u/% Austurbæjarbíó Á vígaslwð Bönnuð innan 16 ára. Sýnd Jd. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ t heljar greipum (Manhandled) Afarspennandi og óvenjuleg amerísk sakamálamynd. Aðalhlutverk: Dorothy Lamour Dan Duryea Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Rómsdagur í nánd (Saints and Sinners) Sérkenmleg írsk kvikmynd frá London Films. Leikin af leikurum frá Abbey-leikhús inu fræga. Aðalhlutverk: Kieron Moore, Christine Norden, Sheila Manaham. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Klukkurnar í San-Fernando (Bells of San-Fernando) Spennandi og skemmtileg ný amerísk mynd með Donald Hood, Gloríu Warren. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Einræðisherrann (Duck Soup) Sprenghlægileg amerísk gam anmynd með hirium skop- legu Marx- bræðrum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. sem allra fyrst ■ y//flr á///////////// ELDURINN gerlr ekkl boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Samvinnutrygginguaft .V.’AW Minni landnámsins (Framhald af 4. síðu) að skipa öllum (nema kerling unum, sem hann hugði þeg- ar á floti) að setja á sig sund- beltin ef mætti þannig lengja' lifið um nokkur augnablik til, bænahalds. Hann vaknaði þá til skyldunnar, þaut að dæl- unni og pumpar og pumpar, en ekkert vatn kemur. Gat það verið að dælan væri bil- uð? Það var alveg óhugsandi. Hún hlaut að vera óforgengi- leg eins og skipið sjálft. Hann lét dæluna ganga einu sinni enn til reynslu. Ekkert vatn. ^JJeitln Bernhard Nordh: 'ona VEIÐIMANNS 96 DAGUR af þúfu, unz hann náði loks taki á gamalli og kræklóttri furu. Hjá henni hvildi hann sig litla stund og hélt svo áfram, unz hann komst út úr verstu fenjunum. Mývargurinn elti hann í langri lest. Fólkið í Akkafjalli hafði ekki vitað, að Ólafur hafði ætlað á fund Lappa-Köru. Það hafði honum dottið skyndilega í Hann þaut ofan í káetuna til;hug slgari hluta nætur. Hann gat ekki öðlazt ró, fyrr en lýsti þvi yfir i heyranda hljóði Árni var fundmn. Hann viidi ekki bíða morguns. Hvers að hættan væri afstaðin; þaðjvegna átti hann líka að gera það? Hann gat ekki sofið, og sem væri á káetugólfinu væri þótt rynni í brjóstið á honum, vék kvölin aldrei frá honum. — guði sé lof pegvatn. ekki Winni- (Framhald) Enska knatt.spyrnan (Framhald af 3. síðu) umferð, og var fylgzt með leiknum af miklum áhuga. Liðið frá syðri deildinni, Nott ingham Forrest, sigraði. Þeir, sem ætla sér að ,.tippa“ í vet- ur, ættu að fylgjast með ensku knattspyrnunni frá byrjun. Aætnrflng (Framhald af 3. síðu) 5 klukkustunda og átta mín- útna flugi. Flugfreyjan sett- ist í auða sætið sitt aftast í vélinni og tók til að prjóna hvítan barnssokk við litla ljóstýru, og flestir hölluðu sér aftur á bak í stólana til svefns. Fínpúsning Skeljasandur Hvítur sandur Perla í hraun Hrafntinna Kvarz o. fl. Fínpúsningargerðin Sími 6909 RAFLAGNINGAEFNI : Varhús 25 amp. 100 og 200 amp. Undirlög, loftdósalok Loftdósakrókar og tengi Vegg- og loftfatningar Rakaþéttir lampar Eldhús og baðlampar Glansgarn, flatt og snúið Handlampar Vartappar ýmsar stærðir VÉLA- OG RAFTÆKJA- VERZLUNIN Forðízt eldinn og eignatjón Framlelðum og seljum flestar tegundlr handslökkvl tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækjum. Leitið upp- lýslnga. Kolsýruhleðslan ií, Siml 3381 Tryggvagötu 10 Margt hafði hann hugsað þessa andvökunótt. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá var jörðin og moldin hinn eini vinur. Hann sór þess dýran eið, að gefast jörðinni og renna aldrei framar augum sínum til konu. Konan var ekki góðs eðlis. Henni fylgdu freistingar djöfulsins, og í hennar slóð sveim- uðu illir andar. Hann vildi ekki sjá Júdit framar — aldrei heyra rödd hennar. Ólafur var orðinn banhungraður, enda hafði hann hlaupið við fót í fimm klukkutíma, án þess að gefa sér tíma til þess að nema staðar og eta nesti sitt. Nokkrar brauðsneiðar voru i mal hans, og nú tók hann þær og beit í þær á göngunni. Staðar gat hann ekki numið — hann var rekinn áfram. Iðrun hafði ekki náð verulegum tökum á honum, en óttinn nísti hann og píndi. Orri og þiður skutu honum hvað eftir annað skelk í bringu, og einu sinni tók hann á sig stóran krók til þess að komast framhjá tveggja metra háum trjá- stofni, sem teygði bera og fúna greinastubba í áttina til hans. Þegar leið að hádegi var hann kominn á götuslóða, sem lá að kofa Lappa-Köru. Hann átti ekki langt ófarið og reyndi heldur að hvetja sporið, enda þótt hann væri orðinn dauð- þreyttur. í hreysi Lappa-Köru gat hið illa ekki hremmt hann, og silfurpeningarnir sjö hlutu að veita honum hylli hennar. Hún sá í gegnum holt og hæðir, og þegar hún hafði sagt honum, hvar Árni var, ætlaði hann að halda þangað rakleiðis. Lappa-Kara varð að veita honum vernd gegn ásókn aftur- göngunnar, meðan hann væri að koma líki Árna í vígðan reit . . . Allt í einU staðnæmdist hann, hrökk aftur á bak og stóð svo grafkyrr eins og negldur niður. Lágt buldur heyrðist, og varla þrjátíu skref frá Ólafi reis upp geysistór birna. Ólafur svipti byssunni af öxl sér. En einhvem veginn gat hann ekki lyft henni upp til þess að miða henni. Það var engu líkara en henni væri þrýst niður, svo að hann gat ekki skotið á ferlíkið. Birnan kom drynjandi á móti manninum. Hún átti ungviðl að verja, og þá flýr birna ekki manninn, ef hann kemur henni á óvænt. Birna lyfti hrammi og sló bylmingshögg í kræklótta hríslu, svo að mosinn rauk í allar áttir frá stofn- inum, reisti sig upp á afturfæturna og vagaði þannig á móti Ólafi. Ólafur stóð kyrr og starði á ófreskjuna. Byssan féll úr höndum hans, því að nú sá hann, að birnan var ekki ein á ferð. í blárri móðu yfir höfði dýrs ns sá hann Árna glotta ógnandi framan í sig. Svo fannst honum eitthvað þrýsta aftan á hálsinn á sér, og það þrengdi að brjóstinu, svo að hann náði ekki andanum. Hann sá trén steypa stömpum og jörðina ganga I bylgjum — hina blessuðu jörð. Birna og afturganga voru horfin í þoku, þar sem engra augna var framar þörf. XXIX. Þegar Ólafur kom aftur til meðvitundar, lá ung stúlka á hnjánum hjá honum. Hún vætti enni hans með köldu vatni. Ólafur stundi þungan, er hann opnaði augun. Hann hafði verið á þeysireið um dánarheima, og nú leit hann á stúlk- una, eins og hann gæti ekki áttað sig á hinni óvæntu návist hennar. Hinar hræðilegu sýnir, sem hann hafði séð, ‘svifu honum enn fyrir sjónum. Hann bylti sér, en hvernig sem hann starði, þá sá hann skýrar og skýrar stúlkuna, sem grúfði sig yfir hann. — Þú! umlaði hann. Stúlkan kinkaði kolli, og Ólafi varð rórra en áður. Hann þóttist skilja, hvernig því vék við, að hann var enn á lífi og fann ekki einu sinni til í líkamanum. Góðar vættir vöktu yfir honum. Lappa-Kara hafði sent Ingu til þess að bjarga honum frá bjarndýrum og afturgöngum. — Sástu björninn? spurði hann. — Nei. En byssan þín er hlaðin. Ólafur leit á skotvopnið. Byssan var hlaðin, en hann grun- aði, að púðrið væri lint.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.