Tíminn - 04.09.1951, Síða 5

Tíminn - 04.09.1951, Síða 5
198. blað. TTMINN, þriðjudaginn 4. september 1951. 5. Þriðjud. 4. sept. Tómlætið varðandi (irænlandsveiðarnar Síldveiðarnar fyrir Norðnr- landi virðast nú vera að fjara út. Enn er þó ofsnemmt að spá því, hver endaleg afkoma síldveiðiflotans þar verður. Allmörg skip hafa fengið all góðan afla, en önnur sáralít- inn eða engan. Eins og nú ^ horfir, benda líkur til þess, | að ekki meira en helmingur, skipaflotans hafi aflað fyrir! rekstrarkostnaði sínum, en' nokkur íleiri skip hafa þó afl J að fyrir kauptryggingum sjó-' mannanna. Þessi útkoma síldveiðanna fyrir Noröurlandi er ný sönn- un þess, hvílíkt áhættufyrir- tæki þær eru og hve óhyggi- ( legt það er að byggja afkomu' bátaútvegsins að verulegu leyti á þeim. Það má að vísu segja, að| ýmislegt í sambandi við veið- arnar bendi til þess, að ekki sé hér eingöngu aflaleysi um að kenna. Skipstjórn og út- búnaður virðist ráða ekki litlu um útkomuna. Öðruvísi verður það ekki skýrt, að sömu skipin eru aflahæst ár eftir ár. Þar virðist vera um meira en heppni aö ræða. Þetta virð ist hvergi nærri nægilega tekið til greina af þeim, sem völdin hafa og yfir lánsfé ráða, því að vafasamt virðist að hjálpa til útgerðar ár eft- ir ár útgerðarfyrirtækjum, er alltafa hafa rekið skip sín með tapi á þessum veiðum. Þótt góð skipstjórn og góð- ur útbúnaður eigi sinn þátt í afkomu þeirra skipa, er bezt um árangri hafa náð, er hitt eigi að síður staðreynd, að síldin hefur verulega brugð- ist og hagað göngum sínum öðruvísi en áður var. Sú reynsla er því áþreifanlega fengin, að það sé rangt að beina jafnstórum fiota, að þessum áhættusömu veiðum, og átt hefir sér stað undan- farið og því beri að leitast við að finna annað verkefni fyr- ir þann hluta flotans, sem Sýnt er að ekki borgar sig aö gera út á þessar veiðar. Slíkt verkefni er vissulega fyrir hendi. Vor og surhar moka frændþjóöir okkar, Norðmenn og Færeyingar, upp þorskinum við Grænland, og nú eru Danir einnig að bætast við í þann hóp. Rann- sóknir fiskifræöinga benda til þess, að þorskveiðin við Grænland muni heldur auk- ast en minnka á komandi ár mn. Það ætti að vera hægt að ti’ýggja verulegum hluta ís- lenzka vélbátaflotans góða af komu með því að láta hann stunda veiðar við Grænland yfir vorið og sumarið. Slíkt verður þó ekki gert án veruíegra átaka og und irbúnings. íslenðingar þurfa að fá aöstöðu til aö geta haft nauðsynlegar bækistöðvar í Grænlandi. Til þess þarf forgöngu stjórnarvaldanna. Danir hafa nú synjað íslending- um um slíka aðstööu þar og munu bera því við, að dregiö hafi verið úr réttind um Færeyinga hér við land. Hinsvegar láta þeir Norð- ERLENT YFÍRLIT: Systir Elisabet Kenny Hjúkriiiiarkonaii, scm liefir iiáð niiklum árangri í baráttiinni gegn lönmnarvelkinni, cn er á wnrfverðiim meið við læknana Danir áttu nú um mánaða- mótin von á heimsókn konu,1 sem er mikið umtöluð og hefir látið mikið til sín taka. í Kaup mannahöfn á að halda lækna- ráðstefnu um mænúveikina eða lömunarveikina og er von þang að þekktustu sérfræðinga víðs- j vegar að. Jafnframt hefir syst- ir Elisabet Kenny verið boðið, en ekki munu þó allir læknarnir líta á það boð með óblandinni ánægju, því margir þeirra líta á hana sem hrein- asta skottulækni og víst er það, að lækningaaöferð- ir hennar verða ekki rökstudd- ar visindalega, enn sem komið er. Hún hefir eigi að síður náð miklum árangri og læknarnir orðið að viðurkenna hann. Hún hikar heldur ekki við að tala á samkomum þeirra eins og sá, sem valdið hefir og þekking- una. Þetta hefir farið í taugarn ar á læknunum, er telja ræður hennar hinar óvísindalegustu. Systir Kenny talar líka oft með lítilli virðingu um hinar vís- indalegu bollaleggingar þeirra. Þeir verða líka að viðurkenna, að þeir standi hér frammi fyrir' gátu, sem þeim hafi enn ekki tekizt að ráða, og á meðan verða þeir að sætta sig við það, að lækningaaðferðir systur Kenny fara nú sigurför víða um lönd. Fyrsta reynslan. Systir Kenny er fædd í Ástral- íu 1884, dóttir bónda, sem var af skozkum og írskum ættum. Þá var frumbýlingsháttur á mörgu á þessum slóðum og þar var t. d. enginn læknir eða hjúkr unarkona. Póstmeistarinn í sveitinni fékkst hins vegar við skottulækningar og þóttu þær gefast misjafnlega. Þetta átti sinn þátt í því, að Elísabet Kenny ákvað að gerast hjúkr- unarkona. Það var nokkruin árum eftir að Kenny var orðin hjúkrunar- kona, er hún komst í kynni við lömunarveikina í fyrsta sinn. Hún var þá hjúkrunarkona í afskekktu sveitahéraði. Ungt barn véiktist þar af lömunar- veiki og síðan veiktust fimm börn til viðbótar. Þekking var bá takmörkuð af þessari veiki og Kenny gerði sér í fyrstu alls ekki ljóst, hvaða veiki var hér á ferðinni. Hún sendi sjúkdóms lýsingu til næsta læknis er bjó í 150 km. fjarlægð, en fékk að- eins það svar, að engar lækn- ingaaðferðir væru þekktar við þessari veiki og hún yrði því eingöngu að styðjast við eigin 1 greind og eftirtekt. Kenny tók j þá tii sinna ráða og notaði heita I og kalda bakstra á víxl j með mikilli ástundun og lét J sjúklingana við fyrstu mögu- leika reyna eins mikið á vöðv- ana og þdlr gátu. Þetta virtist gefa góða raun. Fleiri veiktust af lömunarveikinni og systir Kenny hélt áfram þessari lækn- ingaaðferð með nokkrum breyt ingum eftir því, sem hún taldi að reynsla sín benti til. Ár- angurinn virtist vera vonum betri. Læknarnir gerðu lítið úr þess um árangri hennar og töldu batann ekki lækningaaöferð hennar að þakka. Kenny tók hins vegar ekki andstöðu þeirra með þökkum. Hún ákvað að vinna að útbreiðslu þessara Jækningaaðferða sinna og fá lækna fyrr en síðar til að viður kenna þær. Líf hennar hefir síðan verið helgað því starfi. Hún var 26 ára, þegar þetta gerðist, svo að hún hefir nú bráð lega unniö að þessu samfleytt í 40 ár. Hörð barátta. Það tafði hana nokkuð frá þessu starfi hennar að á fyrri heimsstyrjaldarárunum starf- aði hún sem hjúkrunarkona á herfiutningaskipum og gat ekki fengizt við annað á með- an. Strax að striðinu loknu tók húp hins vegar til óspilltra mál- anna, Svo kom að lokum að fylkisstjórnin í Queenslandi veitti henni leyfi til að starf- rækja spítala, þar sem hún gat helgaö sig lækningaaðferðum sínum. Þetta sætti mikilli and- stöðu læknanna og varð systir Kenny að mæta núklu aðkasti á þessum árum, en hún lét samt ekki bugast. Aðsóknin að spítala mönnum í tc aðstöðu til að hafa bækistöövar í Græn- landi, ÖU heilbrigð rök benda til þess, að íslending ar ættu sízt að njóta þar lakari aöstöðu. Á síðastliðnum vetri hugð- ist Fiskimálanefnd að beita sér fyrir því, að nokkur ís- lenzk fiskiskip stunduðu fisk veiðar við Grænland, en sú tilraun strandaði á því, að ðönsk stjórnarvöld vildu ekki veita leyfi til þess aö þau gætu haft nauðsynlegar bæki stöðvar í landi. Á síðastliðnu vori fór eitt íslenzkt fiskiskip, Rifsnes, í veiðiferð til Græn- lands á þær slóðir, þar sem vélbátaflotinn myndi halda sig, og verður ekki annað sagt en að árangur hafi orðið hinn bezti. En vitanlega myndi ár- angur þó verða betri, ef að- gangur væri að góði’i bæki- stöð 1 landi. íslenzkt stjórnarvöld hafa sýnt óskiljanlegt tómlæti í ^ þessum málum. Af hálfu utan ^ ríkisráðuneytisins mun ekk- , ert hafa verið gert til þess að j ná samkomulagi við Dani um , Grænlandsmálið. Það virðist , eins og það sé keppikefli þess fáðuneytis að sofið sé sem fast ! ast á Grænlandsmálunum. 1 Ráðuneytið hefir sér til afsök ELISABET ICENNY hennar fór sívaxandi og almenn ingur var henni hliðholliu-. Nú er svo komið, að kostur er að njóta læknisaðferða hennar á öllum stærri spítölum í Ástralíu og jafnframt nýtur hún rnarg- vislegra annarra viðurkenn- inga í heimalandi sínu. Áður en hún hlyti þannig op- inbera viðurkenningu, varð hún þó að vinna sér álit og tiltrú utan heimalands síns. Árið 1935 skoruðu ástralskir læknar á systur Kenny að fara til Banda ríkjanna og láta læknisaðferðir sínar undir vísindalega athug- un þar. Eftir nokkurt þóf féllst fylkisstjórnin í Queensland á það að borga þann kostnað, sem hlytist af þessari för hennar. Spítalinn í Minneapolis tók að sér að kosta tilraunastarf henn ar í Bandaríkjunum. Hún fékk þar heila deild til umráða og margir læknar fylgdust ræki- lega með lækningum hennar. Niðurstaða þeirra var sú, að lækningaaðferðir hennar gæfu furðulega góða raun. í Banda- ríkjunum og Kanada eru nú margir spítalar, sem eingöngu vinna að þvi að lækna lamaða (Framhaid á 6. siðu) unar, að veriö sé aö bíða eftir áliti frá einhverri nefnd, en það er gamalkunn aðferö, þeg ar svæfa á mál, að láta nefnd annast það starf! Sjávarút- vegsmálaráðuneytið virðist og ékki hafa neinn áhuga fyrir því, að hafist sé handa um veiðar íslenzka vélbátaflotans við Grænland. A. m. k. er ekki vitanlegt, að það hafi gert neitt til að greiða fyrir því. Þetta tómlæti í Grænlands málinu er ekki hægt að þola öllu lengur. Þjóðin getur ekki sætt sig við ný og ný skulda- skil þess hluta vélbátaflotans, sem sýnt er af margra ára reynslu, að ekki þýðir að senda á síldveiðar fyrir Norðurlandi. Það verður að finna honum verkefni, sem líklegt er að henti honum betur. ísiending ar geta ekki heldur unað því að taka engan þátt I Græn- landsveiðunum, en alit bendir til að viö Græniand verði feng sæiustu fiskimiðin á norður- slóðum á komandi árum. Það 1 er ekki hægt að sofa lengur í þessu máli. Utanríkisráðu- j neytið og sjávarútvegsráðu- neytið verða að vakna til að- gerða í þessu máli svo að hægt verði a næsta vori að hefjast handa um veiðar ís- lenzkra vélbáta við Grænland. Raddir nábáanna Mbl. ræðir síldveiðarnar á sunnudaginn og segir m. a.: „Samkvæmt lauslegum á- ætlunum, sem gerðar hafa verið, nemur heildarútflutn- ingsverðmæti alls síldaraflans á þessu sumri, bæði þess sem aflað hefir verið fyrir Norður landi og annars staðar, nú um 112 milj. kr. Er þá miðað við að öll franúeiðslan verði flutt út. — Vitað er þó, að töluvert magn af síldarmjöli verður selt á innlendum markaði til fóðurbætis. Um afkomu bátaflotans á þessári vertíð leikur enn noklt ur óvissa. Aöeins 40 herpinótar skip af 85 hafa aflað yfir tvö þúsund mál og tunnur. Af 121 hringnótaskipi hafa 53 aflað yfir 1500 mál og tunnur. Meöal afli á nót var hinn 25. ágúst 2,1.36 mál og tunnur. — Á allri vei'tíðimú í fyrra var með alafli á nót 980 mál og tunnur. Til samanburðar má geta þess, að sumarið 1944 var meö alaflinn á nót rúnúega 12 þús- und mál, en samtals var þá fiskaö með 126 nótum. í sum- ar var tala nóta hins vegar 206. Óhætta er að fuilyröa, að af- koma bátaflotans á þessari ver tíð verði töluvert betri en síð- astliðið sumar. Veldur þvi bæði meiri afli og núklu hærra verð lag á afurðunum. Óliklegt er þó, að meira en helmingur vél bátafiotans hafi í sumar stað- ið undir reksturskostnaði sín- um, enda þótt nokkur fleiri skip hafi e. t. v. aflað fyrir kauptryggingu sjómanna sinna,“ Það er óglæsileg stað reynd, að helmingur sildveiðiflot- ans skuli rekin með tapi og þetta er búið' að gerast ár eftir ár. Er ekki kominn tími til að reynt sé aö finna vél- bátaflotanum flejri verkefpi yfir sumartímann, en byggja ekki eingöngu á þessum á- hættusama atvinnuvegi? Septemberraótið Síðasta frjálsíþróttamöt sumarsins, Septembermótið, fór fram um helgina. Þátt- taka í mótinu var mjög léleg, aðeins nokkrir beztu íþrótta- menn okkar mættu til leiks. Veður var ekki gott til keppni á laugardag, en ágætt á sunnu dag, og þá bar helzt til tíð- inda, að sveit Ármanns setti nýtt met í 1000 m boðhlaupi, hljóp á 1:57,3 sek, í sveitinni voru Matthías Guðmundsson, Grétar Hinriksson, Hörður Haraldsson og Guðmundur Lárusson. Millitímar þeirra voru: Matthías 11,8, Grétar 23,1 — Hörður 34,0 — Guð- mundur 48,4 sek. — KR-sveit in hljóp á 2:01,0 og í henni voru: Sveinn Björnsson 11,7 — Pétur Fr. Sig. 22,7 — Jafet Sigurðsson 36,6 og Ingi Þor- steinsson 50,0. Yfirtimávörð- urinn Jóhann Bernhard, gaf upp þessa mdlitíma. Á laugardaginn náðist á- gætur árangur í kringlukasti. Þeir Þorsteiirn Löve og Þor- steinn A-lfreðsson náðu bezta árangri sinum í greininni í sumar. Löve kastaði 48,31 m, sem er einum sentímetra styttra en Daninn Jörgen Munk Plum kastaði fyrir nokkrum dögum og setti nýtt danskt met. Þorsteinn Alfreðs son bætti árangur sinn í kringlukasti mikið, kastaði 45,40 m, sem er jafnlangt og met Huseby i greininni var vorið 1950. Þorsteinn skip- ar fimmta sæti meðal beztu kringlukastara íslendinga. Betri eru Huseby 50,13 m — Löve 48,96 m — Friðrik Guð- mundsson 47,44 m og Hall- grímur Jónsson HSÞ 46,13 m. í 200 m hlaupinu sigraði Hörður á 21,9 sek. en Guðm. Lárusson varð annar á 22,1 sek. Pétur Fr. Sigurðsson bætti árangur sinn, hljóp á 22,4 sek- í 100 m hlaupinu sigraði Pétur Guðmund, hljóp á 11,0 sek á móti 11,1 hjá Guð- mundi. Hörður varð sigurveg arinn í hlaupinu á 10,8 sek. í hástökkinu sigraði Birgir Helgason KR með miklum yf irburðum, stökk 1,76 m, sem er bezti árangur hans í þeirri grein. Úrslit í einstökum greinum: Fyrri daginn. 200 m hlaup: 1. Hörður Har aldsson Á 21,9 sek. 2. Guð- mundur Lárusson Á 22,1. 3. Pétur Fr. Sigurðsson KR 22,4 4. Ingi Þorsteinsson KR 23,1. Stangarstökk: 1. Torfi Bryn geirsson KR 3,65 m. 2. Bjarni Linnet Á 3,45 m. 3. Bjarni Guð brandsson ÍR 3,20 m. 4. Bald- vin Árnason ÍR 3.10 m. Kringlukast: 1. Þorsteinn Löve ÍR 48,31 m. 2. Þorsteinn Alfreðsson Á. 45,40 m. 3. Rún- ar Guðmundsson, Vöku, 42,11 m. Sleggjukast: 1. Þórður Sig- urðsson KR 42,26 m. 2. Símon Waagfjörð ÍBV 42,00 m. 800 m hlaup: 1. Gúðmund- ur Lárusson Á 2:02,9 mín, 2. Eggert Sigurlásson ÍBV 2:03,6 mín. 3. Guðjón Jónsson Á i 2:13,8 mín. 3000 m hlgup: 1. Stefán Gunnarsson Á 9:37,2 mín. 2. Magnús Helgason ÍBV 9:49,6 mín. 3. Gunnar Valur Svav- arsson Á 10:15,2 mín.4. Victor Miinch Á 10:16,4 mín. Seinni dagurinn. 100 m hlaup: 1. Hörður Har aidsson Á 10,8 sek, 2. Pétur Fr. Sigurðsson KR 11,0 sek. 3. (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.