Tíminn - 08.09.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.09.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, laugardaginn 8. september 1951. 202. blað. hafi til heiia Úb/arpih títvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Útvarpstríóið: Einleik ur og tríó. 20,45 Upplestur (Karl Guðmundsson leikari, Ragnar Jóhannesson skólastjóri o. íl.— Ennfremur tónleikar. 22,00 Frétt ir og veðurfregnir. 22,10 Dans- lög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Útvarpiff á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 11,00 Messa í kapellu Háskól ans (séra Jón Thorarensen). 18.30 Barnatími (Baldur Pálma- son). 20,20 Dagskrá samvinnu- manna: a) Ávarp: Baldvin Þ. Kristjánsson forstöðumaður fræðsludeildar Sambands ísl. samvinnufélaga. b) Tvísöngur: Jón Sigurðsson og Erlingur Hans son. c) Samtal: Benedikt Gröndal ritstjóri og Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri. d) Satt og ýkt: Lúðvík Hjalta- son. e) Erindi: Tilraunin mikla; Hannes Jónsson félagsfræöing- ur. f) Tvísöngur: Jón Sigurðs- son og Erlingur Hansson. g) Gamanvísur: Brynjólfur Jóhann essön leikari. h) Lokaorð: Ey- steinn Jónsson fjármálaráð- herra. Ennfremur íslenzk lög af plötum. 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Ms. Hvassafell fer væntanlega frá Stettin á morgun áleiðis til íslands. Ms. Arnarfell er á Húsa vík. Ms. Jökulfell er á leið til Guayaquil frá Valparaiso, i Ríkisskip: Hekla var á ísafirði í gær- kveldi á norðurleið. Esja er vænt anleg til Reykjavíkur í dag. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyr ill er á Siglufirði. Ármann fer frá Reykjavík á hádegi’ í dag til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar. Eimskip: Brúarfoss kom til Hull 3. 9., fer þaðan 9. 9. til Antverpen og Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Rvik 6. 9. til Þingeyrar, Akureyr ár, Húsavíkur og Siglufjarðar. Goðafoss kom til Hamborgár 6. 9. og fer þaðan 7. 9. til Rotter- dam og Gautaborgar. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn á há- degi í dag 8. 9. til Leith og Rvík- ur. Lagarfoss er í Keflavík, og fer þaðan í kvöld 7. 9. til Rvíkur. Selfoss er í Reykjavík. Trölla- foss fór frá New York 6. 9. til Halifax og Reykjavíkur. Árnab h&tllo Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlof un sína ungfrú Edda S. Geirdal og Valdimar Elíasson, Jaðri í Bæjarsveit í Borgarfirði. Áttræður er í dag Gísli Lavrensson fyrrv. bóndi í Björk í Flóa. * Messur á morqun Hallgrímskirkja. Messa á morgun kl. 11 f. h. Ræðuefni: Ástvinamissir, séra Jakob Jónsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 11 f. h. Séra Garðar Svavarsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11 f. h. Séra Óskar J. Þorláksson. Séra Óskar J. Þorláksson hefir viðtalstíma í dómkirkjunni frá 4—5 alla virka daga nema laug ardaga og heima, Grenimel 10, sími 2996. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn. Kirkjudagurinn. Útiguðsþjón- usj;a kl. 1,30 á horni Hringbraut ar og Kaplaskjólsvegar ef veð- ur leyfir, annars í Stjörnubíó á sama tíma. Séra Emil Björns- son. Óháði fríkirkjusöfnuffurinn. Gjafir og áheit: Gjöf afhent í tiiefni kirkjudagsins frá I. og F. kr. 500,00 Safnaðarsjóður: Gjöf frá J. A. 20, Styrktarmeðlim ir 320, J. J. 10, E. J. 10, Kjartan 80. Áheit frá O. 50, frá velunn urum safnaðarins 10, Þ. A. 50, S. G. 100, áheit afhent presti safn aðarins frá utansafnaðarmanni 100. — Kirkjubyggingarsjóður: Gjöf frá ónefndri konu 100, á- heit frá A. B. 15, ónefnd kona 150, áheit afhent presti safnað arins frá Betu 200. — Kærar þakkir. Reykjavík, 4. sept. 1951. Gjaldkerinn. Úr ýmsum áttum Séra Jakob Jónsson sóknarsprestur í Hallgríms- sókn er kominn heim og er til viðtals eins og venjulega. :: Opna tannlækningastofu !: að Austurvegi 28 Selfossi, laugardaginn 8. september. :: Viðtalstími 10—12 og 2—5 alla virka daga nema laug- ardaga 10—12. PÁLL JÓNSSON, tannlæknir ;.V.V.,.V.W.V.V.V.V.ViVAV,V.V.,.V,V.V.V.,.V.V.V.,.% \ KIRKJUDAGUR \ I; ÓHÁÐA FRÍKIRKJUSAFNAÐARINS: '•'. ■: :: Guðsþjónustan hefst kl. 1,30 e.h. sunnud. 9. sept. á ;■ horni Hringbrautar og Kaplaskjólsvegar, ef veður leyf- í ;■ ir, annars verður messað í Stjörnubíó á sama tíma og I; auglýst íjiádegisútvarpi, Merkjasalan verður allan dag- í; I; inn. Kaffisala kvenfélagsins hefst í Góðtemplarahús- inu að lokinnj messu. Kirkjukvöldvakan hefst í Stjörnu ■! £ bíó kl. 7 e.h., með erindi, kórsöng, sýningu á myndum frá nútímakii'kjubyggingum, einsöng og stuttri kvik- V mynd kirkjulegs efnis. Aðgöngumiðar verða seldir í £ ;■ Stjörnubíó, skrifstofu safnaðarins og við innganginn ef .; eitthvað verður þá óselt. Skrifstofa safnaðarins verð- I; ur opin kl. 10—12 f.h. fyrir þá, sem vilja minnast kirkju íj ■; dagsins sérstaklega, og til afgreiðslu á merkjum til v ■I sölubarna. ■! j Jónas Þór, framkvæmdasfjóri á Akureyri sjöfugur Flugferðir Flugfélag íslands. Innanlandsflug: í dag eru ráð gerðar flugferðir til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Blönduóss, Sauðárkróks, ísa- fjarðar, Egilsstaða og Siglufjarð ar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vest- mannaeyja. Millilandaflug: Gull faxi fór í morgun til Osló og Kaupmannahafnar. Loftleiðir. í dag er ráðgert að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), ísa- fjarðar, Akureyrar og Keflavík ur (2 ferðir). Frá Vestmannaeyj um verður flogið til Heilu og Skógasands. Á morgun verður fjogið til Vestmannaeyja, Akur eyrar og Keflavíkur (2 ferðir). Úíbreiðið Tsnianu Angiýsið í Tímanum í dag á 70 ára aldursafmæli Jónas Þór forstjóri Klæða- verksmiðjunnar Gefjunar á Akureyri, og jafnframt 35 ára forstjóraafmæli við fyrirtæk- ið, því að hann tók við for- stöðu þess í júlímánuði 1916, en haíði starfað við það nokk ur ár áður. Var það við hinar erfiðustu aðstæður, sem hann hóf forstjórastarf sitt þar, því að verksmiðjan varð svo til að hætta störfum végna vöntunar á lit og litunarefn- um, kolum o. fl. af völdum fyrra Evrópustríðsins. Þá hafði starfsfólkinu verið sagt upp vinnu nema við kembingu og spuna. Eh Jónas Þór sýndi strax hugkvæmni sína, því að hann tók að gera dúka úr sauðarlitunum, sem voru munstraðir með þremur höf- uðlitum ullarinnar. Hann keypti eikarskipsflak við Odd eyrartanga, sem hann lét rífa og brenndi í stað kola og á annan hátt sigraðist hann á erfiðleikunum. Eftir striðslokin hóf hann aðgerðir til stækkunar fyrir- tækisins, bætti það nýjum vél um og húsnæði, keyptar voru vélar ullarverksmiðjunnar „Iðunn“ í Reykjavík og bætt við vélakost Gefjunar. Batn- aði nú hagur verksmiðjunn- ar allmjög við þessar fram- kvæmdir, þótt nú yrði að berj ast við áhugaleysi lands- manna um notkun þessa inn- lenda iðnaðar, en erlendar (norskar) verksmiðjur buðu um langan tíma dúka, sem landsmenn gátu sent ull sína til, og þóttu fallegri. Formað ur verksmiðjustjórnar hafði verið um alllangt skeið, Ragn ar Ólafsson, hinn kunni dugn aðar- og fésýslumaður, en hann lézt 1927. Hafði hann átt mikla hlutdeild, ásamt Jónasi Þór, að framgan'gi mála verksmiðjunnar. Eftir lát hans, kom til tals að selja verksmiðjuna, og var það á- kveðið, er Samband ísl. sam- vinnufélaga bauðst sem kaup andi, en kaupin fóru fram 1930. ■-W.V.' I ■■_■■■_■ I .■.V.V.W/.W.V.V. Ú 1 Tilboð óskast um byggingu steinsteyptrar hæðar of- an á hús Útvegsbankans, númer 1 við Lækjartorg. Uppdrátta og lýsingar má vitja í teiknistofu Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar, Lækjartorgi 1 í dag og mánudag kl. 13,30—15. Skilatryggmg kr. 100,00. V.V.’.V.V.V.V ■ a ■ ■ ■ i VÍ.V.V.V.V.V.V.V.V.V © O (.) Þegar Sambandið hafði tek |ið við ullarverksmiðjunni jhófst nýtt og stórstígt fram- ; faratímabil í ullariðnaðinum ,með nýjum starfsgreinum, nýjum vélum, auknum húsa- kynnum, auknum afköstum og I betri framleiðslu, og hefir I stofnunin breytzt á tveim | síðustu áratugum í fullkomna nýtízku verksmiðju sinnar : tegundar og hina langstærstu hér á landi undir hinni ör- uggu og dpgmiklu fram- kvæmdastjórn Jónasar Þór. Starfsferill Jónasar Þór er því tengdur framförunum í þessum þýðingarmikla iðnaði íslendinga frá fyrstu leitandi skrefum á þessari braut til fullkomins og fjölbreytts verksmiðj uiðnaðar. Strax fyrsta árið, sem sam- bandið átti Gefjun, var stofn- uð saumastofa og síðan var eitt skrefið stigið af öðru. — Vélar voru keyptar 1935 og kambgarnsverksmiðja stofn- uð, og markar það tímamót í sögu verksmiðjunnar, og 1942 tóku nýjar og mjög full- komnar kambgarnsvélar til starfa. Dúkaframleiðslan óx mjög og batnaði með nýjum vélum og nýrri tækni, og fyrir tveim árum tök.hin mikla ull- arþvottastöð tií starfa. Ný- byggingar verksmiðjunnar (Framhald á 7. síðu) By appointment to Bis Ma)estv the KinQ Manufacturert of Land-Rovert The Bover Company Ltíh \ ^ROVER er með drifi á öllum hjólum. Hefir 8 gír áfram og 2 áfturábak, og fer jafnt vegi sem vegleysur. Hann getur jafnframt verið aflgjafi fyrir sax- blásara, heyhleðsiuvélar og önnur tæki bóndans. LAND-ROVER er ekki markaður bás Heildverzlunin Hekla h.f. Reykjavík Faðir okkar FINNBOGI HELGASON andaðist að lieimili sínu Hítardal 4. september. Börn. Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.