Tíminn - 08.09.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.09.1951, Blaðsíða 5
202. bíað. TÍMINN, laugardaginn 8. september 1951. 5. ERLENT YFIRLIT: ' Haiidaríkiyiiym VerzlunarmáSln Eirís og kunnugt er, hefir núverandi ríkisstj órn beitt sér fyrir því að auka verulega innflutning ýmsra neyslu- vara og reynt jafnhliða að draga úr þeim höftum, er innflutningur þessara vara var háður. Þetta hefir vitan- léga sætt gagnrýni stjórnar- andstæðinga eins og annað, sem stjórnin hefir gert. í tilefni af þessu er ekki úr vegi að rifja það upp, hveniig1 ástatt var þessum málum, er stjórnin ltom til valda. Þá var stórkostlegur skortnr á mörgum nauðsvn legustu vörunum, t. d. vefn aðarvörum. Þaö máfti heita ógerningur að hægt væri að fá efni í ílík og j heimilin gætu þannig i sparað sér mikil útgjöfd' með því að annast sjálf saumaskapinn. Menn neydd ust til að kaupa flíkurnar tilbúnar á uppsprengdu verði og stundum aðeins fyrir náð á svörtum mark- aði. Þeita jók dýrtíðina al- veg stórkostlega, án þess að það kæmi fram í vísi- tölunni. Samkvæmt henni var verð á þessum nauö- synjiim lágt og oft og tíö- um margfallt lægra en hiö raunverulega verö, sem al- menningur varö að sæta. Úr þessu neyðarástandi hef ir aö miklu leytf tekizt að bæta með umræddum aðgerö um ríkisstjórnarinnar. Nú geta heimilin yfirleitt fengið nóg af vörum til að vinna úr. Þetta sparar mörgum þeirra stórféld útgjöld frá því, sem áður var.Hjá því hefir hins- végar ekki vérið komizt, að verðið í búðunum hafi nokk- uð hækkað, því að verðhækk anirnar á heimsmarkaðinum liafa náð til okkar eins og annarra. Óhætt mun þó að fullyrða, að vöruverðið er þó enn í flestum tilfellum íægra en það verð, sem fólk varð áður að sæta á svarta mark- aðinum. Mestur er þó hagn- aðurnn fólginn í því, að heim ilin geta nú annazt ýmsa vinnu sjálf, er þau voru úti- lokuö frá áður. Því skal vissulega ekki neitað, að verö á mörgum vörum er nú liátt, en það stafar mest af orsökum, sem ekki verður ráðið við. Það er líka óhætt að full- yrða að verðlagið er miklu lægra en það myndi vera, ef þjóöin byggi nú við sama vöruskortin og svartamark aðinn, er ríkjandi var í jstjórnartíð Stsfáns Jó- hanns. Þá myndi þjóðin liafa fengið að kynnast dýr tíðinni í sinni verstu mynd. Það sæmir því illa þeim, sem áttu þátt i því ástandi, er áður ríkti, að vera nú að setja sig upp á háan hest og þykjast alvísir og engilhrein- ir í þessum málum Gegn því verður ekki borið, að það hefir fært almenningi mikinn .hagnað og mikla bót, að innflutningur neysluvara hefir verið aukinn og vöru- skorti og svörtum markaði út rýmt. En hitt verður hinsveg- ar ekki dæmt að sinni, hvort að það háfi verið oftrú á verzl unum að draga eins mik$ð úr verðlágsákvæðunum og gert jVokkra!1 usðEsrsíiVðni’ |iiiig'siefndar, seiai Kefaner tildiiiigardeildaraia. velítl ferstöSSn Um langt skeið hefir ekki annað mái vakið öllu meiri at- hygli í Bandaríkjunum, þegar alþjóðamál eru frátalin, en rann sókn sérstakrar þingnefndar, er var kjörin til þess vorið 1950 að athuga, hvort rekin væri víð tæk glæpastarfsemi í Banda- rikjunum eða réttara sagt glæpa félög, er létu starfsemi sína ná til fleiri fylkja. Rannsókn nefnd arinnar var af þeirri ástæðu bundin við víðtæk glæpasamtök, að ekki þykir hlýða samkvæmt stjórnarfyrirkomulagi Banda- ríkjanna, að sambandsríkið skipti sér af þessum málum, ef þau takmarkast við einstök fylki, því að þá eru þau talin sérmál þeirra og eigi lögreglu- stjórn þeirra að fást við þau. Hins vegar geti sambandsríkio liaft íhlutun um slík mál, ef þau nái samtímis til margra fylkja- og einu fylki sé því ofvaxið að fást við þau. Mjög er þó þetta val sambandsrikisins takmark- að, þegar öryggismálin eru und- anskilin, og í mörgum tilfell- um ekki meira en það, að þingið getur látið fara fram sérstaka rannsókn. Samkvæmt stjóm- skpulagi Bandaríkjanna er lög- reglustjórn, ákæruvald og dóms vald að mestu leyti í höndum fylkjanna, en ekki sambands- ríkisins. Fylkin ganga yfirleitt rikt eftir því, að ekki sé á þenn- an í'étt þeirra gengið. Yfirlxeyrslur, sem vöktu athygli. í fyrstu var ekki búizt við miklum árangri af starfi um- ræddrar þingnefndar. Það hef- ir oftast verið venjan, að nefnd ir, er fengið liafa slíkt verkefni, hafa látið lítið liggja eftir sig. Starfi nefndarinnar var því lít- il athygli veitt í byrjun. Bráð- lega kom þó í Ijós, að hún rak rannsóljn sína af óvenjulegu harðfylgi og var það þó einkum formaður nefndarinnar, Ke- fauer öldungadeildarmaður frá Tennessee, er gekk fram með miklum skörungsskap. Hann ferðaðist borg úr borg og yfir- heyrði fjölda manna, er við þessi mál voru riðnir á einn eða annan hátt. Yfirheyrslur þess- ar leiddu í ljós, að glæfra- og glæpastarfsemin, sem nefndin átti að rannsaka ,var miklu víð tækari og stórfelldari en rnenn höfðu gert sér grein fyrir. Sí- vaxandi athygli beindist að starfi nefndarinnar og náði hún hámárki sínu í marzmán- uði í vetur, þegar nefndin hélt yfirheyrzlur sínar i New York. Þeim var sjónvarpað og er talið ao 20—30 milj. manna hafi fylgzt með þeim á þann hátt. Götur borgarinnar og búðir máttu heita mannlausar meöan þessar yfirheyrslur fóru fram. Fy.rri hluta sumars lauk nefnd- in svo áliti sínu og hefir síðan verið rætt um það af miklu kappi bæði i Bandaríkjunum og víðar. Verður hér á eftir greint í nokkrum aðaldráttum frá áliti nefndarinnar og þeim umræð- um, er hafa orðið um það. Tálsnörur. Áður en lengra er haldið, er ekki úr vegi að geta þess, að margt var gert til þess að tor- velda starf nefndarinnar. Það var beitt blíðmælum, gylliboö- um og hótunum. Siálfur hefir Kefauer sagt eftirfarandi sögu: Rétt eftir, að harin var kjöririn íormaður ne'fndarinnar, barzt honum sú tilkýnriing úr kjör- ' dæmi sínu að váldamikill mað- j ur þar þyrfti að ræða við hann.' Síðan bárust honum margar hvatningar um að taka þessum ( manni vel. Erindi manns þessa reyndist það að bjóða Kefauer | og fiokki hans riijög- rífiega fjár j hæð, eoa svo hundruðum þús- unda dóílara skipti, ef Kefauer vildi sjá um, að lítíll árangur yrði af-starfi neíndariimar. Þeg ar þessu boði var hafnað, var talið fært inn á þá braut, að nefndin hefði ekki r.ægilegt að- stoðaríólk og var boðið að út- vega henni aðstöðarmenn eftir þörfum, án nckkurs endur- gjalds. Þegar þessu boði var einnig hafnað, var talið leitt að því, hvort Kefauer léki ekki hug ur á að kyrinast tilteknum kven mönnum; sem eru annálaðar fyrir fegurö. Spilavitahringirnir. Hér er þess ekki neinn kostur að rekja álit nefndarinnar. í( stuttu máli er það ályktun henn ; ar, að rekin séu mjög öflug og vel skipplögð glæfrasamtök, er nái meira og minnar til allra borga Bandarikjamia. Voldug- ust og öflugust eru þau glæpa- félögin, er annast rekstur spila- víta og ólöglegra veðmála. Segja má, að það séú tveir , öflugir hringir, sem spenna net sín urn nær öll Bandaríkin, er annast þessa starfsemi. Annar hefir að setur í Chicago og eru gamlir samherjar A1 Capone höfuðpaur arnir í honum. Hinn hefir að- setur í New York og er aðalleið- togi hans Frank Costello, er hefir ýmist verið kallaður fjár- glæfrakonungur eða spilavítis- konungur Bandaríkjanna. Milli þessara hringa er talsvert sam- starf, sem m.a. felst í því, að þeir keppa hvergi í sömu borg- inni og reyna jafnframt að úti- loka aðra keppinauta. Helzti milligöngumaður þessara hringa og ef til vill raunverulegur leið- tögi þeirra er talinn „Lucky“ Luciano, sem var gerður land- rækur til ítalíu fyrir nokkrum árum fyrir atbeina stjórnmála- mannsins Thomas Beweys, er þar var saksóknari í Nfew York, Luciano dVelur nú á Sikiley. At- hyglisvert er, að svo til allir að- almennirnir í umræddum elæpa samtökum eru af ítölskum upp- runa, og þó einkum sikileysk- um. Starfsemi spilavíta- og veð- málahringanna er ekki nema að vissum þræði fólgið i því aö reka þessa ólöglegu starfsemi. Til þess að halda henni uppi þarf m.a. mjög víðtækt mútu- kerfi, svo að verðir laganna láti sér sjást yfir þessa starfsemi. Reynt er eftir hinum ótrúleg- ustu leiðum að tryggja sér vel- vild eða hlutleysi þeirra, er með lögregluvöldin fara á hverjum stað. Viðskiptamenn spilavít- anna, sem margir eru háttsettir, eru óspart notaðir í þessu sam- bandi. Ef mútur og aðrar slík- ar aðferðir duga ekki, er gripið til róttækari ráðstafana. Of- beldi er ekki ósjaldan beitt, þeg ar ekki er talin annars kostur. Þá er leitað til annarra glæpa- félaga eða undirdeilda, er sér- KEFAUER staklega hafa slík liöndum. verk með Fííxir mean. Flestir af forustumönnum þessara fjárglæfrahringa kepp ast við að koina fram sem lieið- virðir betri borgarar og haga störfum sínum þannig, að mjög erfitt er að ná til þeirra, þótt lögreglan geti eitthvað upplýst um þessa óiöglegu starfsemi. Gegn þeirn er sjaldan hægt að fá neinar lögmætar sannanir. Að þessu leyti eru þeir frá- brugðnir hinum gcmlu glæpa- kóngum Bandaríkjanna, er stóðu oftast sjálfir í eldinum. í gamni og alvöru hefir þetta ver ið orðað bannig, að glæpastarf- semin sé orðin „fín atvinnu- grein“. Frægastur þessara nýju glæfraleiðtoga er Frank Cost- eilð, sem áður var nefndur. Hann heldur til á fínustu hótelum og baðstcðum Bandarikjanna. — Fiestum Bandaríkjamönnum er þó kunnugt um atvinnu hans, en samt hefir lögreglunni ekkí tekizt nema einu sinni að hafa hendur í hári hans. Það var fyrir nær 4Ö árum, er hann varð uppvís að því að eiga byssu án leyfis. Það þykir fullvíst, að höfuð- paurar umræddra hringa eða glæfrasamtaka græði offjár á ári hverju. Áætlað hefir werið, að velta eða umsetning hinna ó- 'íglegu spilavíta og veðmála- CFramhald á 6. síðu) Á fiótta Enn er ver;B að skrifa um skatta og aukaútsvör og auka- niðurjöfnun. Allmikið hefir verið rætt um þessa hluti og ýlnsir kvatt sér hljóðs. Fjár- mál Reykjavíkur og greiðslu- vanðræði hafa mjög komið v:ð sögu. Mikia eftirtekt vakti lengi vel, hve talsmenn bæjar stjórnarmeirihlutans voru þög ul'r og hógværir í þessum orðræðum. Þeir blátt áfram viðurkenndu mikla fjárhags- örðugieika og gorgeirinn um góða fjármálastjórn hvarf ger samlega. Mikill ávinningur var að þessum umræðum, og þó mest ur í framtíðinni. Augu manna hafa almennt opnazt fyrir, að ekki væri trausts að leita um góða f jármálastjórn til Reykjavíkur. Það halareipi ér brostið. Þessar einföldu en hollu síaðreyndir liefir fjölái manns tileinkað sér síðustu vikurnar og glatað traust er erfitt að vinna aftur. Þetta er Mbl. tekið að skynja og sksl- ur að hætta er á ferð. Það á innangengí um bakdyrnar til forráðanianna Reykjavíkur, og hafa þeir félagar áhyggjur þungar. Þeir finna eins og aðrir, að traustið er á förum. En að sama skapi gengur rík- isbúskapur'nn vel, við vax- andi traust. Viðbrögð þeirra birtast í Mbl. Þau eru næsta brosleg. Megin rökin eru, að víðar sé illa stjórnað. Það er ekki sagt með berum orðum, en hugs- anagangurinn er Ijós. Einn daginn var langur leiðari um að fjármálin væru líka í ó- lagi í Hafnarfirði. Annan dag inn eru það Almannatrygg- ingar, sem er fjár vant. Heggur sá er hlífa skyldi, ef Mbl. talar um mikil f jár- útlát til Almannatrygging- anna. Þær eru einn ávöxtHr- inn af samstarfi Sjálfstæðis- manna, kommúnista og AI- þýðuflokksins frá „nýsköpuh- ar“ tfmanum. Greinilegt er, að mikil ög Raddir nábúanna Þjóðviljinn hefir í svæsinni góð umskipti eru orðin hjá hefir verið. Það mál þarf að rannsaka og gera ráðstafanir samkvæmt því. Óhjákvæmi- legt var að álagning liækk- aði nokkuð vegna hækkaðs kaupgjalds verzlunarfólks, en vera má að verzlanirnar hafi í sumum tilfellum metið sér hana ofríflega. Það ber hlut- aðeigandi yfirvöldum vissu- lega að kynna sér. En vert er hinsvegar að minnast þess, að lítil bót er aö verðlags- ákvæðum og verðlagseftirliti, þegar vörurnar eru seldar bak dyramegin og á svörtum mark aöi. Þá eru slíkar hömlur ekki til annars en að sýnast. Sú var reynslan í stjórnartíð Stefáns JóhannS: árásargrein kennt ríkisstjórn inni um þá verðhækkun á kolum, er nýlega hefir orð- ið. Um þetta segir Visir i fyrra dag: „Það er að vísu rétt, að kólin hafa hækkað mikið í verði og er þaö hörmulegt. En hverjum er það au kenna? Það eru vin- ir Þjóðviljans, kommúnista- stjcrnin í Póllandi, sem hafa hækkað kolin gifurlega og stefna bar með í óefni afkomu íslenzkrar alþýðu. Pólsku kommúnistarnir hafa hækkað kolaverðið síðan í september í fyrra úr kr. 180,34 komin í skip og upp i 350,88, eða nærri tvöfaldað verðið. Þessi mikia hækkun er nú fyrst að koma fram. vegna þess, að gamlar birgðir með lægra verði hafa verið á markaðinum hér und- anfarið. Kolaverðið í teandaríkjun- um er nú kr. 167,00, komið 1 skip og geta allir séð á því, hversu gífurlega Pólverjar okra á kolum sínum og nota sér neyð ar.narra ríkja, sem við þá þurfa að skipta. Þetta háa kolaverð, sem við verðurn að greiða, er skattur, sem tekinn er af fátækri íslenzkri alþýðu, vegna þess að verið er að reyna að halda uppi viðskiptum aust an járntjaldsins og þá sér- staklega við Pólland." Vísir segir að lokum, að kommúnistar hafi látið mjög af því, hve hagkvæ'int sé að skipta við Austur-Evrópu- löndin. Kolasviðskiptin pólsku séu talandi vottur um haglcvæmni þessara viðskipta! Mbl. Á flóttanum örlar ekki á stærilæti. Blaðinu finnst mikill varnarsigur, ef hægt er að benda á annað bæjar- félag, eða stofnun, sem sé fjár vana. Það er öll reisnin þessa dagana. Samanburð á afkomu ríkis og bæjar er með öllu sleppt. Nú er í það skjól fokið, síð- an Framsóknarmaður tók við f jármálastjórninni. Áður, meðan Sjálfstæðismenn höfðu hana, var Mfcl. óþreytandi að slá Reykjavík gullhamra á kostnað flokksbræðra sinna i f já-rmálaráðherraembættnnu. Sannaðist þá hið fornkveðria, að sóttust sér um líkir, og veitti hvorugum betur. Suma dagana hefir áhugi blaðsins snúizt um hverjir hafi skrifað um þessi mál liér í blaðið. Rökin hafa verið ó- þægileg, en þá var að finna höf. og e.t.v. væri þar snögg- ur blettur. Háfa komið fram áberancli sárindi við einn af merkustu borgurum bæjar- ins, sem blaðið heldur, að liafi skrifað eitthvað. En þarna er Mbl. lifandi lýst: Það bognar undir þunga rak- anria, en hyggst á flóttanum, að ná sér niðri á einhverjum einstaklingi. Enn broSlegri er viðureign blaðsins við Pétur Jakobsson. Pétur skrifar í léttum stíl og líkingamáli og hæðist að ráða mönnum Reykjavíkur. Mbl. yFramhald á 7. síðu) \ •• í,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.