Tíminn - 08.09.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.09.1951, Blaðsíða 6
1ÍMINN, laugardaginn 81 septembér 1951'. 202. blað. Dætiii* götimnar Áhrifamikil þýzk mynd, sem lýsir lífinu í stórborgunum, hættum þess og spillingu. Mynd þessi hefir vakið fá- dæma athygli alls staöar þar sem hún hefir verið sýnd á Norðurlöndum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára NÝJA BÍO Scott sutSurlicim- skautsfarl (Scott of the Antarctic) Mikilfengleg enslc stórmynd í eðlilegum litum, sem fjall- ar um síðustu ferð Roberts Palkons Scotts og leiöangur hans til suðurskautsins árið 1912. Aðalhlutverklð leikur enski afburðaleikarinn John Mills Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Klukkuruar í San Fernando (Bells of San Fernando) Spennandi og skemmtileg ný amerísk mynd. Donald Woods, Gloria Warren. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. * Utvarps viðgerðir LAUGAVEG 166. Radiovinniistofan Afnnið að grciða kiaðgjaldið Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Sími 5833. Heima: Vitastíg 14. Austurbæjarfaíó Tvö í Farís Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Gög ©g Gokke í lífslisettu Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ Eisku Rut (Dear Ruth) Sprenghlægileg amerísk-gam anmynd gerð eftir samnefndu leikriti, er var sýnt hér s. 1. vetur og naut fádæma vin sælda. Aðalhlutverk: William Holder. Joan Caulfield, Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. JirwA/lu^JO&uA/WíA. •dt' áejl&V 0Cui/eUi4Ícr% GAMLA BÍÓ Stórliorgin (Big City) Skemmtileg ný amerísk kvik mynd. c Margaret O’Brien, Robert Preston, Broadway-st j arnan Betty Garrett, söngkonan Lotte Lehmann. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ i.oi isA (Þegar amma fór að slá sér upp). Vegna mikillar aðsóknar verð ur þessi afar vinsæla gaman mynd sýnd kl. 9. Litill strokumaður (My Dog Shep) Spennandi og skemmtileg ný amerísk mynd. Lanny Rees, Tom Neal. Sýnd kl. 5 og 7 TRIPOLI-BIO IJtaiirákis- fréttaritarinn Joel McGrea, Laraine Day. Sýnd kl. 7 og 9 Eiiiræðislierraiin (Duck Soup) Gamanmyndin sprenghlægi-1 lega með Marx-bræðrum. Sýnd kl. 5. Auglýsingasími TIMANS er 81 300. ELDURINN [ gerir ebkl boð á undan *ér. Þeir, sem eru hyggnlr, tryggja strax hjá SamvinnutryggingtHM Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu) starfseminnar sé árlega frá 17— 30 miljörðum dollara. Það dreg- ur ekki úr auðsöfnun glæfra- leiðtoganna, að tekjur þeirra eru að sjálfsögðu skattfrjálsar, þar sem þeirra er aflað utan við lög og rétt. Erfiðleikar þeirra eru hins vegar verulegir við það að fela eignirnar. Margþætt glæpastarfsemi. í beinu eða óbeinu sambandi við spilavíta- og veðmálahring- ina eru svo ýms önnur glæpa- samtök, er sinna enn lægri við- fangsefnum. Þau fást við sölu eiturlyfja, útvegun á vændis- konum og önnur álíka vinnu- brögð. Loks koma svo samtök, er taka að sér að vinna ýms of- beldisverk fyrir góða borgun. Ákveðinni verzlun er sagt að hafa viðskipti við ákveðinn iöju höld, ef hún vilji ekki eiga skemmdastarfsemi yfir höfði sér, ellegar iðjuhöldinum er hót að því sama, ef hann taki ekki upp viðskipti við tiltekna verzl- un. Það er ekki ósjaldan, þegar illa gengur í samningum, að leit að sé til slíkra ofbeldissamtaka og margir kjósa að eiga þau ekki yfir höfði sér. Verst og illræmd- ust þessara samtaka er nú Mafía-félagsskapurinn, sem skip aður er Sikileyingum, og tal- inn er hafa margt óupplýstra morða á samvizkunni. Nýlega upprætti lögreglan slíkan fé- lagsskap í New York, en hann hafði valið sér nafn eftir verk- efninu og kallaði sig hlutafélag ið Morðinginn. Aðalmenn þess sluppu þó að mestu vegna þess, að aðalvitnið var drepið meðan á réttarhöldunum stóð og næg- ar sannanir fengust því ekki gegn þeim. Loks er svo aö nefna ofbeldis- samtök er þrifust innan sumra verkalýðssamtakanna. Glæfra- menn brjótast þar til valda með því að ógna verkmönnum til fylgis og heimta síðan mikinn skatt af atvinnurekendum, ef þeir vilja ekki eiga verkföll eða skemmdarverk yfir höfði sér. Stundum gerast slíkir ofbeldis- menn leiguþý atvinnurekenda og hræða verkamenn eða leið- toga þeirra til að falla frá kaup kröfum. Mest ber nú á slíkum ofbeldismönnum í samtökum hafnarverkamanna og má jafn vel segja, að enn séu ekki til raunveruleg verkalýðsfélög hafn arverkamanna í mörgum aöal- hafnarborgum Bandaríkjanna, heldur séu slík félög í höndum ofbeldismanna, er misnoti þau til hagsbóta fyrir sjálfa sig. Hafnarverkamenn eru líka sú verkalýðsstétt Bandaríkjanna er hefur lakasta aðstöðu á marg an hátt. yi^VWV.WWA^VAV.V.W.V.V.V.Y.V.V.V.’.V.VAW i ^JJeítbi Bernhard Ncrdh: 'onci VEIÐIMANNS V.Y.V.V.V.VV.V.V.Vi 1‘°- DAGUR .v.V.V.V.VAVrV.V.’J — Jú. Og nú vantar Árna konu. Ingibjörg stundi vlð, — Hann.... hann kom hingað til þess að eiga Júdit, sagði hún lágt. Kom hingað, þótt hann hefði eins vel getað linigið niður á leiðinni. j — En hann vissi ekki þá, að þú varst orðin frjáls. Ég ætti að vita, hvernig honum var innanbrjósts. Ella segist hafa látið Árna vita, að Erlendur sé farinn. Og nú förum við heim í skálann. Ég get mér þess til, að honum létti fremur en hitt, þegar hann sér. að þú ert hér ennþá. Fyrr hefir hann enga eirð. Nokkrum klukkustundum síðar var Árni sofnaður vært, og Ingibjörg læddist á tánum út frá honum. Hún bar fing- ur að vör sér, er hún gekk fram hjá Ellu, sem lá í grasinu við kofadyrnar og hló fullhátt. Ella brosti til hennar. O-jæja. Árni hafði þolað það, sem verra var en innilegur hlátur. — Setztu hérna, svo að ég geti faðmað þig að mér, sagði Ella. Ingibjörg hristi höfuðið. Hún haföi öðru að sinna. Nú varð hún að flýta sér, svo að hún næði tali af prestinum, áður en hann hélt á brott. — Flýttu þér þá. Ég hita kaffi á meðan. Ingibjörg fór sér þó ekki hratt. Skyndilega nam hún stað- ar og sogaði að sér tært kvöldloítið í djúpum togum. Hún horfði yfir til fjallanna handan við vatnið. Það voru enn stórar fannir í brúnunum. En hún hræddist ekki þessa skafla. Hún vissi, að handan við fjöllin voru dalir með grænum gróðri. Hún tyllti sér’á tá, eins 0% hana langaði til þess að faöma aö sér allt umhverfið. Lífið hafði loks^skipaö henni þar í fylkingu, er hún fann að hennar staður var. Sú kona, sem engum gaf sig að heilum huga, var dauð kona, og það vildi hún ekki vera. Hún vildi standa við hlið Árna. Það var glæpur gegn lífinu að hlýða ekki kalli þess. Jónas Pátursson var lagður af stað heimleiðis, og hann hlj'óp við fót og svitinn streymdi af andliti hans. Hann varð að hraða sér heim til konunnar. Unga fólkið gat komið síðar, þegar Árni var oröinn ferðafær. Það lék bros um varir hans, og blóðið streymdi örar um sinaberan líkamann en það hafði lengi gert. Óheilladagarnir voru á enda. Sólin var aftur að renna upp yfir Akkafjall. ENDIR. Árliók RartSa- strandarsýsln (Pramhald af 3. síðu.) að mestu eða öllu unnin ó- keypis. Ég tel að hér sé þarft verk unnið; þótt eigi sé urn stór- brotna framkvæmd að ræða. Það mun sannast að eftir nokkra áratugi verður rit þetta mjög vel þegiö af fróð- leiksfúsu fólki og fræðimönn um framtíðarinnar mun það lika verða kærkomið iieimild arrit. Samtímamennirnir fá líka þarna glöggt heildaryfirlit um alla viðburði, sem máli skipta, innan sýslunnar, og líka mikinn hagsögulegan fróðleik. Þótt sitthvað af þessu hafi birzt í blöðum eða verið lesið í útvarp, þá er allt slíkt eðlilega samhengis- laust og gleymist því að vörmu spori. Einkanlega hafa útvarpsfréttfirnar einungis gildi fyrir líðandi stund. Það er sjálfsagt og nauð- syníegt, að nokkur stór, mynd arleg og víðlesin landsmála- blöð séu gefin út. — En smá- blöðin, sem gefin eru út í ýmsum bæjum,- og landsmála flokkarnir standa oftast að, eru alls ekki örugg heimild um atburði, auk þess sem fréttavalið er jafnan hrafl- kennt og samhengislaust. — Blöð þessj (stærri landsmála blöðin eru þar að vísu engir eftirbátar) leiöast einatt til þess að hagræða fréttum og og frásögnum um athafnir einstaklingta, félagasamtaka, ellegar bæjarfélaga og sveita, eftir því sem bezt þykir henta til fylgisaukningar, eða í flokkspólitízku hagsmuna- skyni. Áhugamenn í bæjum og sýslum ættu að taka hönd- i um saman, hver í sinni sýslu, og efna til árbókar af svip- , aðri gerð og þeirrar sem hér er getið. | Barðstrendingar hafa vísað hér veg, sem ég hygg að önn- ur sýslufélög landsins feti, ef , ekki nú þegar, þá í náinni framtíð. i K. J. +-U+*** Þorvaldur Garðar Kristjáiisson málflutningsskrifstofa, Bankastræti 12. Símar 7872 og 81 988. Nýtt finnskt met 1500 metra hlaupi Síðastliðinn sunnudag setti Taipala nýtt finskt meðt í 1500 m. hlaupi. Hljóp hann vegalengdina á 3:47,8 mín. sem er fjórði bezti árangur, sem náðst hefir á þessarj vega lengd í Evrópu í sumar. Eftir hinn ágæta árangur, sem tveir sænskir hlauparar náðu nýlega í 1500 m. hlaupi, lítur listinn yfir bezu 1500 m. hlaup ara heimsins þannig út: 1. Gunder Hágg, Svíþjóð. 1944, 3:43,0 mín. 2. Lennart Strand, Svíþjóð, 1947, 3:43,0 mín. 3. Wim Slikjhuis, Holland, 1949, 3:43,8 mín. 4. Arne Andersson, Svíþjóð 1944, 3:44,0 mín. 5. Henry Ericson, Svíþjóð, 1947, 3:44,4 mín. 6. Sture Lundquist, Svíþjóð 1951, 3:44,8 mín. 7. Olle Aberg, Svíþjóð 1951, 3:45,4 mín. 8. Gaston Reiff, Belgiu, 1949 3:45,8 mín. 9. Rune Persson, Svíþjóð, 1945, 3:46,2 mín. 10. Gösta Bergquist, Sví- þjóð 1947 3:46,6 mín. Af þessum lista má sj^. að af 10 beztu 1500 m. hlaupur- um eru átta Svíar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.