Tíminn - 23.09.1951, Blaðsíða 4
NiÖurlag.
Lengi voru menn ekki fylli-
lega á eitt sáttir um þaö, hvaö
telja bæri Rochdale-fyrir-
komulagið. Þetta varð til þess
að Alþj óðasambandið kom
upþ nefnd árið 1930, og átti
hún að kynna sér starfsgrund
völl samvinnufélaga víða um
heim meö það fyrir augum
að ákveða, hvað telja bæri
grundvallarreglur samvinnu-
félaga.
Nefndin slcilaði áliti árið
1937. Taldi hún reglurnar
vera sjö, þar af fjórar fyrstu
reglurnar hin eiginlegu sam
vinnueinkenni, en þrjár síð-
ari reglurnar „hluta af
Rochdale-fyrirkomulaginu og
viðhaft í rekstri samvinnu-
hreyfinga í ýmsum löndum,“
en ekki bæri þó að líta á þær,
sem „skilyrðj fyrir inngöngu
í I.C.A.“.
Reglurnar sjö eru þessar:
A. Aðalreglurnar, eða
samvinnueinkennin:
1) Öllum heimil þátttaka í
félagsstarfinu;
2) Lýðræðislegt stjórnarfar,
nánar tiltekið, að hver
maður hafi aðeins eitt at-
kvæði;
3) Tekjuafgangi úthlutað til
félagsmanna í hlutfalli
,við viðskipti;
4) Ákveðnir hámarksvextir
greiddir af fjármagni.
B. Þýðingarminni
reglurnar:
5) Hlutleysi í stjórn- og trú-
málum;
8) Sala gegn staðgreiðslu;
7) Stuðlað að aukinni fræðslu
starfsemi. <
Vegna mjög almenns mis-
skilnings, er sérstök ástæða
að geta þess í sambandi við
fimmtu regluna, að í upphafi
samvinnuhreyfingarinnar
var ekki lagður sá skilningur
sem nú til dags er yfirleitt
lagður í hugtakiö pólitískt
hlutleysi samvinnufélaga.
Vefararnir í Rochdale hugs-
uðu sér ekki, að félögin væru
hlutlaus í stjórnmálum í
venjulegum skilningi. Þeir
voru ' flestir Owenistar og
vildu breyta þjóðskipulaginu
og bæta það með umbóta-
starfi sínu. Pólitískt hlutleysi
samvinnufélaga í þá daga
þýddi: „Að félagið átti að
vera hlutlaust hvað afstöðu
til jafnaðarmanna, Chartista
og fylgjenda Bandalags And-
kornlaga»na snerti,“ segir
prófessor Cole í bók sinni
A Century of Cooperation
(Bls. 73). „Það þýddi ekki, að
búizt væri viö því, að íhalds-
menn mundu ganga í félög-
in“.
Mr. H. Taylor, forseti
brezka samvinnuþingsins
ræddi þetta atriði í forseta-
ávarpi sínu til þingsins í
sumar. Málgagn brezka sam-
vinnufríéðslusambandsins
(júní-hefti, Cooperative
Review) gaf eftirfarandi yfir
lit um þennan hluta ræð-
unnar:
„Samvinna, sem efnahags-
og félagsstefna getur ekki
verið og er ekki hlutlaus í
stjórnmálum. Félag Rochdale
vefaranna var ekki hlutlaust
í stjórnmálum. Þeir veittu
félagsmönnum sínum þann
rétt (að taka hvaða afstöðu,
sem þeim sýndist, til stjórn-
mála), en félagiö, sem slíkt,
tók afstöðu til stjórnmála."
Samvinnuþingið í Bretlandi
í sumar, þar sem þessi ræða|
samvmnumanna
Eftir Hannes Jonsson félagsfræðing’
var flutt er m. a. frægt fyrir
það að fulltrúar frá Leeds báru
fram tillögu um að brezka
samvinnuhreyfingin skyldi
vera hlutlaus í stjórnmálum,
en tillagan var felld með
9.761 atkvæöum gegn 441.
Þegar reglurnar voru til
umræðu á þingi Alþjóöasam-
bandsins var, eins og fyrr
segir, ákveöið, að pólitískt
hlutleysj skyldi ekki vera skil
yrði fyrir inngöngu í samtök-
in, enda var vitað aö brezka,
belgíska og fleiri samvinnu-
hreyfingar tóku beina af-
stöðu til stjórnmála.
Helstu erfiðleikarnir.
Styrjaldir og einræðisöflin
í heiminum hafa ollið Al-
þjóðasambandinu mestum
erfiðleikum. Á timabili fyrri
heimsstyr j aldarinnar var
mjög erfitt. aö halda sam-
bandinu gangandi og á
tímabili seinnj heimsstyrjald
arinnar heftist starf þess
verulega. Og alls staðar, þar
sem einræðisöfiin hafa náð
að festa rætur, hafa sam-
vinnufélögin hætt að vera til
sem frjáls og óháð félög og
yfirleitt klofnað út úr Alþjóða
sambandinu.
Þannig var þetta með
ítölsku samvinnufélögin laust
eftir valdatöku fasista 1923,
þýzku samvinnufélögin eftir
valdatöku nazista 1933 og
austurrísku samvinnufélögin
eftir að Austurríki var inn-
limaö í Þýzkaland 1938. Sam
vinnufélögin voru steypt inn
í „kerfið“ í þessum löndum og
hættu að vera til sem frjáls
og óháð samvinnufélög.
Við valdatöku kommúnista
í Rússlandi stefndi sama
hætta að félögunum þar.
Rússnesku félögunum var
breytt verulega með valdboði
yfirvaldanna árið 1919 og aft
ur árið 1920. Samvinnumönn
um hins vestræna heims, sem
höfðu vanizt því að samvinnu
hreyfingin væri frjáls og sjálf
stæö samtök fólksins og ó-
háð rikinu, geðjaðist ekki að
þessari breytingu á rússnesku
félögunum, þar sem ríkið
skyldaði fólk til þess að ger-
ast félagsmenn, sagði hreyf-
ingunni hvað hún ætti að
gera og að miklu leyti, hverj-
ir ættu að stjórna henni.
Á þingi Alþjóðasambands-
ins í Basel, árið 1921, voru
þessi mál rædd rækilega. Sér
stök nefnd var skipuö til að
athuga rússnesku samvinnu-
félögin og mælti hún með því
að rússneska samvinnuhreyf-
ingin fengi að vera áfram í
sambandinu þrátt fyrir breyt
inguna sem gerð var á rúss-
nesku félögunum. Samvinnu
þingið samþykkti þessa af-
stöðu nefndarinnar eftir
miklar umræður, en jafn-
framt samþykkti það yfirlýs
ingu þess efnis, að samvinnu
félögin ættu að vera frjáls
og óháö, að fólk ætti að vera
sjálfrátt um það hvort það
verzlaði við þau eða ekki, og
að félögin ættu að vera óháð
ríkinu.
Þessar gerðir alþj óðasam-
vinnuþingsins í Basel, 1921,
eru nokkuð mótsagnakennd-
ar, eins og síöar kom á dag-
inn, enda þótt mótsagnanna
gæti ekki fyrst i stað, vegna
þess að árið 1924 var rúss-
nesku samvinnufélögunum
enn breytt með nýju valdboði,
er gerði sjálfstæði þeirra
meira en áður var, a. m. k.
í orði kveðnu.
Á seinni árum hefir „mót-
sögnin frá 1921“ valdið Al-
þjöðasambandinu æ meiri
erfiöleikum. Mikið af tíma sam
vinnuþingsins í Prag 1948 fór
í deilur um þaö, hvað telja
bærj frjáls, óháð og lýðræðis
leg samvinnufélög. Kom þar
í ljós, að fulltrúar „austurs"
og „vesturs', leggja ekki leng
ur sama skilni-ng í þessi
hugtök.
Samvinnufélögunum aust-
an járntjaldsins hafði eftir
jstríðið verið breytt eftir' rúss
neskri fyrirmynd, sum gömlu
félögin lögð niður með vald-
boði, en ný stofnuð í staðinn
á sama hátt. í þessum lönd-
um haföi hreyfingin vei|ið
steypt inn í „kerfi“ komm-
únismans. Eftir rækilega at-
hugun á skipulagi og starfs-
háttum þessara félaga hefir
Alþjóðasambandið ekki séö
sér fært að viðurkenna
þessa „nýju“tegund samvinnu
félaga, og á þeim grundvelli
hefir t. d. umsókn austur-
þýzka samvinnusambands-
ins um inngöngu verið felld.
Sama er að segja um umsókn
pólska samvinnusambandsins.
Alþjóðasambandið hefir þó
ekki enn farið inn á þá braut
að vikja þeim rikis-samvinnu
fél„ sem í samb. eru, úr sam-
tökunum, enda þótt ýmislegt
bendi til þess, að starfsfriður
verði ekki innan þess fyrr en
þetta verður gert. Eitt aðal-
viðfangsefni samvinnuþings-
ins í Kaupmannahöfn mun
vafalaust vera að reyna að
leysa endanlega þau alvar-
legu vandamál, sem steöja að
sambandinu í þessum efnum.
il Ԥ
Árangur starfsins
Það er erfitt verk að meta
hinn hagnýta árangur, sem
orðið hefir af starfi Alþjóða-
sambandsins. Vafalaust hefir
hann ekki orðið eins mikill og
forvígismenn I.C.A. gerðu sér
vonir um á fyrstu árum þess.
Tvennt hefir sérstaklega
hindrað eðlilega þróun þess.
í fyrsta lagi heimsstyrjald-
irnar tvær, sem voru Þrándur
í götu alls alþjóöasamstarfs
á sínum tíma. Og í öðru lagi
valdataka einræðisaflanna í
Evrópulöndunum.
Vafalaust fara örlög Al-
þjóðasambands samvinnu-
manna nokkuð eftir því,
hversu friðarmálunum skipast
í heiminum á næstu árum eða
áratugum. Hreyfingin sjálf
virðist alltaf hafa gert sér
fyllstu grein fyrir því, að und
irstaða þess, að nokkur árang
ur geti orðið af friðsælu upp-
byggingarstarfi hennár sé, að
friður og frelsi haldist í heim
inum. Þess vegna hefir hún
að undanförnu, jafnframt
starfi sínu í þágu samvinnu-
mála, látið friðar- og fram-
fararmál mannkynsins mikið
til sín taka. Yfirlýsingar I.C.
A. á samvinnudaginn undan-
farin ár hafa t. d. fyrst og
fremst mótast af friðarvilja
samvinnumanna, trú þeirra á
lýðræði og frelsi í vestrænum
skilningi, fylgi þeirra við
mannréttindi, og andúð
þeirra á einræði, ofbeldi og
ójöfnuöi.
Um það skal engu spáð,
hvort Alþjóðasambandinu
tekst nokkurn tíma að ná hin
um háleitustu markmiðum
(Framhald á 7. síðu)
A.V. óskar eftir að koma eft-
irfarandi hugleiðingum á fram-
færi:
„Bak við húsið nr. 78 við
Hverfisgötu og 8A við Vitastíg
standa nokkrir hrörlegir
geymsluskúrar. Þök þessara
húsa eru flöt og nokkur börn
hafa gert þau sér að leiksviði.
Stundum safnast þarna saman
hópar af stálpuðum drengjum
til að skemmta sér. Hafa þeir
búið þarna út dúfnakassa, eða
eitthvað þess háttar. í kringum
hann lendir stundum í rysking
um, munar þá oft minnstu, að
eitthvert barn úr hópnum falli
út af þakinu, en þaö gæti orð-
ið hættulegt, jafnvel valdið
j dauðaslysi. Komið hefir fyrir
hér í bæ, að börn hafa dottið
j ofan af húsþökum og meiðst
hættulega.
Tvö skúrþök eru þarna rétt
hjá úr torfi og grasigróin. Mikla
fyrirhöfn og umstang hefir kost
að að vernda annað þeirra fyrir
átroðningi og skemmdum af
völdum krakkanna, en þó hefj
ir það ekki tekizt með öllu. Á
því er þakgluggi. Árlega hafa
krakkar brotið hann. Hefir eig
andinn kostað rnarga tugi króna
til að endurnýja hann. Hefir
honum dottið í hug að girða'
þakið með gaddavír til að
vernda það fyrir átroðningi og
gluggabrotum, þó að ekki verði
það til fegurðarauka.
En livað á að gera? Annað
hvort verður bæjarfélagið að
koma algerlega í veg fyrir, að
börn geri hér húsþök að leik-
svæði, þar sem þau bæði geta
valdið slysum og skemmt verð-
rnæti fyrir öðrum, eða menn
verða að gera ráðstafanir til
að vernda eign sína, þó að það
fari í bága við smekk fegrunar-
félags bæjarins."
1 tilefni af þesum þætti A.V.
‘<n-m* v*
vildi ég vekja athygli á grein,
sem ég las nýlega í ensku blaði,
um nýstárlega leikvelli. Leik-
vellir þessir eru þannig útbúnir,
að safnað er saman ýmsum úr-
gangsmunum á afskekkt svæði,
eins og uppgjafabílum, skúrum
og ýmsum munum, sem ekki
eru notaðir lengur. Síðan er
börnunum leyft að leika sér að
þessu. Þetta skapar þeim miklu
fleiri og margbrotnari viðfangs
efni en venjulegir leikvellir með
rólum, sandkössum og öðru
slíku. í fyrstu var litið á þessa
leikvelli með tortryggni, en þaö
voru Danir, sem fyrstir tóku
þá upp. Reyndin varö hins veg-
ar sú, að þetta gafst mjög vel
og hafa slíkir leikvellir sprottið
upp um víða veröld á síðari ár-
um. Einkum munu þeir þó út-
breiddir í Bandaríkjunum.
Svo ljúkum við baðstofuhjal-
inu i dag með því að hafa yfir
nokkur spakmæli, sem birtust
í seinasta Víði:
„Mikilvægasti eiginleiki
stjórnmálaleiðtoga er ekki hug-
vit, heldur hugrekki.
Heimspekingur er sá, er skil-
ur, að skuldunautar hans eru
,oft ennþá áhyggjufyllri en hann
sjálfur.
Glettnin er olía á lampa lífs-
ins. Án hennar verður hin
flókna samsetning, maðuririn,
hrjúf og óliðleg. Engin örlög eru
svo hörð og engir erfiðleikar
svo slæmir, að það mildist ekki
við hlátur.
Ef maður hefir nokkra sam-
vizku, þá er það áreiðanlegt að
hún er slæm.
Því meira ljós, þeim mun
færri vofur.
Það er erfitt að öðlast ham-
ingjuna, því hún veitist aðeins
þeim, sem gera aðra hamingju
sama.“
Starkaður.
InnSeysið póstkröfurnar
Þeim kaupendum utan Reykjavíkursvæðis-
ins er greiða eiga blaðgjaldið beint til inn-
heimtu blaðsins hafa verið sendar póstkröfur
fyrir ógoldnum blaðgjöldum. Innleysið póst-
kröfuna þegar er yður berst tilkynning um
hana frá næsta pósthúsi.
Greiðið blaðgjaldið fyrir septemberlok
Innheímta Tímans
Dilkakjöt Mysuostur
Alikálfakjöt 30% ostur
Luiidi
Hjiipur
Lax
40% ostur
Smjör
Smjörlíl&i
Kokossmjör Kökufeiti
Heildsöiubirg’ðir kjá:
HERÐUBREIÐ j
Sími 2678