Tíminn - 25.09.1951, Blaðsíða 1
[ áltrwrfi.' ■ i —
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur í Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
35. árgangur.
Reykjavík, þriðjudaginn 25. september 195L
216. blaff.
Tungus hlaut 90
þúsund kr. sekt
Bæjarfógetinn í Keflavík
kvað í gær upp dóm í land-
helgismáli skipstjórans á
rússneska móðurskipinu
Tungus, sem tckið var í land
helgi við Reykjanes fyrir
nokkru. Ðómurinn var á þá
leið, að skipshöfnin á Tung-
us hefði oröið sönn að sök
um það að vera að ólögleg-
um síörfum í íslenzkri land
helgi. Hlaut skipstjóri'.n 90
þús. kr. sekt en í stað þess
komi 7 mánaða A’arðhald, ef
sektin verðu.r ekki greidd
innan fjögurra vikna frá
birtingu dóms þessa.
Norrænn dagur á
laugardaginn kemur
Fyrir forgöngu Norrænu fé-
laganna í öllum Norðurlöndum
verður s.k. „Norrænn dagur“
hátíðlegur haldinn laugardag-
inn 29. september n.k. Tilgang-
urinn er að efla norræna sam-
vinnu, auka kynni landanna á
milli og vekja athygli á því, er
þegar hefir áunnizt í þessum
efnum. Forsætisráðherrar
allra ' Norðurlandanna munu
flytja ávörp í útvarp þennan
dag svo og forvígismenn Nor-
rænu félaganna. Valdir skemmti
kraftar munu koma fram í út-
varpi og á samkomum, sem
haldnar verða í fjölmörgum
borgum á Norðurlöndum. Efnt
verður til norrænnar bókasýn-
ingar og bækur nær 40 rithöf-
unda sérstaklega kynntar. 1
þeim skólum, sem hafið hafa
vetrarstarfsemi verður dagsins
sérstaklega minnzt.
Sýning danska listamannsins Alfrcds Jensens stendur enn
yfir í Þjóðmynjasafninu, en henni verður lokað á fimmtu-
daginn svo að nú er þver síðastur að sjá liana. Sýningin er
hin athyglisverðasta og vel þess verð, að henni sé gaumur
gefinn. Hér sést ein af myndum hans, tréskurðarmynd, sem
nefnist Febrúar, og cr úr myndaseríu hanv um árstíðarnar.
Framkvæmd við höfn-
ina i Rifi þokar afram
Frásögn Sig'm. Símonarsonar kaupfélsij.,
Næsta haust má gera ráð fyrir, að útgerð lief jist aftur í
gamalli og frægri útgerðarstöð á Snæfellsnesi, en það er
Rif. Eru miklar vonir sjómanna á utanverðu Snæfellsnesi
bundnar við hina nýju hafnargero, sem nú er unnið þar að.
Sigmundur Símonarson, kaupfélagsstjóri á Heliissandi, er
á ferð í bænum og notaði blaðamaður frá Tímanum tæki-
færið til að spyrja hann frétta að vestan.
Næsti aðalfuiuÍMr samtakaima vcrðnr hald
íksi hér á lai&di næsta surnar
Dagana 13. og 14. sept. var affalfundur Bændasambands
Norðurianda haidinn í Osló og sátu hann 64 fulltrúar frá
ölium Norffurlöndum, þar á meðal fimm fulltrúar frá ís-
landl. Forseti sambandsins, Arne Rostand, bóndi, bauð ís-
lenzku fulltrúanna sérstaklega velkomna, þar scm þetta
er í fyrsta sinn, sem ísland tekur fullkominn þátt í aðal-
fundarstörfum.
Islenzku fulitrúarnir voru
Bjarni Ásgreisson, sendi-
herra, Sveinn Tryggvason,
framkvæmdastj óri, Sverrir
Gíslason, formaður Stéttar-
sambands bænda, Einar Ólafs
son, bóndi í Lækjarhvammi
og Ólafur Bjarnason, bóndi í
Brautarholti, sem var stadd-
ur erlendis.
Efnahagsmál land-
búnaðarins.
Samkvæmt frásögn norska
blaösins Nationen, sem Tim-
anum hefir boiúzt, voru efna
hagsmál landbúnaðarins á
Norðurlöndum aðalviöfangs-
efni fundarins, og samþykkti
fundurinn aö lokum ályktun
í þeim efnum. Þar er m. a.
lýst yfir þeirri trú, aö áætlun
in urn 25% aukningu land-
búnaðarframleiöslunnar á
Noröurlöndum næstu fimm
árin muni nást, ef þaö takist
að sjá landbúnaöinum fyrir
nægu rekstrarfé og vinnuaíli,
Hekla leggst að
bryggjn á Suðureyri
Strandferðaskipið Hekla
lagðist í fyrsta skipti að
hryggju á Suöureyri í Súg-
andafirði, og er hún stærsta
skip, sem þar hefir lagzt að
kryggju. Sturla Jónsson, odd
viti, ávarpaöi skipshöfnina og
kvaö það lengi hafa verið ósk
Suðureyringa að svo stórt
skip sem Hekla gæti lagzt
þar að landi. Árnaði hann
skipinu og áhöfn þess allra
heilla.
De Gasperi ávarpar
Bandaríkjaþing'
De Gasperi forsætisráð-
herra Ítalíu kom til Was-
hington í gær á leið heim frá
Ottawa. Truman forseti tók
á móti honum á flugvellinum
en síðar u:‘- daginn ávarpaði
hann sameinað Bandaríkja-
þing. Bar hann þar fram ósk
ítala um meiri efnahagsað-
stoð frá Bandaríkjunum til
að útrýma atvinnuleysi.
Hann óskaði einnig landvist
ar í Bandaríkjunum handa
fleíri ítölum og að ítalir fengi
full umráð yfir Trieste.
Sigmundur er eins og fleiri
Sandarar með hugann bund-
nn við framkvæmdirnar í
Rifi, en þar eygir hann mikla
framtíðarmöguleika og
breyttar aðstæður fyrir sjó-
mennina á Sandi.
20 menn við vinnu.
— Við vonum, að hægt verði
að hefja útgerð úr Rifi næsta
haust að einhverju ráði, ef
vel gengur, segir Sigmundur,
og byrjað verður snemma á
liafnargerðinni næsta vor.
Eins og sakir standa vinna nú
um 20 manns við hafnargerð
ina og var byrjað á fram-
kvæmdum síðari hluta júlí-
mánaðar. Til þessa hefir
vinnan verið mest undirbún-
ingsframkvæmdir. Búið er að
leggja veg ofan að Rifinu, og
verið nú að laga undirstöðu-
hafnargarðs, sem er sjálft rif
ið. Er byggt ofan á Rifið, þann
ig að grjct er flutt að og síð-
an steypt hella yfir.
Bátahöfn sem fyrst.
Næsta sumar þyrfti aö
Ijúka við þennan garð, byggja
garð, sem á að koma á móti
Rifinu og moka upp innan
hafnar milli garðanna. í fyrst
unni er það nægilegt fyrir
fiskibátana, en ákaflega er
mikilsvert, að útgerð geti haf
izt úr Rifi næsta haust.
Ef það tekst að vinna næsta
(Framhald á 2. síðu.)
Fimm grastegundir, er
einkum stóðust kalið
Ingálfs Davíðssomn* magistors
Atlnigmi
Ingólfur Daviðsson magister athugaði í sumar á allmörg-
um stöðum hvaða grastegundir helzt stóðu eftir I kalblett-
unum, sem mikil brögð voru að víða um Ian% Reyndust það
vera snarrótarpuntur, vallarsveifgras, skriðlíngresi, tún-
vingull og í sáðsléttum háliðagras.
en hörgull á þessu tvennu
standi landbúnaðinum nú
mest fyrir þrifum.
Þá áleit fundurinn, að öll
Norðurlöndin byggju yfir
geysi miklum möguleikum til
aukins landbúnaðar. Þó lagði
fundurinn áherzlu á það, að
landbúnaöurinn þyrfti að
hafa tryggingu fyrir því, að
markaðir væru til fyrir hina
auknu landbúnaðarfram-
leiðslu við hæfilegu verði.
Slík markaðstrygging þyrfti
að vera fyrir hendi, ekki að-
eins eitt og eitt ár í senn
heldur um langa í'ramtíð.
Með því einu móti væri þess
að vænta, að sú framleiðslu-
aukning, sem nú er vænzt af
landbúnaðinum, næðist.
Næsti fundur á íslandi
Eins og skýrt var frá í
fréttum af aðalfundi Stétt-
arsambands bænda hér á
Iandi, bauð það, að næsti
fundur Bændasambands
Norðurlanda yrði haldinn
hér á landi. Á fundinum í
Osló var endanlega samþ.
að taka því boði, og verður
svo að öllu forfallalausu. Er
nú verið að athuga hvar og
hvenær fundurinn skuli
haldinn.
Með tilliti til þessa var
(FramhaJd á 2. síðu.)'
— Ekki var vitað, hvaða
grastegundir aðrar uxu á
þessum blettum fyrir kalið,
sagði Ingólfur við tíðinda-
mann Tímans, en með saman
burði á gróöri umhverfis, virð
ast grastegundirnar vallar-
foxgras, rýgresi, hásveifgras,
hálíngresi, týtulíngresi og ax-
hnoðapuntur hafa kaliö mjög
mikið og mun meira en þær
fimm tegundir, sem virðast
harðgerðastar og helzt stóðu
eftir í kalblettunum.
Kvernig kalinu er háttað.
S.Þ. telja Kaesong
óheppilegan stað
til viðræðna
Sambandsliðsforingj ar S. Þ.
og noröurhersins komu sam-
an á fund skammt frá Kae-
song i gær. Þar tilkynntu full
trúar S.Þ. að herstjórn S.Þ.
teldi Kaesong nú óheppileg-
an fundarstað framvegis, þar
Mest var kaLð á alveg flötu J sem skæruliðar beggja aðila
landi, og skipti víða um við ygeru þar mjög nærri og að
lítiiij örlegan halla eða hæðar
mun. Voru þá lægðir og jafn-
vel hjólför kp.lin, en aðeins
hærri ójöfnur grónar góðu
grasi. Sums staðar sást kal
(Framhald á 7. síðu)
alflutningaleiðir kommún-
ista til vígstöðvanna lægjuj
þar rétt hjá ,svo að flugárás-
ir S.Þ. hlytu að verða tiðar á
nágrennið. Annar fundur verð
ur í dag.
Súðin í Súesskurði
Ötlmn líðiir vel og
senda kveð jur
Tímanum barst í gær-
kvöldi símskeyti frá Kjart
ani Guðmundssyni eig-
anda og útgerðarmanni
Súðarinnar, sem nú er á
íeið til Austurlanda, fyrst
allra íslenzkra skipa.
í skeytinu stóð: „Fórum
í gegnum Súezskurðinn í
gær (þ. e. á sunnudag) á
leiðinni tii Aden. Öllum
líður vel og biðjum Tím-
ann að flytja kveðjur til
ættingja og vina“.
í Palestínu tók Súðin
farm til Hong Kong í Kína.
En skipið hefir jafnan
siglí með fullfermi á milli
hafna, frá því látið var úr
höfn í Reykjavík.