Tíminn - 25.09.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.09.1951, Blaðsíða 8
35. árgangur. Reykjavík, 25. september 1951. 216. blað. BRÍDGEMÖTIÐ í FEXEYJl’M:. ísiand með 14 stig — ein umferð eftir Ítalía hefij* sigrað — ísiazul vann Aasínr- l'íki, Hollanel og EgypiaL, lapaði fyrir Engl. íslenzka sveitin hefir staðið sig allsæmilega á Evrópu- meistaramótinu í bridge. Er nú aðeins ein umferð cftir og er ísland í 6. sætj með 14 stigum. Tíminn hefir áður skýrt frá úrslitum í fyrstu umferðunam, en í þeim fjórum, sem síðan hafa verið spilaðar, hefir ísland unnið Austurríki, Egyptaland og Holland, en tapao fyrir Englandi. ísland mætir Sviss í síðustu umferðinni. Úrslit í ein^tökum umferð um hafa oröið, sem hér segir: 9. umferð. ísland vann Egyptalancl, Danmörk vann írland, Ítalía vann Svíþjóð, Bretland vann Noreg, Sviss vann Holland, Frakkland vann Finnland og Austurríki og Belgíu. 10. umferð. England vann ísland, P’rakkland vann írland, Egyptaland vann Danmörk, Holland vann Noreg, Belgia vann Svíþjóð, Sviss vann Austurríki og jafntefli varð hjá Finlandi og Ítalíu. 11. umferð. ísland vann Holland, Austur ríki vann Noreg, Svíþjóð vann Finnland, England vann Danmörk, Sviss vann Belgíu, Egyptaland vann Frakkland og írland og Ítalía gerði jafn tefli. 12. umferð. ísland vann Austurríki, England vann Frakkland, Holland vann Danmörk, Sví- þjóð vann írland, Ítalía vann Egyptaland og tryggði sér með því sigur í mótinu, en þeir hefðu einnig mátt tapa, þar sem ísland vann eina landiS, Austurríki, sem hafði möguleika til að komast upp fyrír þá. Þá varð jafntefli milli Finnlands og Belgíu og Noregs og Sviss. Staðan. Staðan í mótinu er nú þann ig að Ítalía er efst með 21 stig. England og Austurríki hafa 16 stig, Egyptaland og Svíþjóð 15, ísland;,er í 6. sæti með 14 stig, þá kemur Frakkland með 12 stig, Sviss og Noregur með 11, Belgía 8, Finnland 7, Danmörk 6 og ír land 4 stie. Ef Frakkland vinn ur í síðustu umferðinni og ís Siátrun hafin á Biöncfyósi Frá fréttaritara Tímans á Biönduósi. Slátrun hófst hér hjá kaup félagnu í dag og er ráogert aö ( slátra 12^—15 þús. fjár. Dílk- ; ar virðast vera vænir. Fjár- ! eign bænda er nú orðln all- j mikii, svo að fjöldi slátur- fjár er aftur að ná því, sem var fyrir niðurskurð. Ágæt veður hafa verið und anfarið og eru flestir bændur búnir að alhirða og heyskap svo til lokið í héraðinu. land tapar .verður ísland í 7. sæti, þar sem Frakkland vann ísland. ísland hefir staðið sig vel gegn beztu þjóðunum. Af þeim löndum, sem eru ofar, hefir íslsnd unnið Austurríki, | Egyptaland og Sviþjóð, en að j eins tapað fyrir Ítalíu og Eng lantíi. íslenzka sveitin byrj- aði mjög ilia í mótinu og tap aði þá fyr Danmörku, Noregi og Frakklandi. Hefði slíkt ekki komið fyrir, sem hefði ekki verið ástæða til eftir spilamennsku þeirra síðar í mótinu, hefði ísland getað náð fyrsta eða öðru sæti. Samt sem áður er lítil ástæða að vera óánægður með stöðu þeirra í mótinu. Á síðasta móti var ísland í þriðja sæti rireð jafn mörg stig og Sví- þjóð, sem var í öðru sæti. England bar þá sigur úr být- um. Ný búð í Bankastræti Véla- og raftækjaverzlun- in í Tryggvagötu hefir nú opn að nýja útsölu í Bankastræti 10. Verða þar seld alls konar rafmagnstæki og ýms heim- ilistæki, svo sem þvottavélar, sem verzlunin hefir fyrir- liggjand. íslenzka kinda- kjötið sérstak- lega gott, er sagt vestra íslenzk kona, som gift er í Bandaríkjunum, en nú í heimsókn, segir þessa sögu um íslenzka dilkakjötið: — Ég var stödd hjá bandarísku kunningja- fólki mínu í New York í fyrravetur, og húsmóðirin á heimilinu ræddi um það, hvað kaupa skyldi í mat. Varð úr, að hún sendi eft- ir kindakjöti. Sá, sem kaupa átti, kom aftur glað hlakkalcgur. Hann hafði spurt eftir kindakjöti í kjötbúðinni, og þá verið sagt að tjl væri kindakjöt, en það væri langt að ■. komið alla Icið frá íslandi. En það kæmi ekki að sök, því að þetta kindakjöt væri sérstaklega gott og þætti mörgum betra en kindakjöt, sem það ætti að venjast. Akureyringarnir komn- ir með Rauð í byggð En liaiin reyndist vera úr Eyjaflrði Rauði hesturinn, sem þeir Stefán Steinþórsson á Akur- eyri og félagar hans fóru að sækja suður í Jökuldal við Tungnafellsjökul, reyndist ekki vera frú Páfastöðum í Skaga firði, heldur frá Ytra-Hóli í Kaupangssveit, eign Kristjáns Sigfússonar. enda var það ekki fyrir þeim, sem þeir gengust, er þeir réð ust í ferðina, heldur vildu þeir forða hestinum frá hungurmorða. Nú hefir Kristján á Ytra- Hóli hins vegar fengið Dýra- verndarfélagi Akureyar Rauð sinn til ráðstöfunar, og verö- iur andvirði hans notað til þess að greiða kostnað við björgun hans úr fangi öræf- Kartaflan var meira en hálft kíló Frá fréttaritara Tímans 1 Vestmannajeyjum. Kartöfluræktun er mikil í Vestmannaeyjum, og er upp- skera yfirleitt góð úr görðun- um. Er fólk sem óðast að taka upp kartöfiur sínar þessa dag ana og notar hverja góðviðris stund til þess. í gær, þegar frú Ásta Jóns- dóttir frá Hlíð í Vestmanna- eyjum, kona Óskars Jónsson- ar útgerðarmanns, var að taka upp úr garðinum sínum, kom óvenjulega stór kartafla undan einu grasinu. Vóg hún 550 grömm. Hjónaskiinaðir auðveld aðir í Bandaríkjunum Það er við því búizt, að gullöld hjónaskilnaðarbæjarins Reno, vcstast í Nevadafylki við landamæri Kaliforníu, sé bráit á enda, því að brátt verði auðveldarj hjónaskilnaðir annars siaðar. I mörgum fyHcjum Banda- ríkjanna hafa hjónaskilnað- ir verið bannaðir að lögum, en með lagakrókum hefir þeim þó eigi síður orðið fram gengt, fyllilega til móts við það, sem þekkist í löndum, þar sem löggjöf er sæmilega frj.álslynd. Hefir Reno verið miðstöð hjónaskilnaðanna og þangað, mitt út í eyðimörk- ina, hafa menn og konur far íð í hópum siman til þess að losa sig Við maka sína, ef svo bar undir. i orði kveðnu þurfti þó að búa í sex vikur, en þó nægði að leggja fram kvittaðan reikn ing frá einhverju gistihúsinu, en sagt var, að slíkir reikn- ingar fengjust fyrir tiltölu- lega væga borgun. CFramhald á 7. síðu) /H n Attlees og Bevans Miðstjórn brezka verka- mannaflokksins hélt fund í gær og var Bevan fyrrum heilbrigðismálaráðherra þa'r einnlg staddur. Á fundinum varð fullkomið samkomulag um það milli hans og Attlees að leggja á hilluna alla mis- klíð þar til eftir kosningar og ganga samhuga til kosning- anna. Hefir Bevan nú gefið yfirlýsingu þess efnis að, hann fylgdi flokknum ein- huga í kosningabaráittunni. Talið er þó, að þetta sé aðéins vopnahlé í bili. 100 kílómetra dagleið. Þeir félagar komu niður að Hólsgerði í Eyjafirði um íjög urleytið á laugardag og til Akureyar um miðjan sunnu- dag. Gekk ferð þeirra mjög vel, og höfðu þeir stundum langar dagleiðir. Þeir fóru til dæmis úr Laugafelli suður í Jökuldal og til baka aftur á einum og sama degi, um 100 kílómetra leið. Reyndist ekki hægt að hafa næturdvöl í Jökuldal, því að grasvöxtur var þar enginn, aðeins mosi. Hesturinn kom sjálfur til ferðamannanna. — Við sáum Rauð fljótlega, er við komum í Jökuldal, sagði Stefán, og kom okkur saman um það, að skipta okk ur ekki af honum að svo stöddu. Settumst við að snæð ingi, en hesturinn tók brátt að gefa okkur gaum. Er hann hann hafði horft á okkur svo sem hálftíma, kom hann alveg til okkar, og át brauð úr lófum okkar. Handsömuð um við hann siðan og járn- uðum og héldum síðan af stað heim á leið. Enda þótt hesturinn hafi lengi orðið að nærast á mosa einum, var hann í allsæmileg um holdum. Strauk snemma í vor. Rauður er 12—14 vetra, og var keyptur þrevetur frá Ytri-Kotum í Norðurárdal í Skagafirði. Hann hefir jafn- an tollað illa í Eyjafirðinum, en þó ekki leitað neitt sér- staklega vestur í Skagafjörð- inn. í vor hvarf hann snemma, en er smalað var til vorrún- inga, sást hann á Garðsár- dal. Þó tókst ekki að hand- sama hann, og vissi síðan eng inn um hann, og grunaði ekki einu sinni. eigandann, að það gæti verið hans hestur, sem sézt hafði suður í Jökul dal. Urðti af ver;ð- íaununum. Ungfrú Edda Skagfield, eig andi Rauðs frá, Páfastöðum, hafði heitið: þeim Stefán hesti sínum að verðlaunum, ef það væri hann, sem í Jökuldal var. Þau verðlaun hljóta þeir Stefán nú ekki, anna. IsreÉakoniaiigtsr var skoriim upp á sumiBi- dag Georg Bretakonungur var skorinn upp s.l. sunnudag, og í gær var hann mjög sjúkur. í tilkynningu læknanna seg- ir þó, að hann hafi hvílst vel í fyrrinótt og líði eftir vonum, en ekki muni koma í ljós fyrr en nokkrum dögum liðnum, hvernig uppskurðurinn hafi heppnazt. ök drukkiim á stúlku, flúði slys- staðinn, en gaf sig fram Aðfaranótt . sunnudagsins var ekið á stúlku á mótum Sóleyjargötu og Skothúsveg- ar, og hlaut hún allmikil meiðsl. Einkum skarst hún í andliti. Var stúlkan, Ástríður Helga Gunnarsdóttir, skrifstofu- mær, Óðinsgötu 9, á leið heim til sín vestan úr bæ. Mun hún hafa séð til bifreiðar, er kom sunnan götuna, og stað- næmdist á umferðarsteini á götunni og hugðist bíða þar. En í næstu andrá ók bifreiö- in á hana, svo að hún kastað- ist á götuna. Er bifreiðin var komin framhjá, hægði hún ferðina, og stukku út úr henni tveir.menn, sem voru í henni með bifreiðarstjóranum, er hélt brott frá slysstaðnum. Bifreiðarstjórinn ók síðan um bæinn, en þorði ekki aft- ur að slysstaðnum, þar sem hann hugði jafnvel, að hann hefði valdið dauðaslysi. Loks ók hann að hliðinu við Reykjai víkurflugvöll og gaf sig fram við lögregluþjón, sem þar, var á verði, Við rannsókn reynd- ist bifreiðarstjórinn mjög ölvaður. Hann segist ekki hafa séð stúlkuna fyrr en í sama mund og hann ók á hana.. Bretar í Aliadan fá 15 daga frest Olíunefnd íranska þingsins bilkynnti í gær, að hún mundi nú vísa brvckum starfsmönn um brott úr' landi, ef þeir hefðu ekki ráðizt til starfa hjá persneskum aðilum inn- an tíu daga. Eftir það munu þeir fá 15 daga frest til að hverfa úr landi. Með tilkynn ingu þessari lítur íranska oliu nefndin svo á, að fullkomlega sé slitnað upp úr samningum Persa og Breta í olíudeilunni. Þá tilkynnti nefndin einn- ig, að hún mundi taka eignar námi flutningatæki ensk- íranska félagsns í Aþadan, en þau nema rúml. 10 miij. punda að verðgildi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.