Tíminn - 25.09.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.09.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, þriðjudaginn 25. september 1951. 216. blað. ')tá kafi til Utvarpið Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. 20.20 Tónleikar (plötur). 20.45 Erindi: Kveðja til lands og þjóð ar (Stefán Einarsson prófessor). 21.10 Tónleikar (plötur). 21.20 Þýtt og endursagt (dr. Sveinn Bergsveinsson). 21.45 Tónleikar. 222.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Vinsæl lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Hvassafell er á Patreksfirði. Arnarfell er í Reykjavík. Jökul- fell fer frá Guayaquil í dag á- leiðis til New Orleans. Rikisskip: Hekla er í Reykjavík. Esja fór frá Reykjavík í gærkvöld aust- ur um land í hringferð. Herðu- breið er á Vestfjörðum á suður- leið. Skjaldbreið er á leið til Reykjavíkur að vestan og norð- an. Þyrill var á Akureyri í gær. Eimskip: Brúarfoss kom til Reykjavíkur . 18.9. frá Antwerpen. Dettifoss' kom til London 22.9. fer þaðan væntanlega 25.9. til Boulogne,! Antwerpen, Hamborgar og Rott erdam. Goðafoss kom til Reykja 1 víkur 22.9. frá Gautaborg. Gull- | foss fer frá Leith í dag 24.9. til , Reykjavíkur. Lagarfoss er í New York, fer þaðan væntanlega 26.9. til Reykjavíkur. Reykja-1 foss fór framhjá Gibraltar 23. 9. á leið til Dordrecht í Hollandi. Selfoss er í Reykjavík. Trölla- foss kom til Reykjavíkur 18.9.! frá Halifax. Roskva er í Ant- ; werpen, fer þaðan til Gauta- borgar og Reykjavíkur. Flugferðir Loftleiðir: 1 dag er ráðgert að fljúga til ísafjarðar, Akureyrar, Hólma- j víkur, Patreksfjarðar, Bíldudals,' Þingeyrar og Flateyrar. Á morg un er áætlað að fljúga til Isa- fjarðar, Akureyrar, Siglufjarð- ar og Sauðárkróks. Flugfélag Islands: Innanlandsflug: í dag er á- ætlað að flúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Blöndu óss, Sauðárkróks og Siglufjarð- ar. Á morgun eru ráðgerðar flug ferðir til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Hellissands, ísa fjarðar, Hólmavíkur og Siglu- fjarðar. v Úr ýmsum. áttum Leikritið „Lénharður fógeti“ eftir Einar H. Kvaran var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síð- astl. laugardagskvöld. Leikstjóri var Ævar Kvaran sonar sonur höfundarins, sem leikur jafn- framt aðalhlutverkig, Lénharð fógeta. Meðal gesta voru Björn Ólafs son menntamálaráðherra og kona hans, og nánustu ættingj- ar Einars H. Kvaran. Að lokinni sýningu komu gest ir og leikarar saman i boði Þjóð leikhússins. Þjóðleikhússtjóri bauð gesti velkomna. Formaður þjóðleikhúsráðs, Vilhjálmur Þ. Gíslason, minntist Einars H. Kvaran, rita hans og starfa að leiklistarmálum. Haraldur Björnsson talaði um kynni sín af skáldinu, leikrit hans og sam vinnu sina við hann sem leik- húsmanns og Jón Aðils þakkaði Ævari Kvaran leikstjóra með nokkrum orðum. Forseti íslands herra Sveinn Björnsson, kom. Þess var nýlega getið í blaðinu, að Kristilegt stúdentafélag mundi stofna til kristilegs stúd entamóts í Vindáshlíð í Kjós 27.—30. sept. næstk. Þess var og getið, að norskur maður, Christ en Hallesby, prestur frá Noregi, yrði gestur og helzti ræðumað- ur á móti þessu. Er hann vænt anlegur hingað á morgun á- samt konu sinni, en síðan munu þau hjónin dvelja hér á landi um mánaðartíma á vegum K.S.F. Mynd sú, er hér birtist er af séra Christen Hallesby. Hann er maður á bezta skeiði, f. 1912, sonur hins kunna guðfræði- prófessors og fslandsvinar, O. Hallesbys. Stundaði liann nám við Safnaðarháskólann i Osló, en sá skóli er einstæð stofnun og afar fjölsótt. Á próf. Halles- by ekki sízt þátt í hróðri henn- ar. Á námsárum sínum starfaði Chr. Hallesby mikið á vegum kristilegu stúdentahreyfingar- innar nersku og hefir það starf verið honum mjög hugleikið síð an. Hefir hann verið þátttak- andi í fjölmörgum stúdenta- og skólamótum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Eng- landi. Að námi loknu varð hann starfsmaður eins öflugasta kristilegs félags í Noregi og var skipaður kennari við biblíu- skóla þess 1940. Allmargir fs- lendingar hafa sótt þann skóla. Hlakkar Hallesby til að hitta hér fyrrverandi nemendur sína. Auk fyrirlestrarferðar um Norðurlönd, dvaldi hann tvö ár í Bandaríkjunum, hélt -þar fyrir lestra og innti af hendi prests- þjónustu við lútherska kirkju í New York. Kona Hallesbys er tannlækn- ir að menntun. Er þetta í fyrsta sinn, sem þau hjón koma til ís- lands og hyggur Hallesby gott til starfsins á vegum Kristilegs stúdentafélags. í dag heim úr för sinni til Norð- urlands. Nesprestakall. Haustfermingarbörn í Nes- prestakalli komi til viðtals í Melaskólanum fimmtudaginn 27. sept. kl. 4 síðdegis. Sóknar- prestur. Haustfermingarbörn í Lauganessókn eru beðin að koma til viðtals í Lauganes- kirkju (austurdyr) fimmtudag- inn 27. sept. kl. 5 síðd. Sóknar- prestur. Frá kvennaskólanum í Námsmeyjar skólans eru beðn ar að koma til viðtals í skólan- um fimmtudaginn 27. sept. 3. og 4. bekkur kl. 10 og 1. og 2. bekk- ur kl. 11 árdegis. Reykjavík. Prófessor Gwyn Jones flytur þriðja fyrirlestur sinn um miðaldaþjóðsögur frá Wales í I. kennslustofu Háskólans í dag kl. 6,15 e.h. Öllum heimill aðgangur. Iliifialaa í Mifi (Framhald af 1. ulðu.) sumar, svo að hægt sé að ljúka sandmokstrinum fyrir bátalægi, er komin þarna í Rifi ágætis bátahöfn. Munu þá þegar í stað flytja sig þang að bátarnir frá Sandi, sem nú eiga við mikla erfiðleika að striða, sökum hafn- leysisins á Sandi. Nú horfir svo, að óvíst er með öllu um útgerð bátanna þar næsta vetur, og þykir sjó mönnum illt að geta ekki not ^ að hin fengsælu aflamið út af Snæfellsnesi, einmitt þann tíma ársins, er aflavon og fiskigengdin er hvað mest. En það eru fleiri en sjó- menn á Sandi, sem líta von- araugum og fylgjast með því sem gerist í Rifi, segir Sig- mundur. Vitað er, að þar rís upp, strax og aðstæður leyfa, mikil bátaútgerð, því að óvíða er jafn stutt á fengsæl fiski mið og einmitt frá hinni nýju 1 höfn, sem nú er að rísa. Landshöfn fyrirhuguð. Síðar meir er landshöfn- inni í Rifi ætlað að verða flutningahöfn, þar sem 2—3 þúsund smálesta skip geta fengið afgreiðslu við bryggj- ur. Við teljum, að í Rifi séu margháttuð skilyrði og ekki síður til landsins en sjávar- ins. Landrými er mikið rækt- anlegt, sem líka er nauösyn- legt fyrir hinn vaxandi út- gerðarbæ, sem við trúum, að byggist í Rifi, sagði Sigmund- ur að lokum. .v. VV.W.V.V.W.W.W.V.V.W.W.V.W.V.V.V.V.V.W H.f. Eimskipafélag fslands > M.s. Gullfoss fer héðan laugardaginn 13. október kl. 5 á hádegi til Leith og Kaupmanna- I; hafnar. ■! Að þessir ferð lokinni, fer skipið í ;■ þurrkví í Kaupmannahöfn. í .■/.■.v.vv.v. !■■■■■■■■■ 1 ■_■_■■■' I*. Bændasamband Norðurlanda (Framhald af 1. síðu.) Bjarni Ásgeirsson, sendi- herra, kosinn forseti Bændasambands Norður- landa næsta ár, og Sveinn Tryggvason aðalritari þess. Boðið í ferð um Noreg. i Norges Bondelag bauð ís- lenzku fulltrúunum ásamt öðrum í ágæta ferð um Noreg ' og lá leiðin m. a. um Hringa- | ríki um Gjövik og Lillehamm , er og þaðan til Aulestad,1 heimilis Björnsons. Á heimleið inni var farið yfir Heiðmörk.1 TENGILL H.F. Beiði við Kleppsvec Siml 80 634 annast hverskonar raflagn- Ir og viðgerðir svo sem: Verl smiðjulagnlr, húsalagnlr, skipalagnlr ásamt viðgerðun) og uppsetningu & mótorum röntgentækjum og helmllis- télum. Dregið hefir verið hjá borgarfógeta í hlutaveltu happdrættis Bræðrafélags ó- háða Fríkirkjusafnaðarins og komu upp þessi númer: Þvotta- vél 8504, flugfar 3186, kjötskrokfc ur 7617, dívan 13849, kartöflu- poki 4074, bónvél 10600. Muna þessara má vitja til Lofts Bjarnasonar, Spítalastíg 4B. Utvegum frá Tékkóslóvakíu með stuttum fyrirvara: Vefnaðarvara: Ullarmetravara: Kápuefni — Kjólaefni — Fataefni. Pr jónavara: Nærföt — Sokkar — Skyrtur. Gardínuefni Blúndur. Teygjubönd, Vaxdúkur, Gerviblóm og f jaðrir, Hattaskraut. Gúmmívörur: Fyrir lækna og lyfjabúðir. Pappírsvörur: Gegnsær til umbúða. — Spil. Trjávörur: Tunnur, ýmis konar — íþróttaáhöld, skíði o. fl. — Burstar og penslar. Dælur, alls konar: Mótordælur — Handdælur — Sjálfvirk vatns kerfi — Brynningartæki. Kolaeldavélar, Kolaofnar. Hjólhestar og varahlutir. Smásjár, gleraugnaumbúðir. Rennilásar. Byssur og rifflar, skotfæri. Snyrtivörur, sápur, kerti. Kemisk efni til iðnaðar. Prentlitir. Bókbandsefni, v gervileður. Leítið tilhoðei hjtí ohhur SCrisfJán G. Gíslason & Co hf. I ■■■■■■ B I ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■ Eiginkona mín og móðir okkar MARÍA R. NÍELSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. þ. m. kl. 13,30. Athöfninni verður útvarpað . Gisli Bjarnason frá Ármúla og börn. A(GI.ISEVOASÍin TÍMANS ER 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.