Tíminn - 11.10.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.10.1951, Blaðsíða 3
229: blaff. TfiíltTTS, 'fímni.ludaéinn lí. óBobfeV l!Sfél‘. 3i íslendingaþættir Dánarminning: Agnes Moritzdótfir Sfeinsen Frú Agnes Moritzdóttir Steinsen, Haga á Höfn i Hornafiröi, lézt í Landspítal- anum í Reykjavík 27. sept. s.l. að afstöðnum uppskurði. Hún lá á spítalanum tæpa tvo mánuði og gerðu aðstand endur hennar og vinir sér vonir um endurbata, fram til síðustu daganna. En nú hefir sól brugðiö sumri og Agnes lokið æfi- starfi sínu. Hún er horfin sjónum og farin í ferðina, sem bíður okkar ailra. Ástvini hennar og aðra, sem þekktu hana, setur hljóða. Þessi mikla starfskona er ekki lengur á meðal okkar. Þessi viljafasta, lífsglaða kona hef ir kvatt í síöasta sinn. Þessi góðviljaða kona, sem allt vildi g'ei’a fyrir þá, sem höllum fæti stóðu, er farin. Þessi mikla rausnarkona, sem gaf tvöfalt á viö flesta aðra, hefir nú gef ið það dýrasta, sem við eig- um, lífið sjálft. Þessi hetja, sem aldrei æðraðist, og ekki sást bregða fram til síðustu stundar í strangri legu, hefir nú runnið brautina á enda. En þannig var Agnes. Hún var svo mikil starfs- kona, að með ólíkindum var. Hún giftist ung og ól ellefu, börn. Hún annaðist þau með manni sínum, sem var henni mjög samhentur. En jafn- hliða þessu vann hún mikið utan heimilisins, við marg- yísleg störf. Með því jók hún Örjúgum tekjur þess. En menn undruðust hvernig hún kæmj þesu öllu í verk og vin- ir hennar sögðu, að hún taiætti ekki slíta sér svo út. En Agnes brosti að og kvað þetta auðvelt, meðan heilsan væri góð. Og heilsan var góð fram eftir árum. En starfsorkan bilaði lítt, þótt heilsan brysti. Fram und ir andlátið var hún sístarf- andi. í legunni á spitalanum prjónaði hún og heklaði hverja flíkina á fætur ann- ari á barnabörnin sín. An starfs var lífið ekkert líf. Viljaþrek Agnesar og um leið lífsgleði, var frábær. Hún gat unnið myrkranna á milli við bústörf, heyskap og hvað sem var. Að loknu dagsverki gat hún átt glaðar stundir meö fjölskyldu sinni og gest- um. við samræður, söng, spil og dans. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Og hún gat með sinni léttu lund og glaða viðmóti átt drjúgan þátt í því að gera marga sam komuna á Höfn að Ijúfum minningum samferðamann- anna. Góðvilji Agnesar var henni í blóð .borinn. Skap hennar var. einbeitt. Hún var góð við þá, sem stóðu skuggamegin í 'lífinu. Samferðamenn henn- ar á Höfn vita gerla um það. En aðrir dáðust enn meira að hve hún var góðviljuð og tal- aöi vel um aðra menn. Hún vildi færa allt til betra vegar. Hún sá málsbætur í hverjum hiut. Þá var hún e.t.v. stærst, þegar hún ræddi við vini sína og beitti þeim rökum, að all- ir menn væru góðir, ef sam- ferðamönnunum tækist, að Enska knaítspyrnan;; Á laugardaginn urðu úrslit sem hér segir: | .VW.V.VAWVmW.W.WV.’.W.VAWAVAV,SW,VI framkalla beztu hæfileikana í fari hvers eins. Rausn Agnesar var við- brugðið. Á heimili sínu veitti hún af skörungsskap. Og væi’i henni gerður greiði, endur- galt hún það tvöfalt. En bú ‘ hennar með barnahópinn' blessaðist. Blessun fylgd; gjöf um hennar bæði fyrir hana J og þá, sem þáðu. Hetjulundin var aðalsmerkj j Agnesar. Þeir, sem þekktu hana ve), vissu að allt hennar líf var hetju saga. En þetta kom aldrei betur fram en i langvarandi veikindum henn ar og spitalalegu. Likt og, Tómas Sæmundsson, sem I skrifaði sárþjáður til síðustu 1 stunþar, óf þessi kvenhetjaj sinn örlagavef og tók öllum þjáningum með stillingu og auðmjúku hjarta. „Þetta er að verða svolítið erfitt“ voru hennar mestu æðruorð, þeg- ar þrautirnar heltóku allan líkamann. En Agnes vann sigur á þess um erfiðleikum eins og öll- um öðrum erfiðleikum í líf- inu. Hún kvaddi vinina hérna megin, ung í anda og vonglöð um áframhaldandj starf á ókunna landinu handan móðunnar miklu. Hún var gæfukona, að mega hafa bú- staðaskipti i fullu fjöri. Án starfandi handa og huga, langaði Agnesi ekki til að lifa, — og erfitt væri að hugsa sér eilífðina öðru vísi. Frú Agnes var fædd 21. júlí 1896 og var því rúmlega 56 ára þegar hún lézt. Faðir hennar var Moritz Steinsen bóndi í Krossbæ, sonur Steins prests Steinsen að Hvammi í Dölum, síðar í Árnesi. Kona séra Steins, en amma Agn- esar, var Vilhelmína Biering. Móðir Agnesar, en lcona Mor- itzsar í Krossbæ, var Guðrún Benediktsdóttir prests í Vatns firði, áður á Lundi og Breiða- bólstað á Skógaströnd, Égg- ertssonar prests í Reykholti. Kona séra Benedikts, en móð uramma Agnesar var Agnes Þorsteinsdóttir. Agnes giftist árið 1919, eft- irlifandi manni sínum, Sig- urði Eymundssyni, þjóðhaga- smiðs frá Dilksnesi. Sambúð þeirra hjóna var ’með ágæt- um. Þau eignuðust 11 börn og komust 10 þeirra á legg. Þau eru nú uppkomin, yngsti pilt- urinn 17 ára, öll dugmikil og mannvænleg. Helmingur barnanna hefir fest ráð sitt og barnabörnunum fjölgar. — Nýjar Agnesar eru bornar til lífsins. Lif tekur við af þessu lífi. Og nú er hlutverk litlu stúlknanna, að verða eins góð ar og dugmiklar og amma þeirra var. Geti vinir og sam- starfsmenn Agnesar stuðlaö að því, er þaö bezta gjöfin og verðugasta til minnnigar um hetjxma með barnshjartað, sem nú hefir kvatt. B.G. Gerist áskrifendur aS Zjímcuium Áskriftarsiml Z3X3 1. deild: Bolton—Sunderland 1-1 Burnley—Blaekpool 2-0 Charlton—Liverpool 2-0 Fulharn—Portsmouth 2-3 Manch. Utd.—Derby 2-1 Middlesbro—Chelsea 0-0 Newcastle—Wolves 3-1 Preston—Arsenal 2-0 Stoke—Aston Villa 4-1 Tottenham—Manch. City 1-2 W. Bromw.—Huddersfield 0-0 2. deild: Birmingham—Swansea 1-1 Brentford—Notts County 1-0 Cardiff—Coventry 4-1 Doncaster—Queens Park 4-0 Everton—Blackburn 0-2 Leeds—Sheffield Utd. 3-1 Leicester—Bury 1-1 Notts Forr.—Luton 2-0 Rotherham—West Ham 2-1 Sheffield Wed.—Barnsley 2-1 Southampton—Hull 1-1 Sigur Manch. City yfir Tott enham í London kom mjög á' óvart, því að Tottenham' stillti nú upp sínu bezta liði. j Baily lék með aftur eftir j meiðslin, en var nú ekki nema ' svipur hjá sjcn. miðað-við í vor, er hann lék í enska lands ; liðinu. Manch. náöi forust unnj í fyrri hálfleik, er Clarke, landsliðsmaður frá Wales, skoraði mjög glæsilega. Tott- enham tókst ekki aö skora fyrr en sjö mínútur voru eft ir af leiknum, er Bennett tókst að korna knettinum framhjá markv. Manch., Þjóðverjanum Trautmann, ísem er nú senni lega bezti markmaður í Eng landi, að minnsta kosti var hann mun betri í þessum leik, en markmaður Tottenham, Ditchburn, sem er varamaður í enska landsliðinu. En Clarke lét ekki sinn hlut eftir liggja, og skoraði sigurmarkið fyrir City rétt á eftir. Lundúna-liðunum gekk illa á laugardaginn. Preston vann Arsenal og er komið í annað sæti. Fulham tapað'i fyrir Portsmouth og Tottenham, eins og áður segir fyrir Manch. City. Aðeins Charlton vann af líðunum í 1. deild og Chelsea gerði jafntefli. Og ekki gekk liðunum betur í 2. deild. Brentford vann, en Queens Park og West Ham töpuðu. Stoke virðist vera að komast úr öldudalnum. Liðið vann nú aftur og það var Ast on Villa, sem fékk hirtingu, 4-1. írski landsliðsmaðurinn Smyth, sem Stoke keypti frá Wolves hefir reynzt liðinu mjög þarfur maður, og hefir átt mestan þátt í sigrum Stoke. Manch. Utd. er I aftur för og það var hrein heppni að liðinu tókst að krækja í bæð’i stigin á móti Derby. Sheffield Utd. tapaðf í 2. deild en heldur samt örugglega for ustunni. Rotherham hefir nú unnrð fjóra leiki í röð og er komið í annað sæti. Það þótti tíðindum sæta, að í leiknum við West Ham voru tveir menn reknir út af. Sheffield Wednesday vann á laugardag inn; fyrst sigurinn í sjö leikj um. Dooley, sem lék sinn fyrsta leik með liðinu, skoraði bæð'i mörkin. Mikil óánægja er meö frammistöðu enska landsliðs- ins gegn Frökkum í s. 1. viku, en minnstu munaði að enska liðið tapaði sínum fyrsta landsleik heima. Leikurinn endaði með jafntefli 2-2, en Frakkar skoruðu sjálfsmark. Mjög er deilt á leikaðferð iiðsins í enskum blöðum og því jafnvel haldið fram, að .(Framhaid á 6. síðu) Rafmagnstakmörkun I; STRAUMLAUST VERÐUR KL. 11—12. í Miðvikudag 10. okt. 2. hluti. í; Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vest ur að markalínu frá Flugskálavegi við Viöey.jar- í sund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið aö Sund *• laugarvegi, Árnes- og Rangárvallasýslur. í; Fimmtuclag 11. okt. 3. hluti. I; Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, ■I Teigarnir, og svæöið þar norðaustur af. ■" Föstudag 12. okt. 4. hluti. ;■ Austurbærinn og miöbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að ’■ vestan og Hringbraut að sunnan. Mánudag 15. okt. 4. hluti. Austurbærinn og miöbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Þriðjudag 16. okt. 5. hluti. Vesturbærinn frá Aöalstræti, Tjarnargötu og Bjargargötu. Melarnir, Grímsstaöaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fnyn eftir, Miðvikudag 17. okt. 1. hluti. Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes. í Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo miklu leytí, sem þörf krefur. jl SOGSVIRKJUNIN .■.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.’.V.V.V.V.V.V.'.V.V.'.V.'J .V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V „GULLFAXI“ Vetraráætlun (Gildir frá 23. október 1951) S REYKJAVIK — PRESTWICK Frá Reykjavík, Lækjargötu 4 Frá Reykjavikurflugvelli Til Prestwickflugvallar Frá Prestwickflugvelli Til Kaupmannahafnar, Kastrup Til Kaúpmannahafnar, Dagmarhus KAUPM ANN AIIOFN: Þriffjudaga FI 110 07:15 08:30 14:00 15:00 19:30 21:00 KAUPMANNAHÖFN — PRESTWICK — REYKJAVÍK: Miðvikudaga FI 111 Frá Kaupmannahöfn, Dagmarhus 08:00 Frá Kaupmannahöfn, Kastrup 09:30 Til Prestwickflugvallar 12:00 Frá Prestwickflugvelli 13:30 Til Reykjavíkurflugvallar 17:00 Til Reykjavíkur, Lækjargötu 4 18:00 (AlUr tímar eru staðartimar) *• . • AFGREIÐSLUR ERLENDIS: KAUPMANNAHÖFN: Scandinavian Airlines System, Dagmarhus, Rádhuspladsen. •— Simi: Central 8800. Flugfélag ís- lands h.f. (Birgir Þorgilsson), Shellhuset, Kampmannsgade 2. Sími: Byen 3388. PRESTWICK: British Overseas Airways Corporation, Prestwickflugvelli. í FLUGFÉLAG ÍSLANDS H. F. I; Vm Símar: 6600 og 6608. I' ýwww.v.vw.v.ww.’.v.vwv.v.v.v.v.v.w.ws

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.