Tíminn - 11.10.1951, Blaðsíða 4
4.
TÍMINN, fimmtiiflaginn 11. október 1951.
229. blað.
Lyfjagreiðsfur sjúkrasamlaganna
Vegna deilu þeirrar, sem
upp hefir komiö milli Sjúkra
samlags Reykjavíkur og lyf-
sala í Reykjavík, þykir á-
stæða til að gera nokkra
grein fyrir tildrögum og meg-
inefni í reglum um lyfja-
greiðslu sjúkrasamlaga frá 31.
marz 1951 og leiðréttingum
og viðauka við þessar reglur.
Á síðasta ári taldi Trygg-
ingastoínun ríkisins og nokk
ur stærstu sjúkrasamlögin, að
ekki yrfti hjá því komizf, að
draga úr auknum rekstrar-
kostnaði þessara samlaga.
sem stafaöi m.a. af sívaxandi
lyfanotkun og ört hækkandi
lyfjaverði, þar eð ella heföi
orðið óhjákvæmilegt að
hækka iðgjöld samlagsrneð-
lima allverulega, án þess þó
að framlag ríkis eða bæjarfé-
laga hækkaði nokkuð á móti.
Þótti því eigi lengur verða hjá
því komizt að taka lyfjagreiðsl
ur sjúkrasamlaga til gagn-
gerrar endurskoöunar.
Gildandi reglur um lág-
markslyfjagreiðsiur sjúkra-
samlaga voru frá 1945 og í
meginatriðum sarr.híjóða r«.gl
um, er gefnar höfðu verið út
1940. Á þessu •tímabili höfðu
oröið einstæðar framfarir á ’
svið'i allrar lyfjagerðav mörg
rnikilvirk lyf höföu komið
fram en eldii orðjð að vikja,
og því voru fyrr greindar regl
ur aö vonum orðnar mjög ó-
fullnægjandi. Þá var og vitað,
að í byrjun þessa ár5 m.ndi
ný lyfjaskrá (Pharmacopoea
Danica 1948) löggilt og að
samdar höfðu verið nýjar regl
ur varðandi gerð lyfseðla og
afgreiðslu lyfja. Bar því að
sjálfsögðu brýna nauðsyn til
að samræma reglur um lyfja-
greiðslur sjúkrasamlaga þess
um breytingum.
Tryggingastofnun ríkisins
kvaddi eftirtalda menn til
ráðagerða um þetta mál: ívar
Daníelsson, eftirlitsmann
lyfjabúða, Kristinn Stefáns-
son, lækni, Óskar Erlendsson,
lyfjafræðing og dr. Sigurð Sig
urðsson, heilsugæzlustjóra.
Eftir að fram hafði farið
allýtarleg athugun á verkefni
því, er fyrir lá, og ofangreind
ir menn höfðu rætt málið viö
tryggingaráð, var fyrrnefnd-
um mönnum falið að semja
uppkast að reglum um lyfja-
greiðslur sjúkrasamlaga og
jafnframt ákveöið, að þær
skyldu miðað við:
1. að lífsnauðsynleg lyf, sem
sjúklingar þurfa að nota
að staðaldri, skyldu greidd
að fullu og
2. að nokkur mikilvirk og til-
tölulega dýr lyf, svo sem
ýmis hinna nýrri lyfja,
skyldu framvegis greidd að
þremur fjórðu hlutum eins
og verið hafði til þessa;
3. aö meginþorri lyfja skyldi
hér eftir greiddur að hálfu
leyti í stað að þremur
fiórðu hlutum áður og
4. að hætt skyldi greiðslum á
ýmsum vafasömum lýfjum.
Koma þar til greina t.d. a)
lyf, sem felld hafa verið
úr gildandi lyfjaskrá af
því að þau eru talin úreft,
b) ýmis* sérlyf, þegar til
eru sams konar lyf í gild -
andi lyfjaskrá c) lyfjasam-
sefningar, sem gerðar eru
éftir ýmsum óskráðum eða
hæpnum forskriftum d)
ýmis ný lyf, meöan ekki er
enn fengin nægileg reynsla
fyrir gildi þejrra og e) aö
lokum ýmis efní, sem ber
A þessu ári hafa verið gerðar nokkrar breytingar á
reglum um lyfjagreiðslur sjúkrasamlaganna með það
fyrir augum að draga úr óeölilegum kostnaði þeirra.
Út af þessum breytingum liefir m.a. risið deila milli
lyf jabúðanna í Reykjavík og Sjúkrasamlags Reykjavík-
ur. í meðfylgjandi greinargerð, er þessum breytingum
nokkuð lýst, en hún er samin af þeim Kristni Stefáns-
syni, kennara í Iyfjafræði við háskólann, og ívari
Daníelssyni, eftirlitsmanni lyfjabúðanna.
að teljs; almennan verzlun- ,
arvarning.
Flokkun þessi ber meö sér:
í fyrsta lagi, að nauðsynlegt
þykir að greiða aö öllu leyti
lyf fyrir þá, sem ekki eiga
anriars úrkosta en nota iyf
að staöaldri og margir hverj-
ir æfilangt. Lyf þau. er hér
um ræðir, eru að jafnaði svo
dýr, að hin stöðuga notkun
þeirra myndi undantekning-
arlítið veröa mjög tilí-innan-
legur útgjaldaliður fvric hlut-
aðeigar.da.
í öðru lagi, að rétt hefir
þótt aö greiða að þrein fjórðu
hlutum nokkur mikilvirk og
stundum mjög dýr lyf, sem
allajafna ætti einungis að
nota í alvarlegum sjukdóms-
tilfellum, og má þar t.d.
nefna súlfalyf, pensilin,
áreómýsín og streptómýsín.
Af þessu er Ijóst, að veru-
leg breyting hefir ekki orðið
á greiðslufyrirkomúlagi lyfja
þeirra, er falla undir 1. og 2.
flokk. Þeim lyfjum hefir ver-
ið fjölgað, sem greidd eru að
fullu, en hins vegar eru nokk-
ur mjög dýr lyf, svo sem áreó-
mýsín og klórómýsetín þó að-
eins greidd með samþykki
trúnaðarlækr.is sainlags sem
heimilar greiðslu á lyfjum
þessum, þegar um er að ræða
alvarleg sjúkdómstilfelli.
í þriðja lagi, að ekki hefir
verið hjá því komizt að tak-
marka greiðslur sj úkrasam-
laga fyrir lyf almennt mjög
verulega frá því sem áður var,
eða úr þrem fjórðu hlutum
niður í helming.
í fjórða lagi, að við endur-
skoðun á reglum þeim, sem
áöur voru í gildi um lyfja-
greiðslur sjúkrasamlaga, kom
í ljós m.a. að greidd höfðu
verið ýms lyf, sem samkvæmt
rannsóknum síðari ára hafa
takmarkað lækningagildi, eða
fram hafa komið ný og betri
lyf í þeirra stað, sem frek-
ar ber að greiða. Þá var held-
ur ekki talið tilhlýðilegt, að
sjúkrasamlög greiddu lyf, sem
gerð eru eftir ýmsum lítt rann
sökuðum lyfjabúðaforskrift-
um. En þetta atriði virðist
ekki hvað minnst eiga þátt í
óánægju lyfsala. Rannsóknir,
sem framkvæmdar höfðu ver-
ið fyrir tilstilli Trygginga-
stofnunar ríkisins, hofðu t.d.
leitt í ljós, aö eitt slíkra lyfja,
sem mikið hafði verið selt af,
innihélt ekki eitt hinna virku
efna, sem í þvi áttu að vera.
Er ekki ósennilegt, að efnið
hafi eyðilagst við tilbúning
lyfsins og geymslu. Fleiri
dæmi mætti nefna um það,
hve vafasöm slík lyfjagerð
getur verið og er full ástæða
til að gera meiri kröfur en
þetta um samsetningu og gerð
þeirra lyfja, sem samlög taka
þátt í greiðslu á.
Stöðugt berst mikið af nýj-
um lyfjum á markaðinn. Mörg
þeirra eru lítt reynd fyrst í
'stað, og tekur það allajafna
langan tíma að fá skorið úr
um lækningagildi þeirra. —
Tryggingastofnún ríkisins hef
ir ekki séð sér fært að heimila
sjúkrasamlögum að greiða
siík lyf, fyrr en staðgóð þekk
ing væri fengin um gildi
þeirra.
Hefir nú stuttleg-a verið
gerð grein fyrir þeim megin-
sjónarmiðum, sem látin voru
ráða við samning á reglum
þeim, er nú eru í gildi um
lyfjagreiðslur sjúkrasamlaga
og valdið hafa deilum milli
Sjúkrasamlags Reykjavíkur
og lyfsala í Reykjavík.
Samkvæmt fyrrgreindum
reglum var skipuð þriggja
manna nefnd, sem nefnist
lyfjanefnd Tryggingastofn-
unar ríkisins. Verkefni nefnd
arinnar er að gera ávallt til-
lögur um, hvaða lyf og lyfja-
samsetningar, sem fram
kunna að koma, skuli greidd
af samlögum og til hvaða
greiðsluflokks þessi lyf skuli
teijast. Enn fremur er ætlazt
til, að nefndin skeri úr um
ýmis vafaatriði.er fram kunna
að koma í sambandj við lyfja-
greiðslur. í nefnd þessari eiga
sæti einn lyfjafræðingur og
tveir læknar, þeir ívar Daní-,
elsson, eftirlitsmaður lyfja-
búða, Kristinn Stefánsson,
kennari í lyfjafræði við há-
skólann og Valtýr Albertsson
læknir, sérfræðingur í lyf-
I ækni ss j ú kdómum.
Við endurskoðun Sjúkrásam
lags Reykj avikur á lyfseðlum
frá júlí og ágúst, sem það
hafði þegar greitt, kom í Ijós,
að lyfjabúðirnar höfðu afgr.
allmörg lyf eftir lyfseðlum,
sem ekki voru undirritaðir af
lækni (þ.e.a.s. samkvæmt eft
irritum lyfseðla gerðum í lyfja
búöum af starfsfólki þar og
símalyfseðlum), svo og að
efnislega hafði mörgum lyf-
seðlum verið breytt, án þess
að séð yrði, að sú breyting
hefði verið gerð í samráði við
hlutaðeigandi lækni.
Af þessu tilefni ritaði
sjúkrasamlagið lyfjanefnd
Tryggingarstofnunar ríkisins
bréf, dags. 14,/sept., þar sem
óskað er umsagnar hennar
um nokkur atriði, og fara hér
á eftir spurningar samlagsins
og svör nefndarinnar: 1. „Ber
sjúkrasamlaginu að greiða lyf
gegn lyfseðli, sem breytt hef-
ir verið í lyfjabúð? Ef svo er,
hvað skal vera fullgild sönn-
un fyrir því, að lyfseöli hafi
verið breytt í samráði við hlut
aðeigandi lækni?“
Svar nefndarinnar:
„Sjúkrasamlagi ber ekki að
greiða lyf gegn lyfseðli, sem
breytt hefir verið í lyfjabúð,
nema sannað þyki að breyt-
ingin hafi verið gerð í sam-
ráði við viðkomandi lækni og
sé staðtest af ábyrgum lyfja-
fræöingi með áritun hans þar
aö lútandi á lyfseðlinum.“
2. „Ber sjúkrasamlaginu að
greiða lyf samkvæmt ^ftirriti
lyfseðils, gerðu í lyfjabúð, þar
sem frumritið er fyrir hendi,
en afgreitt í annarri lýfja-
(Framhald á 7. síðu)
Sjómaður sencíir eftirfarandi
bréf í tilefni af frumvörpum
stjórnarandstæðinga um hvíld-
artíma á togurunum:
„Nú er liðin rúm vika síðan
Alþingi var sett. Meðal þeirra
mála, sem flutt hafa verið á
fyrstu dögum þingsins eru tvö
frumvörp um breytingu á lög-
um um hvíldartíma háseta á
íslenzkum botnvörpuskipum. Er
annað þeirra flutt af hálfu Al-
þýðuflokksins, hitt af hálfu
Sísíalistaflokksins. Samhljóða
frumvörp voru einnig flutt á
seinasta þingi.
Það leynir sér ekki, að óvenju-
legur hraði er hafður á við flutn
ing þessara frumvarpa. Að
morgni dags 2. þ. m. er það til-
kynnt með feitletruðum frásögn
um á forsíðu Alþýðublaðsins og
Þjóðviljans, að þessi frumvörp
hafi verið lögð fram. Þá hafði
þingið hvorki kosið forseta né
fastanefndir og handritin ekki
prentuð, svo að þingmenn fengu
ekki að sjá frumvörpin fyrr en
degi síðar.
Það vekur og eftirtekt, að frv.
þessi, sem flutt eru í sömu deild,
eru nær alveg samhljóða. Frv.
Alþýðuflokksins er þannig: „1.
gr. — 2. gr. laganna orðist svo:
Þá er skip er að veiðum með
botnvörpu eða á siglingu milli
innlendra hafna og fiskimið-
anna, skal jafnan skipta sólar-
hringnum i fjórar sex stunda
vökur. Skal eigi nema helming
ur háseta skyldur að vinna í
einu, en hinn helmingurinn eiga
hvíld, og skal hver háseti hafa
aö minnsta kosti 12 klukku-
stunda hvíld á sólarhring hverj-
um. Samningar milli sjómanna
félaga og útgerðarmanna um
lengd vinnutíma er fyrir er mælt
í lögum þessum skulu ógild vera.
— 2. gr.—4. gr. orðist svo:
Skipstjóri og útgerðarmaður
bera sameiginlega ábyrgð á því/
að fyrirmælum þessara laga sé
fylgt, og varðar ítrekað brot
skipstjóra stöðumissi. 3. gr. —
í stað 1000—10000 í 5. gr. lag-
anna komi 5000—50000. 4. gr. —
Lög þessi öðlast þegar gildi“.
Frumvarp sósíalista er ná-
kvæmlega samhljóða þessu að
öðru leyti en því, að við orðin
„fjórar sex stunda vökur“ er
bætt þessum orðum: „eða tvær
tólf stunda vökur eftir því, sem
hásetar á viðkomandi skipi
kjósa heldur“, og „fyrir er mælt
í lögum þessum“ stendur í frv.
sósíalista: „fyrir er mælt í grein
þessari".
Fyrirsagnir beggja frumvarp
anna eru nákvæmlega sam-
hljóða.
Það er þingvenja, að tveir eða
fleiri þingmenn standi saman
að flutningi niáls og vinni að
framgangi þess í sameiningu, án
tillits til flokkaskipunar, séu
þeir allskostar sammála um
efni þess og form. Hér er greini
lega vikið frá þeirri venju.
Flutningur samhljóða frum-
varpa í fyrra hefði þó átt að
gefa bendingar um, að báðir
flokkarnir vildu hið sama í þessu
efni. Frumvörpin eru bæði flutt
í sömu deild. Þau fara bæði til
sömu þingnefndar til athugun
ar. Vitanlegt er að nefndin get-
ur ekki mælt með því að sam-
þykkja þau bæði. Alþingi setur
ekki tvenn lög samhljóða um
sama efni. Þetta er eitt og sama
málið. Hvers vegna er þá kapp-
hlaupið háð?
Ekki verður séð, að það hefði
haft neikvæð áhrif á hag eða
heill sjómannastéttarinnar, þótt
blöð stjórnarandstæðinga hefðu
látið dragast að geta um þessi
frv. þangað til þingmenn höfðu
kosið forseta og nefndir, og beð
ið með að auglýsa röggsemi
flokkanna, þar til frumvörpin
lágu fyrir prentuð. Sú bið hefði
ekki þurft að verða nema sólar
hringur, enda fullvíst, að ekkert
tækifæri myndi ganga sjómönn
um á togurum úr greipum þá
stund.
Það fær ekki dulizt, að hér er
um auglýsingastarfsemi að
ræða, auglýsingu, sem minnir á
þetta: Ef þú tilbiður mig, mun
ég veita þér allt.
Hvort auglýsingin er líkleg til
að ganga í augu sjómanna, skal
ósagt látið. En en svo reynist,
sjá íslenzkir sjómenn skemmra
en ætla mætti.
Alþýðuflokkurinn og Sósíal-
istaflokkurinn eru báðir taldir
starfa á grundvelli sósíalismans.
Þeir kalla sig stundum verka-
mannaflokka og eru meira að
segja oft nefndir vinstri flokk-
ar. Ýmsir frjálslyndir kjósendur
í þessu landi harma það og
furða sig á því, að ekki skuli
hafa verið mynduð vinstri stjórn
á síðustu árum með samstarfi
Framsóknarflokksins við þessa
flokka báða. Þótt ekki sé á ann
að litið, en þá málsmeðferð, sem
hér er rakin, gefur hún vissu-
lega bendingar um það, hve
nærri það liggur að treysta á,
að verkamannaflokkarnir vinni
saman. Flokkar, sem telja sig
sammála um ákveðið efni, en
endurtaka samt þann skollaleik,
að flytja samhljóða frumvörp
hvor í kapp við annan, af því að
þeir vilja ekki einu sinni vinna
saman að því, sem þeir eru sam
mála um, eru síöur en svo lík-
legir til þess að standa að heilla
ríku samstarfi í ríkisstjórn".
Við þetta bréf sjómanns má
bæta því, að þegar þessir flokk
ar voru í stjórn á árunum 1944
—46, gleymdu þeir af einhverj-
um ástæðum hvildarþörf sjó-
manna á togurum og fluttu þá
ekki nein slík frumvörp.
Starkaður.
Innilega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur vin-
semd á silfurbrúðkaupsdegi okkar, þann 3. þ. m.
/
Ragnhildur Þorvarðsdóttir,
Örnólfur Valdemarsson.
Öllum þeim, sem heimsóttu mig, sendu mér heillaósk-
ir og færðu mér gjafir á áttræðisafmæli mínu, 1. október
tjái ég mínar beztu þakkir fyrir alla vinsemd.
Brynjólfur Einarsson, Hrafnabjörgum.
ÍSca°lst íasfo*iföíE4ÍEir a® TlMANiUM