Tíminn - 16.10.1951, Page 7

Tíminn - 16.10.1951, Page 7
233. blað. TíMJNiV, Ijriðjudaginn 16. október 1951. 7, Samstaða Norðurlanda þjóða í meginmálum Utani'íkisi’áShci'rafiDHlisi’inn í Síokktiólnii Magnús V. Magnússon. skrifstofustjóri í utanríkisráðu- neytinu, er kominn heim af utanríkisráðherrafundi Noröijr- landa, er haldinn var í Stokkhólmi 10.—11 október, þar sem meðal annars voru rædd hin meiri háttar mál, sem eru á dag- skrá allsherjarþings S.Þ. í París ,og var samkomulag meðal hinna fjögurra norrænu þjóða um afstöðu til þeirra. Framlag Norðurlandaþjóða. Rætt var og á hvern hátt og í hvaða formi Noröurlönd- in gætu lagt fram sinn skerf til hjálpar og endurreisnar- starfs í Kóreu. Einkum urðu umræður um tillögu frá Kór- eunefnd S.Þ. um að skandí- navísku löndin þrjú kæmu á fót sjúkrahúsi og stofnuðu til fræðslu meðal kóranskra lækna og hjúkrunarfólks í sambandi við það. Ákveðið var, að það mál skyldi rann- sakaö nánar, e. t. v. af skandí navískrj nefnd sérfræöinga. Flóttamennirnir. Þá var rætt um flótta- manna- og útflytjendamál, sem ýmsar alþjóðastofnanir fjalla nú um, og voru menn á einu máli um, að æskilegt væri, að samvinna tækist til lausnar á þessu þýðngannikla vandamáli. Sparnaður hjá S. Þ. Sérfræðingarnir, sem til- nefndir höfðu verið sam- kvæmt ályktun utanríkisráð- herrafundarins í Osló í marz mánúði 1951, lögðu fram til- lögur um sparnað í rekstri Sameinuðu þjóðanna. Sam- komulag varð um, að sendi- nefndirnar skyldu hafa þær tillögur til hliðsjónar í starfi sínu á aiisherjarþinginu. Norrænt samstarf. í sambandi við umræður um norræna samvinnu í menningarmálum og þá sér- staklega starf norfænu menn ingarmálanefndarinnar, urðu menn ásáttir um, að æskilegt væi’i að sú samvinna yrði efld og aukin. Staða Dana í Slésvík. Meðan á fundinum stóð, bárust fréttir um, að ný kosn- ingalög hefðu verið samþykkt í Slésvík-Holstein, sem mundu svipta Dani í Suður-Slésvík rétti sínum til að hafa full- trúa á þingi SlésvíkurlHol- stein. Danskj utanríkisráð- herrann reifaði mál þetta, en hinir þátttakendur fundarins tjáðu sig fylgjandi því, að reynt yrði að finna slíka lausn á þessu máli, að hlnn danski hluti íbúanna feng; fulltrúa á þinginu í hlutfalli við íbúa- tölu. Ræða Mossadegiis (Framhald af 8. síðu.) olíunni og liún eru hin einu landsgæði, sem við verðum að lifa af. En Persar hafa ekki fengið nema lítinn hluta af þessum Iandsgæð- um sínum. Ef haldið yrði áfram á þessum grundvelli, mundu Persar verða hálfá- nauðugir menn, aðeins verkamenn ríkra útlendinga. Persía biður um það eitt að fá að nota eigin landsgæði. Að leyfa þeim það er að tryggja friðinn“. Enn fúsir til samninga. Hann sagðj ennfremur, að Persar væru fúsir til samn- inga við Breta um tvö höfuð- atriðí, skaðabætur vegna eignatjóns og þátttöku brezkra manna í vinnslunni, aðeins ef Bretar vildu viður kenna þjóðnýtingu olíunnar í höndum Persa sjálfra. Þegar Mossadegh hafð; lok ið ræðu sinni bað hann einn meðlim persnesku sendinefnd arinnar að lesa upp ræðu sína ásamt fleiri skýringum af Persa hálfu á enskii, og stóð sú ræða yfir í gærkveldi kl. hálf-tíu, er blaðið fékk síðustu fréttir. Geysilegt tjón af hvirfilvindi í Japan Mikill hvirfilvindur geisaði í Japan í fyrradag og er tjón af honum geysilegt. Hálft fjórða hundrað manns hefir lá'tizt svo vitað var í gær- kvöldi en um 1200 manns' er sært eða týnt. Rúmlega 20 þús. manns hafa misst heim- ili sín og eiga ekki þak yfir höfuðið eftir bylinn og um 230 þús. íbúðarhús hafa eyði- lagzt eöa skemmzt stórlega. Kaupstaðirnir eiga við stórfellda örð- ugleika að etja Bæjarstjórafundinum ’ lauk kl. 10 siðdegis á laugar- daginn. í umræðum þeim, sem fram fóru kom glöggt í ljós, að' kaupstaðir landsins eiga nú viö stórfellda erfið- leika að etja á ýmsum svið- um, fyrst og fremst að því er varðar fjárhags- og atvinnu- mál. Einkum er skortur á nauðsynlegu rekstrarfé mjög tilfinnanlegur. í ýmsum kaup stöð'um landsins hafa atvinnu og tekjustofnar brugðizt svo stórlega um langan tíma, að mjög alvarlega horfir. Störf og ályktanir fundar- ins einkenndust af því, að brýna nauðsyn ber til skjótra aðgerða til að ráða bót á at- vinnu- og f j árhagsmálum kaupstaðanna, annars vegar með nýjum tekjustofnum, en hins vegar með því að létta nokkuð á útgjöldum og stuðla með ýmsum hætti aö aukinni atvin’íu. í lok fundarins var kosin þriggja manna nefnd til þess ásamt stjórn Sambands ísl. sveitarféiaga, að koma frv. þeim, sem fundurinn hafði samþykkt á framfæri við rík- isstjórn og Alþingi og flytja aðrar samþykktir fyrir rikis- stjórninni eftir þv ísem við á og vinna á annan hátt að framgangi samþyklcta fund- arins eins og ástæður leyfa. í nefndina voru kosnir Gunnar Thoroddsen borgar- Sláturfé á Múlabæj- um enn teppt vegna vatnavaxta Frá fréttaritara Tímans á Reyðarfirði. Ó ven j ulegar haustrigning- ar hafa verið austan lands aö þessu sinni, og hefir það valdið margvíslegum erfið- leikum, einkum við smala- mennsku og flutning fjár á sláturstaði. Þannig er enn sláturfé á sex bæjum í Múla í Fljóts- dal teppt vegna vatnavaxta, svo að bændur þar komast ekki með það til slátrunar. Er þarna um að ræða um fimm hundruð fjár. Er það óvenjulegt, að til slikra tafa komi af völdum vatnavaxta á þessum tíma árs. en hins vegar ómögulegt nð segja, hvenær dregur svo úr vatnsmagni ánna aftur, að hægt verði að koma fénu yfir til slátrunar. Vatnavextirnir hafa nokk- uð spillt vegum og kemur það sér illa i hinu mikla umferða- annríki haustsins. Bændur kaupa mikið af fóðurbæti i haustkauptíðinni, einkum sildarmjölj og fiskimjöli. Tii- töiulega meira mun þó keypt af fiskimjöli. Er það nokkru ódýrara en síldarmjöliö og virðist svo sem bændur hafi fvillt svo mikla trú á því sem skepnufóðri. Skúmsstaðaós dýpkaður Frá fréttaritara Tímans á Eyrarbakka., Síðastliðin tvö sumur hef- ir verið unnið að dýpkun Skúmsstaðaóss, en hann var mikill farartálmi vélbáta á leið út af aðallegunni og inn á hana. Hafa bátar oft teppzt af þessum sökum og orðið af róðrum. Næst liggur fyrir breikkun og dýpkun innsiglingarsunds- ins og stórfelld viðgerð á bryggjum. Hefir jakaburður úr Ölfusá farið illa með bryggj urnar, og garður, sem gerður |var til varnar, er að gefa sig. Þarf aö laga hann stórmikið, svo að fullu gagni verði. Útgerð hefir dregizt sam- an undanfarin ár vegna erf- irða lendingarskiyrða, og fleiri hafa lagt stund á garð- rækt og komi ðsér upp ein- hverju af gripum. í haust hefir skurðgrafa unnið hér, og er hugur í mönn um að auka ræktunina, enda nóg land, sem aðeins þarf góða framræslu. HvaÖ er til úrraeða? (Framhald af 4. síðu) yrði aðeins gert á þann hátt, að tryggja verksmiðjunum veiðiskip nægilega stór og hraðskreið til þess, að þau geti sótt afla sinn á djúpmið eða um langan veg. Og ekki dugnir að miða eingöngu við síldveiðina né síldarbræðslu. Aðstaöa verksmiðjanna, vegna geysilegs húsrýmis, fasts mannahalds og fleira, hlýtur að vera þannig að fyllsta ástæða er til aö rann- saka vandlega, hvort þær geti ekki, án teljandi auka- kostnaðar rekiö fleiri tegund ir fiskiðnaðar, svo sem hrað- frystingu fiskjar í stórum stil. — En aðal atrið'ið er það, að allt sé gert sem hægt er til þess að tryggja þeim aukið hráefni. Verksmiðjurnar þurfa sjálf ar að eiga og reka nokkra tog ara. Ekki er neitt undarlegt þó hikað sé við að ganga inn á tillögu sem þessa, og talið sé að togarakaup og togaraút- gerð kunni að vera nokkuð vafasöm bjargráð fyrir ríkis- verksmiðjurnar, og þá ekki varanleg bjargráð fyrir Siglu fjarðarkaupstað heldur. Ekki er til neins að ioka aug unum fyrir því, að þessu get- ur fylgt fullkomin áhætta. Togaraútgerðin hefir gefist misjafnlega eins og kunnugt er, og liggja stundum til þess ýmsar orsakir aðrar en afla- leysi. En reynslan hefir sýnt að verksmiðjum, sem hafa haft togurum á að skipa, hefir oröið það hinn mesti styrkur. Mikið véítur ætíð á góðri stjórn. Verksmiðjustjórnin er lánsöm með framkvæmda- stjóra, og það eykur trú mína á að hér geti vel tekizt. En við svo búið má að minnsta kosti ekki standa. Það vona ég að allir geti verið mér sam mála um. Vil kaupa hitavatnsdunk, 200 lítra. —■ Helzt galvaniserað'an. Upplýs- ingar í síma 6169. Raflagnaefni Einangraður vír 1.5, 2,5 og*6. Rofar — tenglar — dósir. Varhús. Loftadósir 4 og 6 stútia. Blýstengur 2x1,5 og 3x1,5 q. Antigronstengur 3x1,5 og 3x2,5 ,q. Rakaþétt: Rofar, tengidósir, lampar. ! Bátalampar. Handlampar,. á- samt mörgu fleiru. Sendum gegn póstkröfu. VÉLA- OG RAFTÆKJA- VERZLUNIN Tryggvagötu 23 — sími 8127& Bankastræti 10 — sími 6.458 Frímerkjaskipti SendlS mér 10« islenzk frl- merkl. Ég sendl yður nm hnil 200 erlend (rlmerkl. JON 4GN&BB. Frímerkj averzlut,, ' " '* . F. O. Box 111, Reykjavík- Sakamálasaga lesin í útvarpið Meö vetrarkomunni mun rík isútvarpið taka upp nýjan þátt, lestur sakamálasögu. Hefir Sverrir Kristjánsson ver ið ráðinn til þess að lesa sög- una, sem væntanlega verður eftir einhvern hinna kunn- ustu höfunda í þessari grein skáldsagnagerðar. Fyrsti lesturinn verður í fyrstu viku vetrar. Bæjarbruni (Framhald af 1. síðu.) bæjarhúsa gömul baðstofa en við hana nýrri bygging með gangi og eldhúsi og tveim herbergjum. Þorleifur svaf þessa nótt í herbergi innar af baðstofunni. Um kl. fimm um morgun- jnn vaknaði hann við brak og , bresti og varð þess vísari, að ! herbergiö var nær alelda. En brakið, sem vakti hann, hafði i verið af því aö baðstofan hrundi. Þorleifur komst út um glugga á herberginu, fáklædd ur en með eitthvað af fötum sínum og smámunum með sér. Öðru varð ekki bjargaö í brunanum og fórst þar all- mikið af fötum og munum fólksins, sem þarna dvaldi, og hefir það orðið fyrir tilfinn anlegum skaða. Bæj.,rhúsin sjálf voru ann ars lítils virði talin, enda ekki ætlúð til frambúö'ar. stjóri í Reykjavík, Helgi Hann esson, bæjarstjóri í Hafnar- firði og Björgvin Bjarnason, 'bæjarstjóri á Sauðárkróki. áfc.. Auglýsið í Tímanum Bændur! Athugið að Sauðfjárbókip fæst í flestum kaupfélögum. SAUÐFJÁRBÓKIN Máfahlíð 39. Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Siml 7752 Lðgíræðistörl og elgnaum- sýsla. Kaupum - Seljuni Allskonar notuð húsgögn, Staðgreiðsla. PAKKHÚSSALAN Ingólfsstræti 11 — Sími 4663 McCarthy (Framhald af 8. síðu.) frá, að rannsókninni verði væntanlega lokið fyrir næstu piánaðamót. Samtímis berast þær fregn- ir frá Lausanne í Sviss, að bandaríski svertinginn Char- les Davis hafi í gær verið' kvaddur fyrir rétt, ákærður fyrir njósnir. Hann á meðal annars að hafa rekið njósnjr á vegum McCarthys um hátt- ernj bandarískra sendimaniía og sendiráösstai’fsmann’a ;,í Sviss. Fyrirlestur um starfsíþróttir flytur Gunnar Nyerröd, form. sambands ungmennate* laganna í sveitum Noregs, í fyrstu kennslustofu H'á- skólans, miðvikudagskvöldið kl. 8,30. — Tore Wiig, skipulagsstjóri félaganna, sýnir kvikmyndir af starf- seminni. Allir velkomnir, sem áhuga hafa á máli þessu. Félagið ísland—Noregur. ♦ ♦ ♦ * ♦

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.