Tíminn - 18.12.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.12.1951, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur \ Edduhúst Fréttasímar: 81302 og 81303 AfgreiSsli ími 2323 Auglýsingasími 813QQ Prentsmiðjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, þriðjudaginn 18. desember 1951. 287. bla«. Álit dönsku handritanefndarinnar bi Mismijnanda tillögur nefndar- matmaf er marglr vilja Sáta ís- lertdingum í té alimikið af handritum og skjöluin, enda sé það endanlegt uppgjör Tíminn hefir nú fengið í hendur álit nefndar þeirrar, sem skipuð var í Danmörk 13. marz 1947 tíi þess að f jalla um handritamálið og kröfur íslendinga til íslenzkra handrita í dönskum söfnum. Er nefndarálitið allstór bók, þar sem gerð er grein fyrir sögu handritanna og kröfum íslendinga til þeirra, dönskum og íslenzkum viðhorfum, og afleiðingum þeim, er vera mætti að afhending handritanna liefði. Loks LRIK AUUP, dr. phil., fyrrver- er gerð grein fyrir afstöðu einstakra nefndarmanna til af hendingar á handritum og skjölum. Nefndarmennirnir virðast allir sammála um það, að ís- lendingar eigi hvorki lagaleg an né siðferðilegan rétt til sjálfra handritanna í dönsk- um söfnum, en viðurkenna á hinn bóginn, að óskir íslend- inga í þessu efni séu eölileg- ar. Þeir láta einnig yfirleitt í Ijós ótta við það, að afhend- ing íslenzkra handrita yrði til þess, að aðrar þjóðir gerðu kröfu til þeirra handrita í dönskum söfnum, er þeim við koma, einkum Norðmenn, ’ auk þess sem afhending hand ritanna myndi spilla aðstöðu Dana tii þess aö vera miðstöð fræðiiðkana varðandi nor- rænt þjóðlíf. Endanlegt uppgjör. Nefndin leggur einnig á- herzlu á það, að verði íslend- lngum nú afhent eitthvað af handritum úr dönskum söfn- um, verði það aö vera endan- legt uppgjör, og íslenzk stjórn arvöld skuldbindi sig til þess að giera ekki frékari kröfur síðar, að sínu leyti eins og nefndin segir, að afhending íslenzkra safnmuna úr dönsk um söfnum til þjóðminja- safnsins íslenzka árið 1930 hafi verið endanleg. Verði liugsanleg afhending hand- rita og skjala gjöf frá Dönum til íslendinga, er ekki skapi neitt fordæmi. Óskir fjögurra nefndármanna. Sven Dahl ríkisbékavörð- Fjórar góðar togarasölur Fjórar góðar togarasölur ísl. togara voru í fyrradag og gær í Bretlandi. Ingólfur Arnarson seldi 3189 kit fyrir 10982 ster- lingspund. Karlsefni seldi 3315 kit fyrir 10134 pund, Jón for- seti seldi 3176 kit fyrir 10032 pund og Svalbakur seldi 3625 kit fyrir 11043 pund. ur, Paul Holt kennaraskóla- stjóri, Axel Linvold þjóð- skjalavörður, Ervvin Munch- Petersen prófessor, formað- ur nefndarinnar, gera sam- eiginlegar tillögur um af- hendingu handrita og skjala, er þeir að vísu kalla ósk. Nefna þeir þar fjrrst að skilað verði öllum íslenzk- um skjölum, er ekki var skil að 1927, og sömuleiðis haiwL._tilskildu að á íslenzku séu, andi prófessor, einn af þeim, er áttu sæti í handritanefndinni, en iézt að ncfndarstörfum lokn um. Hann var íslendingum að góðu kunnur eftir löng sam- skiþti og átti að verðleikum vin- áttu fjölda manna hér á landi. og Landnámabók, biskupa sögurnar, og ættfræðrit. Þeir telja einnig eðlilegt, að með fylgi öll handrit, þar sem varðveittar eru íslenzk- ar trúarbókmenntir miðald anna og helgisögur, að því ritum, er telja má hluta af alíslenzku skjalasafni (kóp- íubækur, kirkjureikninga o. fl.), öll handrit varðandi sögu íslands, landslýsingar, kirkjumál, stjórnar- og rétt arfar, þar á meðal íslenzk lög, íslendingabók Ara fróða, auk þess rít um stærðfræði, stjörnufræði, rúnafræði og læknisfræði og miðaldarit íslendinga um veraldarsögu og þess háttar. Ennfremur öll seinni tíma rit, bók- menntaleg, svo sem annálar, trúarbókmenntir, sögur, ævintýri og rímur. Loks má athuga að bæta við gjöfina íslendingasög- um, fornaldarsögum og Eddukvæðum, enda þótt þetta hafi ekki aðeins gildi fyrir íslendinga, held- ur varði samnorræna þjóð- menningu. Á þessi viðhorf féílst Halfdan Hendriksen. fyrrver- andi ráðherra, fulltrúi í- haldsflokks:ns í nefndinni. Vilja ganga lengra. Alsing Andersen, fyrrver- andi ráðherra, fulltrúi jafnað armannaflokksins, og Erik Arup prófessor, fulltrúi frjálslynda flokksins, er lézt að loknu starfi í nefndinni, segja í séráliti: „íslendingar geta nú sjálf ir geymt handritin á tryggi- legan hátt, og Íslendingar sjálfir eru færir um að vinna að þeim á'jafn vísinda legan hátt og aðrir og eðii- lega miklu víðtækar en aðr- ir, bæði vegna málsins og einfaldlega vegna þess, að hér er þeirra þjóðmenning- arlegi arfuv“. Þeir segja, að nefnd sem þessi geti ekki gert ákveðn- ar tillögur um það, hverju beri að skila, en þakka tillög- ur fjórmenninganna,- er lýst hefir verið hér á undan. Síð- an segja þeir: „Við verðum þó, frá okk- ar sjónarmiði, að telja æski (Fratihald á 2 siðu > omurinn f ellur kl. 10 ár- degis í dag Dóinarar alþjóðadóinstóls ins í Haag lögðu í gær síð- ustu hönd að undirbún- ingnum undir dómkvaön- inguna í landhelgisdeilu Ncrðmanna og Breta. Kl. 19 árdegis í dag mun tlómurimn verða kveðinn upp. Viðstaddir verða fuli- trúar Norðmanna og Breta, auk ýmissa áheyrnarfull- trúa. Engar ákveðnar spár hafa heyrzt um það livern- ig dómurinn muni falla, en þó teija fréttaritarar, sem fylgzt hafa með málum, að dómurinn verði hvorki ein- róma með Bretum né Norð- mönnum. 110 menn farast í kuldabylgju í N.-Ameríku Míkil kuldabylgja hefir nú í fjóra daga herjað austanverða Norður-Ameríku og gengið á með snjókomu og . stormum. Ekkert lát er enn á henni, og snjó hleður víða niður. Að minnsta kosti 110 manns hafa nú farizt í kuldum þessum, og vegir og járnbráutir hafa víða teppzt alveg úm sinn. Bar nafn Kontiki, en var notaður mála m.s. Jökulfell BalsavUSarliðliriiir, sem rak á fjörsir að Lamlakoti á Álftanesi fyrir nokkru Það var upþr fótur og fit á sunnudaginn ,er sú frétt flaug eins og eldui í sinu manna á milli, að fundizt hefðu á Álfta- nesi þrír balsaviðarbolir, sem líkur væru til, að stöfuðu frá hinum fræga Kontiki-fleka, sem Norðmaðurinn Thor Heyer dahl sigldi á frá Chile yfir Kyrrahafið til Suðurliafseyja með föruneyti sínu og varð heimsfrægur fyrir. Kontiki-leiðangurinn. Kontiki-leiðangurinn var heimsviðburður og bók Thor Heyerdahls um hann hefir verið þýdd á flest tungumál heims, meöa annars er hún til á íslenzku. Kvikmyndin af leiðangrinum hefir einnig verið sýnd hér og vakið mikla athygli, svo að mönnum hér var leiöangurinn og saga hans vel kunn. Var því ekki að undra, þótt mörgum þætti tíðindum sæta, ef hér ræki boli úr Kontiki-flekanum, sem strandaöi sem kunnugt er við Suðurhafseyjar, og liðaðast þar sundur. en allt úr honum síðan flutt til Noregs, þar sem flekinn er geymdur í sér stöku húsi í Bygdö. Með för |sinni sannaði Heyerdahl kenningar sínar um fólks- flutninga frá Suður-Ameríku til Suðurhafseyja, og var Kon 'tiki-ílekinn gerður nákvæm- iega eftir lýsingum á flekum frumbyggja í Chile, þar sem balsaviðurinn vex. En hug- myndir sinar um þetta fékk , Thor Heyerdahl í brúökaups- ferð sinni til' Suðurhafseyja, er hann hefir lýst í bókinni | Brúðkaupsferð til Paradísar, sem nú er nýkomin út á ís- lenzku. Rekinn á Álftanesi. Bolir þeir, sem rak á Álfta- nesi, voru um það bil þrír metr ar á lengd og þrjátíu senti- metrar í þvermai. Einn var Hiiin íslenzki Kon-Tilci cr hér kominn heilu os hftldnu á land i uppsáturshúsi bóndans í Landakoti á Álftanesi. Ungi maðurinn á myndinni, Arngrímur Sæmundsson, fann trén í fjörunni og bjargaði þeim í liús. (Ljósm: Guðni Þórðarsan.) yddur í enda, en annars kvarnaðir endarnir. Allir voru bolir birktir og í þá gróp og för eftir bönd, og í einn þeirra skorið stórum, skýr- um stöfum KONTIKI. Enda þótt þeir væru vatnsósa af rekanum, og svona stórir, voru þeir svo léttir, að mað- I ur gat haldið á- þeim undir I handlegg sér. Fyrsti bolurinn fannst 27. nóvember, en hinir tveir 1. desember. Fleki frá Jökulfelli. Það kom þó á daginn, að þessir balsaviðarbolir voru ekki úr Kontiki-flekanum eða leiða,ngri Heyerdahls viðkom andi. En samt eiga þeir dá- litla sögu, sem Ingi Lövdal (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.