Tíminn - 18.12.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.12.1951, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, þriðjudaginn 18. descinber 1951. 287. blað. ♦♦♦♦♦♦ Spyr/7ð um bók frá B.S. Engan mun iðra þess Mimnmgar Björgvins Guðmundssonar. Saga vopníirzka sveitadrengsíns, sem févana ruddi sér braut í annarri heims- áifu til menningar og iista. Hefir hlotið einróma lof allra ritdcmenda. Bókin er 455 bls. í stóru broti. Verð kr. 85,00 í bandi, óbundin kr. 68,00. íslenzkir Hafnarstúdentar. Æviágrip alíra ísiendinga, er nám hafa stundað við Hafnarháskóla frá öndverðu. Verkið er unnið af þjóð'kunnri fœrni og alúð höfundar, Bjarna Jónsson- ar bankastj. Verð: Skinnband kr. 100,00, rexínband kr. 85,00, óbundin kr. 65,00. Minningar Culbertsons Saga þessa hámenntaða ævintýra- manns hefir selzt svo um víða veröld, að þess munu naumast dæmi. „Þétta er skemmtilegasta þýdda bókin,^ sem ég hefi lengi lesið,“ sagði víðlesinn og þekkt ur ritdómandi. „Nú fór illa fyrir mér, ég vakti 1 alla nótt við Culbertson", sagði annar þjóðkunnur menntamaður. Bryn- jólfur Svemsson hefir þýtt bókina, sem er í tveimur bindum, 640 bls. alls. Kost- ar í ekta skinnbandi kr. 72,50 bindið, kr. 42,50 óbundin. Saga Akureyrar. eftir Klemenfe Jónssoon, prýdd fjölda mynda, Sígilt heimildarrit um Akureyri. Veizlan á höfninni eftir norska skáldið Arne Skouen, hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um beztu skáldsöguna á Norðurlöndum. Þýðandi Brynjóifur Sveinsson. — Verð: í bandi kr. 32,50, óbundin kr. 22,50. Jónsi karlinn í Koti og telpurnar tvær eftir Guðmund L. Friðfinnsson, bónda á Egilsá. Hugnæm og skemmtileg skáld- saga, sem gerist frammi í sveit. — Verð í bandi kr. 25,00. . Skóladagar Minningabók fyrir skólanemendur, myndskreytt og falleg. Úrvaisgjöf til allra, er nám stunda. Verð í bandi kr. 35.00. Svona var það Skáldsaga eftir Somerset Maugham í þýðingu Brynjólfs Sveinssonar. — Verð í bandi kr. 35.00, óbundin kr. 25,00. ,Eins og maðurinn sáir4 Skáldsaga eftir Krlstján Sig. Kristjánssou MUNIÐ! Áskríftarsími Tímans 2323 Kristján Sig. Kristjánsson: „Eins og maðurinn sáir.“ — Bókaútgáfan Norðri gaf út. Kristján Sig. Kristjánsson er ekki nýliði á bókmenntasviðinu. Fyrir nokkrum árum kom út eftir hann skáldsagan Sólveig, athyglisverð saga og íögur. Einn ig hafa komiö frá skrifborði hans ævintýri og Ijóð, sem birzt hafa á víð og dreif í blöðum og tímaritum. Og nú kemur þessi skáldsaga, er hann nefnir: „Eins og maðurinn sáir“. Hér er sögð starfs- og þroskasaga tveggja elskenda, og byrjar sú saga meira aö segja á ósýnilegum til- verusviðum, á undan fæðingu þeirra beggja! í bók þessari koma fram ýmsar dulrænar, austrænar kenningar, sem mjög fátítt mun vera, að boðaðar séu í söguformi hér á Norðurlönd- um og eins dæmi á íslandi, þeg- ar undanskilinn er Kristmann Guðmundsson, sem í sumum sögum sínum drepur skáldfingri sínum á eitt og annað af svip- uðu tagi. Höfundur þessarar bók ar er írjálslyndur trúmaður og hugsjónamaður mikill, og, eins og sagan ber með sér, mun hann algerlega vísa á bug þeirri kenn jjigu, að í skáldsögum megi helzt ekki boða neitt sérstakt, og allra sízt nokkuð fagurt. Frá sjónarmiði hinna neikvæðu „raunhyggjumanna" (sem reyndar væri réttara að kalla bölhyggjumenn) mun þessi saga hafa einn stóran galla: Hún er jákvæð. Hún boðar trú á hin andlegu verðmæti tilver- unnar, og hún lætur allt fara vel að lokum. Og kynóramenn- irnir munu ekki finna mikið í 1 henni við sitt hæfi. Hún segir frá hreinum ancllegum ástum og ævilöngum tryggðum, og eng ar af hinum lægri hvötum mannlífsins eru afsakaðar eða færðar í einhver skrautklæði í þessari bók. Um skáldskapargildi þessaraf sögu skal hér ekki mikið rætt, enda sýnist þar jafnan sitt hverjum. Ef til vill mætti segja, að frásagnargleði og nákvæmni höfundarins hefði stundum leitt hann óþarflega langt í lýsing- um hans á einu og öðru, og að sagan væri þess vegna sums staðar ofsögð. En ekki kveður mikið að því. Frásögnin líður fram sem lygn og tær straumur, og er yfir henni stundum. ein- hve ljúfur blær og ljóðrænn, enda er höfundurinn einnig skáld á bundið mál. Frágangur bókarinnar er góð ur, og hinum eilifa óvini alira þeirra, er birta ritsmíðar sínar á prenti, prentvillupúkanum, hefir ekki tekizt að óprýða þessa bók, svo að crð sé á gerandi, og mun það sjaldgæft. Á auglýs- ingakápu utan um bókina er birt teiknimynd af báðum að- alsöguhetjunum, og hefir kon- an tekizt vel, en maðurinn mið ur. i— Ekki er það höfundarins sök, en gæti verið táknrænt fyrir það, að hann virðist ekki hafa lagt minni rækt við kon- una en karlmanninn í sögu sinni. í stuttu máli: Þetta er ný- stárleg bók, innihaldsrík bók, góð bók. Gretar Fells. Jólafoók Bókfellsútgáfunnar komin út 24 þjóðkunnir Islendingar rita um tómstundaiðju sína Góðar stundir Jólabók Bókfellsútgáfunnar, sem menn hafa öeðið eftir með mestri eftirvæntingu, er komin út. — Hún heitir „Góðar stúndir". Er þetta safnrit eins og fyrri jólabækur út- gáfunnar, „Móðir mín“ og „Faðir minn“. — í bókina rita 24 kunnir menn um tóm- stundaiðju sína og áhugamál. Prófessor Símon Jóh. Ágústsson hefir séð um útgáfu bók- arinnar. Höf uudar: Mágnús Jónsson, Víglundur Möller, Egill Bjainason, Gu®- mundur Arnlaugsscn, Guffmundur Einarsson frá Miffdal, Árni Friðriksson, Bjami Ásgeirsson, Þorsteinn Jósefsson, Sigurður Jónsson frá Brún, Lárus Fjeldsted, Sæmundur Stefánsson, Ósvaldur Knudsen, Helgi S. Jónsson, Ólafur Friffriksson, Sigurffur Jónsson, Guðrún Sveinsdóttir, Theó- dór ■ Gunnlaugsson, Baldur Andrésson, Bragi Friffriksson, Jens Hermannsson, Jón Eyþórsson, Sören Sörensson, Bjarni Guffmundsson og Þórffur Jónsson. EFNI: Höfundarnir rita um ánægjustundir sínar viff málaralist, laxveiffar, skák, fjalí- göngur, frímerkjasöfnun, skáldskap, Ijósmyndatöku, hestamennsku, bridge, kvikmynda- töku, skátastörf, náttúruskoffun, lausavísnasöfnun, gremjaleit, tónlist, íþróttir, ættfræffi, landkönnun, tungumálanám, leiklist og gmíðar. Þetfa er jélafoék, sem fólk á öllum aldri mun hafa ánægju af r A BDKFELLSUTGAFAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.