Tíminn - 19.12.1951, Síða 4

Tíminn - 19.12.1951, Síða 4
4. TtMINN, miðvikudaginn 19. desember 1951. 288. blað. Islenzkir bændahöfðingjar íslenzkir bændahöfðingj- ar I eftir séra Sigurð Ein- arsson. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar, Akureyri. Meðal myndarlegustu bók- anna á jólamarkaðinum eru ís- lenzkir bændahöfðingjar I eft ir séra Sigurð Einarsson í Holti. Þessi bók er rúmlega 400 blað- síður að stærð með myndum af öllum bændum, sem þar er rit- að um, konum þeirra sumra og bæjum. Eru bændahöfðingjar aldamótaáranna og síðar í flest um héruðum sóttir heim í bók þessari, og er varla að efast um, að mörgum, jafnt bændafólki sem bæjamönnum, er unna ís- lenzkri sveitamenningu, mun þykja fengur að samfylgd séra ■ Sigurðar í þessar heimsóknir. | Bókin hefst á frásögn um þá. Yztafellsfeðga, Sigurð Jónsson,' ráðherra, og Jón son hans. Er j það gott upphaf slíkrar bókar, því að þar er lýst einum mesta j bændaskörungi þingeyskum um síðustu aldamót og menningar- J frömuði og síðan Jóni syni hans,1 sem er eitt hið ákjósanlegasta dæmi um það, hvernig góðir t stofnar vaxa og þroskast í hin- um bezta jarðvegi og andrúms- lofti íslenzkrar sveitamenningar. Kafli sá er og frábærlega skemmtilega og ljóst ritaður, þótt stuttur sé, af þeim séra Sig urði og Jóni í Yztafelli í sam- einingu. Næst bregður séra Sigurður sér vestur í Svínadal og skyggn ist um hólf og gólf hjá Guð- mundi Þorsteinssyni og Björgu Magnúsdóttur í Holti, hinum mestu skörungum og atgervis- manneskjum. Þaðan liggur leið in til Jóns Fjalldal á Melgras- eyri, oddvita þeirra Djúpmanna og einhvers mesta áhugamanns um ræktunarmál og fræðslumál, enda ber garöur hans merki ræktunarinnar. I Borgarfirði er næst komið við hjá Kristleifi Þorsteinssyni bónda og fræði- manni á Stóra Kroppi, þeim þjóðkunna afkomanda Snorra prests að Húsafelli. . En þar sem séra Sigurður hef ir nú gist landbændurna um sinn, bregður ha'nn sér til Kefla- víkur og hittir Árna Geir Þór- oddsson útvegsbónda, sem á sér þar mikla sögu sem formaður og útgerðarmaður og alhliða framfaramaður um viðgang sjávarútvegs. Björn Jónsson og Þorbjörgu Stefánsdóttur á Veðramóti í Skagafirði fá næstu beimsókn, enda er þar ekki í kot vísað að rausn. Þaðan er haldið til Einars Gíslasonar, óð- aisbónda og gullsmiðs í Hring- dal í Ketildalahreppi, sem á sér mikla sögu í Arnarfirði, og Magn úsar Björnssonar bónda og fræðimanns á Syðra-Hóli. En höfðingjar hafa líka verið til í húsfreyjusæti í íslenzkri sveit, og leiðir séra Sigurður þar hina þjóðkunnu konu, Steinunni Eg- ilsdóttur á Spóastöðum, í hóp bændahöfðingjanna og fer vel á. Næst koma Jón Guðmundsson óðalsbóndi á Ægissíðu og Eyjólf ur Guðmundsson, landshöfðingi í Hvammi, Guðmundur Árnason bóndi í Múla i Landssveit og Ólafur Pálsson, óðalsbóndi að Þorvaldseyri. Eftir það hverfur séra Sigurð ur aftur norður í Þingeyjarsýslu og kemur við hjá Baldvin Frið- laugssyni að Hveravöllum . í Reykjahverfi, Eggert Ólafssyni bónda í Laxárdal í Þistilfirði, Magnúsi Þórarinssyni bónda og þjóðhagasmið á Halldórsstöðum í Laxárdal, sem frægur varð um flaeginhluta landsins upp úr síð- ustu aldamótum fyrir spunavéla smíð sína. Er saga tóvélanna á Halldórsstöðum rakin allítar- lega, og er síður en svo ómerk- ur þáttur í sveitamenningu alda mótaáranna. Þá koma bræðurn ir Hallgrímur Þorbergsson á Hall dórsstöðum í Laxárdal og Jón H. Þorbergsson á Laxamýri. Þá er snúið suður yfir heiðar aftur og er þar að finna Þór- unni Sívertsen í Höfn í Mela- sveit og Bjarna Jensson í Ás- garði, sem var svo sérkennileg- ur, stórbrotinn, raungóður og drenglyndur, að hann var eng- um öðrum líkur, eins og segir í upphafsorðum. Birtingaholtsfeðgar, Helgi Magnússon og Ágúst Helgason eiga þarna allmikla sögu og Birtingaholtsheimilið, enda má segja, að skammt væri komið tali bændahöfðingja á íslandi, ef þeim væri sleppt. Þá koma að lokum Guðjón Jónsson í Ási, Guð mundur Þorbjarnarson á Stóra- Hofi og Halldór Benediktsson á Skriðuklaustri, allt þjóðkunnir bændur. Lestina rekur Ögmund ur Sigurðsson skólastjóri í Flens borg. Á hann þar býsna vel heima, þótt búskapur hans væri ekki á landsvísu. En hann á það sammerkt með þeim mönnum og konum, sem áður voru nefnd, að hann lagði góðan stein í grunn hinnar nýju þjóðmenning ar á íslandi, sem reis á legg á árunum beggja megin aldamót- anna. Við eigum miklar Islendinga- sögur frá gullöld, sem þó bar í sér dauðann, og flestar sögurn- ar gerast á hnignunarskeiði. Við eigum Sturlungasögu, sem lýsir gjörvuleik en ekki gæfu, sögu, sem rekur hraða atburðarás til hnignunar, upplausnar þjóð- menningar og glötunar á frelsi og forræði. En séra Sigurður Einarsson hefir fest augu við það, að nokkurs gæti verið um vert að gefa svipmyndir nokk- urra þeirra manna, sem byggðu grunn nýrrar þjóðmenningar á endurreisnaröld. Slíkt er hlut- (Framhald á 6. síðu) ~ Árni og Berit Hin kunna unglingabók Árni og Berit eftir norska rithöfund inn Anton Mohr er nýlega kom in út í þýðingu Stefáns Jónsson ar námsstjóra. Söguþráðurinn er í meginat- riðum þessi: Systkinin Árni (14 ára) og Berit (13 ára) fara með móður sinni frá Noregi og er förinni heitið til Hawaii, en I frændi þeirra þar hefir boðið I þeim til sín. Frá Bretlandi taka þau sér far vestur um haf með ! hafskipinu mikla Titanic, en það (fórst á leiðinni. Þau Árni og Berit missa þá móður sína, en sjálf komast þau í lítinn bát og er þeim síðar bjargað af skipi, er flytur þau til Kanaríeyja. Þaðan hefst svo ferð þeirra að nýju til Hawaii og liggur nú leið þeirra víða um Afríku, þar sem þau lenda í margvíslegum ævin týrum. Þegar sögunni lýkur eru þau komiir til Kairo og bfða eft ir skipsferð þaðan til Hawaii. En , það ferðalag mun verða efni í aðra sögu. ! Kostir þessarar sögu eru ekki aðeins þeir, að hún segir frá . skemmtilegum ævintýrum. Sá kostur hennar er kannske mest ur, að hún hefir að geyma mik inn fróðleik um þjóðir og lönd, sem Árni og Berit kynnast á ferð sinni. Henni er ekki síður ætlað að verða til fróðleiks en skemmtunar. Þýðing Stefáns Jónssonar er með ágætum, eins og vænta mátti. Stefán hefir þýtt fleiri unglingabækur, m. á. Hreininn fótfráa, sem komin er út fyrir stuttu, en það er saga frá Lapp- landi eftir Per Westerlund og er henni jöfnum höndum ætlað að vera til skemmtunar og til fróðleiks urn kjör og lifnaðar- hætti Lappa. Vinsældir þeirra barnabóka, sem eru jöfnum höndum retlað ar til fróðleiks og skemmtanar, fara nú mjög vaxandi víðast er- lendis og er fengur í því að slík ar bækur séu þýddar á íslenzku af mönnum, sem vel eru þeim vanda vaxnir. Fáum er betur til þess treystandi en Stefáni náms stjóra að leysa slíkt verk vel af hendi. G. ,T. Gamall vinur og nýr Alþingisríiiuir frá bókavitgáfu Menningarsjóðs. Einum unni ég manninum Höfundur: Árni Jónsson. Útgefandi: B. S.-útgáfan, Akureyri 1951. Kunningi minn var fyrir nokkrum dögum að leggja af stað heimleiðis með skipi. Hann sagði við mig: „Hvaða bók á ég að kaupa, til þess að lesa á heimleiöinni, svo að mér leiðist ekki“? Ég spurði á móti: „Hvernig viltu, að bókin sé“? Hann svaraði: „Helzt ný, ís- lenzk skáldsaga um mann eða konu, sem vert er að muna. En ég veit“, bætti hann við, „að sú saga kemur ekki út i ár, og ekki heldur á næstu árum. ís- lenzka skáldsagnagerðin stefnir í aðra átt um þessar mundir“. „Kauptu þá söguna: „Einum unni ég manninum““, eftir Árna Jónsson", sagði ég. I dag fékk í svo eftirfarandi skeyti frá þessum kunningja: „Bókin kom mér óvænt. Stein unn er ógleymanleg“. Ég segi frá þessu til þess að vekja athygli á sögunni. Hún er 'nýstárleg um margt og kemur nokkuð á óvart. Efnisskipan hennar er óvenjuleg, og virðist í fljótu bragði óþægileg fyrir les andann, en seinna kemur í ljós, áð einmitt.þessi skipun gerir rás atburðanna eftirminnilegri, eins og það ferðalag verður minnis- stæðara, sem krefur aðgátar, heldur en þráðbein og auðveld för. Sagan gerist um síðustu alda mót í sveit. Efni hennar er: Ást ir og harmar. — Miklir viðburð ir í mannlegum sálum. — Þroska leitir. Höfundurinn ber fulla virð- ingu fyrir viðfangefni sínu. Aðalpersónur sögunnar, Stein- unn Bjarnadóttir og Kristinn Þorsteinsson, eru fólk, sem ávinn ingur er að kynnast. Steinunn er kona, sem nú bæt ist í hóp þeirra kvenhetja, er íslenzkar bókmenntir .hafa góðu heilli -leitt inn í hugarheim þjóð arinnar, og vert er að muna. Málið á sögunni er vandað og orðríkt. Gallalaus er sagan ekki, að mínu áliti, t. d. er fyrsti hluti sögunnar, vegna mannfjölda og fyrirferðar, eins og hann eigi að vera upphaf að lengri sögu, þar sem fleiri eigi mikilsverð erindi. heldur en að lokum verður. En kostir sögunnar yfirgnæfa svo gallana, að maður hlýtur að fagna bókinni og gera sér góðar vonir um, að höfundur hennar eigi eftir að láta stórlega til sín taka i skáldsagnagerö. 16. desember 1951. Karl Kristjánsson. Mér eru Alþingisrímurnar í barnsminni. Þær komu út í fyrsta sinn árið 1902, og þegar ég man fyrst eftir mér til bókar, voru þær í allra höndum. Þá handlék ég þær, stautaöi í þeim og lærði úr þeim vísur. Rímur voru enn í heiðri hafðar í bernsku minni, þó að mjög hefði dregið úr vinsældum þeirra. Brynjólfur Sveinsson, hinn eldri, mundu allir, og Skúli, Hafstein, Valtýr Guðmundsson, Sigurður í Vigur, Hannes Þorsteinsson og Lárus Bjarnason voru á allra vörum. Simamáliö og síðan „upp kastið“ kveiktu nýjan stjórn- málalegan áhuga, og þarna voru rímur, sem fjölluðu um stjórn- málabaráttuna og um fjölda manna, sem allir kunnu skil á, rímur, sem voru engan veginn tyrfnar, en létt og lipurt kveðn ar og fullar af leikandi glettni og ekki alltof beisku háði. Það er svo ekkert undarlegt, þótt Alþingisrímurnar yrðu vinsælar, enda kunnu flestir eitthvað úr þeim og margir mikið, sumir kunnu þær jafnvel frá upphafi til enda. Árið 1905 komu út aðr ar alþingisrímur, og menn ruku til og keyptu þær, einungis vegna nafnsins. En úr þeim kaup um. urðu raunar vonbrigði.... Svo voru þá þær gömlu lesnar upp aftur og aftur. Því má nærri geta, að mikið hafi verið um það rætt, hver væri höfundur Alþingisrímnanna. Var abnennt talið, að Valdimar Ásmundsson hefði kveðið þær, því að hann var útgefandi þeirra og höfund ar var hvergi getið. Hlutdeild Guðmundar skálds Guðmunds- sonar, sem þá var alltaf nefnd ur Guðmundur skólaskáld, fór svo lágt, að þótt Guömundur flyttist til Isafjarðar og dveldist þar um nokkurt árabil, einmitt á þeim árum, sem ég var orð- inn stálpaður og man mjög Ijós lega, heyrði ég ekki á hann minnzt, sem höfund rímnanna. Alþingisrímurnar hafa verið ófáanlegar um langt skeið, og fæstir hinna yngri manna hafa einu sinni heyrt þær nefndar. Mun óhætt að fullyrða, að ein- ungis fáir þeirra, sem ekki eru miðaldra, hafi lesið þær. En nú hefir Bókaútgáfa Menningar- sjóðs gefið þær út í safninu íslenzk úrvalsrit. Útgáfan er i sama formi og önnur rit í þessum flokki. Frarn an við rímurnar er ritgerð eftir Jónas skólastjóra Jónsson frá Hriflu um þær og höfunda þeirra. Er ritgerðin löng og ýtar leg, 39 blaðsíður með smáu letri. Hún er mjög vel skrifuð og hin skilmerkilegasta á alla grein. Þar er sagt frá því, hverjir höf undar rímnanna eru, skýrt nokk uð frá ævi og störfum þeirra merku manna, því lýst, svo sem tök eru á, hvernig rímurnar eru til orðnar, sýnt fram á, upp úr hvaða jarðvegi þær eru sprottn ar og gerð nokkur grein fyrir vinsældum þeirra og bókmennta gildi. Aftan við rímurnar eru skýringar eftir Vilhjálm Þ. Gísla son, skólastjóra, og' eru skýring ar þessar í_ rauninni löng og samfelld grein, 52 blaðsíður, og loks hefir Vilhjálmur ritáð stuttan eftirmála. Ritgerö Vil- hjálms er það víðtæk og greini- leg, að hver sá, sem hana les, á að geta fræðzt svo mjög um þau málefni og þá menn, sem um getur í rhnunum, fái notið þeirra næstum eins og við, sem. minnumst þessa alls frá bernsku eöa æskuárum. Um höfunda rímnanna ber þeim Jónasi og Vilhjálmi saman, en heyrt hef ég það dregið i efa, að þar sé að öllu leyti rétt frá skýrt. Vilja sumir eigna ýmsum öðrum en þeim Guðmundi Guðmundssyni og Valdimar Ásmundssyni hlut í rímunum. Nú stendur svo á, að ég þykist hafa allgóð skil- yrði til að dæma um þetta mál. Þá er ég kom fyrst hingað til Reykjavikur, heyrði ég því fleygt, að Guðmundur skáld mundi eiga allmikinn þátt í A1 þingisrímunum. Sumarið 1918 ræddi ég við hann oftar en einu sinni um rímurnar, og bar frá sögn hans mjög saman viö það, sem fram kemur hjá þeim Jónasi og Vilhjálmi. Tíu árurn síðar, sumarið 1928, fékk ég tækifæri til að tala allýtarlega um þetta mál við Benedikt kaupmann Þórarinsson, og sagði hann mér nákvæmlega frá því, hvernig Alþingisrímurnar hefðu orðiö til. Var frásögn hans í fyllsta sam- ræmi við orð Guömundár skálds nema hvað Benedikt gerði hlut Guðmundar stærri en hann hafði sjálfur gert hann. Sumum þeim, sem lítið þekkja til Alþingisrímnanna, mun koma það ærið kynlega fyrir sjónir, að þeim sé valinn sess á bekk með úrvalsljóðum íslenzkra höf- uðskálda. En við lestur þeirra og við nána athugun munu menn komast að þeirri niðurstöðu, að honum sómi þetta sæti, þessum sérstæða ljóðaflok.ki, sem kveð- inn er um dægurmál og um menn dagsins — í formi þeirr ar bókmenntagreinar, sem var á landi hér um margar og rnyrkar nauðaldir „langra elda jólaeld- ur“. Því að Alþingisrímurnar eru kjörgripur sem skáldverk, gædd ur fjöri og glettni og yndisleik í hreimi og hljómum. Guðm. Gíslason Hagalín. Eyfellskar sagnir Nýlega er kcmið út þriðja bindið af Eyfellskum sögnum, er Þórður Tómasson í Vallna- túni hefir safnað og skráð. Þetta er seinasta bindið í safni þessu og fyigir því nafnaskrá, fyrir öll bindin, ásamt leiðréttingum og viðaukum. Lengstu greinarn ar í þessu bindi eru Holtsprest- ar (1827—74) og Sjósókn og sjávarafli, en þar segir frá sjó- sókn undan Eyjafjöllum. Aðrar frásagnir eru yfirleitt stuttar og fjalla þær um . margvíslegustu efni. Fyrri bindin af þessu safni Þórðar hafa náð allmiklum vin sældum. Þórður hefir bersýni- lega lagt mikla vinnu í söfnun sína og tekizt hún á margan hátt vel. Meðal slíkra safnrita, er unnið hefir verið að á siðari árum, standa Eyfellskar sagnir mjög framarlega og eru góð við bót við þessa bókmenntagrein Islendinga. Inga Bekk Bókaútgáfan Fróði hefir ný- lega gefið út söguna Rrga Bekk eftir Johanne Korch í þýðingu Sigurðar Helgasonar og Guðnýj ar Ellu Sigurðardóttur. Saga þessi er ætluð telpurn. Aðalsögu hetjan er 13 ára gönuil dönsk kaupstaðarstúlka, sem dyelur nokkurn tíma í sveit og kemst þar í ýms ævintýri. Saga þessi hefir náð vinsældum í Dan- mörku.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.