Tíminn - 20.12.1951, Qupperneq 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórajrinsson
Préttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur \ Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslx (mi 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
35. árgangur.
Reykjavík, i únmtudaginn 20. desember 1951.
289. blað.
íbúðaiiiús að Fossi á Síðu
brann tii ösku í fyrrinótt
Tókst að vppja næstu líás þar eö logm var
Frá fréttaritara Tímans á Kirkj ubæj arklaustri
Um kl. hálffjögur í fyrrinótt kom upp eldur í íbúðarhúsi
Óskar Eiríkssonar bónda að Fossi á Síðu og brann það ó1
kaldra kola á skammri stund. Fólk lcomst heilu og höldnu
úr eldinum en litlu sem engu af húsmunum var bjargað.
Tekjustofnar ríkis-
ins óskertir
Söluskattsfrumvarpið var af-
greitt frá neðri deild í gær sem
lög frá Alþingi, óbreytt eins og
það kom frá efri deild í fyrri-
nótt. Einar Olgeirsson bar fram
breytingartiilögu um það, að
það yrði á ný eins og neðri deild
gekk frá því, en hún var felld
með 18 atkv. gegn 8. Greiddu
henni aðeins atkvæði þeir
kommúnistar og jafnaðarmenn,
sem viðstaddir voru.
Er þar með tryggt, að tekju-
stofnar ríkisins verða ekki skert
ir á næsta ári.
Alþingi frestað
á föstudag
Þriðja umræða fjárlaganna
hófst í gær, í sameinuðu þingi,
og verður henni haldið áfram,
unz fjárlögin hafa verið af-
greidd. Atkvæðagreiðslan mun
fara fram i dag eða á morgun og
gert er ráð fyrir, að þingi verði
síðan frestað fram yfir hátíð-
ar á morgun, ef afgreiðsla fjár-
laganna gengur sæmilega.
Umferðin á Lauga-
veginum fyrir jólin
Lögreglan í Reykjavík hefir
beðið blaðið að vekja athygli
þeirra, er bílum aka í Reykja-
vík nú um hátíðarnar, á því
hve umferðarösin á Laugaveg-
inum sé mikil og erfið viðfangs
mestu verzlunardagana fyrir
jólin. Það er eins og margir bíl
stjórar hugleiði það ekki. hve
miklar tafir þeir baka sjálfum
sér oft með því að aka niður
Laugaveginn þegar umferðin er
mest, þótt þeir séu á leið vest-
ur í bæ eða í miðbæinn en eigi
ekki erindi á sjálfan Laugaveg-
inn eða að húsurn við hann.
Verða þeir þá oft aö bíða lafig-
tímum saman í umferðinni og
auka enn að þarflausu á seina-
ganginn.
Bílstjórar ættu að gera sér
það að venju einkum þessa daga
að fara ekki Laugaveginn er
þeir aka miiii bæjarhluta en
þurfa annars ekki að staðnæm-
ast þar. Þá er miklu betra að
fara aðrar greiðfærari og um-
ferðarminni götur á leið í mið-
bæinn eða vesturbæinn.
A Fossi á Síöu eru sjö á-
búendur og var þetta elzta
íbúðarhúsið', 38 ára gamalt
með torf og grjótveggjum.
Þaö er kallað Austurbærinn.
Óskar varö fyrst eldsins var,
er hann vaknaöi við óljósan
skarkala um nóttina. Er
hann kom á fætur var eld-
húsiö oröiö alelda, en hon-
um tókst aö vekja annaö
heimilisí'ólk, sem var ráðs-
kona hans og barn hennar og
unglingspiltur. Komust þau
ómeidd úr eldinum.
Litlu sem engu
bjargað.
Fólk af öðrum heimilum á
Fossi kom nú að, en eldurinn
var oröinn svo magnaöur, að
hann varö ekki slökktur, og
nær engu tókst aö bjarga úr
húsinu, helzt ofurlitlii af
fatnaði. Hlaða var mjög
nærri húsinu og í hættu svo
og önnur íbúöarhús, ef hvasst
hcfði veriö, en þar sem logn
var tókst aö verja öll önnur
hús á staðnum.
Kviknaði í út frá
rafmagni.
Talið er langlíklegast, að
kviknaö hafi í út frá raf-
magni, því að eldurinn virt-
ist hafa komið upp milli
þilja, þar sem raflagnir voru.
Húsið var vátryggt fyrir 25
þús. kr. og innanstokksmunir
og matvæli voru einnig vá-
tryggð en lágt .Tjón Óskars
er því allmikið.
Komnir heim að lokinni dvöl í Bandaríkjunum
Tveir togarar að
veiðum tyrir Ak-
urnesinga
Tveir togarar eru nú að veiö'-
um fyrir Akurnesinga og er afli
beggja hagnýttur á hinn sama
hagkvæma hátt og búið er að
gera nú næstum þvi stanzlaust
í hálft annað ár með afla
Bjarna Ólafssonar.
Hinn togarinn, sem kominn
er til Akraness, Akurey, leggur
væntanlega upp afla þar til
vinnslu í frystihúsunum á morg
un, og er það annar farmurinn,
sem skipið leggur þar upp Síð-
an það réðst í þjónustu Akur-
nesinga.
Góð tíð í Vopnafirði
Frá fréttaritara Tím-
ans á Vopnafirði.
Undanfarna daga hefir
verið hér hálka og tekið mjög
þann snjó er áður var kom
inn. Er nú komin allgóð jörð'
hér um slóðir nema í Vestur-
árdal, þar sem enn er mikill
snjór. Ekkert er róið hér urn
þetta leyti.
íslenzkir bændasynir
komnir úr vesturför
Meðal farþega á Tröllafossi, er hann kom ti'i Reykjavíkur
gær, voru íslenzku bændasynirnir níu, sem dvalið hafa á
sveitabæjum vestan hafs undanfarna mánuði til þess að
kynnast nýjungum í búnaðrháttum.
Síðustu bílferðir frá
Reykjavík fyrir jól
Feröaskrifstofa ríkisins hefir látið blaðinu í té skrá um
síðustu bílferðir, s?m verða fyrir jól héðan úr Reykjavík
austur um Suðurland, á Suðurnes, í Borgarfjörð, á Vestur-
land og Norðurland.
Suðurland. '
Á föstudaginn verður síö-
asta ferö austur að Kirkju-
bæjarklaustri, lagt af stað'
klukkan niu árdegis. Á sunnu
tíag veröur fariö austur aö
Vík í Mýrdal, brottför úr
Reylcjavik klukkan níu árdeg
is.
Á mánudag, aðfangadag
verða margar ferð'ir. Austur í
Þykkvabæ, Fljótshlíð, Land-
eyjar og að’ Hellu verður lagt
af stað' klukkan ellefu. Aö
Laugarvatni í Biskupstungur, I
Gaulver j abæ j arhrepp, Flóa,
(Skeggjastaöir), Landsveit og
á Þingvelli (strax til baka) I
klukkan eitt. I Hveragerði og
Auösholt verður lagt af staö
klukkan þrjú.
Nágrenni Revkjavíkur.
Síöasta ferð á Álftanes’ á
aöfangadaginn veröur klukk-
an eitt, í Mosfellsdal klukkan
hálf-tvö, á Kjalarnes og í
Kjós klukkan tvö, í Gridna-
vík klukkan þrjú, aö Revkj-
um og Reykjalundi, á Vatns-
leysuströnd og í Voga og í
Keflavík, Sandgeröi og á Staf
nes klukkan fjögur.
Vestur og norður.
Síðasta ferð í Stykkishólm
(Framhald á 7. síðu)
Flestir þátttakendanna ósk
uðu þess að kynnast nýtízku
kúabúurn og meöferö mjólk-
ur og kvikfjárrækt. En jafn-
framt lögöu þeir flestir á-
herzlu á að kynnast meöferö
nýjustu véla viö landbrot og
jarðyrkju. Sumir kynntu sér
einnig ræktun grænmetis og
jarðávaxta, og nokkrir rekst-
ur hænsnabúa.
Hinir ungu menn dvöldu
víðs vegar um Bandaríkin, og
aö lokinni dvöl sinni á sveita
bæjunum sóttu þeir sérstak
búnaÖarnám(skeiÖ, sem stóö
einn mánuð.
Gátu sér góðan
orðstír.
íslenzku bændasynirnir
gátu sér góðan orðstír fyrir
dugnað, áhuga og hagsýni viö
vinnubrögö á heimilum þeim,
þar sem þeir dvöldu, og ur'ðu
sumir þeirra allan tíma
vestra á sama heimili, enda
þótt upphaflega væri til þess
ætlazt, aö þeir yrðu á tveim-
ur stöðum, því aö húsbænd-
urnir vildu ekki missa þá af
heimilum sínum, fyrr en þeir
hyrfu alfarnir heinr til hinn-
ar fjarlægu fósturj ar'öar sinn
ar. — Sumir þeirra sköruðu
mjög fram úr því, sem al-
mennt gerist, eins og áöur hef
ir veriö skýrt frá í blaðinu.
Nöfn þátttakenda.
Mennirnir eru þessir: „
Sigurður Erlendsson á
Vatnsleysu, Arngrímur H.
GuÖjónsson í Gufudal í
Ölfusi, Jón Guömundsson á
Fjalli á Skeiöum, Gunnar
Halldórsson á Skeggjastö'öum
i Flóa, Sæmundur Jónsson í
Austvaðsholti í Landsveit,
Björn Kristjánsson úr Reykja
vik, Hókon Kristinsson á
Skarði í Landsveit og bræð-
urnir Hörður og Jón Stein-
grímssynir í Holti i Stokks-
eyrarhreppir.
Fimm miljónir til
harðindahjálpar
í viðaukatillögum f járveit
inganefndar, sem áður
höfðu verið boðaðar, og nú
hafa verið' lagðar fram, er
gert ráð' fyrir heimild til
ríkisstjórnarinnar til að
greiða allt að 5 millj. úr
ríkissjóði til hjálpar vegna
harð'indanna á Austurlandi
og víðar í fyrravetur og jafn
vel til harðærishjálpar víð-
ar, þar sem rtð hefir kreppt
á undanförnum missirum.
Á fé þetta að veitast sem lán
og greiðist af tekjum ríkis-
sjóðs árið 1951.
íslendingar í vinnu
á Keflavíkurvelíi
1. desember voru 330 fslend-
ingar í vinnu á Keflavíkurflug
velli, og í nóvembermánuði var
þeim greitt um 950 þúsund kr.
í vinnulaun. Auk þessara manna
voru um 300 menn í vinnu hjá
svonefndum Sameinuðum verk
tökum, sem unnu að byggingu
húsa og vöruskemma á Kefla-
víkurvelli.
Þessum verkamönnum verð-
ur fjölgað síðar. Þegar veður
leyfir verður ráðizt í meiri bvgg
ingar á vellinum.
Eldur í garala bak-
aríinu á Vatneyri
Á mánudaginn kviknaði í blás
ara í olíukyndingu í gamla bak-
aríinu á Vatneyri við Patreks-
fjörð. Þessa varð fljótt vart, og
tókst að slökkva eldinn með
handslökkvitæki, áður en hann
magnaðist.