Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.12.1951, Blaðsíða 6
6. TIMINN, sunnuðaginn 23. desember 1951. 292. blað. Franska leikkonan 1 (Slightly French) Óvenju létt og glaðvær am- I | erísk dans- og söngvamynd § j með mörgum nýjum dans- | | lögum. Dorothy Lamour Don Ameche Janis Carter Willard Parker Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. NÝJA BÍO Hafineyjan (Mr. Peabody and the Mer- _ maid.) | Óvenju fyndin og sérkenni- | leg ný amerísk gamanmynd. | Aðalhlutverk: William Powell Ann Blyth | Sýnd annan jóladag kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. ★ Gleðileg jól ★ BÆJARBÍÓj - HAFNARFIRÐI - Xight and Day Amerísk stórmynd í eðlileg- | um litum, byggð á ævi jazz- | tónskáldsins Cole Porter. Aöalhlutverk: | Gary Grant Alix Smith Monty Woolly Sýnd annan jóladag = kl. 7 og 9,15. I I Austurbæjarbíó | Dansmærln | (Look For The Silver Lin- | ing) | | Bráðskemmtileg, skrautleg | 1 og fjörug ný amerísk dans- | | og söngvamynd í eðlilegum | | litum. | Aðalhlutverk: June Haver Ray Bolger § 1 og einn vinsælasti dægur- | i lagasöngvarinn um þessar | i mundir Gordon MacRae Sýnd annan jóladag kl. 5, 7 og 9. | Teikni- og grín- I myndasafn i Margar mjög spennandi og I i skemmtilegar alveg nýjar | | amerískar teiknimyndir í í eðlilegum litum, ásamt i 1 nokkrum sprenghlægilegum | grínmyndum. 1 Sýnd annan jóladag kl. 3. i -j*r Gleðileg jól ★ Teiknimyndir Sýnd annan jóladag kl. 3 og 5. Sími 9184. ★ Gleðileg jól ★ Anglýsingasími TÍMANS er 81 309. TJARNARBÍÓ Annan jóladag: 1 Jolson syngnr á nýl (Jolson sings again) I Framhald myndarinnar Sag- | I an af A1 Jolson, sem hefir | | hlotið metaðsókn. Þessi § | mynd er ennþá glæsilegri og | | meira hrífandi. Fjöldi vin- | I sælla og þekktra laga eru I | sungin í myndinni, m.a. I | Sonny Boy, sem heimsfrægt | | var á sínum tíma. | Aðalhlutverk: Larry Parks Barbara Hale Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. ★ Gleðileg jól ★ Gullbrúðkaup Til gullbrúðhjónanna Ingunn ar Eyjólfsdóttru og Böövars Magnússonar hreppstjóra að Laugarvatni. Nú skal syngja ljóða-lag, láta klyngja dýran brag, til að yngja ykkar hag, auðn slygan brúðkaups-dag. Um það hlýðir eiga tal, allur lýður heyra skal: Baugahlíða og búa val bjartan prýða veizlusal. Lífa fer þytur lands um hring, loga vitar allt um kring. Ykkur situr sveitin slyng sæmdum glitað héraðsþing. Lánið barna búið við, beztan farnað heims um svið, fári varnar, gefur grið, gott er tarna hafa liö. Ég, sem stæli Óðins-mál, ykkar mæli fyrir skál. Lifið sæl við ljóssins bál, laus við kælu, sorg og tál. P. Jak. KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI -- 17. DAGUR - Útvarps viðgerðir [ Radiovimmstofan { LAUGAVEG 16« Bergnr Jónsson MAlaflutnlngsskrifstofa Laugaveg 65. Siml 5833 Helma: Vitastíg 14 ÍGAMLA BiO | Annic skjóttu nú | (Annie Get Your Gun) 1 Hinn heimsfrægi söngleikur | Irving Berlins, kvikmyndað- | ur í eðlilegum litum. | Aðalhlutverk: | Betty Hutton og söngvarinn Howard Keel Sýnd annan jóladag kl. 3, 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Hamingjuárin (The Dancing years) | Heillandi fögur og hrífandi | ný músík og ballettmynd í | eðlilegum litum, með músík I eftir Ivor Novello. Denuís Price Gi-;e‘te Preville Sýnd annan jóladag kl. 5, 7 02' 9. Borgarljósiu (City Light) | með Charlie Chaplin Sýnd kl. 3. ★ Gleðileg jól ★ (fnuAjungJoéUiAsiaA. *Au SeJbtJO Samsæti (Framhald af 3. síðu) jafnt æðri sem lægri, veitt af rausn. Frú Þórlaug er glæsi- leg kona að sjá, björt á svip og tiginmannleg og hafa ýmsir líkt henni við Guðrúnu Ósvífursdóttur. Það, sem mér finnst einna merkilcgast við þau Dag og Þórlaugu er það, hvað þau, þrátt fyrir mikil störf, eiga margar frístundir, en það mun vera vegna þess, að þau geyma aldrei til morguns, það, er þau geta gert í dag. Nú eru þau hiónin flutt að Selfossi og fylgja þeim þang- að hlýjir hugir gömlu sveit- unganna, með einlægum ósk um um íagurt. og friðsælt ævikvöld. Að síðustu þetta: Þið berið lifsins skæran skjöld og skýlaust sæmdarheiti. Yndisfagurt ævikvöld, alvalds mildin veiti. ívar Jasonarson. Kaupum - Seljum Notuð húsgögn einnig skauta skíði o. fl. TRIPOLI-BÍÓ 1 fylgsnum frumskóganna (The Hidden City) | Skemmtileg og spennandi, j ný amerísk frumskógamynd. | | Sonur Tarzans, Johnny | Sheffield, leikur aðalhlut- verkið Johnny Sheffield Sue England Sýnd á annan í jólum kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f.h. ★ Gleðileg jól ★ Barnaleikföng með hálfvirði. seljum við PAKKHÚSSALAN Ingólfsstræti 11 — Sími 4663 AMPER H.F. Raftækjavinnustofa Þingholtstrætf 21 Sími 81556. Raflagnir — Viðgerðir Raflagnaefni ror þJÓDLEIKHÚSID Gl/LLJVA BLIÐIÐ Frumsýning 2. jóladag kl. 20.00 Önnur sýning 28. des. föstudag kl. 20.00. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 11 til 20. Tekið á móti pöntun- um. — Sími 80000. hafði árið áðnr byrjað smíði turnsins, sem innan fárra ára átti að gnæfa hátt yfir Bæinn. Jafnvel stríðið megnaði ekki að stöðva þá fyrirætlan. Bærinn lá í hálfhring; um voginn, og inni í botni vogsins var löng röð húsa með háa og hvassa stafna. Þar var Þýzkabryggja, bæjarhluti Hansastaðamanna. Út frá þessum bæjarhluta var grúi málaðra timburhúsá — ekki aðeins á flatri ströndinni við sjálfa höfnina, heldur einnig í bröttum hlíðunum upp frá strand- lengjunni. Yfir húsþökin gnæfðu tvísettir turnar og hvefldar spírur kirknanna. í norðaustri bar sjö fjöll við sumarbláan himin. Kaupmannsgarður Einars Jónssonar var spölkorn frá Þýzku- bryggju. Frá bryggjunni séð var þetta ekki ýkjamikið hús — aðeins löne:, ljósmáluð. bygging, tvær hæðir og kvistur. Bak við framhýsið voru fleiri byggingar, miklar um sig: vöruskemmur, kornhlöður, vogarbúð. En í opnum garöi voru firnamiklir hlaðar af timburstokkum og íángar raðir af tunnum, fullum af síld, olíu, tjöru og salti. í skrifstofu í framhýsinu sátu sex ungir menn á háum stól- um við skáborð. SkrjáfiB í fjaðrapennunum hljóðnaði jafnskjótt og þeir Magnús og Kolbeinn gamli komu inn. Sumir ráku upp hlátur, er Kolbeinn gámli beygöi sig ekki nægjanlega, þegar hann hugðist að snara sér inn, svo að enni hans rakst í lágan dyra- karminn. Það brakaði, i öllu, er kempan gamla brauzt um í gætt- inni, og í sömu andrá voru aörar dyr opnaðar, og sjálfur kaup- maðurinn birtist. Kurr skrifara þagnaði samstunds, og. fjaðra- pennarnir runnu urgandi yfir pappírinn. Magnús gat ekki kvartaö yfir viðtökunum. Föðurbróðir hans íagnaði honum vel og leiddi hann þegar til herbergja sinna að baki skrifstofunnár. Þar sagði Magnús honum sögur þær, sem sagðar voru í Osló og virti fyrir sér húsakynnin, meðan frændi hans hlustaði á tíðindin. Þetta var harla álitleg vistar- vera ókvænts manns. Herbergin voru stór, þiljurnar útskornar og gólfin hvítþvegin. Húsgögnin voru mjög sterk, hollenzk mynd- skeraiðn, og í sunium stofunum var samsafn muna frá mörgum löndum -heims. Á langvegg í stærstu stofunni var mikið safn vopna — byssur, sverð, axir, söx, spjót, fleinar og rýtingar. Magnús starði hugfanginn á vopnin. Hann hafði aldrei fyrr séð slíkt vopnasafn á einum stað. Skyldi þessum vopnum ein- hvern tíma hafa verið beitt? Með leyfi kaupmannsins tók hann af þilinu drifið sverð, vó það í hendi sér og brá því. „Þú munt kunna sverö að bera“, sagði frændi hans. „Ég hefi ekki snert sverð fyrr, frændi“, svaraði Magnús. „Ég kann að beita öxi, spjóti og hníf, en ekki sverði“. „Þá vérður þú að læra það. Enginn er of vel búinn, ef fundum hans ber saman við þorparalýðinn á Þýzkubryggju. Ég skal æfa þig daglega". „Kannt þú að skylmast, frændi"? spurði Magnús undrandi. „Kann ég það“. sagði Einar Jónsson og brosti hressilega. „Fyrir tuttugu árum kenndi þýzkur skylmingamaður ungum aðalsmönnum í Björgvinjarhúsi slíkar listir — Diðrik frá Vald- steini hét hann. Hann girntist Róstokk-öl. í hálft ár drakk hann þrjár könnur öls á degi hvérjum, en þá hafði hann líka kennt mér hina göfugu skvlmingalist til hlitar. Þaö verður hver að gæta sín við Hansastaðaþorpurunum.... “ Magnús kinkað kolli. Ef til vill mundi hann sætta sig við timburstokka og síltíartunnur, ef hann læröi einnig að skylmast og gæti æft hina nýju list á Hansastaðamönnum á Þýzkubryggju. Hann hengdi sveröiö á þilið og tók við barmafullum vínkálk, sem frændi hans rétti honum. „Velkomnir í minn garð, Magnús og Kolbeinn“! Kaupmaðurinn bragðaði á gullnu víninu, smjattaði dálítiö og hélt svo áfram: „Haldið ekki, að frönsk og spænsk vín séu hér á boröum dag hvern, en i dag gegnir öðru máli. Jaínvel minn kæri bróðir myndi hneigja höfuð sitt til samþykkis því, að ég bæri þér þessa fagnaðarskál, frændi“. Magnús gat naumast varizt brosi. Hann var viss um, að hann þoldi betur áfengan drykk en bæði frændi háns og Kolbeinn gamli. Þegar hann hafði slokrað í sig vænan sopa, hóstaði hann lítillega, eins og til þess að sýna hófsemi sína og varúð við neyzlu vína. „Þú átt sterk vín. frændi", sagði hann. „Betra vín er ekki til í Noregi", sagði Einar Jónsson hreykinn. „Einn skipstjóra minna flutti heim fimm belgi í fyrrasumar, er hann sótti salt til Frakklands. Lénsherrann vildi fá tvo belgi, en þetta vín er of gott til þess að selja það. Hvert er álit þitt, Kolbeinn“? „Það er mér of sterkt“, svaraði tröllið afdráttarlaust. „Skömm beim, sem ekki melur að verðleikum varning minn“, sagði kaupmaðurinn hlæjandi. Síðan sríeri hann sér að Magnúsi: „Lífið er ekki aðeins franskt vín, Magnús. Það er vilji föður þíns, að þú verðir dugandi kaupmaður, og það getur þú orðið. Árla næsta morgun hefst starf þitt, og þú skalt lúta sama aga og aörir mínir menn. Frændi minn verður þú aðeins á helgum dögum“. „Hvenær munt þú fá mér skip í hendur“? spurði Magnús. „Gættu hófs, ungi kappi“, sagði kaupmaðurinn og bandaði frá sér hendinni. „Það ræðum vjð ekki í dag. Þegar þu hefir öðlazt nægjanlega kaupmannsþekkingu, má bera slíkt i tal“. Hann virti Magnús fyrir sér. Þetta var mannsefni, sem ættin þurfti ekki að blygöast sín fyrir. Jafn breiðar axlir voru sjald- séðar, og bringan var mikil og hvefld og handleggirnir digrir og vöðvamiklir. Munnurinn var festulegur og stálgrá augun hörð og djörf. Og þó var pilturinn ekki enn orðinn tuttugu ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.