Tíminn - 10.01.1952, Blaðsíða 7
7. blað.
TÍMINN, íimmtudagixm 10. janúar 1952.
7,
Frá hafi
til heiða
Hvar eru skipin ?
Sambandsskip:
Ms. Hvassafell er í Stettin.
Ms. Arnarfell er í Aabo. Ms.
Jökulfell er á Akureyri.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Rotterdam
9.1. til Grimsby og London. Detti
foss fer væntanlega frá New
York 12. 1. til Refkjavíkur. Goða
foss fór frá Leith 7. 1. til Rvíkur.
Gullfoss er í Kaupmarínahöfn,
cg fer þaðan 15. 1. til Leith og
Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá
Rotterdam 8. 1. til Antverpen,
Hull og Reykjavíkur. Reykja-
foss kom til Reykjavíkur 27. 12.
frá Osló. Selfoss kom til Rvíkur
29. 12. frá Hull. Tröllafoss fer
frá Reykjavík kl. 1,00 í nótt til
New York. Vatnajökull fór frá
New York 2. 1. til Reykjavíkur.
Flugferðir
Loftíeiðir.
í dag verður flogið til Akur-
eyrár og Vestmannaeyja. Á morg
un er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar, Hellissands, Sauðár-
króks, Siglufjarðar og Vest-
mannaeyja.
Flugfélag Islands.
Innanlandsflug: í dag er á-
ætlað að fljúga til Akureyrar,
Vestmannaeyja, Austfjarða,
Blönduóss og Sauðárkróks. ■— Á
morgun eru ráðgerðar flugferö
ir til Akureyrar, Vestmanna-
eyja, Kirkjubæjarklausturs, Fag
urhólsmýrar og Hornafjarðar. —
Millilandaflug: Gullfaxi er vænt
anlegur til Reykjavíkur frá Prest
vík og Kaupmannahöfn um kl.
18,00 í dag.
r r
Ur ýmsum áttum
Kvöld- og næíurvörður í L. R.
Kvöldvörður kl. 18—0,30:
Kristján Þorvarðsson. Nætur-
vörður kl. 24—8: Björgvin Finns
son.
Skipverjar um borð og
vél í gangi.
Út af frásögn Tímans af
strandi Eldborgar óskar skip-
stjórinn tekið fram: .
1. Allir skipverjar voru í skip-
inu, þegar það slitnaði frá, nema
tveir, sem voru á hafnarbakkan
um að hagræða festum skips-
ins. 2. Vél skipsins var komin í
gang áður en það slitnaði frá,
en vegna þess a& um leið og
festar slitnuðu, tók skipið strax
niðri að aftan svo að það náði
engum gangi fyrr en það hafði
borizt inn í lónið framan við
Brákarsundsbrúna.
Finnur Jónsson kosinn 1933.
í eftirmælagrein um Finn
Jónsson alþm. 8. þ. m. slæddist
með sú villa, að F. J. hefði verið
kosinn á þing í fyrsta sinn árið
1934. Átti að vera 1933.
Happdrætti Háskóla íslands.
Athygli skal vakin á auglýs-
ingu happdrættisins í blaðínu
í dag. 9
Happdrættið biður viðskipta-
menn sína að vitja númera
sinna í dag, ella eiga þeir á
hættu, að númerin verði seld
frá þeim. Þetta á einnig við
um þá, sem hlutu vinning í 12.
flokki og hafa ávísun á vinn-
ingsnúmerið. Verður ekki hægt
að ábyrgjast mönnum það
númer, sem ritað er á ávísunina,
eftir daginn í dag.
Tafl- og bridgeklúbburinn.
Æfing í kvöld í Eddulvúsinu.
Skákmennirnir eru sérstaklega
beðnir að mæta. — Stjórnin.
Til fólksins á Úlfsstöðum.
Móttekið frá P. J. 50 krónur.
Óháði fríkirkjusöfnuðurinn.
Gjafir og áheit: Safnaðar-
sjóður: Áheit frá Þ. Á. 50, H. Á.
50, H. í. 20, E. B. 35, og gjöf frá
Rætt vlð Bjaraa
Ásgeirsson
(Framhald af 8. síðu.)
um. Ég vil aðeins segja það,
jað mér virtist þjóðin eiga við
! ailmikla erfiðleika að búa
j við uppbyggingu í landi sínu
eftir hörmungar styrjaldar-
innar.
Ekkert land mun hafa ver-
,ið jafn grálega leikið. Má
. nefna, að allar brýr voru
sprengdar í loft upp og heil-
ar borgir jafnaðar við jörðu.
Höfuðborgin Varsjá var til
dæmis gersamlega kurluð nið
ur, svo að aðeins 7% af hús-
um þar var óskemmt við
stríðslok. Eitt hverfi, pólska
Prag, þar sem 450 þúsund
menn bjuggu, mest Gyðing-
ar, var þurrkað út, svo að það
er líkast apalhrauni yfir að
iíta. í þessum stóra grafreit
hvíla lík tugþúsunda, og ekki
viðlit að hreinsa svæðið, held
ur gert ráð fyrir að jafna yf-
irborðið og byggja þar ofan
á smátt og smátt.
Varsjá endurrisin
í fornri mynd.
1 Annars hafa ailar rústir í
sjálfri Varsjá verið hreinsað-
, ar, og miðborgin hefir verið
j endurreist í nákvæmlega
' sömu mynd. Hvert einasta
hús er nákvæmlega eins og
það var áður, svo að hin forn-
fræga Varsjáborg varðveitist
eins og hún var.
1 Að lokum vii ég segja það,
að mér var að vissu leyti mik-
il ánægja að koma til Pól-
lands og afla mér fróðleiks
um þá baráttu, sem háð er
þar fyrir tilverunni.
Kveðja til kunningjanna.
Að síðustu vil ég biðja blað-
ið að skila kærri kveðju til
vina og kunningja. Ég hélt,
að ég gæti heilsaö upp á
miklu fleiri en raun bar vitni
um. Tíminn flaug frá mér áð-
ur en mig varði, og nú er ég
að fljúga sjálfur. Verð ég því
að láta mér nægja að senda
kveðjur með aðstoð blaðsins.
öfviðríð cystra
(Framhald af 1. siðu.)
um í veðrinu, og fórust um þrjá
tíu hænsni af þeim sökum. —
Loftskeytastöng lagðist saman.
— Víðs vegar um sveitina urðu
bilanir á símalínum.
Datt á götu og
lærhroínaði
Um sjöleytið í gærkvöldi
féll kona, Ólöf Eilífsdóttir að
nafni, á götu við Austurbæj-
arbíó og beinbrotnaði. Var
hún flutt í Landspítalann og
mun vera lærbrotin.
Verðlagsmál . . .
(Framhald aí 5. siðu.)
einum sé eignuð Iöggjöf sú,
er nú gildir um afurðasölu
landbúnaöarins. En hið sanna
er, að rninni hluti Sjálfstæð-
isflokksins eða bændafulltrú-
ar hans voru um þetta sömu
skoðunar og Framsóknarflokk
urinn. Pétur Ottesen og Jón
Sigurðsson voru ásamt þing
mönnum úr Framsóknar-
flokknum flutningsmenn að
frv. um framleiðsluráð o. fl.,
þegar það kom fyrst fram.
Það, sem meirihluti Sjálf-
stæðisílokksins vill, (búnað-
arráðslögin) kallar Morgun-
blaðið tillögur Sjálfstæðis-
manna í verölagsmálum land
búnaðarins, þótt meirihluti
bændafulltrúanna í þing-
flokknum, sem jafnframt
skipa sæti í stjórnum félags-
samtaka bændastéttarinnar,
vilji allt aðra skipan. Afstaða
bændafulltrúanna breytir
engu um ,.tillögur Sjálfstæð-
ismanna.“ Það eru ekki
bændafulltrúarnir, sem
marka stefnuna.
Með þessu áréttar Morgun-
blaðið sjálft það, sem Tím-
inn hefir sagt, að bænda-
fulltrúarnir marka ekki land
búnaðarstefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Hvað þarf þá fram
ar vitna við?
E5[Bi
íWj
ÞJÖDLEIKHljSID
GULLHA ULimn
Sýning í kvöld kl. 20.00
NÆSTA SÝNING
laugardag kl. 20,00.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15—20.00. — Simi 80000
LEDŒELAG
REYKJAVÍKUR'
PÍ-PA-KÍ
(Söngur lútunnar)
Sýning á morgun kl. 8. — Að-
göngumiðasala kl. 4—7 í dag.
Sími 3191.
Bátur í hættu í Neskaupstað.
í Neskaupstað losnaði vélbát-
urinn Goðaborg frá legufærum
og lá við, að skipið ræki upp.
E nfyrir snarræði og harðfengi
tókst að forða þvi og bjarga skip
inu. ✓
PrestakalIaiHállð
(Framhald af 4. síðu)
að bregðast trúnaði, sem
þeim hefir verið sýndur af
elztu og göfugustu stofnun-
inni, sem starfar með þjóð-
inni, — og þeirri, sem þjóðin
sízt má án vera, svo fremi að
nokkur grundvöllur á að
halda áfram að vera til fyrir
mannréttindum og lýðfrelsi.
Hestur
í óskilum í Þingvallahreppi.
Brúnn, ójárnaður. — Mark:
Fjöður aftan bæði.
Hreppstjóri.
Hefi opnað
lækningastofu
Aðalstræti 18. (Uppsölum) —
Viðtalstími 6—7 alla virka
daga nema laugardaga.
Esra Pétursson, læknir.
Rafmagnsofnar
Suðuplötur frá kr. 147.00
Hraðsuðukatlaar kr. 259.00
Kaffikönnur kr. d32.00
Brauðristar frá kr. 195.00
Ryksugur frá kr. 740.00
Hrærivélar kr. 895.00
Straujujárn frá 157.00
Bónvélar frá kr. 1274.00
Véla- og raftækjaverzlunin
Bankastræti 10. Sími 6456
itndakílsárstöðin
(Framhalö af 1. 6lðu.)
að línuviðgeröum flesta ó-
veöursdagana,en hafði hvergi
nærri við að gera við skemmd
irnar. Einkum voru mikil slit
á línum af klaka og ísingu,
sem settist á vírana, sligaði
þá niður og sleit.
En i gærkvöldi var svo kom-
ið, að nær allar línur orku-
veitunnar voru komnar í lag
og straumur á öll rafveitu-
kerfin.
Jakob Jónsson- Tryggvagötu 23. Sími 81279
^V.V.VAV.V/.’.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.
^ Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem með gjöfum,
*« og fleiru, sýndu okkur samúö og vinarhug í erfiðleik-
1« um okkar í desember síðast liðnum.
!| Sérstaklega viljum við þakka björgunarsveit Siglu-
•; fjarðar, skipverjum á v.b. Skildi, Flugfélagi íslands og
Slysavarnafélagi íslands.
\ Svo þökkum við öllum öðrum, sem á einn og annan
;■ hátt hafa auðsýnt okkur hjálp og hlutdeild í okkar erf-
I* iðleikum. — Guð blessi ykkur öll.
Fjölskyldurnar frá Málmey.
Þökkum innslega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall
og útför
FINNS JÓNSSONAR,
alþingismanns.
Sérstakar þar.kir vottum viff Alþingi, sem hefir óskaff aft
heiffra minnmgu hins iátna með því aff kosta útför hans.
F. h. barna og annarra vandamanna hins látna
Magnea Magnúsdóttir.
Brynjólfi kr. 50. Kirkjubygging-
arsjóður: Gjöf frá M. Gísladótt
ur 100, og S. Brynjólfssyni 100.
Afhent a,f presti safnaðarins frá
Önnu og Páli 100 og áheit írá
gamalli konu á Patreksfirði kr.
50. — Kærar þakkir. Gjaldker-
inn.
Þökkum innilega auffsýnda samúð og vinarhug, viff andlát
og útför
FÉTURS ÁSGRÍMSSONAR.
Aðstandendur.
Happdrætti
Háskóla
íslands
í dag er síöasti dagurinn
sem viðskiptamenn hafa for
gangsrétt að númerum sín-
um. Á morgun er heimilt að
selja númerin.
Menn eiga því á hættu,
að missa númer sín, ef þeir
vitja þeirra ekki í dag.
Þetta á einnig við um þá,
sem hlutu vinning í 12.
flokki og hafa ávisun á vinn.
ingsnúmerið. Eftir 10. janú-
ar er ekki hægt að ábyrgj-
ast handhafa númer það,
sem ritað er á ávísunina.
Viiuiiuiíar í 1. flokkl
550. Samt. 252500 kr
HíúsHi viiuiingar
25000 kr., 10000 kr.
5000 kr.
4 aukaviuitíngar
1 á 5000 kr.
3 á 2000 kr.
Dregið verður
15. janúar
kl. 1