Tíminn - 10.01.1952, Blaðsíða 8
„EKIÆNT YFIRITT“ IDAG:
IÁfsUijm'in í Sovétríkjunum
*86. árgangur.
Reykjavík,
10. janúar 1952.
7. blað.
Aðalfundur samtaka bænda á
Norðurlöndum að Bifröst í sumar
Bfisiatt við Bjarna Ásgeirsson sencliherra
Bjarni Ásgeirsson, sendiherra Ísíands í Osló, og frú hans,
Ásta Jónsdóttir, konru heim fyrir hátíðirnar, en í gær fór
scndiherrann aftur til Norðurlanda. Áður en hann fór úr
landi hafði blaðamaður frá Tímanum tal af honum.
— ÞaÖ var af mörgum á-
stæðum, að við komum hing-
að þessa snöggu ferð, sagði
sendiherrann. f fyrsta lagi
leiddist okkur hj ónunum að (
vera um j ólin i gistihúsi, þar
sem við búum. í öðru lagi f
þurfti ég að sinna ýmsum
einkaerindum hér heima. í
þriðja lagi vildi ég ræða við(
ríkisstjórnina um ýmislegt
viðvíkjandi starfi mínu, og í
fjórða lagi þurfti ég að und-!
irbúa aðalfund Stéttarsam- j
bands bænda á Norðurlönd- [
um, sem haldinn verður hér
í sumar. Veitti ríkisstjórnin
mér leyfi til þessarar ferðar.
Unir sér vel í Noregi.
— Við erum mjög ánægð
með búsetuna í Noregi, sagði
sendiherrann ennfremur, og
gætum ekki kosið okkur ann-
an samastað betri utan heima
stöðvanna. Ég þekki Norð-
menn að fornu og nýju, og
mér virðist vinátta þeirra
sízt hafa minnkað frá því,
sem var fyrir þrjátíu árum, er
ég kynntist þeim. Vinátta
þeirra er falslaus og einlæg.
e Ég vona, að stj órnmálasam
bandið milli landanna geti
greitt fyrir því, að þessar
frændþjóðir komi á og við-
haldi margvíslegum skiptum
sín á milli til hagsbóta fyrir
báðar. Þó að verzlunarvið-
skipti séu ekki mikil eins og
er, þá er samt margra sam-
eiginlegra verðmæta að gæta.
Hagur Norðmanna.
Síðasta ár hefir verið mikið
Bidaolt reynir nú
að mynda stjórn
í Frakklandi
Fjórir stjórnmálaleiðtogar
höfðu í gær neitað að reyna
stjórnarmyndun í Frakklandi,
þar á meðal íormaður þingfiokks
de Gaulle. í gærkveldi sneri
Auriol forseti sér til Bidault fyrr
verandi forsætisráðherra og
mun hann skila áliti sínu ár-
degis í dag, en ekki er talið
líklegt, að mikill árangur verði
af tilraunum hans.
Belgíska stjórnin
segir af sér
Forsætisráðherra Belgíu lagði
í gær lausnarbeiðni sína fyrir
konunginn, en hann hefir ekki
enn svarað henni. Búizt er við
að hann snúi sér til stjórnmála
leiðtoga í dag, og er þá talinn
b'klegastur fyrrverandi forsætis
ráðherra, van Zeeland, og að
minnsta kosti er það talið vist,
að stjórnartaumarnir verði í
höndum kaþólska flokksins
framvegis sem hingað til.
uppgangsár í Noregi, og gjald
eyristekjur Norðmanna munu
á mörgum sviðum hafa náö
fullkomnu hámarki. Norð-
menn þenja út siglingaflota
sinn ár frá ári ,og siglinga-
tekjur hafa orðið geysimikl-
ar. Tekjur af trjáviðariðnaði
hafa einnig orðið feiknamikl-
ar. Fiskveiðarnar hafa gefið
meira af sér en nokkru sinni
áður, og ferðamannastraum-
ur eykst stöðugt. Stór upp-
gangur er einnig í járn- og
málmiðnaði, svo sem alúmín-
íumgerð.
Hingað til hefir tekizt vel
að halda verðlagi í skefjum
heima fyrir. En nú er þess
orðið vart, að þeir séu heldur
að missa tökin. Kaup- og verð
hækkanir aö undanförnu og
sérstaklega í haust, hafa vald
ið fjármálamönnum áhyggj-
um. Ég get ekki neitað því, að
ég þykist hafa séð þar gömul
spor, sem við þekkjum úr
okkar fjármálalífi, hvort sem
þeim tekst betur að stöðva
skriðuna en okkur.
Enginn minnist á stríð.
En eigi að síður er óhætt að
fullyrða, að þetta síðasta ár
hefði verið hið mesta blóma-
ár í Noregi, ef ekki hefði ver-
ið varið ógrynni fjár til land-
varna. En þjóðin tekur þess-
um þungu álögum möglunar-
laust. En að öðru leyti verð-
ur þess ekki vart, að þjóðin
telji stríð yfirvofandi, því að
enginn minnist nokkru sinni
á slíkt.
Samtök norrænna bænda.
— Svo skulum við snúa
okkur að bændasamtökunum,
sagði sendiherrann. Undan-
farin ár hafa verið í myndun
millilandasamtök stéttarsam-
banda norrænna bænda, og
hafa stéttarbræðurnir í hin-
um löndunum viljað fá ís-
lendinga með í samtökin. Á
aðalfundi Stéttarsambands
íslenzkra bænda í sumar var
ákveðið, að íslendingar gengu
í samtökin, og var í sumar
háður fyrsti aðalfundur Norð-
urlandasambandsins, þar
sem íslendingar áttu full-
trúa. Ég var meðal íslenzku
fulltrúanna og varð fyrir
þeim óvænta heiðri að vera
kosinn forseti sambandsins
næsta ár. Aðalritari var kos-
inn Sveinn Tryggvason. Við
höfum verið á einum stjórn-
arfundi, sem haldinn var í
Finnlandi í haust, og var sá
fundur hinn ánægjulegasti.
Þangað var mikinn fróðleik
að sækja fyrir íslendinga, og
hinum fulltrúunum þótti einn
ig fróðlegt að heyra .hvernig
fslenzkir bændur hafa kom-
ið sínum málum fyrir, eink-
um afurðasölumálum. Kom í
Ijós, að þeir litu á margt í
löggjöf okkar sem fyrirmynd,
sem þeir vildu taka upp, ef
þeir hefðu bolmagn til. —
Næsti stjórnarfundur verður
í Kaupmannahöfn, þar sem
Vonir um að bjarga Flying
Enterprise fara þverrandi
: Skipið rekrn* í síormi oj» stórsjó að frönsku
| strömlinni og hailast ntcira og raeira
I Ilorfurnar fyrir Carlsen skipsljóra á Flying Enterprise voru.
i harla daprar í gærkveldi, þar sem skipið rak fyrir stormi og
j stórsjó í átt til frönsku strandarinnar og hallaðíst meira og
meira. Telja björgunarskipin nú Hkurnar einn á móti einum að
því veroi bjargað, þar sem veðurspá var slæm í gærkveldi.
Bjarni Asgeirsson,
sendiherra Islands í Osló.
ég dvel tvo eða þrjá daga á
leið til Osló, og sennilega
verður fundur í Svíþjóð á út-
mánuðunum.
Aðalfundurinn í Bifröst.
Aðalfundur samtakanna
verður svo haldinn hér á
landi um mánaðamótin júlí
og ágúst. Hefir verið ákveð-
ið, að fundurinn veröi í Bif-
röst, heimili samvinnumanna
i Borgarfirði, en gert er ráð
fyrir, að gestirnir búi í gisti-
húsinu í Borgarnesi. Rædd-
um við Sveinn Tryggvason
nokkuö um dagskrá og fyrir-
komulag fundarins.
Ferð til Póllands.
— Að síöustu skal ég geta
þess, sagði sendiherrann, að
siðari hluta nóvembermánað-
ar fór ég til Póllands, dvaldi
þar í þrjár vikur og afhenti
skilríki mín sem sendiherra.
Um sama leyti voru þeir Har-
aldur Kröyer og Oddur Guð-
jónsson þar við samninga-
gerö og náðust samningar,
þar sem gert er ráð fyrir
fimmtíu milljóna viðskipt-
(Framhald á 7. siðu)
Landsmót fyrri
hluta árs 1952
Framkvæmdastjórn íþrótta-
sambands íslands hefir ákveðið
þessi landsmót fyrri hluta árs-
ins 1952:
HandknattlcvksmeVstaramót
íslands: Meistarafl. karla A og
B deild 20. jan.—10. marz. Meist
arafl. kvenna 20.—30. marz. 1.,
2. og 3. fl. karla 20.—30. marz.
2. fl. kvenna 20.—30. marz. —
Mótið verður haldið í Reykja-
vík og Handknattleiksráði
Reykjavíkur falið að sjá um
það.
Skautamót íslands: Haldið í
Reykjavík 2. og 3. febr. Skauta
félagi Reykjavíkur falið að sjá
um mótið.
Skíðamót fslands: Haldið á
Akureyri uin páskana.
Badmintonmót íslands: Hald-
ið í Stykkishólmi um páskana,
fyrir karla og konur, einliða og
tvíliða keppni. — Umf. Snæfell,
Stykkishólmi falið að sjá um
mótið.
Sundmeistaramót fslands:
Verður sennilega haldið um mán
aðamótin april og maí.
Það var snemma í gærmorgun, |
sem dráttartaugin milli skips- i
ins og Turmoil slitnaði. Þegar j
á eftir var reynt að koma nýj- j
um dráttartaugum í skipið, en j
það tókst ekki. Vindur var
hvass en fór lægjandi og von-
uðu menn að betur tækist síð-
ar um daginn og Var beðið á-
tekta. Þegar þetta gerðist, voru
skipin stödd 30 mílur undan
landi á Cornwallskaga og áttu
eftir um 90 km. ferð til Fal-
mouth.
Veðrið versnar á ný.
En þegar leið að kveldi versn
aði veðrið á ný, hvessti og jók
sjó. Gekk þá sjór mjög yfir
skipið og hallaðist það meira
en áður. Turmoil og fleiri skip
héldu sig þá í námunda við
skipið.
Kvíðinn í fyrsta sinn.
Það var kl. 11 í gærmorgun,
sem bandaríski tundurspillirinn
hafði síðast samband við Carl-
sen skipstjóra. Var þá í fyrsta
sinn að heyra á honum kvíða
og efa um það, að takast mundi
að bjarga skipinu.
Voru nærri farnir fyrir borð.
Undir kvöld í gærkveldi gerði
Turmoil úrslitatilraun til að
koma dráttartaug i skipið og
skaut línu yfir það. Náðu þeir
Carlsen skipstjóri og Dancie
stýrimaður línunni og tókst að
draga kaðal um borð, en þegar
draga átti dráttaryírana inn,
tókst það ekki og munaði þá
minnstu, að þeim skolaði báðum
fyrir borð.
Geta ekki verið á þilfari.
í gærkveldi hafði sjór versn
að enn meir, og flugvélar, sem
flugu yfir skipið þá, sögðu rétt
fyrir myrkur, aö ekki væri nú
viðlit fyrir þá félaga aö vera
úti á þiljum. Skipið hallast nú
allt að 80 gráður og stórsjóir
ganga í sífellu yfir það. Þaö
veltur mjög þunglega og hefir
auðsjáanlega tekið inn meiri sjó
en áður. Af þessu öllu saman
þykir sýnt, að björgun sé nú
mjög vafasöm og líkurnar varla
meiri en 50%. Veðurskeytin
voru ill í gærkveldi, búizt við
hvassviðri og sjógangi. Skipið
rekur hægt í áttina til frönsku
strandarinnar, en á þó langa leið
ófarna, svo að því stafar ekki
hætta þaðan.
Viðbúnir að bjarga.
Turmoil og allmörg skip önn-
ur héldu sig í nánd við skipið
í nótt og reyndu að lýsa á það
með kastljósum. Þau reyna að
gefa Carlsen merki með ljós-
um um að skjóta upp svifblys-
um, ef skipið sé að sökkva og
hann telji sig verða að yfirgefa
það ásamt stýrimanninum.
Munu skipin þá verða viðbúin
að reyna að bjarga þeim.
*
Flugfélag Islands
lækkar fargjöld
í utanlandsflugi
Um áramótin lækkaði Flug
félag íslands fargjöld með
„Gullfaxa“ á milli Reykjavík-
ur og Kaupmannahafnar. Er
fargjaldið nú kr. 1800,00 aðra
leiðina, en var áður kr. 1988,
00. Nemur því lækkunin ná-
lega 10%. Fargjöld fram og
til baka hafa verið lækkuð úr
kr. 3578,00 í kr. 3240,00. Á öðr-
um flugleiðum félagsins hald
ast fargjöld óbreytt um sinn.
Þá hefir Flugfélag íslands
leitað heimildar hj áAlþjóða-
sambandi flugfélaga (I.A.T.
A.) fyrir enn frekari lækkun
fargjalda á öllum utanlands-
flugleiöum félagsins á kom-
andi vori. Fugfélag íslands er
nieðlimur i I.A.T.A., en sam-
þykki meölima sambandsins
þarf til allra breytinga, sem
kunna aö vera gerðar á far-
gjöldum hjá flugfélögum inn
an þessara samtalka.
Skíðagöngumennirn
ir farnir til Noregs
í gærmorgun fóru með Gull-
faxa áleiðis til Osló skíðagöngu
mennirnir 6, sem áformað er
að taki þátt í vetrar-Ólympíu-
leikunum af íslands hálfu.
Ráðgert er að þeir dvelji í
fjallaskála nálægt Osló, fram til
þess tíma, er vetrar-Ólympíu-
leikarnir hefjast, sem verður 14.
febr. n. k., og verða þeir þar
undir handleiðslu skíðakennar-
ans, Jóhs. Tennmann, sem hef-
ir þjálfaö þá hér að undanförnu.
Húsavíkurbátar
leituðu Iiafnar
á Snæfellsnesi
Frá fréttaritara Timans
í Ólafsvík.
f Ólafsvik urðu engar teljandi
skemmdir í fárviörinu. Bátar
þar voru á sjó í gær og öfluSu
sæmilega, um 5 lestir á bát. Þrír
bátar eru byrjaðir róðra þaðan,
og sá fjórði bætist við í dag.
í fárviðrinu voru tveir að-
komubátar í höfninni í Ólafs-
vík, er leitað höfðu þangað inn
undan storminum á laugardag
inn. Voru þaö Smári og Pétur
Jónsson, báðir róðrabátar frá
Húsavik á leið suður í Faxaflóa
á vetrarvertið. Þeir héldu ferð
inni áfram í gær, enda var þá
komið gott veður.