Tíminn - 13.01.1952, Blaðsíða 2
TÍMINN, sunnudaginn 13.- janúar 1952.
1(V. bfað.
Ungar stúlkur á laugardagskvöldi
IVAV.’AV.V.V.V.V.V.'iV.V.VAV.VV.VAV.V/.V.W.W
Kvennadeild slysavarnafélagsins í Reykjavík heldur ■,
skemmtifund \
i"
mánudaginn 14. þ.m. kl. 8,30 í Tjarnarcafé.
Skemmtiatriði:
Frú Emilía Jónasdóttir, leikþáttúr.
Þrjár ungar -stúlkur syngja.
DansaS til kl. 1.
Konur eru vinsamlegast beðnar um aS sýna félags-
skírteini við innganginn.
Stjórnin.
í skammdeginu er samkvæmislífið mest, veizlur og böll, cinnig í sveitum, ef óveður og ófærð tor-
veldar ekki. Þar sjá ungmennafélögin fyrir nauðsynlegri tilbreytni í skemmtanalífinu. í Reykja-
vík byrjar samkvæmislífið fyrst fyrir alvöru up t úr jólum og nýári og stendur með fullum blóma
fram eftir vetri. Þá eru að jafnaði síðkjólaböll í mörgum samkvæmishúsum á hverju laugardags-
kveldi og stundum oftar. — TJngu stúlkurnar á myndinni eru komnar í skartið, albúnar á laug-
ardagsball, og það fá sjálfsagt færri en vilja aT dansa við þær vínarvals og polka eftir dynj-
andi hljómfallinu. (Ljósmynd.: Guðni Þórðarson).
JtvarpLð
■Útvarpið í dag:
Kl'. 8,30 Morgunútvarp. — 9,10
Veðurfregnir. 11,00 Morguntón-
leikar (plötur). 12,10 Hádegisút-
varp. 13,00 Erindi: Á eldflaug
til annarra hnatta; II. (Gísli
Halldórsson vélaverkfræðingur).
14,00 Messa í Laugarneskirkju
(séra Garðar Svavarsson). 15,15
Fréttaútvarp til íslendinga er-
lendis. 15,30 Miðdegistónleikar
(plötur). 16,30 Veðurfregnir.
18.25 Veðurfregnir. 18,30 Barna
tími (Þorsteinn Ö. Stephensen).
19,30 Tónleikar (plötur). 20,00
Fréttir. 20,20 Tónleikar: Sónata
fyrir flautu og píanó eftir Hinde
mith (Ernst Normann og Fritz
Weisshappel leika). 20,35 Erindi:
Örlög israels frá kristnu sjónar
miði (Ólafur Ólafsson kristni-
boði). 21,00 Óskastundin (Bene
dikt Gröndal ritstjóri). 22,00
Fréttir og veðurfregnir. 22,05
Danslög (plötur). 23,30 Dagskrá'r
lok.
Útvarpið á morgun:
Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádeg
isútvarp. 15,30—16,30 Miðdegis-
útvarp. 18,15 Framburðar-
kennsla í ensku. 18,25 Veður-
fregnir. 18,30 íslenzkukennsla;
I. fl. 19,00 Þýzkukennsla;II. fl.
19.25 Þingfréttir. Tónleikar. 19,45
Auglýsingar, 20,00 Yréttir. 20,20
Útvarpshljómsveitin; Þórarinn
Guðmundsson stjórnar. 20,45 Um
daginn og veginn (Sigurður
Magnússon kennari). 21,05 Ein
söngur: Kristinn Hallsson syng
ur; Fritz Weisshappel leikur und
ir. 21,25 Dagskrá Kvenfélaga-
sambands tslands. Erindi: Fé-
lögin okkar (frú Jósefína Helga
dóttir). 21,45 Hæstaréttarmál
(Hákon Guðmundsson hæsta-
réttarritari). 22,00 Fréttir og veð
urfregnir. 22,10 „Ferðin til El-
dorado“, saga eftir Earl Derr
Biggers (Andrés Kristjánsson
blaðamaður). I. 22,30 Tónleikar
(plötur). 23,00 Dagskrárlok.
Árnad heilln
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlof
un sína í Reykjavík ungfrú Þór
unn Pétursdóttir, símamær frá
Borgarnesi, og Birgir Thorberg
Björnsson, málari, Reykjavík.
Anglýsið í Tímannm
Börnin að leik: Carlsen
nýjasta fyrirmyndin
Yngsta kynslóðin er næm fyr
ir áhrifum, og hana langar til
að líkjast þeim, sem afreks-
menn eru. Það er gott og hollt
að taka slíka menn til fyrir-
myndar. Löngum hafa islenzk
börn verið Gunnar á Hlíðar-
enda, Hörður Grímkelsson eða
Egill Skallagrímsson í leikjum
sínum, notað prik að vopni og
potthlemm að skildi eða eitt-
hvað þvíumlíkt. Þegar fregnir
hafa borizt til landsins um
fræga íþróttasigra íslendinga er
lendis, hefir mátt sjá unga
drengi æfa af kappi stangar-
stökk og kúluvarp og aðrar í-
þróttir. Þannig reyna börnin að
lifa sig inn í afrek kappanna
að fornu og nýju.
Tarzan hefir líka á seinni ár-
um verið átrúnaðargoð margra
drengja, sem dreymir um stór-
kostleg afrek og hetjudáðir.
Carlsen skipstjóri.
En þessa dagana er það hvorki
Tarzan, Gunnar á Hlíðarenda'
né HusebyT sem eru á dagskrá.
Nýr maðr/ er kominn í hetju
, heim barnanna: Carlsen skip-
, stjóri á Flying Enterprise. Á
miðju gólfi í stofunni er stóll
eða úti í skafli í húsasundinu
er hlutur reistur á rönd, og á
honum stendur Carlsen, harður
á brún og hvasseygur, en í kring
stendur hópur barna. Snjóskafl
inn eða stofugólfið er freyðandi
Atlantshafið, og einhvers stað-
ar í nánd er Turmoil — annar
stóll eða kassi, sem nokkur
börn hafa þyrpzt í.
Eigum við að bjarga þér?
Og svo er kallazt á. „Eigum
við að bjarga þér“? er hrópað
frá Turmoil eða frá landi. En
Carlsen þekkist enga björgun.
Hann er kannske með sjóhatt
á höfðinu, og þá tekur hann af
sér sjóhattinn og veifar honum
— ennþá betra, ef hann hefir
húfu með gljáandi deri. — Nei
— Carlsen skipstjóri þekkist
ekki neina björgun. Hann krefst
þess, að skipið sé dregið til hafn
ar — fyrr víkur hann ekki af
því. Og svo er línum skotið og
taugar festar milli skipa. En
þær slitna, þegar verst gegnir.
Samt lætur Carlsen skipstjóri
ekki bilbug á sér finna.
Margir vilja vera Carlsen.
Stundirnar líða óðfluga, en
margir, sem vilja vera Carlsen.
Nýr maður stígur um borð í
Flying Enterprise og tekur á
sig syip Carlsens hins hugum-
prúða. Kannske leyfir hann
einkavini sínum að koma til
sín i hlutverki Dancy stýri-
manns, og það er líka nokkur
vegsemd. Loks steypa kapparn
ir sér í sjóinn, það er að segja
í snjóinn, en af tæknilegum á-
stæðum er erfitt að koma því
við, að kassinn, sem gegndi hlut
verki Flying Enterprise, sökkvi
í skaflinn.
Neitaði að yfirgefa
strætisvagninn.
Annars er sagt svo, að for-
dæmi Carlsens skipstjóra hafi
haft áhrif á fleiri en börnin.
Sú saga er sögð hérna í bæn-
um, að strætisvagn hafi farið
út af núna í hálkunni, en vagn
stjórinn neitaði að yfirgefa
hann, og krafðist þess, að hann
yrði hið bráðasta dreginn aftur
upp á veginn. — Fordæmi hetj
unnar ber ávöxt.
TILKYNNING
frá iðnaðarmálanefnd
Fyrirhugað ex að ráða nú þegar til starfs verkfræð
ing, er veiti verksmiðjuiðnaðinum í landinu tækni-
lega aðstoð til bættra vinnubragða og vöndunar á
framleiðslu.
Þeir, sem kynnu að vilja sækja um starf þetta, eru
beðnir að snúa sér til eihhvers undirritaðra nefndar-
manna, eigi síðar en hinn 20. þ. m.
Reykjavík, 12. jan 1952.
Páll S. Pálsson, Kristjón Kristjónsson
Þorsteinn Gíslason
TV.VAV.V.V.VAY.V.V.V.V.V.V.W.V.Y.V.V/.VV.V.VJ
Iauglýsingí
i; um söluskatt í
:: ’■:
*. Athygli söluskattskyldra aðilja í Reykjavík skal vak *.
■ "■
• m á því, að frestur til að skila framtali til skattstof- !■
■ _■
unnar um söluskatt fyrir ársfjórðung 1951 rennur út .J
:* i5. þ. m. :■
í* Fyrir sama tíma ber gjaldendum að skila skattinum *J
•; fyrir ársfjórðunginn til tollstjóraskrfistofunnar og
*: afhenda henni afrit af framtali.
í Reykjavík, 10. jan. 1952
.; Skattstjérfim í Reykjavík. «;
*: Tollstjóriim í Reykjavík. ■:
AV.VAV.VAV.VV.'.VV.Y.V.V.V.VV.Y.V.VV.V.V.V.V.V
AWWAWWAWAWVVVWAVWWAVVVVVWVVW^
TAU-KJÓLAR
V á telpur 10 til 14 ára verð 98.00. Einnig telpu dans- l*
;» kjólar úr taft og tjull. Jj
Saymastofan Uppsölum
J: Sími 2744 j
AVWAS.W.W.V.V.V.V.VY.V.Y.VV.VVVV.V.V.V.VW.V
ii Borgarbílstöðin
Hvar eru skipinP
Sambandsskip:
Ms. Hvassafell fór frá Stettin
11. þ. m. áleiðis til íslands. Ms.
A.'narfell er í Oskarshamn. Ms.
Jökulfell er í Eyjafirði.
Hafnarstræti 21.
Sími 8 1991.
(Átta nítján níu einn).
Beint samband við bílasíma austurbæjar
v/ Blönduhlíð 2,
Sími 67 27.
Ríkisskip:
1 Hekla var á Akureyri í gær
á austurleið. Esja er í Álaborg.
Herðubreið er á Austfjörðum á
norðurleið. Skjaldbreið er í Rvik.
Þyrill er í Rvík. Ármann fór til
Vestmannaeyja í gær.
Eiginmaður minn.
PÁLL HJARTARSON,
fyrrum bóndi að Ölduhrygg í Svarfaðardal, andaðist
á heimili okkar á Siglufirði 11. þ.m. —
Filippía Þorsteinsdóttur.