Tíminn - 15.01.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.01.1952, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, þriðjudaginn 15. janúar 1952. 11. blað. Það er ágjöf hjá hvutta, enda stendur hann hokinn á vatna- skíðunum, sem dregin eru áfram af miklum hraða. Þó er hann ekki sérlega áhyggjufullur á svipinn. Hann treystir því senni- lega, að sjóferðinni ljúki vel. Hvað á barnið að heita? Svo sem á mörgum sviðum öðrum er til tízka í nafngift- um. Fyrir nokkrum áratugum var Jón langalgengasta nafnið, og svo yfirgnæfandi sums stað- ar, að dæmi voru um sveit, þar sem ungur maður að nafni Jón var á hverjum bæ og jafnvel tveir á einum. Nú er sól þessa nafns mjög að ganga til viðar, enda var það orðið svo algengt, að hvimleitt var. Nú er svo kom ið, að hlutfallslega fá börn á fermingaraldri bera það nafn, að minnsta kosti víða. Nafnskrípi. Það er alls ekki sama, hvaða nafn börn hljóta. Hér hefir og ‘ er enn mikið af nafnskrípum, sem hverjum manni hlýtur að vera raun að bera, enda dæmi um það, að fólk hafi látið skíra sig upp til þess að losna við hvimleitt eða fáránlegt nafn, er foreldrarnir gáfu börnum sín- um í öndverðu. En fleiri láta þó við það sitja, er orðið er — bera með þolinmæði ævilangt nafn, sem ekki hljómar sem bezt. Á þessari öld ættu foreldrar að gæta þess að velja svo vel nöfn á börn sín, að það verði þeim ekki síðar meir raun. Norræn nöfn. í íslenzku máli fara norræn nöfn tvímælalaust bezt. Það ættu foreidrar að hafa hugfast. Við erum af norrænum stofni og verðum norræn meðan þessi þjóð er við líði. Þegar við hætt- um að vera það, er okkar saga úti. Jafnvel útlendingar, er á annað borð hafa setzt hér að, ættu að hafa þetta hugfast: Að skíra börnin sín góðum og gild um íslenzkum nöfnum, enda hef ir nú þeim útlendingum, sem fá ríkisborgararéttindi, verið gert að skyldu að taka upp íslenzk nöfn. Nöfn ættmenna. Lengi hefir það verið siður hér á landi að láta börn heita í ætt sína — bera nafn afa og ömmu til dæmis. Það er góður siður og ber vott um ættrækni. En þó ættu erlend nöfn og skrípa- nöfn, sem fólk af eldri kynslóð inni hefir borið, að þoka, svo að yfir þau fyrnist í ættum landsins. Nýju nöfnin. Svo eru það tízkunöfn: Hrafn, Freyr, C^nn, Þröstur, Vésteinn, Freyja, Sóley, Mjöll og Hrund, svo að nokkur séu nefnd. Með þeim hefir komið nýtt og ferskt viðhorf inn í nafngiftirnar, og þorri slíkra nafna er hreimfag ur og viðkunnanlegur. Yfirleitt má sækja í fornsögur og nor- ræna goðafræði og ríki fugla og gróðurs mergð ágætra nafna, sem enn eru fátíð, en bjóða af sér góðan þokka — fela ýmist í sér þrótt og styrk eða bera með sér yl og hlýju. Mál, sem foreldrar eiga að athuga. Nafngiftirnar eru mál, sem foreldrar eiga vel að athuga og mynda sér skoðanir um. Kannske verða sumir á öðru máli en hér hefir komið fram. Skoðanir eru skiptar um flesta hluti. En umfram allt ættu all ir að forðast að gefa afkvæmi sínu ljótt nafn, sem ekki sam- ræmist lögmálum íslenzkrar tungu eða skortir norrænan hreim. ÞRUMA ÚR HEIÐ- SKÍRU LOFTI. Þau höfðu búið saman í ást og eindrægni í nær fimmtíu ár, og það, sem annað vildi, það hafði hitt ævinlega sam- þykkt Ijúflega. Nú leið að gull T|*úðkaupsdegizium, og það var auðvitað ekki annað við- eigandi en að halda hann há- tíðlegan á verulega eftirminni legan hátt. Frúin hafði á tak- teinum margar hugmyndir og glæsilegar, cg maður hennar kinkaði kolli í sífellu við ráða- gerðum hennar. Loks gat hann skotið fram einni tillögu um það, hvernig setja ætti ó- venjulegan svip á daginn: Með tveggja mínútna þögn. Árnað heilia Trúlofanir. Eftir nýárið opinberuðu trú- lofun sina ungfrú Ragnhildur Jónsdóttir frá Gautlöndum og Jón Sigurgeirsson lögreglu- þjónn frá Helluvaði. Nýlega hafa opinberað trúlof un sína ungfrú Ingibjörg Helga dóttir í Stafni í Reykjadal og Guðlaugur Valdimarsson, Arn- dísarstöðum í Bárðardal. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Ingibjörg Áskelsdóttir Laugafelli í Reykja dal go Kári Arnórsson, kennari Húsavík. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Unnur Jóns- dóttir frá Hömrum í Reykja- dal og Helgi Vigfússon Húsavík. Einnig Hafdís Jóhannsdóttir og Gísli Vigfússon, Húsavík. Víðtækt björgunar- starf vegna týnds hunds í bænum Þórsakri á Djurs- landi hefir varla sézt rotta und anfarin ár. Var það talið að þakka hundi, sem bóndi í þorp- inu átti .Hann þótti frábær til þess að veiða rottur, refi og greifingja, og bóndinn lánaði nábúunum hann iðulega. Á nýársdag lánaði bóndinn hann einum af nágrönnunum. Hundurinn skreið inn í greni og kom ekki út aftur. Grenið i var í sundurgröfnum bakka, og það er álitið, að leir hafi hrun- ið og lokað útgönguleiðinni. Dag inn eftir heyrðist hundurinn ' gelta langt inni í bakkanum, en síðan ekki meir. Fjöldi fólks var kvaddur-á vettvang til þess að grafa í bakkann og voru I grafnar maijgar grryfjur 5—6 metra djúpar. Var það ekld hættulaust starf, því að leirinn er laus í sér og vill skríða. Ekk- ert var til sparað að reyna að bjarga hundinum, en það heppn aðist ekki að finna hann, þrátt fyrir margra daga látlausa leit. Hefði vart meira verið lagt í sölurnar né almennari þátttaka í björgunarstarfinu, þótv ein- hver þorpsbúa hefði horfið. Tvíburabræður skildu við tvíbura- systur í Tvíbura- fossum Tveir tvíburabræður fengu á dögunum skilnað við tvíbura- systur. Tvíburabrúðkaupin höfðu farið fram 12. júní síð- astliðið sumar, og samkvæmt klögumálum tvíburanna gegn tvíburasystrunum, sem þeir voru kvæntir, reyndust eiginkonurn ar geðstirðar og erfiðar í um- gengni, og loks keyrði svo um þverbak, að þær fóru að heim- an frá tvíburunum eiginmönn- um sínum. Náttúrlega fór skilnaðurinn fram í bæ, sem heitir Tvíbura- fossar, hvað er viðeigandi nafn í þessu tilfelli. Sá bær er I Ida- ho í Bandaríkjunum. Póststimpill Jesúbarnsins í einum austurrískum smábæ er póststofan aðeins opin urn jólin, en þá kaffærist þar líka allt af bréfum. Bærinn heitir nefnilega Christkindl — Jesú- barn —, og enginn póststimpill í heiminum er eins eftirsóttur og jóladagsstimpillinn í bænum J*súbarn. Þangað eru póstpokar sendir víðs vegar að úr heim- inum, og fjöldi fólks er önnum ' kafinn dögurn saman við póst- ! afgreiðsluna. V,W/.,.Y.V.V.V.’AY.V.V.W.V.Y.,.V.WAW.W//.W Jtvarpið Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Erindi: Utanríkisverzlun íslendinga á þjóðveldisöldinni; II. (Jón Jóhannesson prófessor). 21.00 Tónleikar (plötur). 21.25 Þýtt og endursagt: Frá Persíu (frú Margrét Jónsdóttir). 21.45 Frá útlöndum (Benedikts Grön dal ritstjóri. 22.00 Fréttir og veð urfregnir. 22.10 Kammertón- leikar (plötur). 23.00 Dagskrár- lok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Útvarpssagan: ,Morgunn lífsins" eftir Kristmann Guð- mundsson (höf. les). — VIII. 21.00 íslenzk tónlist: Lög eftir Skúla Halldórsson (plötur). 21. 20 Erindi: Umgengnishættir í skólum (Stefán Jónsson náms- stjóri. 21.45 Tónleikar: Norræn ir kórar syngja (plötur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Ferðin til Eldorado", saga eftir Earl Derr Biggers (Andrés Krist jánsson blaðamaður). — n. 22. 30 Tónleikar: Gene Autry syng ur kúrekalög (plötur). 23.00 Dag skrárlok. íj Rafmagnstakmörkun í HVERFIN ERU: ;■ 1. HLUTI 1° Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes. 2. HLUTI Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskáiavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið meðfram Kleppsvegi, Mosfeilssveit og Kjalar- nes, Árnes- og 'RangáÝvallasýslur. 3. HLUTI Hlíöarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir, íbúöarhverfi við Laugarnes að Kleppsvegi og svæðið þar norðuaustur af. 4. HLUTI Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. 5. HLUTI Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjargargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Z’Ál^stakmörkundagana 13. jan. Í 19. jan.: Sunnudag 13. jan. kl. 10,45—12,15 5. hluti. Mánudag 14. jan . kl. 10,45—12,15 1. hluti. Þriðjudag 15. jan. kl. 10,45—12,15 2. hluti. Miðvikudag 16. jan. kl. 10,45—12,15 3. hluti. Fimmtudag 17. jan. kl. 10,45—12,15 4. hluti. Föstudag 18. jan. kl. 10,45—12,15 5. hluti. Laugardag 19. jan. kl. 10,45—12,15 1. hluti. Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo miklu leytj, sem þörf krefur. SOGSVIRKJUNIN Stúdentafélag Reykjavíkur Kvöld vaka verður haidin í Sjálfstæðishúsinu n. k. miðvikudag. 16. þ. m. og hefst kl. 8,30 e. h. 1. Helgi Hjörvar rithöfundiy: les upp. 2. Einleikur á cello: Pétur Urbancic stud. mag. 3. Eftirhermur: Akademia íslands, Karl Guðmunds- son, leikari. 4. Gátur: Einar Magnússon yfirkennari. Aðgöngumiðar seldir í Sjálfstæðishúsinu í dag og miðVikudag frá kl. 5—7. VÖRUBIFREIÐ OMC 140, model ca. 1941, en með mótor og stýrisbúnaði frá 1947, er tii söiu til niðurrifs eða viögerðar, ef viðun- andi boð fæst. Bifreiðin hefir drif á fram- og aftur- hjólum, en ekki vélsturtur, breidd hennar 1,97 m. og þyngd 2600 kg. Bifreiðin er til sýnis í vörugeymsluhúsi voru. Tilboð óskast send skrifstofu vorri fyrir lok yfir- standandi mánaðar. Sikpaútgerð ríkislns V.V.VA’.W.VAV.W.WAV.V.W.W.V.'.V.VW.V.V.V Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem á einn eða ;I lí annan hátt glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 9. þ. m., og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Gunnþórunn Halldórsdóttir í ....... ““ _ ? •SW.W.VAVWWVV.WTAW^vuwwvwwwwwwwvw

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.