Tíminn - 15.01.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.01.1952, Blaðsíða 6
6. ' '"I XÍMINN, þriðjudaginn 15. janúar 1952; 11. blað. IIMUIUUllllllll fVtitnalUjan Stórfögur, þýzk mynd í Afga- ; litum. Hrífandi ástarsaga, i heillandi tónlist. — Norskur ] skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9 Flóttamennimir frú Lidice Sýnd kl. 5. NÝJA BÍÓ Grimmileg örlög (Kiss tlie Blood of my Hands) j Spennandi, ný, amerísk stór- mynd, með miklum viðburða hraða. Aðalhlutverk: Joan Fontaine, Burt Lanchester, er bæði hlutu verðlaun fyrir frábæran leik sinn í mynd- inni. — Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍO Austurbæjarbíó Belinda Sýnd kl. 7 og 9 Red Ryder (Marshall of Cripple Creek) f í Ákaflega spennandi ný ame- I ] rísk kúrekamynd um hetjuna | ] Red Ryder, sem allir strákar | ] kannast við. Ailan Lane. = Sýnd kl. 5. : M - HAFNARFIRÐI - Jolson syngur á ný ] Framhald myndarinnar af | A1 Jolson, sem hlotið hefir | metaðsókn. Þessi mynd er I ennþá glæsilegri og meira £ hrífandi. Aðalhlutverk: Larry Parks, Barbara Hale. Sýnd kl. 7 og 9 ►♦♦♦♦♦♦<>♦♦♦«♦♦♦ | HAFNARBÍÓ) Við riljiiiii eignastí barn Ný, dönsk stórmynd, er vakið I hefir fádæma athygli, og fjall | ar um hættur fóstureyðinga, | og sýnir m. a. barnsfæðingu. | Leikin af úrvals dönskum i leikurum. — Myndin er f stranglega bönnuð ungling- | um. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I | TJARNARBÍÓ Ævintýri Hoffmanns | (The Tales of Hoffmann) | Aðalhlutverk: Moira Shearer, Robert Rounseville, Robert Helpmann. | Þetta er ein stórkostlegasta | * kvikmynd, sem tekin hefir | I verið, og markar tímamót í | | sögu kvikmyndaiðnaðarins. | | Myndin er byggð á hinni | | heimsfrægu óperu eftir | | Jacques Offenback. Royal | | Philharmonic Orrhestra leik I ur . Sýnd kl. 5 og 9. I Þessa mynd verða allir að sjá. GAMLA BÍÓ Stromboli Auglýsingasíml TÍMAKS er 81 306. II! Ötvarps víðgerðir I Radlovinnustofan LAEGAVFG 16«, Hin fræga og örlagaríka, I ítalska kvikmynd með Ingrid Bergmann ] í aðalhlutverkinu, og gerð | ] undir stjórn Roberto Rossellini. Sýnd kl. 5, 7 og 9. i (tripoli-bíó | Ég t'ur ameríshur njósnari l (I WAS AN AMERICAN SPY) i Afar spennandi, ný, amerísk ! mynd um starf hinnar ame- ! rísku „Mata Hari“, byggð á ! frásögn hennar í tímaritinu ! „Readers Digst". Claire : Phillips (söguhetjan) var veitt Frelsisorðan fyrir starf sitt samkvæmt meðmælum frá MarArthur hershöfðingja. Ann Dvorak, Gene Evans, Richard Loo. Börn fá ekki aðgang. ♦ Sýnd kl. 5, 7 og 9. “ Prestakallamiillð (FramhaM ar 4. oiO'u.y VI. Nú líður senn að því, að Alþingi taki prestakallamálið 'til fullnaðarafgreiöslu. Mikið er undir því komið, hvernig sú afgreiðsla tekst. Heyrst hefir, að þvi muni verða hrað að. En skyldi það vera til bóta? Má vera, að svo sé. Þess er þó að vænta, að reynt verði að nema burt hina al- varlegustu smíðagalla frum- varpsins, en ekki lokað öllum leiðum til lagfæringa með því að „keyra“ það í gegnum þingið. Flaustursleg af- greiðsla þess væri til tjóns fyrir kirkju og kristni í land- inu. Þetta er fyrst og fremst mál þjóðarinnar og því verð- ur að taka tillit til vilja henn ar og tillagna. Þetta mál hefir þegar vak- ið miklar og harðar deilur. Það er auðvitaö illt til þess að vita, að það skuli þurfa að verða æsingamál. En þeim mun meiri áherzlu verður að leggja á það, að það fái rétt- láta og farsæla lausn. Það er ekkert efamál, að fylgzt verður vandlega með því gegnum þingið og allri meöferð þess þar. Alþingi mun þegar hafa borizt áskor- anir utan af landi um breyt- ingar á frumvarpinu. Láti það eftir sem áður ranghverfu þess snúa út, er hætt við, að víða verði eftir því munað. Allir munu vona, að sú verði ekki raunih á, heldur verði nú betur á mál- unum haldið en áhorfzt hef- ir um hríö og fækkunar- draugurinn endanlega kveð- inn niður. Þá mun virðing Alþingis vaxa af þessu máli, bæði nú og í næ?tu framtíð. KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 31. DAGUR j ELDURINN { gerir ekki boð á unðan «ér. I Þelr, sem ern hyggnlr, tryggja strax hJA I Samvínnutryggingum Bergur Jónsson Málaflutnlngsskrifstofa Laugaveg 65. Slml 5833 Helma: Vltastlg 14 Krlení yfirlit (Framhald af 5. síðu) því, að ekki er talið ólíklegt, að Rússar fallist á að veita henni inntöku í Sameinuðu þjóðirnar, þótt þeir hindri nú inntöku ann arra ríkja, sem eru vinveitt vest urveldunum. Vonir um glæsía framtíð. Eins og áður segir, er af- koma Líbyumanna nú mjög bág borin, enda eru atvinnuvegirnir í mestu niðurníðslu. Landbúnað- ur er aðalatvinnuvegurinn. Með bættum ræktunaraðferðum og auknum áveitum er hann talinn geta átt góða framtíð. Fyrir mörgum öldum stóðu Líbyumenn mjög framarlega á þessu sviði og má víða sjá í Líbyu miklar rústir, er vitna um forna frægð og verulega velmegun. Undir er lendri stjórn fóru framfarirnar forgörðum og stór hluti þess lands, er áður var í góðri rækt, varð að eyðimörk. Draumur hinna framsæknari Libyu- manna er sá, að Líbya eigi glæsta framtíð fyrir höndum, ef íbúarnir fá tækifæri til að taka tækni og vísindi í þjónustu sína. Þeir binda miklar vonir við nýfengið sjálfstæði, þótt margar hættulegar torfærur séu enn á vegi þess. ÞJÓDLEIKHlíSiD AIVJVA CHRISTIE Eftir: Eugen O’Neill. Þýðandi: Sverrir Thoroddsen. Leikstjóri: Indriði Waage. Frumsýning í kvöld. Sýning í tilefni af 25 ára leik- afmæli og fimmtugs afmæli Vals Gíslasonar leikara. GlJLLTVA HLIÐIÐ Sýning miðvikudag kl. 20,00. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15—20.00. — Sími 80000 KAFFIPANTANIR t MIÐASÖLU brott úr ríki sínu samdægurs. Þegar „Svarta hindin" sigldi inn Nolseyjarfjörð, var Magnús enn að hugsa um orð konungsins. Þórshöfn var fyrsti viökomustaðurinn. Þar var gott að verzla. Þegar hann hafði farið með föður sínum til Þórshafnar í æsku, hafði byggðin ekki verið stór — aðeins fá hús á Þinganesi og norðan við Austurvog. Biskuparnir í Kirkjubæ höfðu upphaflega látið kaupför setja þai vörur á land, og í byggðinni höfðu hafzt við fáeinir munkar, sem gættu vöruskemmanna. Nú voru fleiri hús í Þórshofn. Á hverju ári voru reist ný hús, og vöruhúsum fjölgaði beggja megin við mynni Hafnarár. En ekki var þó sízt fjörugt á Þinganesin á sumrin. Þetta var allt að vilja konungs- ins. Hann lét sér vel líka, að Hansastaðamönnum væri bægt.frá verzluninni, og Þórshöfn gerð að markaði fyrir varning þann, er Færeyingar þurftu að kaupa. Skipverjar á „Hindinni" höfðu ávallt góðan hug á Þórshöfn, því að þar var gleði og glaumur. Kolbeinn var þó á öðru máli. Þar var engin kirkja, og hann varð að ganga alla leið til Kirkju- bæjar á helgum dögum. Það var erfið ferð, þegar þoka var á fjöllum og stormur geysaði. Og enginn slóst í fylgd með honum. Skipstjóri og stýrimaður hugsuðu um annað en guðs orð, og sama máli gegndi um aðra skipverja. Skipskoman vakti undrun í Þórshöfn. Hvers vegna komu þeir svo seint? Þeirra hafði alls ekki verið vænzt þetta árið. Um- boðsmennirnir voru harla forvitnir, er þeir komu út í skipið til að skoða vörurnar. Fyrstu fjóra eða fimm dagana var annríki mikið. Meðan vör- urnar voru fluttar í land var þingað og þrefað um kaupin við hinn unga skipstjóra. Kaupendurnir kveinuðu yfir skattinum á norska timbrinu. En Magnús tjáði þeim, að hann yrði að sigla til annarrar byggðar, ef þeir vildu ekki kaupa fyrir það verð, sem hann setti upp. Þá var gengið að kaupunum. Allmikið af þunnu öli var einnig flutt upp í verzlunarhúsin, enda þótt lands- menn þættust fyrst í stað ekki vilja annað en gott og sterkt öl. Að viku liðinni hafði Magnús selt allan farminn, og nú var ekki um annað að hugsa en fá farm til Björgvinjar í skipið. Og það var aðeins vorull, sem hann vildi. Hins vegar var ekki annað að íá en vaðmál. Þeir, sem fyrr höfðu komið, höfðu fengið vorullina. Magnús bölvaði, en við þessu varð ekki gert. í allmarga daga sigldi hann á milli eyjanna, og með þeim hætti tókst honum að fá talsvert af ull, jafnvel ódýrari en endranær. Viðskipta- vinir hans í Þórshöfn máttu naga sig í handarbökin. Á jólaföstunni varpaði „Svarta Hindin" akkerum í Konungs- höfn. Hauststormar geysuðu, og dagarnir voru orðnir svo stuttir, að Magnús varð að leita vetrarlagis. Konungshöfn var bezta böfnin á Færeyjum, og þar þurfti aðeins örfáa varðmenn á sjálft skipið. Meginhluti skipshafnarinnar gat dvalið í landi, og vakti það tilhlökkun. Það kom ekki að sök, þótt þröngt væri í reykstofunni, veggir væru gisnir og skerpukjöt af skornum skammti. Nei. Það skipti mestu máli, að hér voru ungar stúlkur, sem gátu skemmt útlendum sjómönnum hin löngu vetrarkvöld. Margir skipverja höfðu anker af öli í fari sínu, og þar eð þeir höfðu ekki kært sig um að selja það í Þórshöfn, var ekki hætta á að þá þryti drykk framan af vetri. Kolbeini hafði komið til hugar að hafa vetursetu' hjá systursyni sínum í Lambhaga — það var ekki langt þangað úr Konungshöfn. En svo bárust hon- um til eyrna sögur, sem sagðar voru af Brynjólfi þar í Kon- ungshöfn. Það var kostamikil jörð, sem Brynjólfur hafði erft eftir föður sinn, og fyrstu misserin hafði hann rækt búskapinn vel. En á því hafði orðið breyting síðustu ár. Nú skeytti hann ekki lengur um sauðfjárstofninn, hirti hvorki um fuglatekju né fiskiveiðar, og allt var að fara í órækt. Oft reikaði hann einn um fjöllin að mæta honum fjarri mannabyggðum. Þannig hafði Ásmundur dögum saman, og það var svo komið, að fólki stóð stuggur af því frá Reyðarvík orðið dauðskelkaður, er hann mætti honum á víðavangi síóla kvölds. Hann hafði allt í einu séð Brynjólf, er ský bar frá tungli, þar sem hann stóð uppi á stórj«n steini og lét storminn þyrlast um sig. Hann hrópaði hræðilegustu for- mælingar, steytti hnefann móti himninum. Ásmundur frá Reyð- arvík krossaði sig og baðst fyrir. Honum hlaut að hafa orðið mikið um, fyrst hann greip til þessa gamla, pápíska siðar að krossa sig. Það var ekki vafa undirorpið, að Brynjólfur í Lamb- haga var haldinn af djöflinum, og sumir báru sér það jafnvel í rnunn, að hann hefði svarizt í bræðralag við galdranornir og forynjur. Koilur frá Götu sagðist geta unnið að því eið, að hann hefði séð hann í flokki galdranorna, ríðandi á prikum, skammt írá Lambhaga. Magnúsi féll það einnig þungt, er hann heyrði, hversu komið væri fyrir Brynjólfi, og það var ekki laust við, að það skyti lionum skelk í bringu, er honum var sagt af bandalagi hans við myrkravöldin. „Hindin" átti að vera vetrarlangt í Konungshöfn. Hvað hafði gerzt? Ef Brynjólfur var á snærum djöfulsins, gat hann tryllt skipshöfnina, kveikt í farminum og sökkt skipinu. Þótt vetrarveður væri komið, datt honum í hug að leita vetrar- lagis annars staðar. En orð Kolbeins urðu til þess, að hann hætti við það. „Góður guð hefir jafnan varðveitt ættmenn Heina“, sagði hann. „Illar vættir geta ekki gert þeim mein, sem eiga hina sönnu trú“. Magnús var þó alls ekki öruggur. Hann vildi að hin sanna trú hans hefði verið ofurlítið traustari. En hann afréð þó að vera kyrr í Konungshöfn. Það var gezta vörnin gegn öllu myrkravaldi, að Kolbéinn yrði fastur varðmaður í skútunni, því að enginn var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.