Tíminn - 15.01.1952, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.01.1952, Blaðsíða 8
„ERLENT ¥FIRLIT« I DAb: Ymgsta ArttharíhW 36. árgangur. Reykjavík, 15. janúar 1952. 11. blað. Lá við stórsköðum í Rvíkurhöfn á sunnudsg Elæring'iii* losnaði. bátar slitmiðii fra f hvassviðrinu á sunnudag urðu nokkur spjöll í Reykja- víkurhöfn á flóðinu. Segja hafnsögumenn að ókyrrðar hafi meira gætt innan hafnarinnar í hvassviðrinu á sunnudag- inn, en í fárviðrinu á döguum. Bátar slitna frá * Okeypis aðgangur að iistasafninu Selma Jónsdóttir listfræð- ingur tjáði blaðinu í gær, að nú um áramóti hefði breyt- ing orðið á tilhögun um að- gang að listasafni ríkisins í þ j óðmin j asaf nsbyggingunni. Hingað til hefir aðgangur kostað fimm krónur, en fram vegis verður hann ókeypis, og sömuleiðis verður lista- safnið framvegis opið á sama tíma og þjóðminjasafnið — á þriðjudögum og fimmtu- dögum klukkan 1—3, og á sunnudögum klukkan 1—4. Er það til þess gert, að þeir, sem vilja, geti í sömu ferð komið í listasafnið og þjóð- minjasafnið. Bæjarhlutakeppnin Bæj arhlutakeppninni í handknattleik, er fresta varð s. 1. sunnudag lýkur í kvöld og hefst keppnin að Hóloga- landi kl: 20. Síðustu leikir mótsins fara þó fram og leika þessi lið saman. (Framhald á 7. síðu.) bryggju. Vestur við verstöðvar- bryggjur slitnuðu 4 bátar frá bryggjum og rak misjafnlega mikið um höfnina. Tveimur bátanna tókst að bjarga áð- ur en þá rak ffá bryggjunum út á höfnina, en Hermóð og Hvítá rak út úr bátavíkunum og . út á höfn. Staðnæmdust þeir við Norðurgarðinn. Tókst að bjarga þeim þaðan í ör- uggt lægi, án þess að til telj- andi skemmda kæmi. Hæringur kemst á hreyfingu. Þá hugsaði Hæringur til hreyfings í rokinu á sunnu- daginn, en ekki varð útþrá öldungsins þó það sterk, að hann hefði það af með hjálp náttúruaflanna, að losa allar landfestar sínar. Var það ekki nema afturendi skips- ins, sem komst á hreyfingu að þessu sinni. Slitnaði skipið frá að aftan og rak frá bryggjunni sá end inn, þannig að stafn sneri að bryggjuhlið. Festingar skips- ins að framan héldu, en mjög var óttast um að skipið myndi losna um tíma á sunnudaginn, þegar aftur- festarnar voru slitnar. Hefði Hæringur getað gert hin mestu spjöll í höfninni, (Framhald á 7. sfbu) Mjög bágleg afkoma fólks á Patreksfirði Engiiin ng'gi af afla (ogaraiis laefir verið lagðiir njip til vinuslu i frysíihiis Frá fréttaritara Tímans á Patreksfirði Afkoma manna hér á Patrekisfirði er nú hin bágbornasta, algert atvinnuleysi, fiskur í írystihúsunum uppurinn og bær- inn iðulega mjólkurlaus vegna truflana á mjólkurflutning- um sökum veðurs. Flytja mjólk- ina á sleðufti í dag ráðgera Þykkvabæ- ingar að flytja mjólk sína á stórum sleðum yfir Þjórsá á veginn hjá Fljótsdalshólum í Gaulverjabæjarhreppi. Sleðafæri er talið gott og traustur ís á Þjórsá og er þetta cina leiðin fyrir þessa bændur að koma mjólkinni frá sér> þar sem vegurinn er með öllu ófær vegna snjóa. I allan vetur hafa menn ekki haft hér handtak að gera, nema þeir menn, sem eru á togaranum Ólafi Jó- hannessyni. Komu hins tog- arans er sífellt aö seinka, og enginn uggi af afla Ólafs Jó- hannessonar hefir verið lagð- ur á land til vinnslu, svo að atvinna sú, sem hann skapar, er hverfandi lítil móts við það, sem gæti verið. Er fjöldi fólks af þessum sökum í hinni mestu þröng. Gert er ráð fyrir, að þrír bátar stundi héðan róðra í vetur, og einn rétt að byrja og vandsáð um aflahorfur. Fiskleysi, mjólkurleysi. Hér eru tvö aðgerðarlaus frystihús, og er ekki einu sinni hægt að fá fisk í mat- inn úr þeim. Fryst flök, sem til voru, eru nú uppurin. Vegna stormasamrar veðr- áttu hefir oft verið mjólkur- laust, þar sem mjólkurbátn- um hefir iðulega ekki gefið marga daga í röð, en fáir í kauptúninu eiga kýr. Aðaífundur Fram- sóknarfélags Reykjavíkur Aðalfundur Framsóknar- félags Reykjavíkur verður haldinn annað kvöld, og hefst kl. 8i/é. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa liggja lagabreyting ar fyrir fundinum. Umræð- ur verða um ýms félagsmál. Ef tími vinnst til fyrir um ræðum um félagsmál, mun Eysteinn Jónsson ráðherra segja fréttir af þingmálum og svara fyrirspurnum. Félagsmenn hafi með sér félagsskírteini. Tími ogbókfell, - erindi Sig- urðarNordal í London Sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, dr. Sigurður Nor- dal, flutti 3. jarniar erindi í Modern Humanities Research Association, en hann er forseti þessa félags, og bar honum, svo sem venja er til, að flytja forseta-ávarp á ársfundi fé- lagsins, sem haldinn var University College í London. Mikið um skipa- ferðir Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn hefir fengið hjá hafn- sögumönnum, var mikið um skipaferðir í Reykjavíkurhöfn í gær. Jón Þorláksson kom af veið- um og sigldi, Neptúnus kom af veiðum og landar hér til vinnslu, Sólborg kom frá út- löndum og fór aftur, Keflvíking ur kom frá Englandi, enskur togari fór og einnig sá þýzki, er bjargað var til hafnar í fár- viðrinu. Brezki línuveiðarinn Hetty fór í dráttarbraut og Helgafell kom. Félagsskapur þessi er all fjölmennur, og eru meðlimir hans búsettir um all.an heim, en flestir þó í Bretlandseyj- um og Bandaríkjúm Ameríku. Höfuðtilgangur félagsskapar- ins er sá, að kynna meðlim- um málvísindi og bókmennt- ir. Stórfróðlegur fyrirlestur. Erindi það, sem dr. Sigurð- ur Nordal flutti hét „Time and Vellum“ (tími og bók- fell) og var aðalefni þess um fornritin frá nýjum sjónar- hóli, þ. e. hversu íslendingar hefðu í rauninni skrifað mik- ið bæði frumsamið og afritað og kom í lj ós, að það er tölu- vert meira heldur en almennt mun hafa verið álitið ekki sízt þegar allar aðstæður eru athugaðar, svo se.rn erfiðleik- ar með útvegun skinna, þar sem um pappír var ekki að ræða. Var fyrirlesturinn stór frðlegur og vel flúttur, enda gerðu áheyrendur mjög góð- an róm að honum. (Skv. skýrslu sendiráðsins í London). Sex Egyptar féllu við Súes í gær Sex Egyptar féllu í vopna- skiptum á Súeseiði í gær, er hermdarverkamenn réðust á stóra bifreið, sem flutti (Framhald á 7. síðu) Vilja búnaðar- fræðslu á náms- skrá héraðsskóla í sveit Félag íslenzkra búfræði- kandídata hélt aðalfund sinn þ. j5. jan. s.l. í félaginu eru nú því nær 30 manns með há- skólamenntun og kandídats- eða meistarapróf í búfræði, mjólkurfræði eða garðyrkju. Á fundinum voru almenn félagsmál til meðferðar og algeng aðalfundarstörf. Þær breytingar urðu á stjórn, að Haukui' Jörundsson, sem verið hefir formaður félagsins sið- an það var stofnað, lét nú af því starfi en við tók Halldór Pálsson, ráðunautur. Auk hans skipa nú stjórn: Gísli Kristjánsson, ritstjóri, ritari og Björn Bjarnarson ráðu- nautur, féhirðir. Meðal meginhlutverka á (Framhald á 7. siðu) KBAFIZT ATVIAM BOTA: Togarar leggi upp afla - fjölgaö í bæjarvinnu Á funtli Dagsbrunar á sunnudaginn voru. samþykktar svolát- andi tillögur um atvinnubætur vegna mikils atvinnuskorts í Reykjavik og báglegrar afkomu fjölda manna: „Atvinnuleysi er nú geigvæn- legra hér í bæ en verið hefir um fjölda ára, eða um 1500 manns samkvæmt athugunum atvinnu málanefndar verkalýðsfélag- anna. Atvinnuleysi jafn mikils fjölda og hér um ræðir sannar að' neyð er nú á mörgum heim- ilurn í höfuðstað landsins. Um leið og fundurinn ítrekar fyrri samþyklctir Ög ki'öfur verkalýðshreyfingarinnar í bæn um um tafarlausar aðgerðir til Átta sjómannafélög segja upp samningum um kjör á togurum Samningarnir falli ín* gildi 15. feliniar Alþýðusamband íslands hefir tilkynnt, að átta sjómannafé- lög segi upp samningum um kaup og kjör á togurum, og gangi samningar þeir, sem nú eru, úr gildi 15. febrúar. Mun þá koma til verkfalls á togur- unum, ef ekki hafa áður kom- izt á nýir samningar. Félögin, sem segja upp. Félög þau, sem upp segja, eru Sjómannafélag Reykjavíkur, Sjómannafélag Hafnarfjarðar, Verkalýðsfélag Patreksfjarðar, Verkmannafélagið Þróttur í Siglufirði, Sjómannafélag Ak- ureyrar, Sjómannafélagið Jöt- unn í Vestmannaeyjum, Sjó- mannafélag ísfirðinga og Verka lýðs- og sjjómannafélag Kefla- víkur. Hefir togarasamningum þá ekki verið sagt upp á Akra- nesi, Seyðisfirði og Neskaup- stað, auk Höfðakaupstaðar, þar sem togaraútgerð er nýhafin. Sameiginleg nefnd. Á sjómannaráðstefnu Alþýðu sambandsins í sumar var unn- ið að því af togarakjaranefnd ráðstefnunnar að ná samstöðu félaganna um kröfur og samn- ingagei^ð. Sameigfnleg nefnd félaganna og Alþýðusambands- ins tekur til starfa 20. janúar, og mun hún stjórna verkfalliixu, ef til þess kernur. að bæta úr þessu neyðarástandi, þá leggur hann sérstaka áherzlu á eftirfarandi: 1. Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkui' að hafa taf arlaust forgöngu um að svo margir af togurum bæjarút- gerðarinnar og togurum i einka eign leggi afla sinn hér á land, að tryggt sé, að allir möguleik- ar til að vinna úr aflanum hér, svo sem frysta, hei'ða og salta, verði notaðir til hins ýtrasta. 2. Þar sem óhjákvæmilegt er að tafarlaust verði gerðar ráð- stafanir til þess að bæta úr rnestu vandræðum ' atvinnu- leysingjanna, þá skorar fund- urinn á bæjarstjói'n Reykjavík- ur að fjölga nú þegar í bæjar- vinnunni um að minnsta kosti 200 manns.“ „Þar sem það hefir þráfald- lega komið fyrir á undanförn- um atvínnuleysismánuðum, að næstum hver ki'óna hefir verið tekin upp í opinber gjöld af kaupi verkamanna, sem fengið hafa atvinnu dag og dag, þá skorar fundurinn mjög eindreg- ið á stjórnarvöld ríkis og bæjar að innheimta ekki slík gjöld af atvinnuleysingjum, þótt þeir kornist í atvinnu um stundar- sakir.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.