Tíminn - 10.02.1952, Blaðsíða 6
TÍMINN, sunnudaginn 10. febrúar 1952.
33. blað.
Maðurinn frá
Colorado
Stórbrotin, amerísk mynd if
eðlilegum litum. Mynd þessi I
hefir verið borin saman við |
hina frægu mynd „Gone with f
the wind“.
Glen Ford,
Ellen Drew.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Lína lanysokhur
Sýnd kl.3.
NÝJA BÍÓ
Ástir og
fjárglaifrar
(Earceny).
Mjög spennandi ný, amerísk
mynd. — Aðalhlutverk:
John Payne,
Joan Caulfield,
Dan Duryea,
Shelley Wintíírs.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Auðugi kúrekinn
Mjög spennandi „cowboy“-
mynd með kappanum
George O’Brian.
Sýnd kl. 3.
BEZT
iumar. vetur
Austurbæjarbíó |
tluldn höfði
(Dark Passage).
- S
5 ,
f Akaflega spennandi og við- |
i burðarík, ný, amerísk kvik- I
I mynd.
Humphrey Bogart,
Lauren Bacall.
f Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
| Lísa í Cndralandi i
I (Alise in Wonderland) f
f Bráðskemmtileg og spenn- f
I andi, ný kvikmynd tekin í f
| mjög fallegum litum, byggð f
I á hinni þekktu barnasögu. |
Sýnd kl. 3 og 5.
Sala hefst kl. 11. f.h.
f >♦»♦»»♦♦♦♦♦♦♦»♦
Itjarnarbsó
| Fít'j' í flestan sjó
(Fancy Pants)
| Bráðskemmtileg ný amerísk
f gamannjynd í eðlilegum lit-
| um.
i Aðalhlutverk:
Lucille Ball
| og hinn óviðjafnlegi
Bob Hope.
f Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓI
- HAFNARFIRÐI -
Trompetleikurinn f
(Young Man with a Horn) j
Fjörug, ný, amerísk músik- f
og söngvamynd.
Kirk Douglas,
Lauren Bacall
og vinsæiasta söng-1
stjarna, sem nú er uppi f
Doris Day.
Sýnd kl. 5, 7 og 9. i
Gög og Gokke
í fangelsi
Sýnd kl. 3.
Sími 9184.
HAFNARBÍÓ)
C
Ósgnilega kanínan ]
(Harvey).
Afar sérkennileg og skemmti- f
leg, ný, amerísk gamanmynd, |
byggð á samnefnhu verð- f
launaleikriti eftir Mary f
Chase. ]
James Stewart,
Josephine Hull,
Peggy Dow.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Lítill strokumaður ]
Hin vinsæla og skemmtilega i
ameríska barnamynd.
Sýnd kl. 3.
(GAMLA BÍÓ
| ttorgarlgklarnir
(Key to the City).
f Ný, amerísk kvikmynd með:
Clark Gable,
Loretta Young,
Marilyn Maxwell.
I Aukamynd:
I Endalok „Flying Enterprise“
f og Carlsen skipstjóri.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
5
Sala hefst kl. 11 f. h.
I Mýallhvít og dverg■
armr sjo
Sýnd kl. 3.
extra
Motor 0l*\ vor og haust
MBBS0Í
Ctvarps viðgerðir |
RadloviiiniistofuH
LADGAYFG 1S4,
ÍTRIPOLI-BÍÓ
Á ferð og flugi
(Animal Crackers).
f Sprenghlægileg amerísk gam
| anmynd með hinum óviðjafn
f anlegu
MARX-bræðrum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
/tfiglýsiugHsíjal
TÍ5LUS
«r 81 388.
ELDURINN
: gerir ekki boð á ondaa >ér.
Þeir, sem ero hyggnlr,
tryggja strax hjá
i Samvinnutrygglngum
I Bergnr Jónsson
í
i Málaflutningsskrlfftáfa
i Laugaveg 85. Siml 583S
Helma: VitMtlg 14
Erlent yfirllt
(Framhald af 5. siðu.)
ávextina ár eftir ár, en það er
nauðsynlegt til þess að geta
keppt á heimsmarkaðinum. En
þrátt fyrir allt liggur framtíð
Líbýu ef til vill í appelsínulund-
unum.
Hvernig blæs vindurinn?
Fyrir líbýska bóndann skiptir
það ríkidæmi eða fátækt, hver
vindáttin er á ákveðnum dög-
um. Það er ótryggur atvinnu-
vegur að vera bóndi i þessu
landi. Ef vindurinn blæs af hafi j
í vikunni, sem möndlutrén I
blómstra, er árinu borgið, svo
framarlega sem álandsvindur-
inn flytur ekki með sér of mik-
ið af salti. Ef hinn brennheiti
og þurri ghibli-vindur frá eyði
mörkinni flytur með sér hita
og þurrk, þegar kornspírurnar
koma upp, er uppskeran eyði-
lögð það árið. Þurrir og sviðnir
akrar með einstaka strái hér og
hvar verða eftir.
Það virðist ofurmannlegt verk
efni fyrir FAO að berjast við
hinn þurra eyðimerkurvind, en
sérfræðingarnir hafa þó gengið
ótrauðir til verks. Bændurnir í
Líbýu verða að koma sér upp
skjólgirðingum um akra sína og
koma upp ávaxtagörðum og
lundum hingað og þangað á
jörðum sínum til þess að draga
úr vindstyrknum. Samtímis
stöðva þeir hið skaðræðislega
sandfok frá eyðimörkinni.
1 Líbýu er aðeins ein tegund
bænda, sem gleðst yfir ghibli-
vindinum, en það eru þeir, sem
rækta döðlur. Ef þessi þurri
vindur leikur um döðlurnar með
an þær eru að þroskast, verða
þær fyllri og sætari.
Kaupið ekki silfur-
armbönd.
Ef til vill er mesta vandamál
ið fyrir starfsmenn FAO í Lí-
býu þetta: Hvernig er hægt að
útvega fjármagn til að tryggja
arðbæran landbúnað? Sam-
vinnuhugmyndirí er fjarræn
fyrir hinn arabiska bónda. Auk
þess hefir hann enga peninga
til að leggja í hlutafélag. Efna-
hagur hans fer í dag, eins og til
forna, eftir duttlungum veðurs
og árstíðaskiptum. Flesta mán-
uði ársins hefir hann ekki nóg
til nauðsynja sinna og þegar
hann fær peninga, notar hann
þá samstundis. Ef svo ólíklega
vildi til, að hann ætti meiri
peninga en hann hefir þörf
fyrir til lífsnauðsynja, eyðir
hann þeim þegar í stað í silf-
urarmbönd til kvenna sinna,
eða í reiðhest handa sjálfum
sér. Á þann hátt aflar hann sér
virðingar og álits í þjóðfélaginu
en ekki með innistæðu í banka.
Og hafi bóndinn of litla pen
inga á meðan kornið og döðl-
urnar þroskast, veðsetur hann
uppskeru ársins langt undir
verðmæti hennar og kemst í
klær okurkarla. 5% á mánuði
eru algengir vextir.
Nú hyggst FAO reyna að
stofna samtök í Líbýu, sem geta
selt sáðkorn og landbúnaðar-
verkfæri gegn greiðslu aö upp-
skerunni lokinni. Þetta verður
að gera á einfaldan hátt og ekki
eingöngu á viðskiptalegum
grundvelli í þessu landi, þar
sem svo fáir hafa vit á gildi pen
inga. Heilbrigður grundvöllur
fyrir fjárhag og afkomu land-
búnaðarins er fyrsta skilyrði
fyrir nýsköpun og viðreisn land
búnaðarins.
tslendingaþættlr ■>. .
(Framhald af 3. síðu.)
Þorbjörg í Reykjavík Helga í
menntaskóla og Kolbeinn
heima hjá móður sinni. Val-
gerður var í æsku talin fríð
kona og gervileg og ber vel
aldur sinn, þótt lífið hafi
stundum verið henni erfitt. Er
ljóst, að hún hefir fengið
kjark og þrek í vöggugjöf eins
og fleiri af sömu ætt. Án efa
vilja margir, nær og fjær,
árna henni góðs á þessum
tímamótum.
G .G.
KJELD VAAG:
HETJAN
ÓSIGRANDI
51. DAGUR
Hrifning bæjarbúa var takmarkalaus í þetta skipti. Það var
ekki einu sinni búið-að binda landfestar, er spurningunum rigndi
yfir víkingana. Var það satt, að hvert einasta spænskt skip hefði
annað tveggja sokkið eða verið hertekið? Hafði hálfbróðir Spán-
arkonungs verið æðsti foringi Spánverjanna? Hve mörg skip
höfðu víkingarnir misst? Fluttu þeir fanga að landi eða höfðu
þeir höggvið alla spænsku djöflana jafnóðum? Hafði „Albert von
Nassau“ goldið mikið afhroð — skipið virtist illa útleikið?
Magnús Heinason var í góðu vinfengi við marga í bænum, og
bæjarbúar voru undantekningarlaust hreyknir af þessari frægu
hetju. Hann kallaði nú glaðlega til fólks, er þeir Jakob gengu
saman upp til gistihússins „Túlípaninn", þar sem þeir bjuggu
báðir, er þeir voru í landi. Stór hópur bæjarbúa fylgd þeim eftir,
hlæjandi og syngjandi. Enginn hugði á svefn. Bikblys ósuðu, og
allir léku við hvern sinn fingur.
Jakob hafði legið einn mánuð í sárum þeim, sem hann fékk
i fyrsta bardaganum eftir landgönguna, en síðan hafði hann
jafnan verið fremstur í flokki, er gengið var upp á galeiður Spán-
verjanna og orðið mörgurn vöskurn andstæðingi að bana.
Hin holduga húsmóðir í gistihúsinu, Geneta Sigritsdóttir,
fagnaði þeim Magnúsi og Jakob ekki síður en. aðrir. Hún þrútn-
aði af hreykni, er hún heyrði um framgöngu þeirra, og það lá
við, að lífstykkið spryngi utan af henni, þegar hún vísaði þeim til
borðs. Hún hafði látið framreiða hinar beztu krásir, sem völ var
á: Lax, kindakjöt, rádýrabringur, brauð og stórar tinkrúsir, barma
fullar af þýzku öli. Dóttir hennar, Gerða, var látin ganga um
beina. Gerða var yngsta dóttir Genetu, og endranær fékk hún
aldrei að ganga um beina, því að móðir hennar hafði lært það
af langri reynslu, að í gistihúsi var vissara að vaka yfir dætr-
um sínum. Og nú var Gerða komin á þann aldur, að henni var
liætt við falli. Telpan roðnaði eins og túlípani, er hún sá Magn-
ús Heinason, jafnvel þótt álengdar væri. Magnús var vissulega
tígulegur maður og naut aðdáunar hjá sjálfum prinsinum. En
það var pískrað um það í bænum, að hann hefði á guðlausan
hátt gist rekkjur ærið margra af dætrum borgaranna í Enk-
huizen. Það var auðvitað sök stúlknanna, þvi að karlmenn voru
ævinlega þannig, en Magnús Heinason var þó maður, sem varla
lét aftra sér. Hann vílaði ekki fyrir sér að stíga í rekkjurnar bak
við sparlökin þótt einhverjum líkaði miður. Og Geneta Sigbrits-
dóttir andvarpaði. Hún minntist þeirra yndislegu tírna, þegar
hún þurfti tveimur álnum minna til þess að reyra sig með....
c-jú-jú.... Stundum hafði.... En bezt, að það væri gleymt —
það var liðin tíð ... Nú var það Gerða, sem ungu mennirnir
girntust — jafnvel hinn ríki ráðsmaður, Wilcken, var meðal
þeirra, sem litu hana hýru auga, þótt hann hefði aðeins verið
ekkill í þrjá mánuði. En Gerða vildi víst ekki líta v'ið nema ein-
um, þótt ekki væri annað en heimska að leggja hug á þann mann.
Margir hinna helztu borgara höfðu komið inn í gistihúsið með
Magnúsi og Jakob. Það var glaðvær flokkur, sem settist við borð-
in í veitingastofunni, og úti á götunni söng fólkið hástöfum, hló
og hrópaði. Nafn Magnúsar Heinasonar var nefnt eins oft og
nafn sjálfs prinsins. Það var hátíð í Enkhuizen.
Víkingarnir tóku rösklega til matar síns, og það voru fádæmi,
hvað þeir drukku af ölinu. Borgararnir fóru að dæmi þeirra, og
það var Wilcken einn, sem ekki drakk sig fullan. Hann mataðist,
hallaði sér síðan aftur á bak í sætinu og ropaði af fylli um leið
og hann spennti greipar á ístrunni. Hin smáu augu hans fylgdu
Gerðu jafnan eftir, hvert sem hún fór. Þetta var óneitanlega
lagleg teipa — grönn og spengileg eins og ung hnot, sem gaman
er að brjóta og kreista úr safann. Hann renndi tungubroddinum
um þykkar varirnar. Hann vonaði, að þess yrði ekki langt að bíða,
að hann gengi í eina sæng með þessari stúlku. Sjálfsagt yrði hún
feimin brúðkaupsnóttina — hrædd og feimin, en hann skyldi
svikalaust ná úr henni feimninni....
Borgarráðsmaðurinn ropaði aftur og hagræddi sér betur. Hann
var syfjaður, og honum var ami að þessum veizluglaum. Hvers
vegna lét fólk svona? Auðvitað höfðu víkingarnir sundrað flota
hins kaþólska konungs á Spáni. Það var vitaskuld ánægjulegt,
en frelsisstríðinu var varla lokið....
Allt í einu tók hann að aka sér í sætinu, og hin smáu augu
hans urðu órórri en áður.Hvaða fjandans óp voru -þetta um frels-
isstríð? Hvað var frelsi í þessum synduga heimi? Var það ekki
hið sanna frelsi, er bóndinn gat horft yfir blómlegan akur og
skipin gátu siglt óhult hafna á milli? Eða þegar hann sjálfur
gat selt vörur sínar á góðu verði? Skipti það máli, hvort kaup-
andinn var Niðurlendingur á tréskóm eða Spánverji í gulum
(leðurhosum? Gilti ekki einu, hvort fólk hallaðist að boðskap
; páfans eða kenningum Kalvíns? Nú létu allir sem óðir væru
yfir þvi, að Alvarez af Tóledó, blóðhertoginn, sem það kallaði,
,\ar dálítið þunghentur. En satt að segja reisti hann þó gálga
og höggstokka veena þess, að hann vildi koma á friði og ró í
landinu. Kalvín hafði ekki verið hótinu betri, er hann lét varpa
Mígúel Servetó á bálið í Genf. Nei — friður, hlýðni og góður
, efnahagur — það voru hinar dýru gjafir guðs og sanna frelsi.
Og þá þurfti enginn að vera að steyta sig, þótt fáeinir frið-
samir Spánverjar gengju um göturnar í Enkhuizen. Þetta svo-
nefnda frelsisstríð hafði kostað mikið blóð og sér í lagi mikið af
verðmætum farið í súginn. Stórir bæir voru jafnaðir við jöröu,
akrar troðnir niður og efnahagur góðra borgara hafði lamazt....
Borgarráðsmaðurinn leit gremjulega í kringum sig og reyndi
að beina huga sínum að Gerðu. Fallegt var jarpt hár hennar,
augnahárin löng og dökk, tennurnar drifhvítar, varirnar rauð-
ar, líkaminn grannur og svo þessi ungu brjóst.... Já....
Hann dæsti og sleikti varirnar og mændi á Gerðu, eins og