Tíminn - 10.02.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.02.1952, Blaðsíða 3
Heimsfrægur söngvari Eftir séra Gtnmar Árnason Páll postuli komst svo að orði, að hvað sem menn gjörðu, ættu þeir að gjöra Guði til dýrðar. Það vill nú gleymast og ekki sízt þeim, sem fengið hafa mörgu pundin. Plestír leita sinn ar eigin frægðar, sem leita henn ar á annað borð. Hins eru þó nokkur dæmi, að miklir snillingar hafa helgað gáfu sína hamingju meðbræðra sinna, og unnið þannig Guði til dýrðar. Maðurinn, sem hér.um ræðir var einn af þeim. Hann hét Ira D. Sankey og var heims frægur söngvari. Ef til vill sá söngvari að fornu og nýju, sem jnest og varanlegust áhrif hafði á áheyrendur sína. Sankey fæddist 28. ágúst 1840 í smábænum Edinburg í Penn- sylvaníu í Ameríku. Þar dvald- ist hann til sextán ára aldurs. Á þessum barnsárum var hann í sunnudagaskóia og varð þar fyr ir trúarlegum áhrifum. Sú glóð varð síðar að skærum eldi. 1857 varð faðir hans banka- stjóri í New Castle. Þar gekk Sankey í menntaskóla og tók þátt í sunnudagaskólastarfi, m. a. sem söngstjóri. Svo bar við, að maður, sem kallaður var „Söngva-pilagrímur“ kom til borgarinnar. Sú hrifning, sem hann vakti, opnaði augu Sankey fyrir því, hvílík áhrif góður ein söngur gæti haft í kirkjunum. Tók hann því að iðka slíkan ein söng sjálfur og fékk ýmsa aðra í lið með sér. Barst, orðstír hans skjótt víða, og kirkjan fylltist hvenær, sem hann söng. 1870 var Sankey kosinn á al- þjóðamót KPU-manna, sem haldiö var í Indianapolis. Þar hlakkaði hann til að hitta pré- dikara nokkúrn, sem þá fór rpik ið orð af. Hann hét D.L. Moody. Fundum þeirra Sankeys og Moodys bar fyrst saman við morgunbænir á sunnudegi. Sag an segir, að landi Sankeys hafi hvíslað að honum á meðan Moody bað: Sankey, söng- urinn á mótinu er alveg neðan við allar hellur, blessaður taktu nú lagið, þegar þessi náungi hættir að biðja, ef það verður þá nokkurn tíma.“ Og Sankey greip tækifærið, þegar það gafst og söng kunnan sálm. Hrifning .aralda fór um salinn. Á eftir kynnti landinn þá Sankey og Moody. Moody spurði: „Hvaðan ertu? Hvað starfarðu? Ertu kvæntur?“ Sankey svaraði því, að hann væri kvæntur, ætti tvö börn, byggi í Pennsylvaniu og starfaði á vegum stjórnarinnar. Moody sagði stutt og laggott: „Þú verður að gefa það upp á bátinn“. Moody, mesti vakningapré- dikari heimsins, hafði þá haíið starf sitt í Chicago. Og sú varð raunin á eftir allharða innri bar áttu og margar og heitar bænir, að Sankey hlýddi kalli hans. Hófst nú hið merkilega sam- starf þessara tveggja snillinga, sem stóð í áratugi og kalla má heimssögulegan viðburð. Er skemmst frá því að segja, að milljónir sóttu samkomur þeirra, fólk af öllum stéttum og á öllum aldri, allt frá forseta Bandaríkjanna og til mesta úr- hraks stórborganna, bæði í Am- eríku og Englandi. Tæpast er ofsagt, að öllum áheyrendunum urðu þeir Moody og Sankey ó- gleymanlegir, og á óteljandi menn og konur höfðu þeir svo gagntæk áhrif, að heita mátti að það hæfi nýtt líf. Aðsóknin að mótum þeirra var oft svo gífurleg, að fræg- ustu leikarar og kvikmyndadís- ir nútímans myndu varla draga að sér slíkan fjölda eitt kvöld, hvað þá mörg. Það kom fyrir, að þeir héldu átta samkomur í stórum samkomusal sama dag inn, og alltaf urðu þó margir að hverfa frá. Moodys verður ekki getið sér- staklega að þessu sinni. En lít- illega gerð tilraun til að skýra galdurinn við Sankey. Svo segja fróðir menn, að því verði ekki neitað, að ýmsir sam tímamenn hans hafi verið betri söngvarar og söngstjórar,. en enginn þeirra hafði þó neitt lík áhrif. Skýringuna ætla menn þessa: Enginn maður söng af slík- um eldmóði. Hann var söngv- ari hins mikla konungs. Söngur hans var þetta eina ákall: Krjúptu Kristi! Sankey batt sig heldur ekki við „löggilta" og sígilda sálma né lög. Hann var í vissum skiln- ingi dægurlagasöngvari. Hann söng lög, sem hrifu fólk, og sálma, sem snurtu það. Og hann lagði engu minni rækt við að orðin heyrðust og skildust en að lögin næðu til hjartans. Sankey var líka snillingur í að túlka hug sinn með svip- brigðum sínum og látbragði. Hann var ákaflega aðlaðandi maður og hrífandi. En með þessu er ekki sögð öll sagan. Sjálfur hefði Sankey efa- laust sagt þetta um áhrif sín. — Það er allt Guðs gjöf. Honum einum helga ég söng minn. Og hann einn gefur ávöxtinn, Sankey dó 14. ágúst 1908, en minning hans lifir enn um lakjg an aldur. Manni verður að spyrja: Gætu ekki ýmsir hér á landi tekið upp merkið, sem Sankey bar til slíks sigurs? Væri ekki kirkj- unni hollt að treysta ekki um of á mátt prestanna einna? Mætti ekki kirkjulegur söng ur heyrast líka oftar og víðar en hann gerir nú? M.a. í hinni almennu dagskrá útvarpsins. Sumir segja, að fegurstu sálmalögin séu fegursta „músík in“, sem til sé. Ég get ekki um það dæmt. Hitt er ég viss um, / slendingaþættir Sextug: Valgerður Friðriksdóttir Hún er fædd á Núpi undir | Eyjafjöllum 10. febr. 1892, dóttir hjónanna Friðriks Ben ónýssonar og Oddnýjar Bene- diktsdóttur, er lengst af áttu heima í Vestmannaeyjum. Eignuðust þau nítján börn, en af þeim eru átta á lífi. Meðal þeirra er hinn kunni aflamaður Benoný skipstjóri ' í Vestmannaeyj um. Tvær systranna fluttust norður á Langanes og giftust bændum þar. Elzta systirin Sigríður, giftist Pétri bónda Metúsal- emssyni á Hallgrímsstöðum. En V^lgerður, þá rúmlega tvítug ,giftist Sigtryggi Vil- hjálmssyni bónda, og síðan hreppsnefndaroddvita, á Ytri Brekkum. Bjuggu þau hjón' fyrst á Ytri Brekkum en síð- að margir hefðu meira yndi af'ar á Ytra Álandi í Þistilfirði. að heyra fallegan sálmasöng á stundum heldur en sum dans- lögin, og jafnvel ýmislegt af „hinni hærri músík", þessari, sem fer langt fyrir ofan allt og alla. Og gagnið yrði ekki minna. Það er gott að koma út í blæ himins blíðan á heiðum vor- morgni. Þess háttar sálubati er að hlusta á fagran sálmasöng. Hann lyftir okkur upp í sigur- hæðir. tltbrelðið Tímann vík og stundað ýms störf með miklum dugnaði, var m. a. um En segja mátti þá sem oftar, f »/ Jráðskona hjá Félagi að skjótt brygði sól sumri! f^skaupenda i Reykjavik. því að Sigtryggur lést fyrir Áf ellefu börnuny Valgerð- aldur fram, haustið 1928, eft ar eru 10 a lifi- Aita börn ir uppskurð á sjúkrahúsi í hennar Reykjavík, en börnin voru og Sigtryggs heitins (hið elzta dó í bernsku) eru mörg og öll innan við ferm- nu komin vei ti1 manns og ingu. Hélt Valgerður áfram tvö ynSri börn bennar mann búskap á Ytra Álandi fjögur vænle8"- Vilhjálmur útgerðar eða. fimm ár, meðan elztu mabur á Þórshöfn, Friðrik sjó börnin voru að komast til maður 1 Reykjavík, Oddný nokkurs þroska, en brá síðan Sift í Reykjavík, Sigríður ráðs búi og fluttist til Þórshafnar. Átti hún þar heima i nokkur ár með börnum sínum, en síðan hefir hún dvalist á ýms um stöðum, nú síðustu árin með börnum sínum í Reykja- kona í Keflavík, Guðmundur starfsmaður hjá Mjólkursam sölunni í Reykjavík, Valgerð- ur gift í Ólafsfirði, Aðalbjörg kennslukona í Skógaskóla, (Framhald á •. sfðu> .V.*.’-WAV.V.'.V.WJ,.V.*.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V, I ■ ■ ■ ■■■■■! Bnnflutningur FERGUSON dráttarvéla frjáls 142 af 150 bændum völdu FERGUSON dráttarvél — síðastliðiö ár — Getum útvegað til afgreiðslu í vor FERGUSON DRATT- ARVÉLAR með benzín eða dieselhreyfli. Gæði FERGUSON DRÁTTAVÉLAR þekkja allir. — Enda er hún langsamlega vinsælust allra dráttarvéla, sem til landsins hafa komið. FERGUSON DRÁTTARVÉLIN er sparneytin, sterk, ending- ingargóð og ódýrust allra sambærilegra véla. I í Fjöldi verkfæra er fáanlegur fyrir FERGUSON DRATTARVELAR, t. raðhreinsarar, kartöfluupptöku og niðursetningarvélar, flagjafnarar, flutningskassar, vagnar o. fl. Enda er vélin ágæt til að fullvinna með flög. d. sláttuvélar, plógar, diskaherfi, ámoksturstæki, áburðardreifarar FERGUSON DRÁTTARVÉLIN er ódýr, örugg og endingargóð. Pantið FERGUSON DRÁTTARVÉL strax. Tryggið yður afgreiðslu fyrir annatímann. jQ/t á A/ HAFNARSTRÆTI 23 REYK JAV i K - Sl MI : 81395 - SIMNEFNI: ICETRACTORS I /AV.WA\W.V.*J%VY»YMiW.W.YiW.Y.W.W.Y.%\,W,.Y.Y.,.*.V.V.Y.*.YAV.Vrt,.V.V.V.W.V.V.Y1iVV'.Y.'A\%%V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.