Tíminn - 14.02.1952, Side 8
„ERLEIVr YFIRLITSSI DAfe
Harold Alexander
36. árgangur.
Reykjavik,
14. febrúar 1952.
36. blað.
Of mikið olíurennsli
olli eldsvoða i hrað"
frystihíisi Grindavíkur
Frystiliúsið er sainí sesss áðair síarfliæfí
Frá fréttaritara Tímans í Grindavík.
Snemma í gærmorgun kviknaöi í hraðfrystihúsinu í
Grindavík. Með dugnaði og snarræði tóksfað slökkva eld-
inn, svo að skemmdir urðu ekki eins miklar og á horfðist.
Er hraðfrystihúsið starfhæft, þrátt fyrir brunann. Stöðvun
þess hofði orðið til ómetanlegs tjóns fyrir atvinnulífið í
Grindavik.
Þegar eldurinn kom upp,
var rafmagnslaust í Grinda-
vík. Var straumur tekinn af
Grindavíkurveitunni um tíma
í fyrrinótt, vegna viðgerða og
eftrlits. Vitað er nú, að kvikn
að hefir í út frá olíumiðstöð
í kyndingarklefa hússins.
Útfaríirathöfnin
stendur hálfa þriðju
klukkustund
Tilhögun útfararathafnar Ge
orgs VI. Bretakonungs hefir nú
verið tilkynnt. Mun athöfnin
alls taka hálfa þriðju klukku-
stund og hefjast kl. 1,30 á föstu
daginn. Mary ekkjudrottning
mun ekki verða viðstödd út-
förina, enda er hún orðin 84
ára gömul og lasburða. Meðfram
leiðinni, sem líkfylgdin fer frá
Westminster til stöðvarinnar,
þar sem kistan verður sett í
lestina, sem flytur hana til
Windsor, munu tugþúsundir
hermanna standa vörð. Meira
en 50 þús. manns höfðu gengið
fram hjá kistu konungs í gær
og þurftu menn að bíða í tvær
til þrjár stundir til að komast
að.
Ekki saudinnburður
- heldur tilfærsla
innan hafnarinnar
Verkfræðmga^ vitamálaskrif
stofunnar telja, að ekki sé um
að ræða sandinnburð í höfnina
í Ólafsfirði, og byggja það á
mælingum, sem gerðar hafa
verið þrjú undanfarin ár. Sýna
þær, að sandmagnið í höfninni
eykst ekki.
Hins vegar mun sandur sá
sem er innan hafnarinnar, vera
á hreyfingu til og frá, meðan
höfnin er opin.
Of mikið olíurennsli.
Er miðstöðin þannig úr
garði gerð, að rafmagnsvifta
temprar oliurennslið. Loft-
vifta er einnig og á því að
geta logaö á miðstöðinni
þótt ekki sé rafstraumur.
Hins vegar hefir olíurennslið
orðið meira en svo, að olían
nýttist og kviknað í af of
miklu olíurennsli, þegar raf-
magnsviftunnar naut ekki
lengur við.
Það var til bjargar, að vegg
ir miðstöðvarklefans voru úr
asbestplötum, og átti eldur-
inxr því ekki eins greiðan
gang og annars hefði verið.
Hins vegar bai’st hann fljót-
lega upp í loftið. Er það úr
jtimbri og tróð úr ti'éspónum
IBreiddist eldurinn þar skjótt
út, og var erfiðast að ráða
niðurlögum hans þar.
Happdrættið:
Hálfur mánuð-
ur til stefnu
Nú er aðeins hálfur mán
uður þar til drc^ið verður í
happdrætti Tímans, og úr
því verður skorið, hver ókeyp
is far hlýtur til Danmerkur
og Skotlands, hver fær ókeyp
is dráttarvél, rafmaynselda-
vélar, lirærivélai-, kæliskáp,
matarstell og' ótal margt ann
að, sem í boði er.
Happdrættismiðarnir eiga
allir að seljast, og ef einhverj
ir af umboðsmoimura happ-
drætíisins hafa ekki þegar
lokið sölunni og gert full
skil, verða þeir að gera það
tafarlaust. Hver umboðsmað
ur hcfir fengið tiltölulega lít
ið af miðum, enda er þá ekki
til þess ætlast, að neitt verði
endursent af þeim, heldur
gerð full skil fyrir þeim öll
um.
Heimamenn slökktu.
1 20—30 manns komu fljót-
lega að og hófu bai’áttu við
eldinn. Tókst að vinna bug
á, eldinum með því aö bera á
lxann snjó og klaka, því að
vatn var ekki að fá úr dælum
brunaliðs, vegna þess að raf-
straumur var rofinn. Bruna-
lið var kallað á vettvang af
(Keflavlkurflugvelli, en búið
var að slökkva er það komst
til Grindavíkur.
Skemmdirnar.
Skemmdir urðu miklar á
miðstöðvarherberginu, og loft
ið yfir vinnusal brann nokk-
uð. Eldurinn náði hins vegar
ekki til að skemma neitt í
vinnusalnum sjálfum eða
geymslum. Mestar eru
skemmdir á rafleiðslum.
Rafljós í stað
sólarijóss í
gróðurhúsom?
Rannsóknarráð ríkisins
hefir í hyggju að hefja til-
raunir með notkun raf-
ijóss til ræktunar í gróður
liúsum í samvinnu við
Garðyrkjuskólann að
Reykjum í Ölfusi. Mundu
i-afljós þá verða notuð til;
að örva vöxt í skammdegi
og lengja þannig vaxtar-1
tíma. í þessu sambandi
fer nú fram dagleg mæl- j
jing á dagsbirtimni og ixiunj
jsvo verða allt þetta ár. Á ■
þeim mælingum verða svoi
I byggðar væntanlegar til-
j raunir. S
Jarðeðiisf ræðiieg rann-
sókn Lónsheiði í sumar
I»ar hefíi' helzt fimdizt málmvottur hér á
lancll og cinn allstór blýglansmoli í iyrra
í skýrslu frá Rannsóknarrá'öi ríkisins er frá því skýrt, að aðal-
viðfangsefni ráðsins á komandi sumri verði jarðfræðileg rann-
sókn á Lónsheiði. Munu þeir jarðfiæðingarnir Tómas Tryggva-
son og Guðmundur Kjartansson vinna að því.
Sækja ekki þing-
fundi fyrr en
eftir jarðarförina
Þingmenn jafnaðai-manna og
fi-jálslynda flokksins í Belgíu
gengu allir af þingfundi í gær,
er forsætisráðherra lýsti yfir,
að hann myndi ekki biðjast
lausnar, þrátt fyrir gagnrýni
þá, sem samþykkt var á stjórn
ina fyrir að láta konunginn
ekki fara sem fulltrúi þjóðar-
innar að útför Bretakonungs.
Segja þeir, að afstaða stjórn-
arinnar sýni virðingarleysi henn
ar fyrir yfirlýstum vilja þings
ins. Segjast þeir ekki muni
sækja þingfundi fyrr en eftix
jaröarför Bretakonungs.
| Eins og kunnugt er, er Lóns-
heiðin, Lónið og Álftafjörður-
inn sá hluti landsins, þar sem
helzt hefir orðið vart málma, þó
í mjög smáum stíl sé og varla
líklegt, að svo mikið sé um að
ræða, að hafa muni hagnýta
þýðingu. En þar fann Tómas
Tryggvason blýglansmola fyr-
ir skömmu, og virtist það benda
til þess, að eitthvað væri um
málmborin jarðlög að ræða
Þrátt fyrir ýtarlega leit fannst
þó ekki meira af blýglansi. Tóm
as Tryggvason dvaldi þarna við
rannsóknir vikutíma í fyrra.
I
• Kannsóknir Björns Krist-
í jánssonar.
| Björn Kristjánsson kaupmað
ur gerði fyrir mörgum árum
allmikla leit að málmum hér á
landi og fann þá vott af málm
nm, á þessum slóðum. Bæði
vegna þess og síðari rannsókna
þykir sjálfsagt að rannsaka
betta svæði, til fulls eftir því,
sem kostur er á og tæki fyrir
hendi.
í
Kortlagning í sumar.
í sumar verða þarna jarð-
eðlisfræcjlrannsókntr og kort-
lagning svæðisins. Verður reynt
að gera sér grein fyrir hvernig
þau jarðlög liggja, er málm-
vottur finnst helzt í, hvernig
jarðmyndunin éc og hvernig
málmæðarnar liggj.i þarna.
Seg-ulmælingar.
Ekki mun enn ráðið, hvort
lengra verður haldið í þessum
rannsóknum næsta sumar, en
framhaldið verður væntanlega
að leita að málmum með tækj-
um. Mun þar helzt verðá um
segulmælingar að ræða, og eiga
jarðboranir ríkisins tæki, sem
til þess eru hæf.
Tilraun til áfengis-
smyglunar í
Hafnarfirði
Brytinn á Else Skou, clönsku
saltskipi, sem liggur í höfn í
Hafnarfirði um þessar mundir.
hefir verið dæmdur í níu þús-
und króna sekt fyrir brot á á-
fengislöggjöfinni. Fundu toll-
þjónar í Hafnarfirði allmikið af
áfengi í fórum hans, og mun
hann hafa ætlað að smygla því
á land og selja það þar.
Aðalfundur Fram-
Fiskiðjuver tekur tii
starfa í Hornafirði
Frá fréttaritara Tímans í Hornafirði.
Þann 5. þ.m. tók til starfa licr nýtt hraðfrystihús, eign Kaup-
félags Austur-Skaftfellinga. Flökunarsalur er í nýju húsi, sem
byggt var á síöastJiðnu ári, en vélar í eldra frystihúsinu. Við
ilökunina vinna um 20 stúlkur. XJmsjónar- og matsmaður er úr
Reykjavík (frá SÍS) og verður hann hér í vetur. Öll ýsa verður
tekin af bátunum í vetur til flölcunar.
Sendiherra Egypta
kominn tif London
Sendiherra Egypta í London,
sem kallaður var heim, þegai-
deila Breta og Egypta stóð sem
hæst, kom aftur til London í
gær. Mun hann verða fulltrúi
Farouks konungs við útför
Bretakónungs. Hann ræddi.
kluklcustund við Anthony Eden
í gær um laiisn deilunnar. Wafd
istaílokkurirpi í Egyptalandi,
sem hefir hreinan meirihluta
i báðum deildum þings, hefir
lýst yfir, að hann telji sig ekki
í beinni andstöðu við núver-
andi stjórn enn, sem komið er,
en vilji hafa óbundnar hendur
um afgreiðslu einstakra mála.
Þann 6. þ.m. tók beinamjöls-
verksmiðja Fiskiðjunnar Höfn
Framsóknarvist í
Reykjavík í kvöld
Eins og áður hefir verið
skýrt frá í blaðinu gangast
Frarnsóknarféiögin í Reykja
vík fyrir Framsóknarvist í
Breiðfiroingabúð og hefst
hún kl. 8,30. Húsið verður
opnað ki. 8 og er ætlast til
þess að allir þeir sem vilja
spila séu komnir í sæti sín
kl. 8,30 svo hægt sé að byrja
stundvís’ ega.
Að spiiunum loknum talar
Rannvcig Þarsteinsdúttir,
alþm., og að lokum verður
dansað.
Aðgöngumiðana þarf að
sækja á skrifstofu Fram-:
sóMnarflokksins fyrir kl. 6 í
dag. Upplýsingar gefnar í
síma 6066 og 5564.
h.f. til starfa. Uppsetningu véla
önnuðust menn frá vélsmiðj-
unni Héðni í Reykjavík. Vél-
stjóri hefir verið ráðinn Ari
Hálfdánarson, Höfn.
Kaupir þersk af bátum.
Fiskiðjan Höfn h.f. kaupir
allan þorsk af bátum hér í vet-
ur, og verður hann saltaður.
Auk þess kaupir hún úrgangs-
fisk, sem unnið verður úr í verk
smiöjunni. Bæði þessi nýju fyr-
irtæki^ skapa hér mjög mikla
atvinnu, og eru menn bjartsýn
ir um framtíðina, enda er beina
mjölsverksmiðjan að verulegu
leyti reist fyrir hlutafé frá
Hafnarbúum.
Litlar gæftir.
Tíöaríar hefir verið mjög um
hleypingasamt. Afli var tregur
í janúar, en var heldur aö glæð
ast síðast þegar róið var, eða
frá 8—10 skippund í róðri á bát.
Allt að helmingur aflans hef-
ir verið ýsa, og er slíkt óvenju-
legt hér.
Akíaness
Aðalfundur Framsóknar-
félags Akraness verður hald
inn sunnudaginn 17. n k. í
Félagsheimilinu „Kára‘‘
Mánabraut 11 Akranesi.
Þess er vænst að féiags-
mann fjölmenni og taki
með sér nýja félaga.
Afli glæðist í
Grindavík
Gæftir hafa að undanförnu
verið allgóðar hjá Grindavík
urbátum, og aflinn er heldur
að glæðast. í fyrradag var
enginn bátanna með minni
afla en fimm smálestir og
allt upp í hálfa áttundu lest.
í gær var einnig sæmilegur
afli. Telja sjómenn nú nokkru
betri aflahorfur en áður.
Hollenzka stúlkan
var skírð ísafold
Hollenzka stúlkan, sem
fæddist í gistihúsinu á Kefla-
víkurflugvelli fyrir nokkrum
dögum, er íoreldrar hennar
voru á leið vestur um haf til
að setjast aö sem landnemar
í Kanada, vár skírð á mánu-
daginn var. Skírnina fram-
kvæmdi kaþólskur prestur í
Keflavíkurvelli. Litla stúlkan
hlaut nafnið Maria Francisca
ísafold en ættarnafn hennar
er Meeks Oomen.
(Framh. á 7. síðu).