Tíminn - 23.02.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.02.1952, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, Iaugaidaginn 23. febrúar 1952. 44. blaft. Sór sig dauðan, giftist ekkju sinni og gerðist þingmaður Á miðvikudaginn skeði einstakur atburður í þýzkri liingsögu, er einn þingmaður sambandsþingsins í Bonn var tekinn fastur cg ákærður fyrir að sitja þar undir fölsku nafni en væri í raun og veru háttsettnr nazistaforingi frá mektardögum Hitlers. Mað- ur þessi kallaði sig Franz Richter, en er í raun réttri Fritz Þegar fundur hófst í sam- bandsþinginu eftir hádegið á miðvikudaginn, reis forsetinn úr sæti og tilkynnti, að hann hefði gefið ríkislögreglunni leyfi til að stíga yfir þröskuld þing- salarins og þinghelginnar og taka fastan Franz Richter þing- mann, sem er fertugur að aldri og nú stjórnarmeðlimur í ríkis flokki Remers, sem stundum er kallaður arftaki Hitlers. Síðan bar forsetinn þessa á- kvörðun sína undir atkvæði þingsins og var hún samþykkt einróma. Átti sér einskis ills von. Richter var ekki í deildar- salnum, er þetta gerðist, en átti sér einskis ills von. í þann mund var hann í þann veginn að fara á nefndarfund í einu hliðarher bergi og hafði lagt höndina á hurðarhandfangið, er tveir lög reglumenn tóku hann fastan. Stungið út um glug-ga þingsalarins. í sama mund bárust fréttirn- ar með eldingshraða út, og þing 'íréttaritarar hringdu til blaða sinna. Þyrptust blaðamenn og Ijósmyndarar að þinghúsinu og íjöldi fólks, sem sá að eitthvað var um að vera. Hafði lögregl- an ekki önnur ráð til að kom- ast undan með hann en að fara með hann út um g“lugga á neðstu hæð hússins, og var far- :ið með hann beint í fangelsi. Ótrúleg fífldirfska. Saga Rösslers sýnir ótrúlega íífldirfsku. Á valdaárum Hitlers var hann ákafur nazisti í Neðra Saxlandi og komst brátt til met orða og varð þar eins konar fræðslufulltrúi nazistaflokks- ms og forstjóri landbúnaðar- deildar flokksins í héraðinu. Síð an fór hann til vígstöðvanna og barðist á austurvígstöðvun- am síðustu missiri styrjaldar- innar. Við uppgjöf Þjóðverja varð honum fullljóst, að starf hans í nazistaflokknum mundi verða honum dýrt og harður dómur mundi bíða hans sem annarra nazistaforingja. Sór sig dauðan. Rössler fékk sér því nýtt nafrt og falskt og þar að auki snotr . asta efrivararskegg, sem var ó- falsað, gekk síðan til yfirvald- anna í litla bænum Luthe við Hannover og sór fyrir þeim, að hann hefði séð yfirmann sinn og liðsforingja Fritz Rössler falla á austurvígstöðvunum og | hefði hann meira að segja verið við jarðarför hans. Honum var | trúað og nú hóf Franz Richter nýtt líf og kallaði sig doktor í ! heimspeki. Með fölskum skjöl- um tókst honura að fá stöðu sem kennari. Kvæntist „ekkju hins fallna foringja síns“. En djarfasta bragðið lék hinn nýi Ríchter, þegar hann gekk að eiga sína eigin ekkju og lét svo um mælt, að sér væri það rnikill heiður áð kvænast ekkju hins fallna yfirmanns síns og fóstra börn -hans sem sín eigin. Hjónavígslan fór fram T946 og engan grunaði, að þar væri að- eins um að ræða framhald brúð kaups, sem haldið var í maí 1936. Heimilislíf hinna nýj\i hjóna var hið ástrikasta. Rekinn frá kennslustö.rfum. Richter hinn nýi hélt þó ekki lengi kennarastöðunni, þvi að brezku hernámsyfirvöldin viku honum frá störfum á þeim for sendum að hann drægi mjög taum nazistanna í kennslu sinni. Hann gekk og um það leyti í hinn nýstofnaða ríkisflokk Remers, var kjörinn á fyikisþing og í fyrra á ríkisþingið í Eonn. Hann varð brátt tíður ræoumað ur á þinginu og lét mjög að sér kveða. Daginn áður en hann var handtekinn, tók hann til máls í umræðunum um endur- hervæðingu Þýzkalands og var svarinn andstæðingur hennar. Annars var hann kunnur í þing Útvarpið Útvarpið í dag: Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10 Hádegisút- varp. 12,50 —13,35 Óskalög sjúkl inga (Björn R. Einarsson). 15,30 —16,30 Miðdegisútvarp. 18,00 Út varpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim“ (Stefán Jónsson rithöfundur). XVI., sögulok. 18,25 Veðurfregnir. 18,30 Dönsku kennsla; II. fl. 19,00 Ensku- kennsla I. fl. 19,25 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19,45 Aug- lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Út- varpstríóið: Tríó í F-dúr eftir Hummel. 20,45 Leikrit: „Blóm til ídu“ eftir Hans Hergin, í þýðingu Leifs Haraldssonar. — Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephen sen. 21,35 Tónleikar: Klassískir valsar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passíusálm- ur nr. 12. 22,20 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. Afhjúpaði nazistaleiðtoginn Fritz Rössler í ræðustóli. inu fyrir ást sína á hinn sterka bæheimska öli og var oft í ræðu stóli undir meiri áhrifum þess en reglugerð þingsins leyfir. Undir smásjá lögreglunnar. Það er mönnum annars hulin ráðgáta hvernig Rössler hefir getað dulizt svo lengi án þess að hafa í frammi áhrifameiri brögð. Lögreglan segir, að grun ur hafi fallið á hann fyrir nokkru og hafi lögreglan haft nánar gætur á honum síðasta missiri. Ýmsir menn í fyrri heimabyggð hans þóttust þekkja hinn gamla nazista og með sam anburði á gömlum myndum og rannsókn á spjaldskrá nazista- flokksins tókst loks að fá fullar sannanir fyrir fölsuninni. Eftir handtökuna neitaði Rössler fyrst öllum þessum á- burði en meðgekk áður en langt leið. Kvaðst hann hafa gert þetta af ótta við dóm. Talið er, að hann muni fá 3—4 ára fang elsi fyrir svikin. „Verið ekki of viss“. Um leið og forseti þingsins tilkynnti handtökuna sagðist hann búast við, að þetta væri einstæður atburður í sögu þings ins og mundi verða eina tilfell ið af slíku tagi, sem ætti sér stað í þinginu. Þá sagði einn þingmaður: „O, jæja, verið nú ekki of viss um það“. r.V.V.W.V.W.V.V,V.V.V,V.W.V.V.V.V.V.V.W.V.VA i; Oóð búförö til sölu \ I; Jör«lisu Syðri-Síóra-Gröf í Skagafirði, <; J; er tU sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. Þar er I; tvílyft íbúðarhús, (timburhús) auk húsa yfir fénað og ■; í; hey. Að mestu véltækt tún. Töðufall allt að 300 hey- •I! hestar. AÖ mestu véltækt flæðiengi, sem gefur af sér ca. jl í 6—700 heyhesta. Jörðin liggur við Skagfirðingabraut. i ;• Þar er rafmagn, simi, vatnsleiðsla og veiðiréttur í tveim N vatnsföllum. Leiga á jörð*nni getur komið til mála. — I; Nánari upplýsingar gefur eigandi og ábúandi jarðar- í' innar, Þorsteinn Jóhannsson. V. V/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.WMVVWi W. ’.V.V.V.W.'.V.W.V.V.V.W.V.W.W.V.V.VA'.V.VIi I Hafið þér séð Alladínteppi? i Ef svo er ekki, þá lítið í gluggana hjá Gefjun-Ið- I- unn við Kirkjustræti, en ;• þar varða sýnd nokkur v teppi, sem gerð hafa ver- «2 ið, af fólki hér á landi, með undranálunum ALI og ALLADIN. Fjöldi fólks J* hefir með þessari nýju ;• tómstundaiðju búið sér til £ stór, verðjmæt, teppi og auk þess hlotið óblandna .J ánægju af starfinu, eins I; og jafnan fylgir allri heirn V ilisiðn. “» LITIR AF GARNI Gefjunar-garn kostar að- eins kr. 9,00, hver 100 gr. hespa, en erlent garn kost ar flest 20—30 krónur. Lítið á teppin í glugganum j GEFJUN — IÐUNN I KIRKJUSTRÆTI 8 W.W.V.V.W.W.W.W.W.W.V.W.W.W.W.W.WJ Hlédrægur fiskimaður dáðasti söngvari Sá maður, sem mest er rætt um i Svíþjóð í vetur, er fiski- | maðurínn og banjóleikarinn Gösta Nordgren frá Bollnesi í Norrland. Fyrir nokkrum vik- um kom hann til Stokkhólms til þess að leika í skemmtiþætti sænska útvarpsins, og þar var hann beðinn að syngja fáeinar vísur. Lét loks til leiðast. Gösta tók þessu dræmt, en þó lét hann loks til leiðast að syngja vísur um ást skógarhöggs mannsins. Hann hreif hlustend urna. Gösta er ekki þjálfaður söngvari, en hann hefir fagra rödd, syngur eðlilega og af mik illi tilfinningu, og það sigraði hjarta sænskrar alþýðu. Daginn j eftir var hann ráðinn til þess að syngja á grammófónplötur, ( og fékk 3000 sænskar krónur i fyrir að syngja vísurnar um ást' skógarhöggsmannsins. i Sinfóníuhljómsveitin fékk enga áheyrendur. Síðan hefir Gösta Nordgren ekki gert annað en syngja. Til- j boðin hafa streymt til hans, og kvöld eitt, er hann söng í sænsk i um bæ, var tómt hús hjá þekktri j sinfóníuhljómsveit, en húsfyllirj hjá Gösta. Sjálfur segist hann oft ekki hafa haft nema fimm- tíu aura á dag til þess að lifa af. En nú hefir hann verið ráð- inn í söngför í sumar og fær 75 þúsund krónur fyrir vikið. Dóttir mín og sysíir JÓNA JÓNSDÓTTIR, lézt á Landsspítalanum 22. þ. m. Ingigerður Þorvaldsdóttir. Elín Melsted. ÞRUMA ÚR HEIÐSKÍRU LOFTI. Hann var mjög gefinn fyrir happdrætti, og það var aldrei svo efnt til happdrættis, að hann keypti ekki marga miða. Hann átti miða í happdrætti háskólans, hann átti miða í vöruhappdrætti S.Í.B.S., liann áttj miða í happdrætti Tím- ans, og hann átti árum saman miða í happdrætti L.S.B.K. Og hann var stálheppinn, og hlaut oft stóra vinninga. En eitt happdrætti forðast hann eins og heitan eldinn. Hjónaband. RtSSASAGA Malenkoff skýrði Stalín frá því, að nú væri sannað, að Adam og Eva hefðu verið af rússueskum ættum. — Hvernig er því farið? spurði Stalín. — Sjáðu til, félagi, sagði Mal enkoff. Adam og Eva voru na.kin, þau áttu ekki hús, þau lifðu á eplu u og töldu sér trú um, að J au væru í Paradís. Þau hljóta að hafa verið rússnesk. Jarðarför MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR, frá Hrísbrú, fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 26. þ.m., og hefst með húskveðju frá heimili hennar kl. 1,30 e.h. Fyrir hönd æítingja hennar og vina, Sigurður Ólafsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda saraúð við fráfall og jarðarför bróður míns fiUÐMl VDAR JÓNSSONAR. Fyrir hönd systkinanna. Vilmundur Jónsson, Mosfellsstöðum. Áskriftarslnii Tímans er 2323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.