Tíminn - 23.02.1952, Qupperneq 8
„ERLFÍVT YFmilT** I DAtrc
Rrezht h$arnorkuv>opn
36. árgangur.
Reykjavík,
23. febrúar 1952.
44. bla‘5.
Furðulegar og tilhæfulausar getsakir um ra Byriar skeiöahreppur
ræktuu barrskóga?
unga stúlku, sem boðið var ti! Suðurálfu
) Ragnhciður F. §)lafsilóttir lirfir skrifað
hcim iiiörg liréf, og birtlr Tímiim úr þeim.
Tíminn skýrði fyrir nokkru frá því, er ungri stúlku, Ragn-
heiði F. Ólafsdóttur, var boðið af auðugum bandarískum hjén
um til ævintýralegs ferðalags í Suðurálfu. Frásögn þessi
vakti að vonum mikla athygli. Engan grunaði þá, að ferða-
lag þessarar ungu stúlku yrði til þess að óviðkomandi aðilar
færu að blanda sér í þetta mál, og blöð og opinberir aðilar
yrðu íil þess að valda ættingjum og vinum stúlkunnar sorg-
um og sárindum, algjörlega að tilefnislausu.
Þegar eitt dagblaðanna í
Reykjavík birti þó í gær illyrm
islega grein um för þessarar
ungu stúlku til Afríku, þar sem
tæpt var á leiðinlegum og sær-
andi getsökum, sneri Tíminn sér
til foreldra stúlkunnar og fékk
þær upplýsingar, að allt væri í
bezta lagi um ferðir hennar og
mörg bréf hefðu borizt frá henni
í janúar, og foreldrar hennar
liefðu síðast í gærmorgun feng
ið tvö skemmtileg bréfspjöld frá
henni, auk langs sendibréfs.
í upphafi skrifaði Þjóðviljinn
illgjarna grein um ferðir ungu
stúlkunnar og þurfti ekki ann
að til þar, en að hjónin, sem
buðu henni, voru bandarísk og
þar með illþýði og fúlmenni,
að dómi allra sannra kommún-
ista. *
Afskipti stjórnarvaldanna.
Hitt vakti aimennari furðu,
að dómsmálaráðuneytið bland-
Skemratun neraenda
Verzlunarskólans
Nemendamót Verzlunar-
skóla íslands var haldið 12.
febr. með mörgum skemmti-
atriðum. Nú hafa nemendur
skólans ákveðið að endurtaka
helztu skemmtiatriðin á sér-
stakri skemmtun í Austurbæj
arbíó á sunnudaginn kl. 13.
Skemmtiatriðin eru meðal
annars þáttur úr Jóhannes
von Hauksen eftir Holberg,
leikinn af nemendum 4. bekkj
ar. Stúlkur syngja með gítar-
undirleik, stúlkur sýna leik-
fimi, gluntasöngur, danssýn-
ing, gamanþáttur eftir Har-
aid Á. Sigurðsson leikinn af
nemendum 4. bekkjar og
blandaður kór syngur undir
stjórn Carls Billich.
Aðgöngumiðar fást hjá Ey-
mundsen og við innganginn.
Skemmtiatriði þessi þóttu á-
gæt á nemendamótinu og
munu margir fleiri vilja sjá
þau og heyra.
aði sér í málið og hóf eins konar
rannsókn, án vitundar foreldr-
anna og í fullri óþökk þeirra.
Sá, sem kom þessari hugmynd
af afskiptum í einkamáli á fram
færi við ráðuneytið, mun hafa
verið Vilmundur Jónsson land-
læknir, að þvi er blaðinu er
tjáð.
Utanríkisráðuneytið mun svo
samkvæmt beiðni hins háa dóms
málaráðuneytis hafa farið að
skrifa og spyrjast fyrir um mál-
ið.
Dagblaðið Vísir hefir svo feng
ið fregnir af þessu viðkvæma
einkamáli frá starfsmönnum
ráðuneytanna, þótt ekki ættu
margir um þessa leiðinlegu og
óvelkomnu rannsókn að vita.
Það var heldur ekki haft fyrir
því, hvorki af ráðuneytinu né
Vísi, að leita til réttra aðila,
foreldra stúlkunnar, enda hefði
þá auðveldlega verið hægt að
fá vitneskju um, að mörg bréf
hafa frá henni borizt og aðeins
2 af 15 bréfum, henni send, hafa
verið endursend sijkum þess, að
Ragnheiður var farin til ann-
arra staða, þegar bréfin náðu
áfangastað.
Starfsaðferð hinna opinberu
skrifstofa og dagblaðanna
tveggja er óvenjulega óvönduð
og ósmekkleg: Komið er af stað
lúalegum getsökum og farið með
viðkvæm einkamál á óviður-
kvæmilegan hátt.
Afsökunarbeiðni krafizt.
Úr því sem komið er, má ekki
minna vera en ráðuneytin tvö,
sem gabbazt hafa til að skipta
sér af þessu máli, biðji foreldra
stúlkunnar auðmjúklega afsök-
unar, og að sjálfsögðu má ekki
minna vera en dagblöðin, sem
villandi hafa skýrt frá þessu
máíi, taki orð sín aftur og biðji
velvirðingar á misgerðum sín-
um.
Hér koma svo kaflar úr bréf-
unum frá Ragnheiði, sem sam-
kvæmt frásögn Vísis og hinna
vönduðu heimildarmanna hans,
eiga alls ekki að vera til:
Frá fréttaritara Tímans á Skeiðum.
Fordæmi Klemenzar Kristjánssonar á Sámsstöðum, er
hann færði sveitarfélagi sínu hina myndarlegustu gjöf,
sem verður tii þess, aö þar rís upp í náinni framtíð sveitar-
skógur af eiiendum barrviðum, er farið að bera ávöxt.
Sjö hross fennir í Sæ-
mundarhiíð íSkagafiröi
Frá fréttaritara Tímans á Sauðarkróki.
í síðustu stóriuíðinni fyrir hlákuna á dögumim fennti
hóp hrossa í Sæmundarhlíð í Skagafirði 1 gili sunnan við
bæinn Fjall. Munu þetta hafa verið útigönguhross.
Hrossin, sem fennti, voru
sjö talsins, og hafa tvö þeirra
fundizt lifandi, þrjú dauð, en
tvö eru ófundin. Halldór
Benediktsson, bóndi á Fjalli,
átti bæði hrossin, sem fund-
ust lifandi, og tvö af hin-
um, tvö átti Pálína Konráðs-
dóttir á Skarðsá og eitt Skarp
héðinn Eiríksson í Vatnshlíð.
Það er fátítt, að hross
fenni þannig í byggð.
Ragnliciður F. Ólafsdóttir
— heldur ferðinni áfram.
Síðustu bréfin
Jóhannesarborg, 13. febrúar.
Elsku pabbi!
Ég hef ekki séð ljón enn. Þau
eru mjög sjaldséð á þessum slóð
um. Ég hef samt heyrt öskur
þeirra, og það lá við, að ég
skylfi. Á leiðinni til Kriiger-
þjóðgarðsins sá ég fyrst negra
stulkurnar í þjóðbúningi. Pils
var eina fatið. Það er úr leðri.
Um háls, handleggi og fætur
hafa þær geysilegan fjölda alls
kyns hringa. Hárið hafa þær í
hnút uppi á höfðinu og til þess
að það sýnist meira, bera þær
leðju í það. — Fríða.
(Hún kallar sig að jafnaði
Fríðu, en það er seinna nafn
hennar).
Jóhannesarborg, 13. febrúar.
Elsku mamma!
Er þetta ekki falleg mynd?
Hún er mjög eðlileg. Hugsaðu
þér bara: það er hægt að keyra
alveg að þeim (á myndinni eru
zebradýr) þau eru svo spök. Við
vorum heppin að koma á þess-
um tíma árs, því að það er fjöld:
ungviða.
Þau eru yndisleg, svo fjörug
og skemmtileg. Kruger-þjóðgarð
urinn er mjög fábrotinn, en þó
yndislega fallegt landslag. Og
það e.r alger andstaða við stór-
borgarlífið. Hér er kjötið steikt
á teinum yfir eldinum og þegar
orðið er dimmt, heyrast öskur
villidýranna. Negraþjónax-nir
safnast kringum eldinn og
syngja sína einkennilegu og sí-
endurteknu söngva, þar til eld-
urinn deyr út og ekkert heyrist
nema öskur viliidýranna. —
Fríða.
Kafltir úr fyrri
bréfum
Hér fara á eftir nokkrir kafl-
ar úr bréfum frá Höfðaborg,
Wilderness, Ðurban og Jóhannea
arborg:
Cape Town er fyrsti aðsetur-
síaður Evrópumanna í Suður-
Afríku, með eina af beztu höfn
á suðurhveli jarðar. Ég fór niður
i að höfninni í gærkveldi og sá
tvö þau stærstu skip, sem ég
hef séð á ævinni. Áreiðaniega
fimm sinnum stærri en nýju
Fossarnir heima. Hér mætast
ferðalangar írá öllum löndum
og heimsálíum. *
íslendingar eru hér samt. eng
ir, svo að ég hafi heyrt, og all-
ir hafa geysilegan áhuga á Is-
(Framhald á 6. siðu.>
Á Skeiðum hefir verið mik-
ill áhugi fyrir því að koma
upp bæjarskógum og hefir
myndarlegt spor- verið stigið
í þá átt. Nú er einnig vaknað-
ur áhugi fyrir því, að hrepp-
urinn hefji skógrækt í stór-
um stíL
Tillaga Hinriks á Útverkum.
Á aðalfundi Búnaðarfélags
Skeiðahrepps, sem haldinn
var síðastliðinn laugardag,
bar Hinrik Þórðarson í Út-
verkum fram svolátandi til-
lögu:
„Aðalfundur Búnaðarfélags
Skeiðahrepps haldinn að
Brautarholti 16.2. 1952, álykt-
ar að skora á hreppsnefnd
Skeiðahrepps, að hún hefji nú
þegar nauðsynlegan undir-
búning þess, að hreppurinn
geti, með gróðursetningu
barrviða, komið sér upp
nytjaskógi í framtíðinni.“
Tillaga þessi var samþykkt
samhljóða.
Kommúnistarstofna
til óeirða í Japan
Kommúnistar í Japan efndu
til fjöldafunda í flestum
borgum landsins í fyrradag
til þess að mótmæla endur-
hervæðingu landsins. Urðu ó-
eirðir á 25 stöðum í landinu
og voru allmargir menn særð-
ir. 11 þús. varalögreglumenn
varð að kveðja til að koma á
friði. Stjórnixi kom saman til
fundar í gær og ákvað að
stofna fjölmenna varalög-
reglu til að grípa til ef til
uppþota og óeirða kæmi.
Fjölsóttur aðalfund
ur F.U.F. í Skagaf.
Aðalfundur F.U.F. í Skaga-
firði var haldinn 16. febrúar,
og sóttu hann hátt á annað
hundrað manns, þrátt fyrir
erfiða færð í héraði. Stjórn
félagsins var endurkjörin og
skipa hana Magnús Gíslason
á Frostastöðum, Guttormur
Óskarsson á Sauðárkróki, Jón
Guðmundsson á Breið, Kári
Steinsson í Neðra-Ási og Sig-
urjón Hallgrímsson á Knapps
stöðum.
Kvikmyndir voru sýndar að
loknum aðalfundarstörfum,
og síðan dansað.
Fljótamenn iðka
skíðaíþrótt
af kappi
Fljótamenn hyggjast að
senda menn til keppni á
skíðalandsmótið á Akureyri
um páskana og var skíðamót
innansveitar haldið síðastlið-
inn sunnudag til þess að
kanna liðskostinn.
í haust fékk Skíöafélag
Fljótamanna skíðakennara,
Harald Pálsson skíðakappa
frá Siglufirði, og kenndi hann
mánaðartíma í nóvember og
desember, og var þá háð
keppni bæði í austur- og vest-
urhreppnum. Síðan hefir
skiðafólkið í Fljótum æft sig
í íþróttum sínum eftir því
Jsem kostur hefir verið á. .
Gerður Helgadóttir opnar
höggmyndasýningu í París
í fyrrakvöld opnaði ung, íslenzk listakona sjálfstæða
höggmyndasýningu í París. Er þaff Gerffur Helgadóttir, Páls-
sonar tónskálds, sem þar er á ferff. Sýnir hún þar högg-
myndir, sem hún hefir unnið að á síðastliðnu ári. Fyrstu
fregnir, sem borizt hafa hingað til lands af þessari sýningu
Gerðar, eru hinar ánægjulegustu. Fjöldi fólks hefir skoðað
sýninguna og ein mynd seldist strax fyrsta kvöldið.
Gerður stundaði nám í
Handíðaskólanum í Reykja-
vík í tvo vetur, áður en hún
fór utan til framhaldsnáms.
Komu þá strax í ljós listrænir
hæfileikar hennar og hvöttu
kennarar hennar og aðrir
dómbærir aðilar hana ein-
dregið til framhaldsnáms. —
Kennari hennar þar var Kurt
Zier.
Gerður hélt svo til Ítalíu og
stundaði nám við listaháskól-
ann i Flórenz í tvö ár við á-
gætan vitnisburð. Síðari vet-
urinn var henni veitt hæsta
vetrareinkunn við höggmynda
deild skólans það ár.
Frá Flórenz hélt Gerður til
(Framhald á 6. síðu t