Tíminn - 24.02.1952, Side 6
6.
TÍMINN, sunnudaginn 24. febrúar 1952.
45. blað.
LEIKFÉIAG
REYKJAVÍKUR1
lOIVI
vaknar til lífsins \
Aðalhlutverk:
Alfreð Andrésson.
Sýning í kvöld kl. 8. — Að- i
göngumiðar seldir frá kl. 2. i
Pl-PA-KÍ
(Söngur lútunnar).
Sýning þriðjudagskvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala frá kl. 4—
7 á mánudag. Sími 3191.
Alþýóða smytflara- \
hringurinn
(To the End of Earth) I
Alveg sérstæð mynd, hlaðin i
ævintýralegum spenningi en |
um -leið byggð á sönnum at- |
burðum úr viðureign alþjóða I
lögreglunnar við leynilega eit =
urlyfjaframleiðendur og 1
smyglara.
Dick Powell,
Signe Hasso, ]
Maylia. É
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 12 ára.
Draunmgyðjan
Sýnd kl. 7.
NÝJ A B I 0 I
Nufnlausa yatan I
(The Street with no Name) I
Ný, amerísk leynilögreglu- |
| mynd, ein af þeim mest |
i spennandi, er gerðar hafa |
: verið, byggð á sannsögulegum |
j viðburðum úr dagbókum |
i bandarísku F.B.I. lögreglunn |
j ar. |
Aðalhlutverk: |
Richard Widmark,
Mark Stevens, |
Lloyd Nolan, |
Barbara Lawrence. |
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
i Sem yður þóknast \
eftic W. Shakespeare
| Sýning í kvöld kl. 20,00. |
i Næsta sýning miðvikudag. =
I Aðgöngumiðasalan er opin |
1 virka daga frá kl. 13,15 til 20. i
i Sunnudaga kl. 11 til 20. Sími i
í 80000. |
i iAFFIPANTANIR í MIÐASÖL |
Við Svantifljót
Hin óviðjafnanlega músík- |
j mynd um ævi tónskáldsins ]
j Stephen Foster. i
Aðalhlutverk: |
Don Ameche.
Sýnd kl. 3. ]
Sala jbefst kL ll^f.h._i
É BÆJARBÍóI
- HAFNARFIRÐI -
Ginisteinarnir |
j Bráðfjörugf og skemmtileg \
\ amerísk kvikmynd með
MARX-bræðrum.
Sýnd kl. 9.
j Lísa í Lndruiundi I
Sýnd kl. 5 og 7.
! Sími 9184. í
HAFNARBÍOj
Konungurinn
skemmtir sér
(A Royal Affair).
Afbragðs fjörug, djörf og j
skemmtileg ný frönsk gaman j
mynd. Aðalhlutverkið leikur j
hinn vel þekkti og dáði, j
franski leikari og söngvari
Maurice Chevalier.
— Enskir skýringartextar. — i
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
= X
ÍJtvarps viðgerðir I
Ka«Um1nniistef»H I
VELTUSUNDI 1.
a^iiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiii
Austurbæjarbíó |
Fýkur vfir hæðir i
(Wuthering Heights)
Stórfengleg og afar vel leik- j
in ný amerísk stórmynd, j
byggð á hinni þekktu skáld- j
sögu eftir Emily Bronté. Sag j
i an hefir komið út í ísl. þýð- j
j ingu.
Laurence Olivier
Merle Oberon
íBönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
F óstursonur
Indíánanna
\ Mjög spennandi, ný, amerísk
j cowboymynd.
Bob Steele.
j_____Sýnd kl. 3 og 5.__
Sala hefst kl. 11 f. h.
TJARNARBÍÓj
Skipstjórif
sem segir sex
(Captain China).
j Afar spennandi ný amerísk
j mynd, er fjallar um svaðil-
j för á sjó og ótal ævintýri.
Aðalhlutverk:
Gail Russell,
John Payne.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
M =
GAMLA BÍO
Okkur svo kœr
(Our Very Own).
j Hrífandi fögur og skemmti- j
j leg Samuel Goldwyn-kvik- j
j mynd, sem varð einhver vin j
j sælasta kvikmynd í Ameríku i
j á fyrra ári.
Aðalhlutverk:
Ann Blyth,
Farley Granger,
Joan Evans.
j Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Mjallhvít
j Sýnd kl. 3.
(TRIPOLI-BIOl
= Óperan
BAJAZZO
(PAGLIACCI)
| Ný, ítölsk stórmynd gerð eft- 1
1 ir hinni heimsfrægu óperu ]
] „Pagliacci“ eftir Leoncav- ]
1 allo. Myndin hefir fengið ]
1 framúrskarandi góða dóma, I
] þar sem hún hefir verið sýnd. i
i_______Sýnd kl. 7 og 9.____|
I Leynifarþegur i
| Sprenghlægileg gamanmynd I
i með MARX-bræðrum.
1 Sýnd kl. 5. 1
iiimiiiiiiiiiiiimiiniiiiMiiiiiiiiiiiiiiitmiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Á víðavangi
(Framhald af 5. síðu.)
ar standa orðið mjög framar-
lega á sviði flugmáianna. Það
er og líka þeirra verk, að ís-
land er eitt af þeim fáu lönd-
um, þar sem flugsamgöngur
njóta ekki opinbers styrks. Þetta
ber vissulega að meta og þakka.
Vegna þessara ástæðna er
það heldur óskemmtileg tilhugs
un, ef annað flugfélagið verður
að hætta störfum vegna opin-
berra afskipta. Forráðamenn
þess vilja líka gjarnan kom-
ast hjá því sem skiljanlegt er.
Fyrst sameining félaganna tókst
ekki, vilja þeir halda starf-
rækslunni áfram og vænta þess,
að þeim verði að einhverju
bætt það, sem hið opinbera hef
ir gert félagi þeirra til tálmun-
ar. í samræmi við það hafa
þeir sótt um, að ríkisstjórnin
veiti þeim aðstoð til kaupa á
stórri, fullkominni millilanda
flugvél.
Þessi beiðni er enn eðlilegri,
þegar þess er gætt, að Loftleiðir
voru brautryðjendur á sviði
millilandaflugsins.
íslendingar eiga nú aðeins
eina millilandaflugvél. Ef ein-
hver óhöpp henda hana, standa
þeir flugvélalausir uppi, en það
getur tekið langan tíma að fá
nýja vél. Millilandaflugferðir á
vegum íslendinga verða ekki
sæmilega tryggðar, nema þeir
ráði yfir tveimur flugvélum til
slíkra ferða. íslendingum er það
bæði metnaðarmál og hags-
munamál að halda sjálfir uppi
slíkum flugferðum. Það væri
mikilsverður áfangi til að
tryggja það, ef hægt væri að
verða við umræddri beiðni Loft
leiða. Ríkisstjórnin verður því
að taka þetta mál til gaumgæfi
legrar athugunar og veita því
fyrirgreiðslu, ef unnt er.
Innkaupastofnunin.
Talsverður orðrómur var uppi
um það, að Sjálfstæðisflokkur-
inn myndi beita sér fyrir því, að
Innkaupastofnun ríkisins yrði
lögð niður, er Finnur Jónsson
féll frá. Hefði $líkt vissulega
verið í samræmi við stefnu
flokksins.
Ekkert slíkt heyrðist hins veg
ar frá Sjálfstæðisflokknum,
heldur skipaði hann einn af
gæöingum sínum, Eyjólf Jó-
hannsson, þegjandi og hljóða-
laust í forstjóraembættið. Það
sýnir, að flokknum líkar ekki
svo illa að halda við vafasöm-
um ríkisfyrirtækjum, þegar gæð
ingar hans fá að ráða yfir þeim.
Innkaupastofnun ríkisins
gæti vafalaust gert talsvert
gagn, ef rétt væri að henni bú-
ið. Eins og rekstri hennar hefir
hins vegar verið háttað, virðist
erfitt að halda því fram, að
hún eigi mikin rétt á sér. Skal
það þó tekið fram, að það verö-
ur ekki talin sök fyrrv. forstjóra.
Nú viröist það aðalverk-
efni hennar að sjá um útboð
fyrir ýms fyrirtæki, er þau ættu
vel að geta annazt sjálf. Eðli-
legt virtist því, að tekið yrði til
athugunar, er forstjóri hennar
féll frá, hvort hún ætti nokk-
urn rétt á sér í núv. formi
sínu. Þetta hvarflar þó ekki að
Sjálfstæðisflokknum, því að hér
var hægt að koma góðum flokks
manni í vellaunað embætti.
.aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii
| ELDURINN (
] gerir ekk«' boð á undan sér. 1
] Þeir, sem eru hyggnir, ]
tryggja strax hjá
| SAMVINNUTRYGGINGUM I
IIIÉIIIIIIIIIIIlíllÍllllllllllHllllllllllliiliiliiiiiiliiiiiiiiiiiiiii
KJELD VAAG:
HETJAN
ÓSIGRANDI
62. DAGUR
Nú jókst henni þrek. Það brann eldur úr augum hennar og
röddin skalf af bræði: „Minnstu ekki þess óhamingjudags, Magn-
ús Heinason! Ég hefi beðið guð fyrirgefningar árum saman. Þú
komst sem þjófur, og níddist á veikleika mínum.“
„Og þó elskaðirðu mig, Margrét', svaraði hann af hægð.
„Já. Ég elskaði þig“, Sváraði hún og röddin var því nær háðs-
leg. ,JÉg elskaði þig, guð fyrirgefi mér þaö.... Mér varð það á
að elska ótiginn mann, sem gerðist svo djarfur að snerta mig.
Ég bað hann jafnvel að koma aftur, bað um ást hans, þó að ég
vissi, að hann myndi svíkja mig. Svo djúpt sökk dóttir Axels
Gyntersbergs. Og andvana barnið sannaði hið hræðilega
hneyksli....“
„Andvana barnið?“ endurtók hann forviða.
„Já“, sagði hún ögrandi. „Hélztu, að svo guðlaus verknaður
hefndi sín ekki? Mánuð eftir mánuð beið ég þín í húsi Önnu
Rustungs, en þú komst ekki. Og svo fæddist barnið, sem guð vildi
ekki láta lifa. Anna ein veit um smán mína, og með hennar að-
stoð gróf ég sjálf líkið á laun. Enginn veit, hvað yfir mig hefir
dunið...."
Rödd hennar brest skyndilega. Minningarnar fylltu huga henn-
ar. Hún hvíldi við brjóst hans í bréfastofunni á Torgum — beið
hans árangurslaust í húsi Önnu Rustungs.... ól andvana barnið
og gróf það sjálf. Nótt éftir nótt hafði hún grátið, unz táralindin
var þrotin. í fjögur ár beið hún hans. Fregnir bárust henni af
frægðarverkum hans í Niðurlöndum. En hann kom aldrei, og hann
sendi henni ekki kveöju. Samt bliknaði aldrei minningin um
hann. Nú sat hann þarna, djarfur og tasvígur eins og fyrir tíu
árum. Hann var enn hinn sami — skipstjórinn ungi, sem greip
til hennar, er hún hnaut á bryggjunni í Björgvin....
Hann virti hana fyrir. sér þegjandi. Honum duldist ekki, hversu
mjög hún hafði breytzt. Hún var ekki lengur jafn fögur og áður,
þegar hún hvíldi hjá honum á Torgum — hún var mögur og
kinnfiskasogin, glampi augnanna horfinn og enginn roði í and-
litinu.
Hann rauf þögnina: „Þú getur ekki rekið mig á brott. á þenn-
an hátt, Margrét. Lindenov og faðir þinn hafa gert verzlunar-
félag við mig, og framvegis mun ég hafa mikið saman við þá
að sælda. Við munum oft sjást, og þess vegna er skynsamlegást,
að við troðum ekki illsakir hvort við annað. Það, sem áður hefir
gerzt, kemur hvorki við föður þínum né öðrum....“
Hún leit þóttalega til hans: „Vertu ekki hræddur, Magnús
Heinason! Ég mun þegja. Kona af aðalsætt segir ekki gjarnan,
að' hún hafi hvílt hjá ,lágstéttarmanni.“ ‘
Hann kreppti hnefana, og það kom reiðiglampi í augun. En
hún hélt hiklaust áfram: „Svo óska ég, að þú notir þau ávarps-
orð, sem tiginni konu ber. Gleymdu því, að þú hafir áður not-
að önnur orð.“
Reiði hans dvínaði skyndilega, og hann horfði undrandi á
hana. Svo laut hann höfði og sagði af uppgerðarkurtiesi: „Orð
frúarinnar eru mín lög.“
í sömu andrá heyröist létt fótatak á garðstignum. Ung, skraut-
búin kona kom til þeirra, og Magnús reis á fætur.
„Systir!“ hrópaði kdngn. „Ég leitaði þín í húsinu, og mér var
sagt, að verzlunarfélagi föður okkar væri kominn. Ég geri von-
andi ekki ónæði?“
„Nei, Soffía", svaraði Margrét.
Soffía Gyntersberg sneri sér brosandi að Magnúsi, rétti hon-
um höndina, og hann kyssti hana á handarbakið. Augu þeirra
mættust, er hann rétti'síg upp. Skyndilega var sem brosið stirðn-
aði á vörum hennar, og hún dró höndina snöggt að sér. Roöa brá
á kinnar hennar. Síðan leit hún vandræðalega til systur sinn-
ar, settist við hlið hennar og spurði gestinn:
,Hvernig kann Maghús Heinason við Björgvin?"
„Ég þarf ekki að kvarta, jómfrú Soffía.“
„Það hlýtur þó að vera dauflegt hér. Við höfum heyrt um af-
reksverk þín í stríðinu. Getur þú sætt þig við friðlátt verzlun-
arlíf?“
„Kaupsiglingar eru ekki ætíð tilbreytingarlausar", svaraði
Magnús brosandi „Það eru enn víkingar víða um höf.“
Enn neyddist hún til þess að líta í augu honum. Margrét lét
sem hún yrði einskis vör. Hún spurði: „Ferð þú með föður okkar
á föstudaginn, Soffía?"
Soffía hugsaði sig um. „Nei, ég er hætt við það. Það er svo
tómlátt á Torgum um þetta leyti. Ég vil heldur vera í Björgvin.
Þér leiddist líka, ef ég færi meðan maður þinn er norður í landi..“
Magnús virti systurnar, fyrir sér. Það var varla hægt að trúa
því, að aldursmunurinn Væri ekki nema sex ár. Ókunnugur mað-
ur hefði fremur getið sér þess til, að þarna væri móðir og dótt-
ir. Jómfrú Soffía var sannarlega undrafögur. Sannarlega hafði
hann heyrt orð á því gért, hvílíkur kvenkostur hún væri, en
hann hafði ekki órað fyrir því, að hún bæri svo af öðrum konum.
Sjaldan — já, aldrei — hafði hann séð svo eftirsóknarverða konu.
Framkoma jhennar sýni ljóslega, að hún var af hinum tignustu
ættum, og glóðin í augunum talaði skýru máli um þaö, hve
heitt blóð rann í æðum hennar....
Honum varð snöggléga órótt. Hvað var að? Hann hafði aldrei
fyrr orðið þess var, að honum yrði órótt í návist fagurra kvenna.
Jómfrú Soffía skyldi ekki heldur hafa slík áhrif á hann. Hann
kvaddi í skyndi. Systúrnar störðu undrandi á eftir honum.
Hann fór beina leið í Björgvinjarhús, þar sem Lindenov og
Jakob biðu hans. Hinp gamli félagi hans heilsaði honum með
vínkönnu á lofti, en Lindenov var ekki í eins góðu skapi. í tvær
vikur hafði hann árangurslaust rætt við Einar Jónsson um kaup