Tíminn - 14.03.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.03.1952, Blaðsíða 6
6. TíjN^INN, föstudagtnn 14. marz 19j>2. 6T, bla?t, VEFSTÓLL (sænskur) — og SPUNAVÉL, 10 þráða til sölu. Upplýsingar í síma 4004. im Brúðkaup Figarosj Hin vinsæla ópera Mozarts, | flutt af þýzkum leikurum og | söngvurum. Erna Berger, Domgra f-Fassbannder, | Tiana Lemnitz, Mathieu Ahlersmeyer. I Sýnd kl. 5, 7 og 9. Allra síðasta sinn. NÝJA BÍÓj Frœnka gtimla í j heimsókrí Óvenjulega fyndin og | skemmtileg norsk mynd eft- i ir sögu Gabriel Scott „Tante : Pose“. Að skemmtanagildi má líkja þessari mynd við skopmyndirnar frægu: Frænku Charlies og Við sem vinnum eldhússtörfin. Aðalhlutverk: Emar Vaage Hans BiIIe Henny Skjönberg Sýnd kl. 5, 7 og 9. WÓDLEÍKHÚSID Barnaleikritið ; IAtli Kláus og Stóri Kláus Eft'ir LISA TETZNER. i Samið eftir samnefndu ævin- | týri H. C. Andersens. Þýðandi: Martha Indriðadóttir 1 j Leikstjóri: Hildur Kalman j j Frumsýning i dag kl. 17. j j 2. sýning, sunnudag kl. 14. j j Seldir aðgöngumiðar gilda j j að þessari sýningu, eða end- \ \ urgreiddir. j Sem yður þóknast j eftir W. Shakespeare j Sýning laugardag kl. 20. i 11AFFIPANTANIR 1 MIÐASÖL j Gullna liliðilS j Sýning sunnudag kl. 20. j j Aðgöngumiðasalan opin i j virka daga frá kl. 13,15 til 20. j i Sunnudaga kl. 11—20. Sími; í 80000. BÆJARBIO - HAFNARFIRDI - Druugalestin Sýnd kl. 8,30. Síffasta sinn. HAFNARBÍO Hœttulegur ciginmaður (Woman in Hiding). Efnismikil og spennandi, ný amerísk mynd, byggð á 1 þekktri sögu í „Fugitive from I ; Terror". Ida Lupino, Howard Duff, Stephen McNalIy. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. M : — r I Utvarps viðgerðir | riadioviminstofan I VELTUSUNDI 1. I Bergur Jónsson | Málaflutningsskrifstofa | Laugaveg 65. Sími 5833 Heima: Vitastíg 14 ( ELDURINN | gerir ekkí boð á undan sér. | Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá SAMVIHHUTRVGGINGUM 1 Austurbæjarbíó Parísarnœtur (Nuits de Paris). Mjög skemmtileg og opinská, j ný, frönsk dans- og gaman- j mynd, er fjallar um hið lokk | andi næturlíf Parísar, sem = alla dreymir um að kynnast. j — Myndin er með ensku tali | og dönskum skýringum. Aðalhlutverk: Bernardbræffur. j Þetta er myndin, sem sleg j ið hefir öll met í aðsókn, þar [ sem hún hefir verið sýnd. j Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl 5, 7 og 9. | TJARN ARBÍÓ | ; Ástir, söngitr og sól} ; (Kárlek, solskin och sáng) j j Létt og fjörug sænsk j ; skemmtimynd um ástir, söng j j og sól. ! Aðalhlutverk: Ake Söderblom Bengdt Logardt Anne Marie AAröe Sýnd kl. 5, 7 og 9 ; ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< j (GAMLA Bíó! Ljóð og lag (Words and Music). j Amerísk dans- og söngva- j j mynd i litum um sönglaga- [ j höfundana Rodgers og Hart. i j í myndinni leika, dansa og [ j syngja: Mickey Rooney, June Allyson, Perry Como, Tom Drake, Gene Kelly, Vera Ellen o. fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. i Síffasta sinn. i j <»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< E ÍTRIPOLI-Bíój A flótta \ (He Ran All The Way). | 1 Afar spennandi ný amerísk = i sakamálamynd, byggð á sam | 1 nefndri bók eftir Sam Ross. | John Garfield, Shelley Winters. Bönnuff börnum. Z W Z Sýnd kl. 5 og 9. Bajazzo ; Hin glæsilega ítalska óperu- | ; mynd verður sýnd áfram j ; vegna mikillar aðsóknar. Sýnd kl. 7. Sala hefst kl. 11 f. h. Erlent yfirlit (Framhald af 5. aiðu) kommúnistum og það var að samfylkja þeim gegn nazistum á sinni tíð. Þá hafi engir haft á móti samvinnu við Sovétríkin, þótt þar væri miklu harðdrægari og öflugri einræðisstjórn en núv. stjórn Spánar er. I Þá benda Bandaríkin á, að einræðisstjórn Francos sé meira ( bundin við- persónu hans en i nokkurn ákveðinn flokk. Veru- legir möguleikar séu því fyrir hendi til þess að fá hann til að láta frjálslyndara fyrirkomu lag leysa stjórn sína af hólmi annað hvort bráðlega eða við fráfall hans. Vestrænu þjóðirn ar geti haft miklu meiri áhrif á það að beina stjórnarfari Spánverja í þessa átt, ef þær hefja samvinnu við þá, en láta þá ekki vera einangraða. Ein- angrunin hafi ef til vill verið mesti styrkur Francos, því að hann hafi þannig fengið þjóð- iegan metnað í Uð með sér. Loks benda Bandaríkjamenn á, að stuðningur við efnalega við reisn Spánar muni draga úr upplausnarhættuni þar og skapa möguleika fyrir frjálslegri stjórn arhætti. iiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiliiiililiiiiiiiiiiliiliiiiiiiiiiinitiii. Til sölu | Trillu- og dekkbátar af ýms- | j um stærðum til sölu. Greiðslu j j skilmálar eftir samkomulagi. j [ SKIPASALAN. I Hafnarstræti 8. Sími 4620. I ii 1111111111111111 iii iii ifii <n ii iimiiiiiuiiii iii in iii iii iii iiiiii IIlllllllllllillllllllliill111111111111111111111111111111111111 KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 77. DAGUR Bónvélar | Err Ess bónvélar, lítil og í [ þægileg til heimilisnotk- j j unar. Verff affeins 1274 kr. i G. E. bónvél [ fyrir skrifstofur og sam- | j komusali. Verð kr. 1957,00. i | Véla- og raftækjaverzlunin i | Bankastræti 10. Sími 2852. | I Tryggvagötu 23. Sími 81279. \ Z Z • 11111111111111111111111111 iii iiiiimiiniif 1111111111111111111111111 m'iiiiiimiiiiimiiiiimiiiiimiiiimmiiiiiiiiiiimiiimm Gamlir j mjólkurbrúsarj tinhúðaðir og gerðir sem nýir. | Breifffjörffs | blikksmiðja, tinhúðun. \ | Laufásveg 4. — Sími 3492. \ iiiiiiiiiiiimiimimiiiiiiiiiiiitmmimmiimiimiiiiiiiiii mmmimmmmmiMiimmmmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiií } Minningarspföld | j Krabbameinsfélagsins fást í§ | Verzluninni Remedía, Austurl j stræti 7 og Skrifstofu EIU-I i heimilisins Grund. iimmmmmmmmmimm m mi mm iii iiiiimiiiniMii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniituimiiiiiiii | Frímerkjaskipti ) 1 Sendið mér 100 íslenzk frí- 1 | merki. Ég sendi yður um [ j hæl 200 erlend frímerki. | JÓN AGNARS Frímerkjaverzlun, | P. O. Box 356. Reykjavík. j :iimmiiiiiiiiiiiiiiK««iHiHimK»»imi immmiiiiiiiimiiiiimiimmmmiii wHmmmmmii 1111111111111111111111 i *, I SnuMwgJO&vOuU áeShaV f f|IIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIHIHIP,‘'"*HIIIIII!IIIIIIUIHIIIIIIIIIIII Konungurinn lagði höndina á öxl Magnúsi. „Oss gezt vel að tillögu þinni“, sagði hann. „Takist þér að finna Grænland og helga oss það á ný, mun vegur þinn verða mikill“. Pétur Skram brölti á fætur með erfiðismunum. „Yðar kónglega mekt leyfir, að einnig ég þrýsti hönd þessa hugrakka sægarps“, tuldraði hann. Nú var konungurinn kominn í mjög gott skap, og hann brosti framan í öldunginn, er hann rétti Magnúsi höndina. Hinn sjón- dapri sjóliðsforingi gekk fast að Magnúsi og rýndi framan í hann, svo að hann sæi betur andlitsdrættina. Þegar hann hafði satt forvitni sína, mælti hann skjálfandi röddu: „Magnús Heinason! Ég þekki engan þann, sem ekki má vera hreykinn af því að standa á þínu skipi. Það gleður mig, að ég átti þess kost að sjá þig aftur. Nú er þess skammt að bíða, að guð kalli mig á sinn fund, en þú og aðrir vaskir sjómenn taka arf- inn og þjóna kónglegri mekt. Kóngleg mekt hefir jafnan sagt, að hetjudáðirnar á sjónum séu máttarstoðir ríkjana....“ I TUTTUGASTI KAFLI. Fyrir náttúruöflunum beið Magnús Heinason hinn stærsta ósig- ur, sem orðið hafði hans hlutskipti til þessa. Um vorið var allt búið undir Grænlandsferðina. Frá Færeyjum hélt hann norður til íslands, unz hann sá Snæfellsnesjökul. Þá hélt hann i hávest- ur. Eftir erfiða ferð komu þeir undir strönd Grænlands, en þar lá hafís með landi og svartaþoka dag eftir dag. Magnús Heinason komst hvergi á land. Fáninn, sem reisa átti á grænlenzkri storð, var aldrei notaður. Magnús var viti sínu fjær. Hann reyndi að sigla lengra norður á bóginn, þrátt fyrir mikla áhættu, en það stoðaði ekki. Það skullu yfir verstu veður, og loks kom upp tor- kennilegur sjúkdómur á skipinu. Menn fengu stóra blóðflekki undir hörundinu, og tennurnar duttu úr þeim. Skipið festist í ísnum, og hjátrú og ótti gróf um sig meðal áhafnarinnar. Einn skuggalegan morgun var uppreisn gerð á skipinu. Magnús náði með naumindum að snarast út úr káetunni, áður en skip- verjar réðust á hann. Hann var aðeins hálfklæddur, en sverðið var hann með, og því beitti hann óspart. Ekki færri en sex menn féllu þarna á þilfaiinu, áður en Jakob og Heini komust á vett- vang. Magnús var svo reiður, að hann vildi umsvifalaust háls- liöggva alla uppreisnarmennina. En Jakob og Heini komu vitinu fyrir hann. Hegningin var verðskulduð, en hvernig ætlaði Magnús að komast heim, ef öll áhöfnin var brytjuð niður? Málið var látið niður falla. Eftir margar erfiðar vikur losnuðu þeir loks úr ísnum, og síðsumars komust þeir til Björgvinjar mjög aðþrengdir. Magnús Heinason var sem sigraður maður.... Það bætti ekki úr skák, að Lindenov hafði vondar fréttir að segja. Fyrir átta dögum hafði húsfrú Margrét Gyntersberg skýrt manni sínum frá því, að fyrir tíu árum hefði Magnús Heinason nauðgað henni á Torgum. Lögmaðurinn hafði undir eins krafizt þess, að brotamanninum yrði stefnt fyrir Gulaþing. En Lindenov var lögkænn. Þar eð lögmaðurinn og Margrét gátu ekki sannað ákæru sína, hafði hann látið varpa þeim báðum í fangelsi. Þetta kom mjög flatt á Magnús, sem gleymdi samstundis öðr- um áhyggjum sínum. Hann gaut augunum til vinar síns og spurði: „Þú — þú hefir vonandi ekki gengið of langt. Hér er við aðalsmann að eiga, og hann hefir þú sett í fangelsi. Það get- ur dregið dilk á eftir sér.“ „Hafðu ekki áhyggjur út af því“, svaraði Lindenov þurrlega. „Ég þekki lögin og veit, hvað ég geri. En ef til vill hjálpar þú föngunum til þess að sanna ákæru sína? Hvað er sannleikur- inn?“ „Þetta kann að vera satt að hálfu leyti", sagði Magnús hugsi. „Ég neita þessu ekki að öllu leyti, en þetta gerðist með vilja Margrétar. Ég nauðgaði henni ekki.“ Lindenov kinkaði kolli. „Þá ætti þetta ekki að verða okkur að fótaskorti. Ég mun sjá til, að rétturinn spyrji, hvort hér hafi verið um að ræða nauðgun eða ekki. Þá getur þú unniö eiðinn án samvizkubits. En næsta spurning verður kannske erfiðari.... “ „Næsta spurning?“, sagði Magnús forviða. „Eru kæruatriðin fleiri?“ „Já, því miður. Margrét fullyrðir einnig, að þú hafir haft óguð- legar samfarir við jungfrú Soffíu. Axel Gyntersberg yfirheyrði þegar dóttur sína, og hún játaði vafningalaust, að hún hefði lengi átt syndsamlegar samfarir við þig.“ „Var hún kúguð til þeirrar játningar?" „Þess gerðist ekki þörf. Jafnvel hinir vitrustu menn skilja ekki duttlunga kvenna. Hún er þrjósk og sérlunduð, og hún sór : þess dýran eið, að hún elskaði þig og myndi með glöðu geði sjá alla júnkarana hengda í hæsta turni. En þetta var bjarnargreiði við þig.“ „Hvað átttu við?“ „Samfarir við systur er blóðskömm og guðlast. Við þeim glæp er aðeins lögð ein hegning — dauðarefsing." Magnús fölnaði við og þreif til sverðsins, en Lindenov bandaði frá sér hendinni. „Nei, Magnús“, sagði hann. „Nú notum við ekki sverð, heldur kænsku. Við verðum aö bjarga okkur úr þess- ari klípu, og það getur orðið okkur haldkvæmt, að Axel Gynters- berg vill allt til vinna að halda þessu leyndu. Hann vill komast hjá því, að hneykslið verði heyrinkunnugt og nafn ættarinnar fJekkist.“ „Guðlast — blóðskömm“, sagði Magnús. „Berist þetta til eyrna kónglegrar mektar, er verzlunarleyfi okkar úr sögunni." I „Kóngleg mekt verður varla strangasti dómarinn", sagði Lind- ! enov glottandi. „Konungurinn braút sjálfur þessi lög, er hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.