Tíminn - 14.03.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.03.1952, Blaðsíða 3
GJ.hlaS. TIMINN, föstudaginn 14.. marz,.195£, 3. ísleadingajpættLr Sjötíu og fimm ára: Áslaug Einarsdóttir Hinn 30. janúar s.l. varð Áslaug Einarsdóttir, fyrr hús- freyja á Bjóln í Holtum, 751 ára gömul. Móðir hennar hét \ Guðfinna Vigfúsdóttir í, Stakkagerði í Vestmannaeyj- um, Bergssonar, er skrifaður var Brynjólfsson, en haldinn! sonur séra Halldórs Högnason | ar prestaföður á Breiðabóls- stað. — Vigfús var helsti lík- j kistusmiður Vestmannaeyja á sinni tíð, og báðir voru þeir feðgar formenn og miklir sjó- ' sóknarar. Einar, faðir Áslaugar, bjó lengi í Steinum undir Eyja- fjöllum og var oddviti og sýslunefndarmaöur þar í sveit. Síðast bjó hann á Bjólu og andaðist þar nærri alda- mótum 1900. — Hann var son ur Arnlaugar Sveinsdóttur dnbr.m. á Yzta-Skála, Jóns- sonar og Einars hreppstjóra Sighvatssonar. Þeir feðgar, Einararnir, voru fróðir greind armenn, mjög hneigðir til skrifta og skrifuðu báðir dag- bækur um marga tugi ára. Auk þess var Einar á Yzta- Skála hagmæltur og aðalerfi- ljóðaskáld Eyfellinga um sína daga. Þegar Steinalækur hljóp á bæinn, á miðjum þorra 1888, var Einay einn af átta bænd- um þar. Þá var Áslaug Einars dóttir ellefu ára gömul. Kvöld ið fyrir hlaupið sá hún ásamt fleirum einkennilega sýn, sem ekki var hægt að sjá af hverju stafaði. Efth á, sýnd- ist sumum, að það hefði verið fyrirboði hlaupsins. Þá var þar í Steinum 18 ára piltur, Stefán Bjarnason frá Lambafelli, Jónssonar á Hörgslandi, Jónssonar spítala haldara þar, — góður dreng- ur og gegn. — Löngu síðar giftist Áslaug honum. Bjuggu þau á Bjólu meira en þriðj- ung aldar. Stefán var hinn ötulasti búmaður og komst vel af, þrátt fyrir þunga ó- megð. Hann er látinn nú fyr- ir nokkrum árum. Börn þeirra hjóna eru sjö — og öll á mann dómsskeiði. Fimm af þeún hafa stofnað heimili á æsku- stöðvum sínum. Og það er meir en algengt er, — hér í sveit — um systkin á þeirra aldri. S'gurlín er gift Gúömundi bónda á Ægisíðu, Jónssyni. Guðfinna er gift Kjartani bónda á Brekkum, Jóhanns- syni. Einar býr á Bjólu, kvænt ur Ragnheiði Tómasdóttur frá Hamrahól. Sveinbjörn, bílsmiðjumaður, kvæntur Sig ríði Tómasdóttur frá Hamra- hól, hefir reist sér smábýli við þjóðveginn, skammt utan við Ægisíðu, en býr við hörmu lega lítið landrými. Sigríður er gift Guðmundi Mags húsa- smið á Rangá. Guðmundur og Haraldur, báðir kvæntir, eru bílstjórar í Reykjavík. Öll eru börn Áslaugar og Stefáns gjörfuleg. Og 25 eru barna- börn þeirra sem stendur. Áslaug er hin álitlegasta koha, fríð sýnum og föngu- leg. Hún er geðprúð, greind og vinnusöm, og vel að verki farin. Hún dvelur nú hjá dóttur sinni á Brekkum og er ennþá ern, — fylgist með fiestum málum, og heldur fast við fornar dyggðir, guðs- trú og góða siði. — 12. febr. 1952,' Helgi Hahnessoon. Áttatíu og fimm ára: Sigurður Árnason Sigurður Árnason bóndi frá Hvammi í Skaftártungu varð 85 ára 30. janúar s.l. Sigurður bjó allan sinn bú- skap í Hvammi, unz hann missti konu sína, Katrínu Þor láksdóttur, íyrir um 20 árum. Eignuðust þau eina dóttur, Sigríði, sem nú er gift Sigurði Gestssyni bónda í Hvammi. Um svipað leyti varð hann fyrir þeirri þungu raun, að missa sjónina, og hefir veriö blindur síðan. Þrátt fyrir há- an aldur, er Sigurður enn vel ern og fylgist vel með öllum málum sveitar sinnar. Eink- um hefir hann gaman af að ræða um fé, en á fyrri árum var Sigurður fjármaður með afbrigðum. —Sigurður minn! Það verða margir, sem hugsa hlýtt til þín á þessum tíma- mótum æfi þinnar, og við strákarnir þínir, sem vorum í erfiðum fjárleitum með þér, sem foringja okkar á Skaft- ártunguafrétt, minnumst þín sem góða og gamansama foringjans, sem vildi alltaf hafa æskufjörið í kringum sig. Og þó að við, sem vorum latastir að koma okkur á fæt- ur á morgnana, þegar þú kall aðir eldsnemma, að mál væri að rísa á fætur, og búa sig í nýja fjárleit, værum á stund- um úrillir, er það löngu gleymt, en eftir er minning- in um góða foringjann, sem öllum vildi vel. Megi æfikvöld þitt, Sigurð- ur minn, verða eins fagurt og sólarlagið, þegar það er feg- urst I Skaftártungu. H. Píanóhljómleikar Rögnvaldar Sigur- jónssonar Rögnvaldur Sigurjónsson efndi til sjálfstæöra hljóm- leika í Austurbæjarbíó fyrra miðvikudag. Á efnis- skránni voru: Preludia og fuga í f moll eftir F. Mend- elsohn, Rondo í Es dúr op. 11 eftir J. N. Himmel, Sonata í h moll op. 58 eftir F. Chopin. Síðari hluti efnisskrárinnar var Paganini-tilbrigði eftir J. Brahms (fyrsta bók), Inter- mezzo op. 5 og Glettur eftir Pál ísólfsson og að lokum Polonaise í E dúr eftir F. Liszt. Fyrri hluti efnisskrárinnar var frekar sviplítill, en seinni hlutinn var aftur á móti hríf- andi, og í Paganini-tilbrigð- um Brahms náði konsertinn hámarki sínu. Pálslögin voru smekklega flutt. Polonaise, er var síðasta lagið á efnis- Kjartan Guð- brandsson Kveðja frá leskuféltitju Á leiðamótum lífs og dauða lamar hjörtun sorg. Horfum við í húmið auða hrunin vona borg. í harmadjúpið sólin sígur svona eru lífsins kjör, ungur jafnt og aldin hnígur undan dauðans hjör. Heyrði ég á útvarps öldum æsku vinur minn, að dauðinn hefði höndum köldum lieimtað skattinn sinn. Við „hvíta dauða“ beiskan barðist barstu vonar glóð, til hinnsta dags sem hetjan varðist hels á víga slóð. Hugljúf samleið æsku-ára er mér hjarta kær, þegar fréttin sorgar sára svipul yfir slær. Hérvist þrýtur, þynnast flokkar þrjóta ei minningar. Á barnaskólabekknum, okkar bezta kynning var. Vakti í hug þér vorsins gróður vina tryggðin hrein. Lífs í þrautum þolinmóður, þögull barst hvert mein. Þó að slægi helsært hjarta harma skyggðu él. Göfugmennsku brosið bjarta barstu fram í Hel. Sífellt barstu í sorg og gleði samúð, festu og ró. Innst í þínu göfga geði Guðleg trúin bjó. Sífellt aumra sárin bættir sigur bíða laun. Hugarprúður hreinn þú gættir, hófst í gleði og raun. Þig um loftsins dýrð nam dreyma drauminn fagra þinn. Fljúgðu nú um Guða-geima góði vinur minn. Mörgum hugar harmi valda, hinnstu sólar hvörf. Bak við dauðans báru falda bíða æðri störf. Farðu vel í síðasta sinni samveran var góð. Færi ég þér úr fjarlægðinni fábreytt kveðjuljóð. Finn ég dauðans ógnar eyði okkar skilur lönd. Vini þína vermi og Ieiði veginn, drottins hönd. Gísli Ólafsson, Lofsamlegir erlendir ritdómar um bok Jóns Leifs svo rná að orði komast, og þetta er mjög aðdáunarvert. Hreinskilin óbifandi sannfær Fyrsta verkið, sem Landsút- gáfan fyrir rúmu ári síðan gaf út, var á þýzku um „listörfun íslands“ eftir Jón Leifs. Hingað | ing, sjálftraust án hroka, nærri hafa nú smám saman borizt því feimnisleg frásögn. Þetta eru ummæli blaða og þekktra sér- j íyrstu áhrif bókarinnar. fræðinga um þetta rit. Birtist | Sannfæring bókarhöfundar- hér útdráttur úr þeim dómum: ins er, að norræn menning hafi aldrei náð fullum þroska, —' Norrænufræðingurinn og , .. ...„ . , . ... Edduþýðandinn víðfrægi próf. j hah stoðvazt ! fyrstu þroun um dr. Felix Genzmer skrifar á | anð 1300 og aðeins þroskunar- , . ... . T. T | hæfir froangar haldist lifandi. þessa leið: „Mer var Jon Leifs , , .. „ , . 1 Storkostlegt afl hafi að lokinm 300.—400 ára þroskabraut kast- kunnur sem tónskáld í sínum sérstæða stíl. Það kom mér ger- samlega á óvart að kynnast hon um sem alveg sams konar höf- undi að óbundnu máli. Ég las azt til baka um 600 ár. Hlutverk norðursins sér höf- undurinn í stuttu máli sagt í segja að ég er algerlega sam- mála í nærri því öllum atriðum. Höfundurinn sýnir á meistara legan hátt gildi hinna sérstæðu íslenzku einkenna í tónlist. Sér bókina með ákefð og ég verð að ■ Þvk a® skapa „svipbrigði í stað látbragðs, skapfestu í stað svip- brigða, innihald í stað forms, sannleika í stað fegurðar, — samtvinnun með hinu aflmikla og einbeitta hugmyndaflugi . Norðurlandabúans“. Þetta eru hver sá, er áhuga hefir á listum. j ekki orð manns> sem setur fram og einkum þó aUir þyzkir lesend . kennlsetningar> áður en hann m.eð.-,h^L.a I skaPar' Jón Leifs hefir fyrir löngu sýnt og sannað, að hann öðlast ríkulega örfun úr bók- inni“. Tónfræðingurinn próf. dr. Fritz Stein ritar: Mjög óvænt og mikið fagnaðarefni, — verk, sem er mér til mjög mikillar örf unar“. Tónskáldið próf. Carl Orff, kunni að skapa það í sínum tón verkum, sem hann hefir hér út- skýrt með orðum". Hljómsveitarstjórinn dr.Hero Folkerts ritar: „Hér eru sagðar hugsanir og sýndar leiðir, sem geta haft hinar stórkostlegustu einn kunnasti tónhöfundur Þjóð afleiðingar. Aðdáunarvert er, verja núlifandi, skrifar: „Mikið hvernig þessi htla þjóð (lslend. gleðiefni! Verkið er alveg sér- ingar) hefir getað geymt svo staklega mikil örfun fyrir mig, háreista sérmenningu og mun staðfestmg og gullnáma . enn gera á tlmum svo almennr- Felix von Lepel, einn kunn- ar flatneskju í menningarmál- asti tónlistargagnrýnandi Þjóð um. já, ef til vill er þjóðin á verja, skrifar: „Djúpsæ, listræn úrskurðandi hátt kölluð til að. og andrík trúarjátning, sem að, marka stefnuna nú á tímamót- hjartahreinleik, fegurð og óflekk um“. anleik á ekki sinn líka“. Nokkrir blaðamenn, er ekki láta nafns síns getið öðru vísi en með upphafsstöfum, hafa skrifað um verkið í dagblöð, sumir með, en aðrir á móti. Þannig telur einn greinarhöf- undur, að íslenzk og norræn list menning hafi aðeins fyrir það ekki náð þroska, að hana hafi vantað yfirburði suðrænnar menningar. Annar blaðamaður hæðist að því, að bókarhöfundur inn skuli vera að bera áhyggjur fyrir menningararfi aðeins eitt j hundrað og f jörutíu þúsuncl sálna (íslendinga). ,jWestdeutsche Allgem. Zei- tung“ segir, að bókin komi manni fyrir sjónir eins og ný menningarleg uppgötvun, sem hljóti að vera gullnáma fyrir fleiri menn en tónfræðinga“. „Siidwestdeutsche UmschauÚ telur, að bókin bendi á bróunar möguleika norrænnar listar og segir, að myndirnar séu mikil sönnunargögn til viðbótar veiga miklum rannsóknum í bókinni“. Á íslandi hafa ekki enn birzt dómar um þessa bók, nema í tímaritinu „Líf og list“ í fyrra. Þar segir m. a.: „Hér sér Jón Leifs hið mikla verkefni norræn ar listar, að taka upp þráðinn, sem rofinn var um 1300, og hanr. dreymir stóra drauma um þau stórvirki, sem fram undan kunna að vera. Sjálfur hefir hann ekki legið á liði sínu til þess að þessir draumar megi rætast. Manni skilst, að hin „nor ræna uppgötvun" hans hafi ráð ið örlögum hans sem tónskálds, — allt, sem hann hefir gert, eigi rætur sínar að rekja til þessarar listrænu sannfæring- ar“. Fjölbreytt hefti af Útvarpstíðindum . komiðút frá Eiríksstööum. skránni, var prýðilega leikinn, og létu áhorfendur óspart á- nægju sína í ljósi, og varð píanóleikarinn að leika auka- lög, sem alls urðu þrjú. Píanó- leikaranum bárust blóm. — Þetta eru einu hljómleikarn- ir, sem Rögnvaldur heldur á þessum vetri, og því miöur eru allt of margir tónlistar- unnendur, sem hafa látið þetta tækifæri ónotaö. I.E.J. »i T í ’M ' lii N' N • flutflíjAii í TítnaHutn • TÍ M I N liiNi • Tónfræðingurinn dr. Fritz Tutenberg skrifar í „Zeitschrift fur Musik“ (elzta og eitt vand- aðasta tónmenntatímarit Þjóð- verja): „Fyrir löngu er Jón Leifs orð- inn kunnur hér í landi. Hjá oss safnaði hann góðri og slæmri reynslu og lifði hluta af þróun sinni, allt að fullkomlega s.jálf stæðum persónuleika. TOnverk hans birtust í hljómleikasölum vorum, — verk, er sýna óbú- gjarnan sérstæðing. Bókin er, þrátt fyiir undir- titilinn (játningar). alls ekki eingöngu sjálfslýsing. Að vísu skýrir JÓn Leifs frá þroskabraut sinni, sem lætur hann skjótlega uppgötva sérstæð einkenni átt- haga sinna. Hann þroskast þannig burt frá sjálfum Sir, ef Útvarpstíðindi 2. hefti þessa nýja flokks, sem Jón úr Vör hóf að gefa út eftir áramótin, er nýkomið út og er fjöl- breytt og læsilegt, jafnvel betra en fyrra heftið. Flytur það m. a. samtal við úthlut- unarnefnd listamannalauna. Kvæði eftir Kristján frá Djúpalæk, sögu eftir Knud Hamsun, grein um leikafmæli Paul Reumert, smásögu eftir Gísla J. Ástþórsson, ýmsa kynningu á dagskrá útvarps- ins, þættina Raddir hlustenda Úr horni ritstjórans o. fl. — Heftið er prýtt mörgum mynd um. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.