Tíminn - 15.03.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.03.1952, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, laugardaginn 15. marz 1952. 62. blað. LEDŒÉLA6: REYKJAVtKBR^ PÍ-PA-KÍ (Söngur lútunnar). í Sýning sunnudag kl. 8. Að- = : göngumiðasala kl. 4—7 í dag. i TON’I ! vaknar til lífsins | Vegna fjölda áskorana. Sýn-f ing mánudagskvöld kl. 8. — i Aðgöngumiðasala kl. 4—7. | Sunnudag. Sími 3191. i Wa'rin frá Manhattan (The Manhattan Angel) § I Mjög eftirtektarverð mynd, i ! glaðvær og hrífandi, um f ! frjálsa og tápmikla æsku. Gloria Jean, Ross Ford, Patricia White. Sýnd kl. 7 og 9. NÝJA BÍÖj „Dakota Lil“ i I-Iörku spennandi ný amerísk | | ævintýramynd í litum. Aðalhlutverk: George Montgomery Rod Cameron Marie Windsor Bönnuð innan 14 ára. f Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f.h. f BÆJARBÍÖ | - HAFNARFIRÐI - Brúifkaup Fíyarósl Sýnd kl. 3 og 5. f Ailra siðasta sinn. f Vandamál unylinysáranna i Hrífandi og ógleymanleg f i ítölsk stórmynd. Fullkomin i I að leik, efni og formi, segir = ! blaðið Reykvíkingur. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. HAFNARBÍÓ) FRANCIS Öviðjafniega skemmtileg, nýf amerísk gamanmynd um e asna, sem talar!!! Myndin | hefir hvarvetna hlotið gífur- i lega aðsókn og er talin ein- i hver allra bezta gamanmynd, f sem tekm hefir verið í Am- f eríku á seinni árum. f Donald O’Connor Patricia Medina Francis mun enginn gleyma | svo lengi sem hann getur f hlegið. Sýnd kl. 3, 5, 7 Og 9. Sala hefst kl. 11 f.h. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Sími 5833 Heima: Vitastíg 14 ELDURINN í gerir ekkí boð á undan sér. I»eir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá SAMVINKUTRYEGINGUM WÓDLEIKHÚSID iSeni y&ur lióknastl eftir W. Shakespeare Sýning í kvöld kl. 20. f Barnaleikritið Litli Kláus oy Stóri Kláus Eftir LISA TETZNER. f Sýning sunnudag kl. 15. I Gullua hliðlð f Sýning sunnudag kl. 20. | f Aðgöngumiðasalan opin f f virka daga frá kl. 13,15 til 20. f = Sunnudaga kl. 11—20. Sími I 1 80000. | j Austurbæjarbíó j Parísarnœtur f ___(Nuits de Paris) | f Myndin, sem allir tala um. | f Myndin, sem allir verða að f f sjá. f Bönnuð innan 16 ára. | Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. \ Sala hefst kl. 11 f.h. I TJARNARBIO j HeiUandi líf (Riding High) i Bráðskemmtileg, ný, amer- f ! ísk mynd.___ - i Aðalhlutverk: Bing Crosby, Coleen Gray Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. ; ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< f GAMLA BÍÖj Ðóná svo rauð (The Red Danube) ; Spennandi og áhrifamikil ný f i amerísk kvikmynd. Walter Pidgeon Peter Lawford Janet Leigh Bönnuð innan 12 ára. f Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. f Sala hefst kl. 11 f.h. ÍTRIPOLI-BÍÓj Á flótta 2 § (He ran all the way) \ Afar ‘ spennandi ný amerísk f f sakamálamynd. John Garfield Shelley Winters f Bönnuð börnum. f Sýnd kl. 9. Gissur hjjá fínu fólki f (Jiggs and Maggie in Society f f Bráðskemmtileg og spreng- f f hlægileg, ný amerísk gaman- | f mynd byggð á grínmyndaser- f f íunni „Gissur Gullrass". I Þetta er bezta Gissur myndin f Sýnd kl. 5 og 7. m = I Dtvarps viðgerðir | 1 RadiovinnuNtofun I c | =J« VELTUSCNDI 1. s vr mniuiiiiiiiwuiniitiimuiiiHiuHuiinwimii Áttræð (Framhald af 3. síðu.) og fyrirhyggjusamar húsmæður. Skemmtilegt er að eiga orða- skipti við Sigrúnu, og bera þá jafnan athuganir hennar og til svör vitni um glöggskyggni og greind, og hafa þeir eiginleikar jafnan átt sér heimaland hjá Alviðru- og Tannastaðamönn- um, en Sigrún er fædd á Tanna- stöðum 15. marz 1872. Ég, sem þessar línur rita, er einn hinna mörgu, sem árna henni allra heilla og blessunar drottins á ófarinni ævibraut, og vil ég undirstrika þá ósk mína og þessi fáu orð með eftirfarandi Ijóðlínum: Þú una'ð heflr æsku þinnar dögum við áarnið og fugla væran klið. Og enn ert þú í þínum heimahögum með hugarþrótt og sálar djúpan frið. Og enn sem fyrrum sterk og fús til starfa þú stýrir þínu búi ljúfri mund. Og hver vann betur þjóð sinni til þarfa en þú, sem byggir Ingólfs fögru grund? Og margt er geymt á minninganna spjöldum svo milt og ljúft, en sumt í döprum stíl. En slíkt er flestra líf frá liðnum öldum og lengi sannast draumurinn » um Níl. En þú ert hér í þínum hlýja ranni og þreyttum gestum veitir mat og skjól, því þú ert, Sigrún, málleysingja og manni sú máttarstoð, sem göfug • hugsun ól. Og sittu áfram sæl við • morgunljóma, er sólin laugar fjalla bláan hring, því þú ert þínum bæ og byggð til sóma og brosum miidum stráir vítt í kring. Og slík er tíöum hetjulundin hressa að hefja þunga jafnt og létta raun. Og guð ég bið að gleðja þig og blessa og gefa trúa þjónsins sigurlaun. Kunningi. KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI L 78. DAGUR Mræðnr (Framhald af 3. síðu.) hann sauði til útflutnings niður yfir Búrfellsheiði til Þórshafnar á Langanesi. Hann hafði einu sinni hug á því að hverfa ekki af þessum heimi fyrr en brú væri komin á Jökulsá á Fjöll- um, búið að tengja æskustöðvar hans, Mývatnssveitina, við Fjöll in. Þetta hefir hann nú efnt og vel það, og vinir hans vona, að hann eigi enn eftir að vera vott ur að margskonar framförum á Hólsfjöllum. G. G. Fínpúsning Skeljasandur Hvítur sandur Perla f hraun Hrafntinna Kvarz o. fl. Fínpúsningargerðin Simi 6909 gekk að eiga náíiænku sína. Og hvað með móður hans, hálof- legrar minningar, sem háði harða baráttu fyrir því að kvænast Kans hertoga, sem var mágur hennar? Það voru aðeins afskipti kirkjuhöfðingjanna, sem komu í veg fyrir þá fyrirætlun.“ Fjórtán dögum síðar stóð Magnús andspænis dómurum sínum á Gulaþingi. Hann var rólegur og öruggur, en dómararnir virtust ekki leggja mikir.n trúnað á framburð hans. Þess vegna þorði h:nn háæruverðugi Schielderup og aðrir geistlegir dómarar, ekki að dæma honum synjunareið — það mátti ekki freista veillar sálar um of. En þá kom Lindenov eins og bjargvættur. Þar sem hann var ekki í dómarasæti sjálfur, var honum unnt að krefjast eiðs af Magnúsi. Hann var verjandi Magnúsar, og rétturinn féllst á, að svara skyldi spurningunni, hvort hér hefði verið um nauðgun að ræða eða ekki. Einn dómaranna, Hans Dittelhof, mótmælti, en öðrum virtist málið einfalt. Frú Margrét kærði Magnús fyrir r.auðgun, og af þeirri ákæru var Magnúsi frjálst að hreinsa sig, ef hann gat. Það var dauðaþögn í salnum, er hann studdi hönd á biblíuna og sór þess eið, að hann hefði aldrei nauðgað hinni ættgöfugu frú Margréti. Hann bliknaði dálítið, er hún hrópaði: „Lygari! Meinsærismaður"! En þegar hún hneig fram á gólfið, yppti hann aðeins öxlum. Dómurinn var kveðinn upp 11. september. Hann var Magnúsi Heinasyni í vil. Nú taldi Magnús, að þetta mál væri úr sögunni, og hann var hress og reifur, er hann sigldi suður til tDanmerkur. í Óðinsvé- vm hitti hann konung og skýrði honum frá hinni misheppnuðu Grænlandsferð sinni. Kóngleg mekt var náðugri en við hefði mátt búast. Enginn skyldi álasa Magnús Heinasyni — hans há- tign vonaði bara, aö uppreisnarmönnunum hefði tafarlaust verið hegnt í samræmi við gildandi siglingalög! Magnús var þessum erindislokum feginn. En gleði hans varð skammvinn. Hún dapraðist, er hann stóð aftur andspænis Lindenov í Björgvinjarhúsi. Frú Margrét hafði valdið ný.ju óláni. í viðurvist ókunnugra vitna, þar á meðal Hans Dittelhofs, hafði hún látið þau orð sér um munn fara, að Magnús hefði haft óguð- legt samræði við jungfrú Soffíu. Kynni þeirra Magnúsar og Soffíu voru ekki lengur leyndarmál, og Gyntersbergsættin óttaðist opin- bert hneyksli. Ditteihof reyndi af fremsta megni að koma þessu á almanna vitorð. „Ég sný þann djöful úr hálsliðnum", sagði Magnús. „Bíddu hentugra tækifæris", svaraði Lindenov þurrlega. „Pétur Hansson gat ég ekki haldið í fangelsi lengur, en ég veit ekki, hvað til bragðs á að taka með Margréti. Hún er varla með öllum mjalla lengur“. „Hvað er til marks um það“? „Hún hefir krafizt þess, að ég sendi menn á nákvæmlega til- tekinn stað, og þar muni finnast gröf barns, og þetta barn.... Það er ekki þægilegt að vísa slíkri kröfu á bug. En það er happ, að Gyntersbergsættin vill leggja sig í mikla hættu, ef hún gerði sér vonir um að komast með því hjá opinberu hneyksli. Bróðir hennar hefir komið tH hennar í fangelsið, og hann hlýtur að vera mjög tungulipur og sannfærandi, því að hann kom aftur með yfiriýsingu, undirritaða af henni. Hún segir þar, að ákæra hennar gegn þér — hafi verið uppspuni einn______“ „Hún hlýtur að vera gengin af göflunum", sagði Magnús agn- dofa. „Mjög sennilegt", svaraði Lindenov háðslega. „Hún segir, að maður hennar hafi kúgað hana tíl þess að bera fram þessa kæru — af hatri á þér. Hér eftir ert þú éins saklaus og hvítþvegiö lamb. Það má sízt af öllu falla blettur á nafn hinnar tignu ættar, og nú er þess eins beðið, að þú gangir að eiga jungfrú Soffíu. Það mun varla veitast þér erfitt að auðsýna þá greiðasemi....“ „Gyntersbergsættin má sigla sinn sjó fyrir mér. En jungfrú Soffíu hefði ég átt. hvernig sem æpt hefði verið og öskrað. En þú getur reitt þig á, að Margrét á enn eftir að angra okkur". Magnús Heinason hleypti brúnum og gekk um gólf. Auðvitað hafði Margrét verið kúguð til þess að undirrita þessa viðurkenn- ingu. Ættin hafði fórnað henni til þess að bjarga áliti síriu. En var þetta lokaþátturinn? Fjarri fór því. Lögmaðurinn myndi fara á fund hennar í fangelsinu, og hvað myndi þá gerast? Magnús spratt skyndilega á fætur. „Fáðu mér lykilinn að fang- elsisklefa hennar“. , „Lykilinn"? endurtók Lindenov forviða. „Já. Ég ætla að tala við hana — án vitna“. Lénsmaðurinn sá, að Magnúsi var alvara og það tjóaði ekki í móti að mæla. Að lítilli stundu liðinni var Magnús á leið ttt fangelsisklefans. Hún lá endilöng á hörðum bekk, er hún heyrði skrölta í skránni og hrikta í hjörunum. Hún leit ekki við. Hún hélt áfram að stara á ljóssitruna, sem kom í gegnum lítinn glugga, hátt uppi á múrnum. Hver kom nú? Kannske fangelsisvörðurinn með mat hennar og vatnskrús — ef til vill var það Lindenov, kvalari hennar, eða bróðir hennar. Henni lá það í léttu rúmi. „Margrét.... “ Henni varð hverft við. Hin djúpa, karlmannlega rödd kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eitt andartak lá hún grafkyrr, en svo leit hún við, ofurhægt. Jú — það var hann. Hún hafði fengið ákafan hjartslátt, og nú reis hún upp við dogg. Hárið féli laust um herðar hennar, það var undarlegur glampi í augunum og dauf- ui og fínlegur roði í kinnunum. Hann staðnæmdist á klefagólfinu miðju, undrandi yfir þeirri mikiu breytingu, sem á henni var orðin. Hún var aftur orðin falleg! Hvernig gat fangelsisvist orkað svona á konu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.