Tíminn - 16.03.1952, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.03.1952, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þóraririn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 36. árgangrur. Reykjavík, sunnudaginn 16. marz 1952. 63. blaff. Stórbruni í Grindavík í íær Ljósmyndasýnin.g í Listvinasalnum IVIikBar byggingar og vinnslu- stöðvar ónýttust, ásairst mikBu af lýsi, mjöBi og veiðarfærumj* Um fimmleytið í gærdag varð stórbruni í Grindavik. Brunnu til kaldra kola á skammri stundu miklar byggingar, sem í eru Iifrarbræðsla, fiski- og beinamjölsverksmiðja, rnjöl geymsla og beinamóttaka. Voru þetta allt einnar hæðar hús sambyggð, sumt gömul timburhús, en sumt byggingar, sem Teistar voru í fyrra. Miljónatjón. Sjálf lifrarbræðslan var «ign Óskars Halldórssonar út gerðajrmanns, en byggingar og beinamjölsverksmiðjuna átti hlutafélagið Fiskimjöl og lýsi í Grindavík. Verðmæti það i byggingum, vélum og vörum, sem þarna hefir ónýzt, nemur sjálfsagt miljón um, en auk þess er missir þessara vinnslustöðva stór- kostlegt áfall fyrir útveginn í Grindavík og menn, sem þarna höfðu atvinnu. TJpptök í gömlu skilrúmi. Eldurinn kom upp i skilrúmi mílli lifrarbræðslu og mjöl- -verksmiðju, og var í skilvegg þessum spónatróð. Má vera, að kviknað hafi í út frá raf- magnsleiðslu, en einnig var þarna unnið að logsuðu fyrir einum eða tveimur dögum, og þora menn ekki að fullyröa, ar, er menn, er voru að vinnu í húsunum, urðu hans varir, og breiddist hann mjög skjótt út, en allt fylltist af rammri reykjarbrælu. Vannst aðeins tími til þess að loka fyrir olíuleiðslur, en engu varð bjargað út. Auk véla, sem í húsinu voru, svo sem sextán metra langs þurrkara í mjölverksmiðju, voru þarna á annað hundrað lestir af mjöli og þrjátíu lest ir af lýsi í opnum geymum. Bátur missti veiðar- færin. Bátur, sem var nýkomin til Grinaavíkur á vertið, Von ÍS 100, átti veiðarfæri sín geyrnd í þessum húsum, og fórust þau öll i eldinum eiris og ann að. Maður fótbrotnaði. Utan við húsið voru hlaðar af fullum lýsistunnum. Þeim Gera lííið meira en veiða í soðið handa sjáifum sér Togbátarnir, sem veíðar stunda fyrir Norðurlandinu, láta mjög illa af aflabrögðum. Tívka margir sjómenn á Akur eyrarbátunum svo til orða, a'ð þeir afli htið meira en í soö- ið handa skipverjum. Fyrst þegar bátarnir fóru út á dögunum, var sæmileg- ur afli og lögðu bátarnir þá nokkuö af fiski upp til fryst- ingar á Dalvík, Ólafsfiröi og Siglufirði. Nú er einmitt sá tími, er vorvertið togbátanna byrjar fyrir alvöru, og hafa þelr til þessa reynt fyrir sér á ýmsum slóðum úti fyrir Norðurland- inu, svo sem út af Skaga og á Skjálfandaflóa. Saumanámskeið í Boráarnesi Mynd þessi er af ljósmyndasýningunni, sem opnuff var í List- vinasalnum í gær. Hún er ein af 131 ljósmynd, eftir 40 höfunda, cr þar eru til sýnis. Myndin nefnist: Viff hjallinn, og er eftir h Bruun. Margt manna skoffaði sýninguna strax og hún var opn- uð klukkan fjögur i gær. Mun nokkuð á annað hundrað manns hafa verið búiff að skoða sýningna i gærkvöldi. nema eldur kunni að hafa J tókst að forða brott. Hins veg leynzt þarna síðan, þótt ó- ar komst eldur í 16—17 lesta trúlegt sé. AHar vélar og ■vörur ónýtar. Eldur var orðinn magnaður lýsisgeymi, sem þar var, og rann lýsið logandi frá hon- um. Er verið var að foröa lýsis tunnunum frá húsinu, varð þarna í horni lifrarbræðslunn ! ernn mannanna, Guðmundur | Tómasson á Steinum fyrir slysi. Datt lýsistunna af ann arri á fót honum, og fótbrotn aði hann. Guðmundur vann í lifrarbræðslunni. Fé enn á Reykja- nesskaga ? Nokkrar líkur eru taldar til þess, að fé leynist enn á Hykjanesskaga, og er jafnvel talið, aö sézt hafi þrjá kindur, tvær svartar og ein hvít, í fjalllendinu upp frá Herdísar vík. Menn í Ölfusi hafa tekið að sér aö leita þessara kinda. Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra sýnir kvikmyndir Styrktarfélag lamaðra og fatl aðra sýnir tvær fræðslukvik- myndir í Tjarnarbíói i dag, og hefst sýning klukkan tvö. Að- gangseyrir er fimm krónur, er renna til félagsstarfsins. Mynd- irnar eru frá erlendum heilsu- stofnunum og sýna lækningu og þjálfun lamaðra. Olíugeymunum bjargað. Engin slökkvitæki eru í Grindavík, en strax var leit- að eftir hjálp til Keflavíkur. Kom slökkvilið úr Keflavík og af flugvellinum eftir svo sem hálftíma, en þá voru hús in þegar byrjuð að falla. Fast við húsin voru tveir olíugeymar, og höfðu Grind- víkingar þegar opnaö á þeim loftgötin, svo að þeir skyldu ekki springa af hitanum. Þessa geyma tókst slökkvilið- inu að verja. Gífurlegt bál. Bálið var alveg gifurlegt, er eldur og reykur var sem mest ur, og sást langar leiðir að. í gærkvöldi rauk enn úr hinum miklu rústum, þar sem fyrir stuttri sundu höfðu verið þýð ingarmiklar vinnustöðvar, þar sem unnið var af kappi að þvi að gera sem mest verð mæti úr því, sem hinir feng- sælu Grindavíkurbátar hafa fært að landi. Frá fréttaritara Tím- ans í Borgarnesi. Kvenfélagið í Borgarnesi gengst fyrir saumanámskeiði um þessar mundir. Hefir fé- lagið efnt til slíkra námskeiða stundum áð'ur og þau jafnan verið vel þegin. Svo er einnig að þessu sinni. Hafa 35 konur óskað að taka þátt í námskeiöinu, sem stend . ur í hálfan mánuð. Kennari. er Anna Kristjánsdóttir. i flugleiðis til ungbarnsá Laugarvatni Sjíekraflug'véliii var á flugi, er kallið kom í gær flaug Björn Pálsson austur að Laugarvatni á veg- um Slysavarnafélags íslands með súrefnistæki til hjálpar nýfæddu barni, er ung hjón, Anna Böðvarsdóttir og Benja- mín Halldórsson höfðu eignazt. Það var um .hádegi i gær, að Knútur Kristinsson héraðs læknir hringdi tii Slysavarna félagsins og bað um aðstoð. Var hann þá staddur í sjúkra vitjun á Laugarvatni hjá ný- fæddu barni, sem átti mjög erfitt með öndun. Jón Oddgeir Jónsson fékk málið til meðferðar og bað flugturninn um aðstoð. Björn Pálsson var þá á flugi á leið- inni til Reykjavíkur frá Saur bæ í Dölum. Hafði flugturn- inn samband við hann, er hann var yfir Hítardal, og; sagði honum, að fulltrúi Slysa (Framh. á 7. siðu). Ónógur snjómokstur á sunnlenzk- um vegum veldur miklum kostnaði Aðalfundur nijólkurbús Flóainauna krefst breytts fyrirkomulag á þessum málum Á aðalfundi mjólkurbús Flóamanna að Selfossi voru sam- I göngumál Sunnlendinga til umræðu, meðal annarra mála, og kom þar í ljós, að síðasta reikningsár varð aukakostnað- ur við flutning mjólkur frá bændum að mjólkurbúinu átta aurar á hvern lítra sökum snjóanna og ófærðarinnar á veg- unum. Þetta ætti að opna augu allra fyrir þvi, hversu geysi- lega þýðingarmikið er, að meira kapp en verið hefir sé iagt á það að halda vegunum í sæmilegu ásigkomulagi að vetrinum. Þörf á fjórtán stórum ýtum á vegina. Á fundinum var einróma gerð sú samþykkt, að beina þeirri ósk til sýslunefnda Ár nes-, og Rangárvalla- og Vestur-Skaptafellssýslna. að þær í sameiningu taki upp samninga við ríkisstjórnina um framkvæmd snjómokst- ursins á leiðinni £rá Reykja vík að Vík í Mýrdal. Taldi fundurinn, að oflítið hefði verið lagt til þcssa verks, og í snjóavetrum eins og 1951 og 1952 muni þurfa eigi færri en fjórtán stórar ýtur til þess að halda leiðinni þolanlega opinni. Verði falið samgöngu- miðstöð austan f jalls. Þá óskaði fundurinn þess alveg sérstaklegá, að leitað verði samkomulags um það, að framkvæmd mokstursins; verði á hendi saingöngumið- stöðvar austan fjalls, þar sem slík miðstöð hefir betrai, yfirlit um það, hvar aðstoð- ar er þörf. (Framh. á 7. siðu). Framsóknarvist Næstkomandi fimmtu- dagskvöld verður spiluði Framsóknarvist á vegum. Framsóknarfélaganna íi Reykjavík. Hefst vistin kl., 8,30 í Breiðfirðingabúð. Bú- ast má við mikilli aðsókn. eins og venjulega og ættu menn því að panta aögöngu miða sem fyrst í síma 6066. Aðgöngumiðarnir verða af- greiddir á skrifstofu Fram- sóknarflokksins n. k. mið- víkudag og fimmtudag. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.