Tíminn - 28.03.1952, Síða 8

Tíminn - 28.03.1952, Síða 8
„ERLENT YFIRLIT“ IRAG: Togstreitan um Þýstealand 36. árgangur. Reykjavík, 28, marz 1952. 73. blað. Hundruð manna hand- tekin í Túnis i Auriol Frakklandsf. hefir skrifað beynmn bréf um „þjóðholla^ stjórnarmymlun Franski Iandstjnrinn í Túnis lét handtaka hundruð manna úr ilokkz' þjóðernissinna í Túnis í gær, og eru þeir sakaðir um óeirð- ir og virka andstöðu gcgn stjómarvöldum landsins. Beyinn, æðsti rmaður Túnisbúa hcfir kært frönsku stjómma fyrir S.Þ. fyrir bandtöku hinna innlendu ráðherra í fyrradag. Allt var þó nokkurn veginn rneð kyrrum kjörum í landinu í gær, enöa var fjölmennt franskt herlið á verði í flestum stærri borgum. Franski herinn hefir tekið að sér alla löggæzlu og vikið hinni innlendu lög- reglu frá í bili. Leyndust á brott frá París. Tveir erindrekar túnisiskra stjómarvalda hafa dvalið í Par- Snjébíllinn knminn til Reyðarfjarðar Frá fréttaritara Tím- ans í Reyðarfirði. Með síðustu strandferð Heklu kom til Reyðarfjarðar farartæki, sem bundnar eru miklar vonir við eystra. Er það snjóbíll af sömu gerð og snjóbíll Guðmundar Jónas- sonar. Bíllinn, sem er eigin Héraðs búa, á að nota til vetrarferða og verður áreiðanlega hið þarfasta þing í þeim vand- ræðum, sem jafna eru í vetr arferðum með fólk og farang ur yfir Fagradal, þegar snjóa iög eru. Einkum er þó mikils virði að eiga slíkt farartæki af ör- yggisástæðum, þegar allar flutningaleiðir lokast um langan tíma vegna snjóa, og harðindi halda fyrir alvöru innreið sína. Færði snjóbíll- inn, undir stjórn Guðmundar Jónassonar, mönnum bezt heim sanninn um það í fyrra. Verður Montgomery eftirmaður Eis- enhowers? Gruenther herráðsforingi Eisenhowers er nýlega kominn til Washington frá París, þar sem hann mun gefa þjóðþing- inu skýrslu um vamir Evrópu í sambandi við afgreiðslu þings- ins á frumvarpi Trumans for- seta um 7900 millj. dollara fram lag til annarra rikja. New York Times segir s.l. sunnudag eftir Gruenther, að hann sé því per- sónulega fylgjandi, að Mont- gomery marskálkur verði eftir- maður Eisenhowers sem yfir- hershöfðingi Atlantshafshers- ins, ef Eisenhower hverfi frá störfum í sambandi við forseta kjörið í Bandaríkjunum eða verði kjörinn forseti. Segist Gru enther líta svo á, að málum þess um yrði bezt skipað með því, að brezkur eða franskur hers- höfðingi yrði eftirmaður Eisen- howers, ef til kemur. Það er jafnvel buizt við að Eisenhower muni drepa á þessi mál, er hann gefur fyrstu ársskýrslu sína 2. apríl n.k. ís nokkrar TJ'ndanfarnar vikur, og var erindi þeirra það að reyna að fá deiluna um Túnis tekna til meðferðar hjá Sam- einuðu þjóðunum. Þeir höfðu einhvern pata af því í fyrradag, að frönsk stjórnarvöld í París hefðu i hyggju að kyrrsetja þá um skeið og banna þeim heim- íör, Biðu þeir þá ekki boðanna og leyndust á brott úr gistiher- bergjum sínum í París í fyrri- nótt og héldu heim til Túnis flugleiðis án fyrirvara. Komu þeir til Túnisborgar í gærmorg un mjög óvænt. Þeir munu í dag fara til Kairo og ræða við leiðtoga Arabaríkjanna og fara þess á leit að Arababandalagið taki málið fyrir. Stjórnir ým- issa Arabaríkja hafa þegar iýst yfir, að þær telji framferði Frakka í Túnis mjög óvinsam- legt í garð allra Arabaþjóða. Bréf Auriols forseta. Auriol Frakklandsforseti hef- ir ritað beynum í Túnis bréf, þar sem hann biður hann að mynda í landinu stjórn á breið um þjóðlegum grundvelli með fulltrúum allra helztu stétta. Kveðst forsetinn harma það, að frönsk stjórnarvöld hafi neyðzt til að grípa til þess að víkja stjórn landsins frá, en svo hafi verið komið, að allt samstarf við frönsk stjórnarvöld var ó- hugsandi. Franska stjórnin hafi ekki getað átt nein skipti við menn, sem brotið hafi gerða samninga og egndu fólk til ó- eirða gegn löglegum yfirvöld- um. Meðan slík stjórn hefði set ið að völdum, hefði verið óhugs andi að koma fram þeim stjórn arbótum, sem Frakkar hafi lof að og væru að vinna að, stig af stigi. Frakkar vildu hins vegar hafa hina beztu samvinnu við góða borgaralega stjórn og þeir mundu ekki svikja eitt einasta atriði í þeim samningum, sem þeir hefðu gert um stjórnfrelsi til handa landsmönnum. Frönsk stjórnarvöld bíða nú eftir svari beysins við bréfi forsetans, og ekki er vitað, hvað þau hyggj- ast fyrir, ef beyinn neitar að verða við tilmælum um nýja stjórnarmyndun. Lagís til verulegrar tálmunar á Reyðarfirði Frá fréttaritara Tímans í Reyöarfirði Síðustu daga hefir verið lagís á Reyðarfirði, svo að fiug- vélum er ekki fært að lenda þar og talið er hættulegt að , fara í gegnum ísinn á róðrarbátum. Hafa hrognkelsaveiði- menn af þessum sökum ekki getað vitjað um í nokkra daga. Hrognkelsaveiði hefir verið stunduð frá Reyðarfjarðar-j kauptúni nú um nokkurt j skeið og láta fiskimenn net' sín liggja upp undir landi handan fjarðarins gegnt kauptúninu. Veiði hefir ekki verið mikil enn sem komið er. Kemur það sér illa að geta nú ekki vitjað um netin dög- um saman söknum lagissins, þar sem hætta er á að hvort tveggja skemmist veiðin og veiðarfærin. Lenti Iangt úti á firði. í gær kom flugvél til Reyð- Þessar badmintonstjörnur eru j arfjarðar, og gat hún ekki frá Malajalöndum og heita ung' lent sökum lagíssins, fyrr en frú Amie Choong og ungfrú Phee Hong Heah. Þær eru um þessar mundir staddar í Lond- on, þar sem þær taka þátt í meistarakeppni í íþrótt sinni. Verið að ryðja ffell- isheiði og Mos- Hellisheiði varð ófær í fyrra- kvöld vegna skafrennings, en í gær var orðið svo þýtt, að hætt var að renna. Síðdegis í gær var hafizt handa um að ryðja veginn, og mun hann verða fær í dag. Mjólkurbílar fóru Krýsu- víkurleiðina í gær. Mosfellsheiði hefir einnig ver ið ófær undanfarið, en verið er nú að ryðja snjó af veginum til Þingvalla. Var vegurinn orðmn fær stórum bifreiðuin í gær. 1 langt úti á firði. Varð að fara j á vélbát út fjörðmn frá Reyð- jarfirði til að sækja póst og farþega og skila fólki og far- angri i vélina. Utarlega á firð inum er enginn lagís, og slétt ur sjór í gær. Dráttarvél í póstferffum. Pósturinn ofan af Héraði kom i gær á Ferguson-drátt- arvél, sem útbúin hefir verið til vetrarferða, eins og áður hefir verið skýrt frá. En ó- fært er venjulegum bílum yfir Fagradal, og hefir verið það um skeið. Var dráttarvélin tvo tíma frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar og gekk ferðin að óskum. Einn farþegi vai með ökumanninum. Annars lögðu tveir stórir flutningabílar af stað upp á Hérað um hádegi í gær, en búizt var við að ferð þeirra yrði erfið yfir Fagradal. Síld í ufsanót. Ufsaveiðar eru ennþá stund Efnt til námskeiðs í steinsteypu Verkfræðingafélag íslands efnir til steinsteypusnám- skeiðs dagana 15. til 26. apríl næstkomandi. Á námskeiðinu verða fluttir fyrirlestrar um steinsteypu og iðkaðar verkleg ar æfingar. Námskeíð þetta er eínkum ætlað verkstjórum er sjá um byggingu mannvirkja úr steinsteypu. Þátttaka Ul- kynnist Snæbirni Jónssyni hjá vegamálastjórninni fyrir 9. apríl, og gefur hann allar nán ari upplýsingar. ísjakar svartir af selkjöti sigla hjá dyrum eskimóa GrænJcndingar þykkjnþnngir í garð cr- lendra sclveiðimanna, scm flcygja kjötinu Veiðimennirnir meðal eskimóa á austurströnd Grænlands horfa um þessar mundir þungir á brún á hálfsvartá ísjaka, sem fljóta fyrir straumi og vmdi fram með ströndum og eru hinir grænlenzku veiðimenn þykkjuþungir í garð er- lendra selvciðimanna. aðar við bryggjurnar í Reyðar firði, en aflinn er orðinn miklu minni en áður. Vakti það undrun veiðimanna á dögunum, er þeir fengu síld í ufsanæturnar. Voru það að- eins nokkrar síldar, en nægi- legt til þess að gefa þaö til kynna, að síld er þarna á ferö inni og má reikna með að meira hefði veiðst, ef notuö hefðu verið veiðarfæri, er henta síldveiðum. Hækkandi verð á togarafiski í Bretlandi Togarinn Harðbakur seldi í Bretlandi í gær 3409 kit fyrir 9420 sterlingspund. Framboð á togarafiski fer nú minnkandi í brezkum höfnum, og er verð því heldur hækkandi ’og söluhorf- ur betri. Egill rauði mun selja i dag og Ólafur Jóhannesson að líkindum á mánudaginn kemur, en ekki er vitað um fleiri togara að sinni. Svörtu dílarnir á ísjökun- um eru sem sé selskrokkar, sem hafa verið flegnir að skinni og speki, en kjötinu hent, þar sem selirnir voru drepnir. Sjálfir hafa veiði- mennirnir á Grænlandi átt fullt í fangi með að afla sér og fjölskyldum sínum íanga í vetur, svo að oft hefir legið við svelti. Norskir selveiffimenn aff verki. Samkvæmt fregnum frá Godthaab fer reiðialda mikil um meðal eskimóa á austur- ströndinni vegna þessara að- fara, og telja þeir norska sel- veiðimenn sekasta í þessu efni. Þykir þeim hart, að enn skuli ekki hafa fengizt viður kenndar alþjóðlegar sam- þykktir um það, að mikilvægu selkjöti skuli ekki fleygt með þessum hætti við selveiðarn- ar. Norðmenn og aðrir selveiði menn fara um Norðuríshafiö á skipum sínum og skjóta sel inn í hrönnum en hirða aðeins skip og skinn. Kjötið af þús- undu sela leggur eftir á ísn- um og rotnar þar smátt og smátt, þegar hlýnar á vorin. Þá verða svangir eskimóar að horfa á hálfsvarta ísjaka sigla norður með ströndinni, þar sem fæða, er þá skortir (Framh. á 7. síðul. Telja sig sanna sýklahernaðinn Nefnd sú, sem kommúnist- ar i Norður Kóreu hafa skip- að til að rannsaka sýklahern að herja S. Þ. og skipuð er fulltrúum Mansjúríu og Kína auk fulltrúa Norður Kóreu sjálfrar, þykist nú hafa lok- ið gagnasöfnun sinni og feng ið fullar sannanir fyrir því, að hersveitir S. Þ. hafi beitt sýklahernaði í norðaustur- hluta Norður Kóreu. Þykist nefndin hafa séð sprengjur eða hylki, sem flugvélar S. Þ. hafi varpað niður, en i þeim hafi verið skordýr, er báru sýkla skæðra drepsótta. Pravda aðalblað rússnesku stjórnarinnar i Moskvu birt- ir i gær langar greinar um þetta ásamt mörgum myndum af hylkjum þeim, sem það segir að varpað hafi verið nið ur með sýklaberunum. Stjórn Noröur Kóreu hefir þó meö öllu neitað hlutlausri nefnd að fara til Norður Kóreu og rann saka málið, og hún hefif einn ig neitað framboðinni að- stoð heilbrigðisstjórnar S. Þ. til að vinna gegn drepsótt þeirri, sem sagt er að geisi í landinu. Enginn afli í Hrísey Frá fréttaritara Tím- ans í Hrísey- í Hrísey er nú enginn afli, og eru línubátar þeir, sem byrjaðir voru veiðar, hættir róðrum aftur. Togbátarnir afla einnig mjög treglega.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.