Tíminn - 29.03.1952, Blaðsíða 8
„ERIÆNT 1FIRLIT“ t DAös
Misnothun stríðsóttans
36. árgangnjr.
Reykjavík,
29. marz 1952.
74. blað.
Getraunirnar ná tii
15 staða á landinu
Fyrsta getraunahelgtn verðnr 19. apríl
Framkvæmdastjóri íslenzkra getrauna og íþróttanefnd
ríkzsins skýrði fréttamönnum í gær frá væntanlegri starf-
semi getraunanna, sem hefjast um míðjan apríl. Fyrsta get
raunahelgin verður 19. apríl, og tvær fyrstu getraunavikurn
ar verða um ensku knattspyrnuna, en síðan er búist við að
komi norsk, sænsk og íslenzk keppni.
Eins' og fyrr hefir verið frá
skýrt hefir Jens Guðbjörns-
son verið ráðinn framkvæmda
stjóri getraunanna og hon-
Bátar á ísafirði
búast á loðnu- og
smásíldarveiði
Frá fréttaritara Tím-
ans á Ísafírði.
Vélbáturinn Gunnbjörn, sem
varð var við mikla smásíld í
Skötufirði í fyrradag, lagði af
stað til loðnuveiða með sér-
staka nót út í ísafjarðardjúp
i fyrrakvöld, því að línubátar
hafa veitt vel á loðnu að und
anförnu. Lítið varð þó úr
veiði, því að veður hvessti.
Mun Gunnbjörn og ef til vill
tveir aðrir bátar reyna innar
í djúpinu, ef veður leyfir.
Ekki hefir enn verið reynt að
veiða smásíldina í Skötufirði,
en verður kannske reynt síð-
ar. Þetta er með fyrra móti
sem smásíldin er þarna á ferð
inni.
ísafjarðarbátar, sem voru
að veiðum suður und'r Snæ-
fellsnesjökli eru nú komnir
norður í Djúp eftir að afli
glæddist þar. Togbátarnir
hafa veitt vel, aðallega af
steinbít. Hugrún kom inn tU
Bolungarvíkur í gær með 30
lestir eftir fimm daga, mest
steinbít, og Finnbjörn til ísa
fjarðar með 25 lestir, mest
þorsk í gær.
Hrefnuveiðarnar.
Gestur Sigurðsson, sem er
byrjaður að svipast um eftir
hrefnunni á vélbátnum Ein-
ari, hefir ekki enn fengið
neina hrefnu. en hún fer nú
vonandi að sýna sig í kjölfar
loðnunnar og smásildarinnar.
í fyrra fékk Gestur 15 hrefn-
ur.
Landsþing slysa-
varnafélagsins hefst
með guðsþjon-
ustu í dag
Slysavarnaþing er nú að
hefjast hér í Reykjavík, og
verður það sett í Oddfellow-
húsinu síðdegis í dag. Stjórn
Slysavarnafélags íslands hef-
ir beðið blaðið að beina þeim
tílmælum til allra meðlima
slysavarnafélaga í Reykjavík
og nágrenni bæjarins, að
þeir fjölmenni til guðsþjón-
ustu, sem fram fer í dómkirkj
unni áður en landsþingið verð
ur sett. Guðþjónustan hefst
klukkan tvö í dag, og séra
Bjarni Jónsson vígslubiskup
predikar.
um til aðstoðar Sigurgeir
Bjarni Guðnason. Er aðalskrif
stofa getraunanna Laugarás-
vegi 37 og síminn 5618.
Stjórn getraunanna skipa
Þorsteinn Einarsson, Björgvin
Scrám, Jón Sigurðsson, Her-
mann Guðmundsson og Daní
el Ágústínusson.
Fimmtán þátt-
tökustaðir.
Vegna ,þess, hve getrauna-
seðlar þurfa að berast fljótt
bæði til þátttakenda og frá
þeim, verður fyrst um sinn
ekki unnt að hafa þátttöku á
öðrum stöðum en þeim, sem
skjótar og öruggar samgöng-
ur eru við, og hefir verið á-
kveðið að hafa staðina fjórtán
utan Reykjavíkur. Eru það
Akranes, Borgarnes, Stykkis-
hólmur, Blönduós, Sauðár-
krókur, Akureyri, Siglufjörð-
ur, ísafjörður, Hvolsvöllur,
Selfoss, Vestmannaeyjar,
Keflavík, Hafnarfjörður og
Kópavogur.
Margir vilja vera
umboðsmenn.
Fjöldi manna hefir sótt um
að verða umboðsmenn fyrir
getraunirnar, en það er all-
mikið verk og vandasamt og
því fylgir allmikil ábyrgð.
Hefir stjórn getraunanna unn
ið að því undanfarið að kynna
sér umsóknir, en engir hafa
verið ráðnir enn. Verður það
þó gert næstu daga. Þá hafa
nú verið gefnir út bæklingar
bæði fyrir þátttakendur og
umboðsmenn, og verða þeir
(Framh á 7. síðu).
Sýning skógræktar-
myndar bönnuð nm
messiitímann
Sýniiigin i Ilafnar-
ffirSi verðnr í dag
Kirkjuyfirvöldin í Hafnar
firði hafa bannað sýningu
á skögræktarkvikmyndinni
norsku á þeim tíina, sem
Skógræktarfélag Hafnar-
f jarðar hafði fengið húsnæði
tii sýningarinnar. Neyðist fé
Iagið þess vegna til að sýna j
myndin í dag klukkan fimm. |
Bann kirkjuyf'rvaldanna1
er réttlætt með því, að j
ekkz megi ciga sér stað í j
bænum neinar samkomur!
um það leyti, sem messa fer 1
þar fram. Áður mun sams
konar bann sömu yfirvalda
hafa bitnað á bókmennta-
kynningu þeirr', sem byrjað
var að efna til í Hafnarfirði
í vetur.
Ekki er laust við, að ýms-
ir telji, að hér sé farið 'nn
á mjög varhugaverða braut,
þótt einhver gömul fyrir-
mæli finnist slíku banni til
lagastuðn'ngs.
8—10 skippund hjá
Keflavíkurbátum
Keflavíkurbátar fá nú 8—
10 skippund í róðri, og hefir
sá afli verið nokkuð jafn hjá
bátunum. Aðeins einstaka
daga hefir aflinn verið betri
en þetta.
Beyinn í Túnis nefnir
nýjan forsætisráðherra
Hefír látið undan kröfum Frakka. Karl-
iiiemi 18-60 ára kvaddlr í öryggisvarðlið
Beyinn i Túnis hefir nú látíð undan kröfum Frakka um að
úlnefna nýjan íorsætisráðherra til myndunar ráðuneytis, sem
sé vinsamlegt Frökkum og samvinnu við þá. Jafnframt hafa
Frakkar lagt fram drög að áætlun um næstu aðgerðir á þeirri
braut að Iáta Túnisbúa fá aukin sjálfsstjórnarréttindb
Sprenginefni smygS-
að inn í Egyptaland
Egypzlca stjórnin tilkynnti
í gær, að fundizt hefði allmik
ið af vopnum og sprengiefni,
sem smyglað hefði verið til
landsins og ætlað var að beita
gegn stjórninni og i uppþot-
um. Hefði þetta verið gert
upptækt og nokkrir skemmd-
arverkamenn verið teknir
Seretse Khama meinað að
fara heim til iands síns
Ákvörðun brezku stjwrnarinnar um útlegð
hans dæmd hart í þing'i og brezkum blöðum
í umræðunum í brezka þinginu í fyrrakvöld um heíl-
brigðislöggjöfina gerði Forster aðstoðarsamveldismálaráð-
herra hlé á og tilkynnti, að stjórnin hefði ákveðið að banna
Seretse Khama, höfðingja í Bechuanalandi í Afríku að
hverfa heim til lands síns, en boð'ð honum embætti í
Jamaica.
verki, sem verkamannastjórn
in hefð' hafið.
Seretse Khama hlustaði á
umræður og sagði við frétta-
menn, að hann liti svo á, að
hann gæti gert meira gagn í
heimalandi sínu en Jamaica,
og hefði hann hafnað em-
bættistilboði stjórnarinnar.
Mundi hann neyta allra ráða
til að komast heim.
Brezku blöðín ræddu málið
í gær og voru skiptar skoðan
ir en fleiri fordæma þó þessa
ákvörðun stj órnarinnar og
telja hana brot á öllum venju
legum mannréttindum.
Maður sá, sem varð fyrir val-
inu sem forsætisráðherraefni
nefnist Salaz Bacos og er 69 ára
að aldri. Hann var forsætisráð-
herra landsins árin 1943 til 47
og er af höíðingjaættum. Hann
er franskmenntaður og vinsam-
legur í garð Frakka. Hann mun
nú hraða stjórnarmyndun sinni.
TiIIögur Frakka.
Tillögur Frakka um næstu
skrefin í þá átt að auka sjálfs-
stjórn Túnisbúa eru í þrem Hð
um, og verði þegar hafizt handa
um framkvæmd þeirra, er hin
nýja stjórn hefir verið mynduð.
Þær ganga þó mun skemmra en
kröfur fráfarandi stjörnar.
1. Að stjórn Túnis hafi fullt
vald í öllum innanlándsmálum
og séu ráðherrar aðeins bundn-
ir af umboði kjósenda.
2. Að komið verði á fót sem
fyrst löggjafarsamkomu, er síð
ar verði kosin í frjálsum kosn-
ingum og myndi stjórn.
3. Að túnisískir borgarar verði
valdir umfram Frakka til allra
embætta og starfa í landinu og
þágu ríkisins, eftir því sem
hségt er.'
Póstbögglar til
þýzkra ráðherra
rannsakaðir
Adenauer forsætisráðherra
Vestur-Þýzkalands átti að fá
illvíga sendingu í fyrradag, en
annar varð að gjalda. Ókunnur ^
maður bað tvö börn á götu i
Bonn að fara með dálítinn bögg
ul fyrir sig á pósthúsið. Þegar
þangað kom sáu póstmenn, að
böggullinn var tll forsætisráð -,
herrans. Var þá kallað á lög-
reglu, og opnuðu sprengjusér-
fræðingar böggulinn. í kjallara
lögreglustöðar. Var þar
sprengja, sem sprakk þegar, og
lét lögregluþjónn lífið. Allmarg
ir menn voru handteknir í gær
af þessu tilefni, en sleppt aftur
í gærkveldi, þar sem þeir reynd
ust saklausir, en tilræðismaður
inn sjálfur er ófundinn. Nú eru
allir bögglar til ráðherra í
Bonnstjórninni opnáðir, en ekk
ert saknæmt hefir fundizt. Ekki
er talið að um víðtækt samsæri
sé að ræða. ' i
Kvatt í varðlið.
Franska herstjórnin í Túnis
hefir kvatt alla karlmenn í land
inu á aldrinum 18 til 60 ára til
að vera við því búna að skipast
í öryggisvarðlið, er setja megi
til gæzlu á öllum vegum, við
símalínur og rafmagnslínur í
landinu og önnur mannvirki, ef
þörf krefur og óeirðir brjótasr
út.
Skeyti td Öryggisráðsins.
Ráðherramir tveir sem flúðu
frá París til Kairo í fyrradag
segjast muni halda áfram til-
raunum sínum Jbil að fá S.Þ. til
að taka deiluna fyrir. í gær
sendu þeir öryggisráðinu skeyti
með tilmælum um að ræða árás
Frakka gegn Túnis og að senda
rannsóknarnefnd til landsins,
er undirbyggi kosningar, þar
sem Túnisbúar gætu sjálfir á-
kveðið framtið sína.
Fulltrúi verkamannaflolcks
ins krafðist þess þegar, að urn
ræður um málið yrðu hafnar
þegar í stað, og var svo gert.
Sökuðu stjórnarandstæðing-
ar stjórnina um að hafa fram
ið fljótræðisverk til að þókn-
ast Malan forsætisráðherra
Suður Afríku og mundi þetta
skaða mjög álit Breta meðal
annarra þjóða. Davies for-
ingi frjálslyndra taldi þetta
fullkomið gerræði. Stóðu um-
ræðurnar lengi og voru heit-
ar, og kvaðst stjórnin ekki
hafa gert annað en ljúka
Fyrsta áfall
stjórnar Pinay
Stjórn Pinay í Frakklandi
fékk fyrsta alvarlega áfallið í
gær, er Gaullistar og komm-
únistar sameinuðust um að
iækka sparnaðarfrumvarp
stjórnarinnar í efri deildinni úr
110 milljörðum franka í 35 millj
arða. Talið er, að Pinay muni
biðjast lausnar, ef neðri deild •
in breytir frumvarpinu ekki á
ný í fyrra horf.
Samkomusalur olíu-
stöðvarinnar í
Hvalfirði
Fyrir atbeina Sigurðar Jón-
assonar framkvæmdastjóra og
Magnúsar Maríassonar stöðvar
stjóra, byrjaði Oliufélagið h.f.
fyrir alllöngu síðan að útbúa
samkomusal fyrir starfsfólk sitt
i olíustöð félagsins í Hvalfirði.
Er þesu verki nú nýlokið. Salur-
inn er hinn vistlegasti og rúmar
í sæti um 100 manns.
í gærkvöldi var haldin fyrsta
dagskrársamkoman í hinum
nýja samastað. Stjórnaði stöðv-
arstjórinn henni, skýcði tilgang
og bauð fólk velkomið, en auk
starfsmanna og skylduliðs
þeirra, hafði fólki frá næstu
bæjum verið bóðið, samtals um
80 manns. Erindreki Sambands
íslenzkra samvinnufélaga, Bald
vin Þ. Kristjánsson, flutti ræðu
um samvinnumál. Sýndar voru
kvikmyndir og „þjóðkórsbrot“
staðarins söng milli þátta. Að
lokum kvaddi sér hljóðs Guð-
mundur Brynjólfsson oddviti á
Hrafnabjörgum, þakkaði fyrir
hönd aðkomugesta og kvað sig
og nágranna sína hyggja gott
til þeirrar bættu aðstöðu, sem
nú hefði skapazt til samskipta
þeirra og starfsmanna stöðvar-
innar. Rómaði hann nábýlið við
stöðvarstjórann og fólk hans.
Samkoman stóð í fullar 3
klukkustundir og var hin
ánægjulegasta.
Tilgangurinn með samkomu-
húsinu er að sjálfsögðu sá, að
skapa skilyrði til aukins og
bætts félagslífs þess fólks, er
vinnur í olíustöðinni, en því hef
ir jafnan farið fjölgandi, og
verða þær æ fleiri fjölskyldum
ar, sem eru búsettar á Miðsandi
allan ársins hring. Er ætlunin
að koma þarna upp bókasafni,
sýna kvikmyndir, flytja erindi,
koma saman til spila, tafls o. fl.,